Morgunblaðið - 26.10.1988, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 26.10.1988, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR MDÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1988 ■ PÉTUR Guðmundsson, leik- maður San Antonio Spurs hefur náð lengst íslenskra körfuknatt- leiksmanna og sá eini, sem hefur náð að leika í NBA-deildinni, sem er í raun mikið afrek. í þeirri hörðu deild er ekkert gefið eftir, hvorki innan né utan vallar. Næsta keppn- istímabil hefst í næstu viku og í nýjasta blaði tímaritsins Basket- ball, sem Dick Vitale gefur út er úttekt á öllum leikmönnum allra liða. Þar fær Pétur allt annað en góða dóma — hans helstu kostir sagðir vera hæðin og þyngdin. „Hraði íslendingsins er sem á ísjökli. Snerpan er hræðileg, hend- umar eru sem úr steini og hann getur ekki hlaupið. Þó hann sé nægjanlega hreyfanlegur og stað- setji sig vel undir körfunni í einni sókn eða tveimur, verður hann úti í kuldanum, þegar Robinson kem- ur,“ stendur um Pétur. ■ PETRE Ivanescu, landsliðs- þjálfari V-Þýskalands í handknatt- leik, var ekki ánægður með tvo leik- menn í móti í Tékkóslóvakíu um sl. helgi. Það eru þeir RUdiger Neitzel, fyrrum félagi Kristjáns Arasonar hjá Gummersbach og Andreas Dörhöfer, sem tðk stöðu Kristjáns hjá Gummersbach. Iva- nescu notaði leikmennina lítið og ef þeir taka sig ekki á, er ljóst að þeir fá að hvfla á bekknum eða jafn- vel fyrir utan v-þýska landsliðið. Þeir leikmenn sem stóðu sig best með liðinu, voru: Jochen Fraatz, Stephan Schöne og Martin Schwalb. ■ SOCRATES, fyrrum fyrirliði Brasilíu, hefur ákveðið að taka fram knattspymuskóna á ný eftir að hafa geymt þá upp á hillu í átj- án mánuði. Þessi snjalli miðvallar- spilari hefur gert samning við hið gamalkunna félagslið Santos. KNATTSPYRNA / DANMÖRK Hermann 09 Friðrik hafa staðið sig mjög vel í markinu hjá félögum sínum í Danmörku, KB frá Kaupmannahöfn og B1909 frá Óðinsvé. Hermann og Friðrik standa sig mjög vel TVEIR íslenskir landsliðs- markverðir hafa verið í sviðs- Ijósinu að undanförnu í Dan- mörku. Það eru þeir Friðrik Friðriksson, sem leikur með B 1909 og Hermann Haraldsson, sem hefur varið mark 1. deild- arliðsins KB, en Hermann sem erfrá Akureyri, hefur leikið með 21 árs landsliði íslands. Hermann var valinn í lið vikunn- ar í dönsku blöðunum á mánu- daginn, eftir að hann hafði átt stór- ieik gegn Næstved. Hermann fékk fímm í einkun fyrir FráGrími leik sinn, en það er Fríðgeirssyni hæsta einkun sem ÍDanmörku gefin er. Hann fékk mjög góða dóma og sögðu blöðin það væri ekki hægt að saka Hermann þótt að KB hafi fallið í 2. deild. Hann bytjaði tð leika í marki KB í seinni umferð- inni. Um tíma leit allt fyrir að Her- mann myndi tryggja Bröndby Dan- merkurmeistaratitilinn, því að hann varði eins og berserkur gegn Næstved, sem náði að jafna, 1:1, úr vítaspymu rétt fyrir leikslok. Bröndby er með sex stiga forskot á Næstved þegar þijár umferðir eru eftir og mun betri markatölu. Friðrik og fólagar í 2. delld Friðrik Friðriksson og félagar hans hjá B 1909 frá Óðinsvé tryggðu sér rétt til að leika í 2. deild næsta keppnistímabil með því að vinna stórsigur á Ábenrá, 4:0. Forráðamenn félagsins tilkynntu eftir leikinn að fjársterkir aðilar hafi ákveðið að leggja til allt að 45 millj. ísl. króna til að tryggja að félagði haldi leikmönnum næsta keppnistímabil. Lið B 1909 er talið eitt efnilegasta félagslið Danmerk- ur, en liðið er skipað mjög ungum leikmönnum. Með liðinu leika t.d. tveir markahæstu leikmenn 3. deildar, þeir Jan Knudsen og Jan Krause. BADMINTON Jafnréttismót Svonefnt jafnréttismót í bad- minton verður haldið í húsum TBR dagana 29.-30. október n.k. Keppnin hefst klukkan 15.30 á laugardag og verður fram haldið klukkan 10 á sunnudag. Karlar og konur keppa í sömu flokkum. Skv. venju eru konur jafnari en karlar og mega keppa einum flokki neðar en þær eiga að venjast. Keppt verð- ur í einliða- og tvfliðaleik í úrvals- flokki (sex sterkustu skv. lista Bad- mintonsambandsins), meistara- flokki, a-flokki og b-flokki (ef næg þátttaJca fæst). Þátttökutilkynnihgar þurfa að berast í síðasta lagi kl. 12 föstudag- inn 28. október. HANDKNATTLEIKUR / KVENNALANDSLIÐIÐ „Við munum mótmæla því að búa á þessu hóteli“ - segir Helga Magnúsdóttir, fararstjóri landsliðsins LANDSLIÐSSTÚLKURNAR f handknattleik voru ekki yfir sig ánægðar þegar þær voru búnar að sjá herbergin sem þeim var boðið upp á - á Hótel Balladins í Dreux í gær. „Þetta er hræðilegt - her- bergin, sem tvær stúlkur eiga að gista í, eru eins og þokka- leg eins manns herbergi," sagði Helga Magnúsdóttir, fararstjóri landsliðsins. Herbergin sem boðið var upp á voru afar snauð. Tveggja manna rúm er í herbergjunum, spegill og tvö' herðatré á snaga uppi á vegg. „Það er ekki hægt að láta bjóða sig upp á þetta. Við eigum eftir að vera hér í níu daga og þurfum að hafa fataskáp í herbergjunum okkar. Fataskápar þekkjast ekki á þessu hóteli," sagði Katrín Friðriksen, landsliðs- kona. Helga Magnúsdóttir ætlaði að bera fram mótmæli við forráða- menn franska handknattleiks- sambandsins í gærkvöldi og reyna að fá landsliðshópinn færðan á annað hótel. íslenska landsiiðið, sem leikur í riðli með Grikklandi, Spáni, Frakklandi og Portugal, leikur sinn fyrsta leik í kvöld. Stúlkum- ar mæta þá Grikkjum. KNATTSPYRNA / V-ÞÝSKALAND Beckenbauer var reiður FRANZ Beckenbauer, lands- liðseinvaldur V-Þýskalands, var æfur af reiði eftir leik V- Þýskalands og Hollands í heimsmeistarakeppninni. Bec- kenbauer var ekki ánægður með leik liðs síns, sem gerði jafntefli, 0:0, gegn Hollending- umíMunchen. Eftir leikinn rauk hann beint inn í búningsklefa og kom þaðan ekki út fyrr en eftir þijátíu mínút- ur. Þetta gerði hann þó að hann hafði verið búinn að FráJóni lofa sjónvarpsstöð Halldórí viðtali strax eftir Garðarssynii leikinn V-Þyskalandi „Ég var sv0 reið- ur, að ég var ekki tilbúinn í viðtal. Hvorki ég né sjónvarpsáhorfendur hefðu grætt neitt af því viðtali, sem hefði verið tekið við mig,“ sagði Beckénbauer eftir á. Blöð í V-Þýskalandi segjast vel skilja hvers vegna Beckenbauer hafi orðið reiður. „Þó að Becken- bauer er fjörtíu ára, þá er hann enn með betri knatttækni en flestir leik- menn v-þýska liðsins og hann les leikinn miklu betur en þeir. Þetta hefur hann oft sýnt á æfíngum með liðinu, en þá hefur hann leikið leik- menn sína grátt," sagði hið virta blað „Kicker." Blöð í V-Þýskalandi segja að það borgi sig ekki að kalla á leikmenn J §1111 iilit f<{ lilki 11.1111! I f ~ sem leika á Ítalíu - í landsleiki. Það hafi marg sýnt sig að leikmenn sem hafa leikið þar hafa ekki náð að falla inn í leik v-þýska liðsins. Þeir hafi aðlagað sig að öðru leik- skipulagi og öðrum æfingum. Blöð- in benda í þessu sambandi á leik- menn eins og Karl-Heinz Rummen- igge, Hansa Muller, Thomas Bert- hold, Rudi Völler, Lothar Matthaiis og Andreas Brehme. KARFA Birdfor á kostum í Madrid Larry Bird, körfuknattleikskappi hjá Boston Celtic, fór á kostum í fjögurra liða móti sem fór fram í Madrid um sl. helgi. 17 þús. áhorf- ^■■■1 . endur sáu Bird leika FráAtla við hvem sinn fing- Hilmarssyni ur í úrslitaleik móts- áSpáni ins, en Celtic vann þá Real Madrid, 111:96. Bird var potturinn og pann- an í leik Celtic og skoraði 29 stig. Júgóslavinn Petrovic skoraði 22 stig fyrir Real Madrid. PÍLUKAST íslandsmótið um næstu helgi m Islandsmót Billiardbúðarinnar í pílukasti 1988 verður haldið í veitingahúsinu Q, Borgartúni 32, um næstu helgi — 29. og 30. októ- ber. Mótið er opið öllum íslenskum pflukösturum og öllum er velkomið að koma og fylgjast með. Skráning í mótið er hjá eftirtöld- um aðilum, sem gefa nánari upplýs- ingar, Emil s. 985-23490, Friðrik s. 11782, Tómas s. 16446 eða í Billiardbúðinni, Ármúla. 'i * ifttiiisifiiiiiisit.Efifikir'* IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIlliIII

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.