Morgunblaðið - 26.10.1988, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 26.10.1988, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1988 35 Valdimar Jóhanns- son — Minning Fæddur 8. janúar 1893 Dáinn 1. október 1988 Þann 8. þessa mánaðar kvöddum við Valdimar Jóhannsson, mann er lifað hafði tímana tvenna. Því fer óðum fækkandi, aldamótafólkinu hér á landi, sem upplifað hefur hluti, svo ótrúlega, að ævintýri eru líkastir. Valdimar var kominn hátt á þrítugsaldur er frostaveturinn mikli árið 1918 hrellti landslýð. Hann var kominn á sextugsaldur er Hekla gaus sínu fræga gosi árið 1947. Ég var svo lánsamur að fá að kynnast Valdimar á hans síðustu árum er hann bjó á Grundargötu 6, Grundarfirði. Það voru margar ánægjustundimar sem ég átti með Valdimar öll þau skipti er ég var fyrir vestan í góðu yfírlæti hjá tengdaforeldrum mínum. Margt var skrafað og sérstaklega var ánægju- legt að hlusta á gamlan manninn segja frá ýmsu er á daga hans hafði drifíð. Valdimar var einstaklega blíður og vingjamlegur í framkomu. Hann var hvers manns hugljúfí og naut sín ætíð best í góðum félagsskap. Kom þá best í ljós gestrisni hans enda ekki í kot vísað hjá honum. Bæklun háði Valdimar töluvert hin síðari ár. Ekki var það sett fyr- ir sig frekar en annað og aðdáunar- vert að sjá gamla manninn á ferð- inni, þrátt fyrir ónýta mjöðm. Það sem vakti ánægju Valdimars öðru fremur var góður kveðskapur. Iðulega er við sátum og spjölluðum eða tókum í spil saman lét hann eins og þijár eða fjórar vísur flakka. Mér er sérstaklega minnisstæð vísa sem honum þótti mjög vænt um. Hún er eftirfarandi: Hver er mestur yðar allra ekki sá sem mest á til heldur sá er guði geðjast og gerir honum flest í vil. Sá á mest af sönnum auði sem á mestan kærleikann sá er mestur sem er bestur sannarlega það er hann. (Höfundur ókunnur) Valdimar Jóhannsson fæddist að Innri-Drápuhlíð í Helgafellssveit þann 8. janúar 1893. Foreldrar hans voru Jóhann Magnússon og Ingibjörg Þorsteinsdóttir. Það var margt um manninn í litlu koti, systkinahópurinn var stór. Valdimar var ekki hár í loftinu er hann yfírgaf föðurhúsin og hélt af stað í kaupamennskuna. Þetta var harður skóli fyrir lítinn dreng en ekki bugaðist hann. Valdimar reyndi ýmislegt framan af, t.d. fór hann póstferðir með og fyrir bróður sinn. Var þá ekki tiltökumál að rölta með póst yfír í Hrútafjörð og víðar í misjöfnu veðri. Hræddur er ég um að einhver yrði sárfættur af minni göngu nú á tímum. Einnig reri Valdimar nokkrar vertíðir frá Suðumesjum. Árið 1923 kvæntist Valdimar Ragnheiði Kristínu Jónsdóttur, f. 6. nóvember 1897, d. 5. febrúar 1975. Byijuðu þau búskap að Kljá í Helgafellssveit. Myndarlegt var heimili þeirra og ekki í kot vísað er ferðalang bar að garði. Varð þeim hjónum 3ja bama auðið. Þau eru Róbert búsettur í Reykjavík, Elín Dagmar búsett í Grundarfirði og Hulda, einnig búsett í Gmndar- fírði. Bamabömin eru 13 og bama- bamabömin orðin 6. Mikið og óvægið lífsverk hafði tekið sinn toll af Valdimar því árið 1955 bmgðu þau hjón búi og fluttust til Gmndar- fjarðar, þar sem þau festu kaup á húsi ásamt dóttur sinni og tengda- syni. Varð það síðan heimili Valdi- mars fram á þennan dag. Nú er Valdimar utan seilingar á góðum stað og hvílist. Allt það sem við eigum eftir er minning um góð- an dreng sem gaf okkur svo margt. En það er líka nóg því minningin lifír áfram. Guð styrki ástvini Valdimars í sorg þeirra. Einar Hermannsson Canoti Ljósritunarvélar FC-3 kr. 43.600 stgr. FC-5 kr. 46.300 stgr. Skrifvélin, sími 685277 Ritvinitsliutámskeið - Sækið námskeið hjá trausíum aðila - Eftirfarandi ritvinnslunámskeið verða haldin á næstunni: - WordPerfect (Orðsnilld) - Byrjendanámskcið.29.-30. okt. - WordPerfect (Orðsnilld) - Framhaldsnámskeið.5 - é.nóv. Bæði námskeiðin fara fram um helgi, kl. 10.00 og 14.30 laugardaga og sunnudaga. Ýmis stéttarfélög styrkja sína félaga til þátttöku. Frekari upplýsingar og skráning fer fram í síma 688400. VBIZLUNARSKÓU ÍSLANDS PHILCO þvottavél og þurrkari WD 806 sambyggða þvottavélin og þurrkarinn frá PHILCO er án barka og þarf því ekki sérstakt þvottahús með útblástursopi. Vélin þéttirgufuna sem myndast þegar þurrkað er og breytir henni í vatn. Þetta kemur sér ákaflega vel þar sem húsrými er lítið eða menn vilja nota plássið í annað. • 15 mismunandi þvottastillingar, þar af ein fyrir ullarþvott • Tekurinnásigheittogkaltvatn • Ytri og innri belgur úr ryðfriu stáli • Tekur5kg. afþvotti • Allt aö 1000 snúninga vinda • Hægt er að velja þrenns konar hitastig við þurrkunina þannig að ráð má miklu um þurrkunartimann Enginn barki-engin gufa Philco er lausnin fyrirþig Heimilistæki hf Sætúni8 • Hafnarstræti 3 • Kringlunni SÍMI: 69 15 15 SlMI: 69 15 25 SÍMI: 69 15 20 ZtitAUM’SveájyartÉegí'i í satKMtguhv

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.