Morgunblaðið - 26.10.1988, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.10.1988, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1988 Afturhvarfán endurtekingar Joan Armatrading og The Shouting Stage „Ef ég vœri sögupersóna í öllum þeim misheppnuðu ást- arœvintýrum sem ég hef ort um, hefði ég aldrei gert neitt á tónlistarsviðinu. Hefði hrein- lega ekki haft tíma til þess. Auk þess hlyti ég að vera svo marg- klofinn persónuleiki að ég væri ekki fær um að vinna." Þessi orð voru höfð eftir Joan Armatrading í blaðaviðtali fyrir skömmu. Tilefni viðtalsins var útkoma nýrrar plötu frá henni, sem heitir The Shouting Stage. Þetta er þrettánda breiðskífa þessarar ágætu söngkonu og lagasmiðs og í stuttu máli sú besta sem hún hefur sent frá sér um árabil. Að margra mati eru bestu plötur Armatrading „Joan Arm- atrading", Show Some Emotion og To The Limit, sem út komu á síðari hluta síðasta áratugar. Eftir það varð tónlist hennar harðari og rokkaðri, mörgum aðdáendum til lítillar hrifningar. Þetta voru yfirleitt ekki slæmar plötur en heldur ekki sérlega góðar þegar á heildina er litið. Tónlistin á The Shouting Stage er visst afturhvarf til síðasta áratugar án þess þó að um hreina endurtekningu sé að ræða. Lögin eru flest góð og útsetningar eru í mýkri kantinum sem hentar tónlist Armatrading betur en harða rokkið. Það er bassaleikarinn Pino Paladino sem fer með aðalhlutverkið í undirleiknum og má með sanni segja að hann fari víða á kostum . «€> á bandalausa bassanum sínum. Þá eru einnig til staðar á þess- ari plötu spilarar eins og Dave Mattacks úr Fairport Conventi- on og Alan Clark og Mark Knop- fler úr Dire Straits. Þessir hljóð- færaleikarar skila góðu starfi svo og allir aðrir sem við sögu koma. c Yrkisefni Armatrading er það sama og oftast áður, þ.e. brost- in ástarsambönd og skilnings- leysi karlmanna gagnvart kven- fólki. Nokkuð sem hún stendur flestum öðrum framar í að yrkja um og svo sannfærandi er hún oft á tíðum að erfitt er að hugsa sér að viðkomandi atvik hafi ekki endilega átt sér stað í lífi hennar sjálfrar. Sem gömlum Joan Armatrad- ing aðdáanda geðjast mér mjög vel að The Shouting Stage og ef til vill ættu Tracy Chapman áhangendur einnig að gefa henni gaum. Chapman er nú einu sinni bara vasaútgáfa af Armatrading. Gunnlaugur Sigfússon Gölluð saga Procol Harum var án efa ein virtasta hljómsveit sem starf- andi var í heiminum á árunum frá 1967 og 1977. Þeir slógu í gegn á eftirminnilegan hátt með sínu fyrsta lagi, A Whiter Shade of Pale. Hór er um að ræða ertt eftirminnilegasta popplag allra tíma og þetta er að minnsta kosti eina Procol Harum lagið sem dagskrárgerðarmenn út- varpsstöðva hérlendis muna eftir, eða þekkja tii með hljóm- sveitinni. Staðreyndin er þó sú að Procol Harum sendu frá sér tíu stórar plötur og á þeim var margt gullkornið að finna. Portofolio heitir ný safnplata sem komin er út með úrvali laga þessarar ágætu sveitar. Ætla mætti að það væri ekki mikið vandaverk að fylla tvær plötur af góðum Procol Harum-lögum, en á einhvern óskiljanlegan hátt hefur þeim hjá Chrysalis-hljóm- plötufyrirtækinu mistekist hrapa- lega. Astæða þessa er sennilega sú að fyrstu fjórar plötur hljóm- sveitarinnar voru ekki gefnar út af Chrysalis og því láta þeir sér nægja hér fimm lög af þessum fyrstu plötum sem allar voru þó góðar. Aftur á móti er boðið upp á fjögur lög af Broken Barrica- des, sem kom út árið 1971 og er tvímælalaust þeirra lélegasta plata, þó Something Magic, þeirra síðasta plata, sé lítið skárri, en af henni eru notuð tvö lög. Sitt lagið af hvorri þessari plötu hefði verið alveg nóg. Plata sem þó inniheldur gull- korn eins og A Whiter Shade of Pale, Homburg, Shine on Brigh- tly, A Salty Dog, Grand Hotel, Nothing But The Truth og .fleira góðmeti getur ekki talist alvond. Hún hefði bara getað orðið enn betri ef vandað hefði verið til lagavals. Gunnlaugur Sigfússon Kjarnorkusviti og pönk/fönk/jass/rokk Bandaríska danshljómsveitin Defunkt til Tunglsins Áárunum íkringum 1980 fór að bera mikið á nýrri hljómsveit í undirheimum New York borgar og þóttu tónleikar þeirrar sveitar vera með því besta sem menn þekktu íþeirri borg þar sem alltaf er verið að leita að betri leiðum tii að drepa tímann. Leiðandi maður f hljómsveitinni var básúnuleikari, sem gaf sveitinni nýja vídd, en auk þess þótti samleikur gítar- leikaranna, sem voru tveir, með ólíkindum. Hljómsveit- in hét Defunkt og tónlistin var feiknaþung jassblendin fönktónlist sem kom fólki út á dansgólfið þegar hljóm- sveitin kom fram og hélt því þar alla tónleikana. Defunkt stofnuðu þrír bræð- ur, þeir Lester, Byron og Joseph Bowie. Ekki lágu leiðir þeirra þó lengi saman, því Lester og Byr- on hættu í sveitinni (Lester sneri sér meira að jassinum með góð- um árangri) en Joseph var eftir. Hann hefur alla tíð síðan verið höfuð Defunkt og lagt tónlist- arlínurnar. Kjarnorkusviti 1980 kom út fyrsta plata sveitarinnar sem hét einfaldlega í höfuð hennar og vakti platan sú mikla athygli og þá ekki síst í Bretlandi, þar sem vart var annað leikið á betri dansstöðum en tónlist Defunkt. Önnur plat- an, Thermonuclear Sweat, þótti enn betri og var ekki annað að sjá en að framtíð sveitarinnar væri björt. 1983 var Joseph Bowie kominn svo á kaf í heróín- neyslu að hljómsveitin leystist upp og hann fór í langt leyfi til endurhæfingar í Karíbahafi. Fjórum árum síðar var hann að fullu laus við eitrið og hóaði neinu því sem boðið hefur verið upp á á tónleikasviðinu hér á landi fram til þessa. Fönktónlist- in sem sveitin leikur er þyngri og harðari en það sem menn eiga að vejast og jassáhrifin gefa henni nýja vídd. Bretar hafa fallið fyrir sveitinni á þeirri forsendu að hún leiki danstón- list, en menn geta ekki síður fallið fyrir henni vegna þess að hún er fersk og óvenjuleg um leið og hún er ágeng með há- pólitíska texta. Við fyrstu áheyrn ber kannski mest á þéttum bassa og trommutakti sem er leikandi um leið, en vel bjagaður gítar og snjall trombónuleikur Bowies setja menn út af laginu og sýna að ekki er hægt að af- greiða tónlistina á einfaldan hátt. Tónlist Defunkt þótti fram- sækin 1980 og þegar hlustað er á síðustu plötu sveitarinnar má heyra að enn er sveitin á undan sinni samtíð. Víst er koma Defunkt hingaö til lands fengur ekki síður en koma Pere Ubu, þó á öðrum nótum sé. Eins og áður sagði leikur Def- unkt í Tunglinu fimmtudaginn 3. nóvember og síðustu fregnir herma að hljómsveitin Risaeðl- an verði til upphitunar. saman í sveitina að nýju. Af- rakstur þess er platan In Amer- ica, sem út kom fyrir nokkru, og tónleikaferð um Evrópu sem lýkur í Tunglinu 3. nóvember. Viðtökurnar sem hljómsveitin hefur fengið eftir endurreisnina hafa verið á sama veg og var; menn eiga varla nógu há- stemmd orð til að lýsa tónleikum sveitarinnar og enn þykir hún vera í fararbroddi bandarískra danssveita. Hreyfing til framtíðar Joseph Bowie hefur sagt það um Defunkt vera hreyfingu, en ekki hljómsveit; að hann sé að setja tónlistarmönnum framtíð- arinna mark til að stefna að. Hann kallar tónlistina sem sveit- in leikur blöndu af popptónlist, rytmablús, rokki, fönktónlist, bebopi, orku og spuna og óhætt er að segja að hún sé ekki lík ItBlf itatsiiiiitifiii ■ i ii* i it • i a it itK i#« x » »■* ******* «*** #a»a®*»a*aaaar3».amj«aM*«i»mí,í: KI'.lÆKfeií SSt’iRB-HtfiB ISHWBBK WBE’ fc S1:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.