Morgunblaðið - 26.10.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.10.1988, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B 4 il STOFNAÐ 1913 245. tbl. 76. árg. MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins Reuter Stjórnarmenn settir af í Kosovo: Serbar kreflast frekari hreinsana Belgrað. Reuter. TVEIR menn voru reknir úr hér- aðsstjórn Kosovo í þeim tilgangi að draga úr spennu milli manna af albönsku þjóðerni og Serba. Herskáir leiðtogar Serba kröfð- ust þess hins vegar að öll stjóm- in yrði sett af. Leiðtogar Serba, sem eru í minni- hluta í Kosovo, sögðu í gær að efnt yrði til fjölmennra mótmæla í Bel- grað, höfuðborg landsins, um og upp úr næstu helgi ef ekki yrði skipt um ráðamenn í héraðinu. Beinast spjót Serba einkum að Az- em Vlasi og Kacusa Jasari, sem sæti eiga í stjómmálaráði Kosovo, og Svetislav Dolasevic, fulltrúa hér- aðsins í miðstjóm júgóslavneska kommúnistaflokksins. Eru þeir sagðir bera ábyrgð á auknum áhrif- um manna, sem eru af albönsku bergi brotnir og þjóðemisvakningu meðal þeirra. Leiðtogar Serba saka andstæðinga sína um tilraunir til að láta innlima Kosovo í Albaníu. í því augnamiði væri nú reynt að hrekja um 200 þúsund Serba á brott úr héraðinu. Helmut Kohl, kanzlari Vestur-Þýzkalands, og Hannelore kanzlarafrú taka á móti Andrei Sakharov, leiðtoga sovézkra andófsmanna, i þýzka sendiráðinu í Moskvu í gær. Málefni Berlínar og sameining þýzku ríkjanna: Kohl er biartsvnni eftir einkafuni Moskvu. Reuter. HELMUT Kohl, kanzlari Vestur- Þýzkalands, sagðist hafa ástæðu til bjartsýni um málefhi Berlínar eftir einkaviðræður við Mikhaíl Gorbatsjov, Sovétleiðtoga, f gær, að sögn Friedhehns Ost, tals- manns kanzlarans. Leiðtogarnir deildu um hugsanlega sameiningu þýzku rfkjanna f kvöldverðarræð- um f fyrrakvöld en þar sagðist Gorbatsjov andvfgur sameiningu þýzku þjóðarinnar og að Qórvel- dasamkomulaginu nm Vestur- Berlfn yrði breytt. Ost sagði hins vegar að Kohl teldi ástæðu til bjartsýni eftir fund leiðtoganna f gær þar sem Gorbatsjov hefði sagt að allt væri breytingum undirorp- ið og Qórveldasamkomulagið þyrfti ekki að standa óhaggað þó það hefði gefizt vel. Gorbatsjov og Kohl ræddust við í þijár klukkustundir í gær og tóku m.a. vamarmála- og utanríkisráð- herrar Sovétríkjanna og Vestur- Þýzkalands þátt í fundum þeirra. Gengið var frá samningum um sam- starf á sviði kjarnorkumála, geimví- sinda, umhverfisvemdunar, land- búnaðarmála og menningarmála. Ákveðið var að vestur-þýzkur geim- fari yrði sendur með sovézku geim- fari til Mir-geimstöðvarinnar. Þá náðu leiðtogamir samkomu- lagi um að vestur-þýzkum fyrirtækj- um, sem hefðu ráðist í fjárfestingar og verkefni í Sovétríkjunum, yrði veitt vemd fyrir hugsanlegri þjóð- nýtingu. Á það að vemda ijárfest- ingu fyrirtækjanna og tryggja að þau geti flutt ágóða sinn úr landi þó skyndilega yrði ákveðið að þjóð- nýta þau. Vestur-Þjóðveijar eru helzta viðskiptaþjóð Sovétmanna á Vesturlöndum. I tíð Gorbatsjovs hafa viðskipti ríkjanna aukizt stórum en þýzk fyrirtæki hafa verið treg til að ráðast í stórverkefni tengd efna- hagsumbótum Sovétmanna vegna skorts á tryggingum gegn þjóðnýt- ingu. Kohl átti í gærmorgun klukku- stundar fund með Andrei Sakharov, helzta leiðtoga sovézkra andófs- manna, og Jelenu Bonner, eiginkonu hans. Ræddu þau um stöðu mann- réttindamála í Sovétríkjunum og umbótastefnu Gorbatsjovs. Hannel- ore kanzlarafrú og Hans-Dietrich Genscher tóku þátt í fundinum. Rupert Scholz, vamarmálaráð- atgov herra Vestur-Þýzkalands, flutti ræðu í háskóla hersins í Moskvu í gær, og sagði við það tækifæri að þrátt fyrir samninga risaveldanna um kjamorkuvopn stæði íbúum Vestur-Evrópu eftir sem áður mikil ógnun af herjum Sovétmanna og Varsjárbandalagsins vegna yfír- burða þeirra í vopnabúnaði og her- afla. í viðræðunum við Kohl, sem Scholz var viðstaddur, sagðist Gorb- atsjov ákaft andvígur tillögum innan NATO um endumýjun kjamaflauga, sem eftir væru í Evrópu. Sjá ennfremur „Vestur-þýzkir fjármálamenn heQa leiftur- sókn í Moskvu" á bls. 20. Teketill- inn kost- aði meira en íbúðin London. Daily Telegraph. TEKETILL gamallar konu i Liverpool var seldur á upp- boði hjá Sotheby’s í siðustu viku fyrir 14.300 sterlings- pund eða hærri upphæð en sem nemur kaupverði leigu- íbúðarinnar, sem konan býr í ásamt manni sfntun. Frú Norah Ambrose hafði geymt ketilinn innvafinn í dúk upp á skáp í tvo áratugi, „því hann var svo stór og óhentug- ur“. Systir hennar hafði þrá- beðið hana að láta meta verð- mæti hans, en ketillinn var ættargripur. Á endanum lét hún undan og var ketillinn metinn á 5.000 pund, eða jafn- virði 407 þúsund íslenzkra króna. Reyndist hann vera úr eftirsóttum flokki Staffords- hire-postulíns, frá árinu 1760. Að mati fengnu ákvað frú Ambrose að senda teketilinn á uppboð og var han sleginn óþekktum kaupsýslumanni á 14.300 pund, eðajafnvirði nær 1,2 milljóna króna. „Ég ætla að nota andvirðið til að kaupa leiguíbúðina, sem verið hefur heimili okkar hjóna í 35 ár,“ sagði hún. „Það er þægileg til- hugsun að þurfa ekki lengur að borga leigu.“ Pólland: --------— s Viðræður við Sam- stöðu á föstudag? Varsjá. Reuter. PÓLSKA stjórnin lagði í gær til að viðræður við Samstöðu, óháðu verkalýðsfélögin, heQist næstkomandi föstudag. Ágreiningur milli stjórnvalda og leiðtoga Samstöðu gæti stofhað viðræðunum í hættu. Kosið í Suður-Afríku Reuter Sveitarstjómarkosningar fara fram í Suður-Afríku í dag og af því tilefni efndu andstæðingar aðskilnaðarstefnu stjómvalda til mót- mæla þar í landi f gær. Desmond Tutu, erkibiskup, sagðist vonast til þess að landsmenn myndu sýna andúð sfna á aðskilnaðarstefnunni í kjörklefanum. Myndin var tekin í Jóhannesarborg í gær. Jerzy Urban, talsmaður stjóm- arinnar, sagði að viðræðumar stæðu og féllu með því að Lech Walesa, leiðtogi Samstöðu, og Czeslaw Kiszczak hershöfðingi, innanríkisráðherra, hittust til þess að leysa ágreining um skipan við- ræðunefndar Samstöðu. Walesa sagði í gær að fundur af því tagi væri óþarfur. Að sögn Jerzy Urban getur pólska stjómin því aðeins fallist á setu andófsmannanna Jaceks Kur- ons og Adams Michniks í viðræðu- nefnd Samstöðu að þeir lýsi því opinberlega yfir að þeir viðurkenni stjómarskrána, sem veitir Komm- únistaflokknum öll völd í landinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.