Morgunblaðið - 26.10.1988, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.10.1988, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1988 3 Grindvíkingar vakna við Varnarliðsæfíngu: Leyfí ekki veitt til næturæfínga - segir Guðni Bragason, EKKI var ætlast til að æfing Varn- arliðsins við loftskeytastöðina i Grindavik í síðustu viku færi fram að næturlagi, að sögn Guðna Bragasonar hjá Varnarmálaskrif- stofii utanríkisráðuneytisins. Margir íbúar staðarins vöknuðu við æfinguna. Guðni sagði að ein- ungis fótgönguliðar með púður- skot og blys hefðu tekið þátt f æfingunni og þvi væri af og frá að menn hefðu vaknað við vélbys- sugelt í þyrlu, eins og sagði í frétt í Morgunblaðinu í gær. í fréttinni var haft eftir Páli Gísla- syni að hann hefði séð þyrlu fljúga lágt yfir girðingunni umhverfis fjar- skiptastöðina á öðrum tímanum um nóttina, en þetta var aðfaramótt fimmtudagsins 20. október. Guðni Bragason sagði að Vamar- málaskrifstofan hefði fengið skýrslur um atburðinn frá lögreglunni í Saltað í 39 þús. timniir Viðræður haftiar við Sovétmenn SALTAÐ hafði verið í tæplega 39.000 tunnur á síldarvertíðinni f gærkvöldi. Hátt hlutfall smærri síldar í afla hefur dregið úr söltun og er nú lokið söltun upp f smásfld- arsamninga. Söltun að kvöldi sama dags f fyrra nam 49.349 tunnum, 34.141 1986 og 108.069 tunnum árið 1985, en þá hafði verið samið við Sovétmenn. Samningamenn frá Sovrybflot em komnir til landsins og samningavið- ræður hófust á mánudagsmorgun. Þeim verður haldið áfram í dag og næstu daga ef þörf krefur. Mikillar síldar hefur orðið vart inni á fjörðum fyrir austan, en hún er stygg og erfítt að eiga við hana. Ennfremur er fremur lágt hlutfall síldarinnar stórt og dregur það úr söltun, þar sem fiystingin þarf einn- ig á stóru sfldinni að halda. Nokkuð hefur því farið til bræðslu af síldinni auk frystingar og söltunar, en einnig hefur einhveiju verið landað til vinnslu í svokallaða kippers-sfld hér heima. Varnarmálaskrifetpfu Grindavík og frá Vamarliðinu og samkvæmt þeim upplýsingum virtist sem tveimur atburðum hefði verið blandað saman. Farið hafí fram björgunaræfing út af Suðumesjum fyrr um daginn og kvöldið, en síðasta þyrlan hefði lent klukkan 23.11 sam- kvæmt skýrslum hjá flugumferðar- stjóm. Engin þyrla hefði hins vegar tekið þátt í æfíngunni við loftskeyta- stöðina, sem dregist hefði fram yfir miðnætti og vakið menn. Hún hefði farið fram norðvestan við loftskeyta- stöðina, sem aftur væri norðvestan við Grindavíkurbæ. Skýringuna á því hvers vegna púðurskotin heyrðust um svo langan veg teldu menn vera þá að veður hefði verið óvenjulega stillt. Vamarmálaskrifstofa hafði gefið leyfi sitt fyrir æfingunum, en ekki fyrir æfingum að næturlagi, sagði Guðni. Leyfið hefði ekki verið veitt ef vitað hefði verið að um næturæf- ingar væri að ræða, því ekki væri meiningin að æfingar Vamarliðsins röskuðu svefnró fólks. Þegar hefði verið rætt við Vamarliðið vegna þessa. Hins vegar teldu menn æfing- ar sem þessa á vömum gegn hugsan- legri árás á mikilvæg mannvirki vera nauðsynlegar. Guðni sagði aðspurður að svo virt- ist sem Vamarliðið hefði ekki gefið lögreglunni tilkynnirigu um æfing- una fyrir handvömm. Morgunblaðið/Sverrir Jón Nordal, skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík flytur ávarp við setningarathöfiiina. Hátíð ungra norrænna einleikara sett Tónlistarhátíð ungra norrænna einleikara var sett í Norræna húsinu í gær. Ávörp fluttu Jón Nordal, skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík og Erik Bach, aðalritari norræna tónlistarhákólaráðsins sem stendur fyrir hátí- ðinni. Að ávörpunum loknum léku flórir þeirra fimm íslensku einleikara sem fram hafa komið fyrir ís- lands hönd á þessum hátíðum; Manuela Wiesler, flautuleikari, Einar Jóhannesson, klarinettleikari, Þorsteinn Gauti Sigurðsson, píanóleikari og Sigrún Eðvaldsdóttir, fiðluleikari, eitt verk hvert og með Sigrúnu lék Selma Guðmundsdóttir á píanó. Sjá fréttir á bls. 19 Fyrsta álit umboðsmanns Alþingis: Gæti leitt til endurskoðunar lag*a - segir Steingrímur J. Sigfússon samgönguráðherra STEINGRÍMUR J. Sigfusson, samgönguráðherra, segir að sér þyki ekki ólíklegt að álit það, sem umboðsmaður Alþingis hefur sent frá sér varðandi reglugerð um hámarksaldur leigubílstjóra, geti leitt til endurskoðunar á við- komandi lögum. Eins og greint hefur verið frá kemst umboðs- maður Alþingis að þeirri niður- stöðu í þessu fyrsta áliti sem hann hefur sent frá sér, að upp- hafsákvæði 16. gr. reglugerðar nr. 293/1985 um hámarksaldur leigubílstjóra eigi sér ekki við- hlítandi stoð í lögum. „Þetta álit umboðsmanns Al- þingis er nú í athugun hér í sam- gönguráðuneytinu, og við tökum það að sjálfsögðu alvarlega þegar þessi embættismaður kemst að nið- urstöðu af þessu tagi. Hér er á viss- an hátt um prófmál að ræða, og við munum því skoða mjög vandlega hvað okkur ber að gera í framhaldi af þessari niðurstöðu umboðs- mannsins," sagði Steingrimur J. Sigfússon í samtali við Morgun- blaðið. Að sögn Steingríms er nú verið að kanna á vegum samgönguráðu- neytisins hvaða lagaleg rök voru færð fyrir setningu viðkomandi reglugerðarákvæðis á sínum tíma, og fljótlega væri að vænta lögfræði- legrar álitsgerðar þar að lútandi. „Ákvörðun um viðbrögð af okkar hálfu verður tekin í beinu framhaldi af þeirri álitsgerð, en mér þykir þó ekki ólíklegt að þetta leiði til ein- hverrar endurskoðunar á viðkom- andi lögum. Ég vil taka það skýrt fram að við viljum taka fullt tillit til þessa álits og sýna því virðingu. Við verðum þó að skoða hvemig þetta horfír við frá okkar bæjardyr- um séð, og kanna hvaða rök voru færð fyrir setningu reglugerðarinn- ar á sínum tíma,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon. Aldi kaupir fyrir 400 milljónir af Sölustofnun lagmetis á ári Fyrirtæki í Boston tilkynnir stöðvun nýrra kaupa á íslenzku lagmeti Framkvæmdastjóri Sölu- stofiiunar lagmetis segir ljóst, að ef íslensk stjómvöld lýsi þvi ekki yfir að hætt verði við hval- veiðar, muni þýska verslunark- eðjan Aldi hætta að kaupa íslenskar sjávarafiirðir. Aldi er stærsti einstaki viðskiptavinur Sölustofiiunar lagmetis og keypti á síðasta ári vörur héðan fyrir um 400 miljjónir króna. í samtali við fréttaritara Morg- unblaðsins í Þýskalandi sagði talsmaður fyrirtækisins hins vegar að Aldi hefði aðeins ósk- að eftir ákveðnum upplýsing- um varðandi hvalveiðar Islend- inga. Þýska fyrirtækið Tengel- mann tilkynnti formlega sl. föstudag að það myndi ekki kaupa íslenskar sjávaráfurðir frá og með 1. janúar 1989 og viyi með því leggja sitt að mörkum til verndunar hvala- stofinanna. Bandarfska fyrir- tækið Stop an’ Shop í Boston i Bandaríkjunum tilkynnti Sölu- stofnun lagmetis á mánudags- kvöid að vegna hvalveiða Is- lendinga myndi fyrirtækið hætta viðskiptum við stofiiun- ina en bandarfska fyrirtækið hóf þau viðskipti í smáum stil fyrr á þessu ári. Aldi sendi Sölustofnun lagmetis skeyti á sunnudaginn, þar sem segir: Sendum yður ljósrit af yfir- lýsingu Grænfriðunga. Gerum ráð fyrir að yður sé þegar kunnugt um efni þessarar yfirlýsingar. Áður en við gerum frekari ráð- stafanir af okkar hendi gefum við yður tækifæri til að taka afstöðu til hennar. Fréttatilkynning Grænfriðunga var gefin út 20. þessa mánaðar og er svohljóðandi: „Árum saman hafa íslendingar drepið hvali þrátt fyrir alþjóðleg bönn. Grænfriðungar hafa þess vegna í febrúar 1988 hvatt til alþjólðegs banns á íslenskar fisk- afurðir. Síðan hafa mörg fyrirtæki í Bandaríkjunum og V-Þýskalandi hlýtt þessu kalli sem þýðir margra milljöna dala tap. Um síðustu helgi versnaði ástandið hjá íslenskum fiskiðnaði eftir að þýska Tengelmannkeðjan rifti samningum upp á nærri 5 milljriir ÐM. Á íslandi leiddi þetta til mikilla deilna í fjölmiðlum og í ríkisstjóm- inni. Það voru einkum þingmenn frá norðurhluta eyjarinnar sem kröfðust þess að hinum svokölluðu vísindaveiðum yrði hætt um tíma en þetta landsvæði hefur orðið harðast úti í efnahagsþvingunun- um. Þingmennimir óttast að fleiri fyrirtæki hlýði kallinu sem myndi þýða frekara tap fyrir ísland og einkum norðurhluta landsins. Þess vegna kom ríkisstjómin saman í dag til aukafundar. Eftir fundinn tilkynnti [Halldór] Ás- grímsson sjávarútvegsráðherra að stjómin myndi ekki breyta hval- veiðistefnu sinni þrátt fyrir efna- hagstjónið. Þarmeð virðir sijómin gróflega að vettugi áhyggjur þegnanna og alþjóðleg mótmæli. I ljósi viðbragða íslensku þjóð- arinnar undanfama daga eru Fé- lag til vemdar sjávarspendýrum og Grænfriðungar sammála um að einungis aukinn þrýstingur af hálfu neytenda geti leitt til þess að íslendingar hætti hvalveiðum. í nóvember munum við meðal annars hvetja félagsmenn okkar og vini til að hætta algerlega kaupum á öllum íslenskum fískaf- urðum. Neytendum verða veittar upplýsingar um hvaða fyrirtæki hafa hætt viðskiptunum og hvaða vömr íslenska fiskiðnaðarins em ennþá á markaðnum." Theódór S. Halldórsson fram- kvæmdastjóri Sölustofnunar lag- metis sagði við Morgunblaðið að hann hefði farið á fund Halldórs Ásgrímssonar sjávarútvegsráð- herra og Steingrims Hermanns- sonar forsætisráðherra á mánu- dagsmorgun og kynnt honum efni skeytis Aldis og var ákveðið að senda fyrirtækinu upplýsingar um stefnu íslenskra stjómvalda f hvalamálinu. Theódór sagði ljóst að í skeyti > Aldis fælist að fyrirtækið myndi hætta viðskiptum við íslendinga nema íslensk sfjómvöld lýstu því yfir að hvalveiðum yrði hætt. „Ef það nær fram að ganga að þéssi viðskipti stöðvast, og minni hags- munir séu þannig teknir framyfír meiri, þá leiðir það til þess að atvinnuöryggi í verksmiðjunum er stefrit í hættu og margra ára markaðsuppbygging er eyðilögð og stoðum kippt undan mörgun verksmiðjum í lagmetisiðnaði," sagði Theódór. Hann bætti við að þær verksmiðjur, sem aðallega hefðu framleitt fýrir Aldi, væm á Norðurlandi, svo sem K. Jónsson, Hik, og Pólstjaman, og einnig Ora í Kópavogi sem lægi með miklar birgðir sem ættu að fara á Þýskalandsmarkað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.