Morgunblaðið - 26.10.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.10.1988, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1988 Breskur sjónvarpsþáttur: Reuter Hér sjást björgunarmenn hjálpa skipveija á flutningaskipi um borð í björgunarskip undan ströndum Filippseyja. Flutningaskipið sökk í óveðri i gærmorgun. Daginn áður hafði ferja farist um rúmlega fímm hundruð manns innanborðs. Myrtu franskir leign- morðingjar Kennedy? London. Reuter. í SJÓNVARPSMYND, sem sýna átti í gærkvöldi í Bretlandi, er því haldið fram, að bandaríska mafían hafí staðið að baki morð- inu á John F. Kennedy Banda- ríkjaforseta og fengið til verks- ins þrjá franska leigumorðingja. „Mennimir, sem myrtu Kennedy" heitir heimildamyndin og segja talsmenn framleiðandans, sjónvarpsstöðvarinnar Central Television, að unnið hafi verið að henni í tvö ár. Eins og kunnugt er var Lee Harvey Oswald sakaður um að hafa myrt Kennedy 22. nóvember árið 1963 en áður en hægt var að leiða hann fyrir rétt skaut næturklúbbseigandinn Jack Ruby hann til bana á lögreglustöð í Dallas. Höfundur myndarinnar, Nigel Tumer, sagði fréttamönnum, að í henni kæmi fram, að þrír glæpa- menn í Marseilles í Frakklandi hefðu tekið að sér fyrir bandarísku mafíuna að myrða Kennedy. Er einn leigumorðingjanna nefndur á nafn, Lucien nokkur Sarti, sem er sagður hafa verið drepinn í Mexikó árið 1972. Sagði Tumer, að glæpa- félagar hans tveir væm enn á lífí og jrrðu nefndir einnig. í myndinni segir, að bandan'ska mafían hafí viljað ryðja Kennedy úr vegi vegna þess, að hann og bróðir hans, Robert Kennedy dómsmálaráðherra, sem Palestínu- maðurinn Sirhan Sirhan myrti 1968, hafí ætlað að ganga á milli bols og höfuðs á glæpasamtökun- um. „Loksins getum við sýnt fram á, að þeir hafa haft rétt fyrir sér, sem hafa trúað því í aldarfjórðung, að Oswald hafí verið saklaus og meiriháttar samsæri hafi verið gert um að myrða Kennedy," sagði Tumer. Tumer sagði, að franskur eitur- lyfjasmyglari, sem segist hafa ver- ið beðinn um að myrða Kennedy, og fyrrum eiturlyfjasali myndu bera vitni í þættinum til stuðnings kenningunni um aðild mafíunnar. í þættinum kemur fram, að Sarti hafí verið dulbúinn sem lögreglu- maður og verið í 45 metra fjarlægð þegar Kennedy ók hjá á leið sinni um Dallas. Sýnd verður ljósmynd, sem á að hafa verið tekin aðeins sekúndubroti eftir að skotið var á Kennedy, og á henni á að sjást maður í lögreglubúningi uppi á grashól en frá þessum hól segjast mörg vitni hafa heyrt skothvelli. A myndinni virðist líka sem skot- glampa beri við höfuð mannsins. Tumer segir, að mörg lykilvitn- anna í þessu máli hafí ekki þorað að koma fram í dagsljósið fyrr en nú enda hefði aldrei fyrr verið ■kafað jafn djúpt ofan í þetta mál. Ferja sekkur í fellibyl við Filippseyjar: 500 manns um borð í Donu Marilyn taldir af Lee Harvey Oswald fellur fyrir kúlu úr byssu Jacks Ruby á lögreglu- stöð í Dallas. Grænland: Bandaríkj amenn loka ratsjárstöð Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morg^unblaðsins í Nuuk á Grænlandi. BANDARÍKJAMENN hafa lagt Manila. Reuter. FERJAN Dona Marilyn með rúmlega 500 manns innanborðs sökk þegar fellibylurinn Ruby geisaði á Filippseyjum á mánu- dag. Ekki er fyllilega ljóst hversu mörgnm hefúr verið bjargað en talið er að þeir séu á bilinu 13-30. Hinir eru taldir af. Haft er eftir þeim sem lifðu sjó- slysið af að feijan, sem er 22 ára gömul, hafí sokkið þegar veður- hæð var sem mest. Dona Marilyn er 2.855 tonna skip og var hún á leið frá Manila, höftiðborg Filipps- eyja, til eyjarinnar Leyte. Leit stendur yfír að mönnum sem hugs- anlega gætu hafa lifað slysið af. Talsmaður Sulpicio Lines, eig- anda feijunnar, sagði í gær að 451 farþegi og 67 manna áhöfn hefði verið um borð í Donu Marilyn. Ekki eru liðnir nema tíu mánuð- ir síðan Dona Paz, systurskip Donu Marilyn, sökk með rúmlega tvö þúsund manns innanborðs. Orsök þessa mesta sjóslyss á frið- artímum var árekstur feijunnar við lítið olíuskip. Fellibylurinn Ruby olli flóðum og miklu tjóni á Filippseyjum. Að minnsta kosti 73 biðu bana í flóð- unum og 50 þúsund manns misstu heimili sín. niður eina af Ijórum DEW- ratsjárstöðvum sínum á Græn- landsjökli. Ástæður þess að stöðinni var lokað voru þær að hún farin að síga uppi á jöklin- um. Ratsjárstöðinni var lokað í ágúst síðastliðnum en bandarísk stjórnvöld tilkynntu ekki um lokunina fyrr en nú. . Ratsjárstöðvamar fjórar nefn- ast Dye 1, 2, 3 og 4 og það var Dye 2 sem var lögð niður. Hlut- verk DEW-kerfisins (Distant Early Waming) er að fylgjast með flugvélum _og skammdrægum eld- flaugum. í yfirlýsingu frá sendi- ráði Bandaríkjanna í Kaupmanna- höfn segir að ratsjárstöðvamar á Grænlandi séu í stöðugri endur- skoðun og að allar breytingar sem gerðar séu á þeim séu bomar und- ir dönsk stjómvöld. Fulltrúi danskra stjórnvalda á Syðri-Straumfírði, B. Sörensen majór, segir að sér sé ókunnugt um að Bandaríkjamenn hyggist leggja niður allar ratsjárstöðvarn- ar fjórar sem liggja þvert yfir jök- ulinn frá Holsteinsborg í vestri til Kulusuk í austri. Yrði það að vem- leika hefði það alvarlegar afleið- ingar í för með sér fyrir flugum- ferð á Grænlandi. Um 70.000 ferðamenn fara um Syðri-Straumfjörð á ári hveiju. Bretland: Sagniræðmgur óvelkominn í Oxford St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. BOÐ til þýsks sagnfræðings um að ræða tíma nasistanna í þýskri sögu hefúr verið dregið til baka af Wolfson-garðinum við háskólann í Oxford, að því er sagði í The Sunday Te- legraph síðastliðinn sunnudag. Ástæðan er umdeildar skoðanir hans á þýskri þjóðernisjafiiað- arstefiiu. Wolfson-garður býður virtum háskólamönnum ár hvert til fyrir- lestrahalds. Mark Almond, rann- sóknarfélagi í sagnfræði á garðin- um, fékk það verkefni að skipu- leggja fyrirlestrana á næsta ári. Hann bauð dr. Emest Nolte, pró- fessor við fijálsa háskólann í Berlín, að halda fyrirlestur um nasistatímabilið í þýskri sögu. Forseti garðsins, Sir Raymond Hoffenberg, sem uppgötvaði bólu- efnið gegn kíghósta, neitar því, að boðið hafí verið samþykkt og sakar Mark Almond um að hafa farið út fyrir valdsvið sitt. Almond segir, að hann hafí haft umboð frá stjórn garðsins til að skipuleggja fyrirlestrana, en forseti hans hafí krafíst þess, að hann drægi boðið til baka. Ástæðan til þessa er sú, að Nolte hefur mjög umdeildar skoð- anir á orsökum og þróun þýska nasismans. Hann telur til dæmis, að útrýmingarstefna nasista hafí ekki verið bundin við Þýskaland, heldur hafi hún verið hlekkur í orsakakeðju, sem hafí byijað í rússneskum þrælabúðum og hald- ið áfram á síðustu áratugum í Víetnam og Afganistan. Hart deilt í V-Þýskalandi Árið 1986 ritaði Emest Nolte grein, sem vakti upp einhveijar áköfustu deilur eftirstríðsáranna í Vestur-Þýskalandi. Þýski félags- fræðingurinn Jiirgen Habermas, sem er prófessor við háskólann í Frankfurt, hefur ráðist mjög harkalega að Nolte, en Habermas segist vera stoltur af því að hafa mótast af endurhæfíngu Banda- manna á Þjóðveijum eftir seinni heimsstyijöldina. Nolte heldur fram, að þessi endurhæfíng hafí skekkt allar skoðanir á stríðinu. Vinstrisinnaðir stúdentar í Berlín hafa sakað Nolte um að vera nýnasisti, en hann neitar því harðlega. Hann segir, að enginn Þjóðveiji geti réttlætt Hitler, þó ekki væri annað en vegna þeirra fyrirmæla hans í mars 1945 að gereyða öllum þýskum borgum, sem innrásarliðið færi um. Nolte segist hafa verið stoltur af boðinu frá Wolfson-garðinum, en undrist ekki, þó að það hafi verið dregið til baka; visst fólk vilji koma í veg fyrir, að hann láti skoðanir sínar opinberlega í ljós. í fyrra var boð honum til handa um að flytja fyrirlestra á vegum Goethe-stofnunarinnar í Toronto í Kanada dregið til baka, þegar nokkrir háskólamenn þar höfðu mótmælt og borist höfðu hótanir um ofbeldi. Fyrmefnt boð er einnig mjög viðkvæmt fyrir Wolfson-garðinn, þar sem hann nýtur verulegra ijárframlaga frá auðjöfrinum Ro- bert Maxwell, sem er gyðingur, og nú í þessari viku er háskólinn að fara af stað með herferð til að leita eftir fjárframlögum frá einkaaðilum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.