Morgunblaðið - 26.10.1988, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.10.1988, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1988 17 Gallerí Grj ót Myndlist Bragi Ásgeirsson Um þessar mundir hefur litli fallegi sýningarsalurinn fremst á Skólavörðustíg, er við þekkjum undir heitinu Gallerí Gijót, starf- að í fimm ár. í því tilefni hefur verið efnt til afmælissýningar og taka allir níu listamennimir, er nú standa að rekstri húsakynnanna, þátt í henni með eitt upp í fimm verk hver og má af því marka, hve mikið rúmast í hinum litlu húsa- kynnum, en fjöldi verka, smárra og stórra, nemur tuttugu og fimm númerum á skrá. Auk verka í innri sal. Og þó verður maður ekki var við ofhleðslu, heldur er öllum verkunum á þann veg kom- ið fyrir, að þau fá mætavel notið sín. Hliðstæður slíkrar starfsemi finnast víða erlendis og njóta hvarvetna mikillar virðingar, enda getur fólk verið öruggt um að finna þar vandaða vöru, sem stendur undir sér listrænt séð og er iðulega í háum gæðaflokki. a Við lifum á miklum breyt- ingtímum í heimi hér, og einkum eru breytingamar örar í einangr- uðum þjóðfélögum líkt og á Is- landi, þar sem þjóðmenning stend- ur ekki á jafn traustum fótum og víðast hvar annars staðar. Landið er ungt í öllu tilliti og miklar menningarlegar hræringar í því. í sumar fullyrti við mig nýbak- aður listsögufræðingur með óvenju dijúgt nám að baki í þeirri grein, og hyggst þó bæta við sig tveim árum við virtan háskóla vestra, að tími þeirra, sem söfn- uðu myndum af ástríðu, væri að líða undir lok, en fjárfestingar- sjónarmiðið sækti stöðugt á. Þetta er um sumt rétt, en þó hef ég orðið var við, *að sauðsvartur al- múginn sækir meira listsýningar ytra en nokkru sinni fyrr og varla verður þverfótað fyrir mann- mergð á söfnum, sem næsta fáir rötuðu á fyrir einum og tveimur áratugum. Aðsóknin er svo hrika- leg á sum söfn og sýningar, að stór og viðamikil söfti eru farin að skila gróða, þótt að við stofnun þeirra og lengi framan af hafði engum dottið slíkur möguleiki í hug, því að hér voru varðveislu- sjónarmið og hugsjónir í fyrirr- úmi, og slíkir eiginleikar hafa hingað til ekki verið vænlegir tii að skila arði. Jafnvel lætur þetta fólk ekki fomgripasöfn í friði, sem þó voru nær galtóm í gamla daga, nema að af og til urðu á vegi manns gráir og geispandi safn- verðir. Nú eru þessir menn út- búnir labb-rabbtækjum á hveiju strái og hafa vakandi auga með öllu. Þetta er örtölvuþjóðfélagið í hnotskum, og hér em að rætast spár örtölvufræðinga, sem ég vakti fyrst athygli á fyrir áratug eða svo. En í raun hefur það merkilega skeð, að þessi þróun virðist ekki nema að litlu leyti hafa náð til íslands nema þá í óhóflegri notkun tækjanna svo og skmm- og hávaðamenningu. Svo- kallaðri Hong-Kong menningu. Upphaf spekinnar er þó að kunna að þegja líkt og Goethe sagði og Beethoven hélt því fram, að þögn- in væri mikilvægasti og vanda- samasti tónn hljómsveitarinnar. Hér hefur eitthvað farið úrskeiðis og eitthvað bmgðist, en þetta er ekki rétti vettvangurinn til að reyna að skilgreina það. En það Yfirlitsmynd fi-á Gallerí Gijót. er alveg víst, að listamennimir hafa ekki bmgðist, sem þrátt fyr- ir ágjafir halda áfram á fullu og rækta jafnvel þá kynningarstarf- semi, sem ætti að vera sjálfsögð og almenn í öllum fjölmiðlum en aðeirts eitt dagblað ræktar af nokkmm sóma. Við búum í einstöku landi með meiri almennum áhuga á listum en í flestum löndum heims, og því ættu skyldur fjölmiðla að vera Morgunblaðið/Árni Sæberg meiri. Og það er öðm fremur al- menningur, sem hingað til hefur haldið uppi listastarfsemi, og sem þyrstir í fróðleik og upplýsingar, svo sem almennar skoðanakann- anir um lesefni gefa til kynna. Hér ræði ég ekki frekar um þetta, en vek athygli á fallegri afmælis- sýningu í Gallerí Gijót og því, að staðurinn gegnir mikilvægu menningarhlutverki hér í borg og heldur því vonandi áfram ... „Laxárfoss“, eitt verka Gunn- ars Hjaltasonar. í Kolbeinsdal, Skagafirði" (86) og „Úr Flatey" (87). Hvað pastel- myndimar snertir staðnæmist ég aðallega hjá myndunum „Á Hjöll- um, Skálaeyjum" (33) og „Þingm- úli í Skriðudal" (66), málverkin vöktu hins vegar minni athygli mína. Aðeins þessi nafnaupptaln- ing segir sögu um það, hve viðreist Gunnar Hjaltason gerir í myndefnaleit sinni og fjöldi mynd- anna (121) sýnir hvílíkur atorku- og ákafamaður er hér á ferð ... Á vit náttúrunnar Þeir eru margir íslendingamir, sem finna hjá sér óstöðvandi hvöt til að mála og rissa upp útlínur hinnar ægifögru íslensku náttúru. Hjá sumum er þetta mikil íþrótt og þeir þeysast um landið þvert og endilangt og skjalfesta náttúr- una með penslinum, rissblýinu eða pennanum. Eg hef eiginlega alltaf dáðst að þessu fólki og mikið held ég að þetta sé heilnæmari og göf- ugri íþrótt en að sparka bolta með fótunum eða þeyta honum með höndunum og ríkidæmið, sem hún gefur, er ábyggilega öllu meira en það, sem skærustu stjörnur boltaleikjanna hljóta í forgengi- legum auði. Gömlu meistaramir okkar áttu sér sín sérstöku uppáhaldsmynd- efni, sem þeir rannsökuðu út í kjölinn á vinnustofum sínum í ljósi myndrænna lögmála og máluðu svo upp aftur og aftur. Aðrir, eins og t.d. Gunnar Hjaltason, virðast mála myndim- ar á staðnum eða kannski stund- um eftir Ijósmyndum, sem þarf ekki að vera verra, en þeim er viðfangsefnið ekki bein rannókn á myndrænum lögmálum heldur eins konar andleg nautn, og gleði þeirra að loknu verki er vafalftið mikil og sönn. Sýning Gunnars stóð yfir frá 8. - 23. október í hinni veglegu menningarmiðstöð gaflara, Hafn- arborg, og skiptist hún í málverk, vatnslitamyndir og pastelmyndir. Vinnubrögðin eru ákaflega keim- lík þvf, sem áður hefur sést frá hans hendi og ég hefi þegar fjall- að um, en hér kemur þó fram nýr tónn, sem em vatnslitamyndir, sem em málaðar á japanpappír. Þykja mér það vera langsamlega áhugaverðustu mjmdimar á sýn- ingunni sökum hreinleika síns og mettaðra litatóna og vísa ég hér máli mínu til áréttingar til mynda eins og „Úr Flatey" (1), „Gjögur" (2), „Frá Gjögri" (78), „Bakka- kot, Skagafirði" (79),„ Heljardals- heiði" (81), „Frá Flatey" (82), „Smiðjan, Valdalæk" (83), „Fjall Suattm; mjúkur ogmagnaður lakktis c® INNSK l21.-29.OKT0 VII<A OKTÓBER 1988 HAR- VÖRURNAR • HAFA SÉRSTÖÐU Próteinbætti Manex hárvökvinn samanstendur af 22 amínósýrum sem inni- halda nægilega lítil mólikúl til að komast inn í hárslíðrið og næra hárrótina með hreint undraverðum árangri. Virkni próteinbætta hárvökvans er ótvíræð: Hárvökvinn stöðvar hárlos í allt að 100% tilvika. jf Flasa hverfur í 100% tilvika. í 73% tilvika hefur Manex hárvökvinn endurheimt hár í hársverði þar sem lífsmark er enn með hárrótinni. Með því að bæta hár- vökvanum í permanent festi, næst langvarandi ending permanents í þunnu hári. Próteinbætti Manex hár- vökvinn dregur úr exemi hársverði. Hárvökvinn lífgar og styrkir hár sem er þurrt og slitið eftir efnameðferð. Manex bárlcekninga- vörumar samanstanda af sjampó, hárnceringu, vítamín- töflum og próteinbcettum bárvökva ogfást á flestum rakara- og hársnyrtistofum um land allt. HEILDSÖLUBIRGÐIR a ambrosia UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN SÍMI 680630 MYNDAMÓT HF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.