Morgunblaðið - 26.10.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.10.1988, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1988 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1988 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, BjörnJóhannsson, ÁrniJörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst IngiJónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, pími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið. Kasparov og sovéska kerfið Garrí Kasparov, heimsmeist- ari í skák, varð sigurvegari á Heimsbikarmóti Stöðvar 2, sem lauk í Borgarleikhúsinu í fyrradag. Kasparov er mikill og sérkennilegur baráttumaður, eins og sést í Morgunblaðssam- tali við hann í gær. Þar kemur glöggt fram, að enginn nær langt á skákbrautinni nema sá, sem er til þess búinn að helga sig skáklistinni og efla með sér baráttuþrek og styrk. Kasparov lætur sér ekki nægja að berjast við andstæðinga sína á skák- borðinu heldur býður hann þeim einnig birginn utan þess. Þannig hefur hann sagt forráðamönn- um FIDE, Alþjóðaskáksam- bandsins, og stjómendum sov- éska skáksambandsins stríð á hendur og ögrar þeim með margvíslegu móti, svo sem því að stofna Stórmeistarasam- bandið til að gæta hagsmuna atvinnuskákmanna. í samtalinu við Kasparov kemur fram sami efínn um sov- éska stjómkerfíð og hjá öðrum, er gera sér grein fyrir því að sósíalisminn hefur í raun mnnið sitt skeið. Kasparov kveður vissulega ekki eins fast að orði og forveri hans í heimsmeistara- stólnum, Boris Spasskíj, sem sagði í Morgunblaðssamtali fyrir skömmu, að hann hefði ekki hug á því að snúa til ættjarðar sinnar, Sovétrílganna, við nú- verandi aðstæður: „Það er svo sársaukafullt fyrir mig að sjá hið mikla ríki eins og Rússland var fyrir byltinguna sokkið í smánarlegt tóm. Ég treysti Gorbatsjov ekki,“ sagði Spasskíj. Kasparov segist reyna að gera allt sitt besta fyrir ætt- jörðina og telur einu leiðina þá, að reyna að hjálpa fólki innan ramma kerfísins. Hann telur stefnu Gorbatsjovs einu leiðina í „átt til eðlilegs ríkis, eðlilegra laga, eðliiegs mannlífs, eðlilegra viðskiptahátta og frelsis fyrir þjóðina. Ég legg ríka áherslu á frelsi í viðskiptum. Ég reyni að beita mér mjög á þessu sviði.“ í framhaldi af þessu er heims- meistarinn spurður, hvort frjálst markaðskerfí samrýmist sósíal- ismanum og hann svarar: „Ég veit það ekki, ég vona það. Eg get komið með samlík- ingu úr skákinni. Ef staðan er góð þá getur maður leyft sér hitt og þetta. Ef staðan er mjög slæm þá verður maður að feta einstigið út úr vandræðunum. Þá tjóir ekki að hugsa langt fram í tímann heldur einungis um það að bjarga því sem bjarg- að verður." Og á öðrum stað segir hann að kerfískarlar í skáklífínu í Sovétríkjunum sæki vald sitt í einokunina, sem sé í sínum ýmsu myndum helsta vandamál landsins. „Ég ætla mér að bijóta þessa einokun á bak aftur,“ segir Kasparov. í stuttu máli dregur Kasparov upp ófagra mynd af hinu staðn- aða sósíalíska einokunarkerfi Sovétríkjanna, án þess þó að hann lýsi yfir því að hann ætli að starfa utan þess. I orðum hans endurspeglast vafalaust vonir margra sovéskra afreks- manna, sem vilja ekki yfirgefa ættjörðina, enda er sagt að málflutningur Gorbatsjovs sé ekki síst sniðinn með það í huga að hann falli slíkum mönnum í geð. Hvort Kasparov tekst að tefla skákina við sovéska kerfið til vinnings skal ósagt látið. Hann hefur óneitanlega óvenju- lega góða stöðu vegna sniili sinnar, sem hann sýndi enn einu sinni á Heimsbikarmóti Stöðvar 2. íslenskt ævintýri ær þjóðir eru ekki margar sem geta státað sig af því, að í sjónvarp þeirra sé flutt um þúsund ára gamalt ljóð á sömu tungu og þær tala enn þann dag í dag. Þetta gerðist á sunnu- dagskvöldið, þegar Gunnar Eyj- ólfsson, leikari, flutti Höfuð- lausn Egils Skallagrímssonar með eftirminnilegum hætti í þætti ríkissjónvarpsins Úr ljóða- bókinni. Egill Skallagrímsson flutti Höfuðlausn að sögn við hirð Eiríks blóðaxar í Jórvík á Eng- landi. Nú berast þær fréttir það- an, að vegagerðarmenn hafí ákveðið að leggja lykkju á leið sína umhverfís haug Eiríks blóð- axar, sem enskir sagnfræðingar segja að hafí fallið í skærum í Stainmoor, skammt frá Jórvík, 954. A Englandi skilja menn ekki Höfuðlausn nú á tímum, þótt þeir vilji varðveita gröf Eiríks blóðaxar. Það er hið íslenska ævintýri, að hún skuli flutt íslenskum áheyrendum eins og Egill gerði forðum höfði sínu til bjargar. Samdráttur í þorsk- veiðum bitnar fyrst á innlendu mörkuðunum - segja ft’amkvæmdastjórar fiskmarkaðanna Frá fyrsta uppboðinu á Fiskmarkaði Vestmannaeyja. „VIÐ ÓBREYTTAR aðstæður held ég að innlendu fískmarkað- imir verði fyrst útundan vegna samdráttar í þorskveiðum,*1 sagði Finnur Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri Fiskmarkaðs Vestmannaeyja, í samtali við Morgunblaðið. „Haustin eru erf- iðust fyrir fiskmarkaðina vegna lítils afla á þeim tima. Við höfum verið að selja fiill lítið magn að undanförnu og ætlum að skoða málin frá öllum hliðum um næstu mánaðamót," sagði Finnur Sig- urgeirsson. „Ég er hins vegar ekki á móti því að menn selji óunninn fisk á erlendum mörkuðum þegar þar fæst hátt verð fynr hann, eins og að undanfömu. Ég held þó að allir séu sammála um að einhver stjómun þurfí að vera á útflutningi óunnins fisks til að koma í veg fyrir verð- hrun á erlendum mörkuðum," sagði Finnur Sigurgeirsson. „Gámaútflutningur hefur aukist í haust en ég skil ekki af hveiju, því það hefur fengist gott verð á innlendu mörkuðunum að undan- fömu,“ sagði Einar Sveinsson fram- kvæmdastjóri fiskmarkaðarins í Hafnarfirði. „Markaðurinn lifír haustið hins vegar örugglega af. Við stöndum í skilum við alla. Minni þorskafli verður þó fyrst og fremst að koma niður á gámaútflutningi en með honum em Islendingar bún- ir að endurbyggja fiskvinnslufyrir- tæki í Englandi. Ef enskir verka- menn verða látnir ganga fyrir þurf- um við og allir aðrir í þessu þjóð- félagi að pakka saman,“ sagði Éinar Sveinsson. „Það er of snemmt að tala um að við séum að fara á hausinn," sagði Bjami Thors framkvæmda- stjóri Faxamarkaðar í Reykjavík. „Við þurfum alla vega eitt ár í við- bót til að fá úr því skorið hvort þessi tilraun með fiskmarkaðina hafí heppnast. Við höfum hins vegar verið að selja fisk fyrir svipað verð og í fyrra en kostnaðurinn hefur aukist mikið á síðastliðnu ári. Verð á innlendu mörkuðunum hefur hins vegar verið hátt að undanfömu vegna lítils framboðs. Menn hafa verið að vinna fiskinn með tapi, meðal annars vegna þess hversu mikill hráefniskostnaðurinn hefur verið. „Erum í gífurlegri samkeppni við er- lenda fiskmarkaði" Ég held að samdráttur í þorsk- veiðum komi til með að bitna á inn- lendu fiskmörkuðunum fyrst og fremst. Við erum í gífurlegri sam- keppni við erlenda fiskmarkaði en ég held að það sé ekki rétt að stjóm- völd takmarki eða banni útflutning á óunnum fiski til að bjarga inn- lendu fískmörkuðunum. Menn ættu einfaldlega að viðurkenna að þessi tilraun með innlenda fiskmarkaði hafí ekki heppnast. Það er eðlilegt að menn selji óunninn fisk á erlend- um mörkuðum þegar þar fæst hátt verð fyrir hann. Útgerð og fisk- vinnsla eiga í miklum erfiðleikum og það verður hver og einn að bjarga sjálfum sér,“ sagði Bjami Thors. „Ef við fáum ekki lengur þorsk til sölu getum við dregið saman seglin og selt eingöngu til dæmis ýsu, karfa, steinbít, keilu og löngu,“ sagði Ólafiir Þór Jóhannsson fram- kvæmdastjóri Fiskmarkaðs Suður- nesja. „Sú þjónusta, sem við getum veitt, myndi hins vegar minnka. Útflutningur á óunnum fiski hefur aukist hlutfallslega að undanfömu vegna aflasamdráttar. Það er erfitt að keppa við erlenda fiskmarkaði en ég yrði þó manna síðastur að hvetja menn til að hætta að flytja út óunninn fisk ef þeir fá hærra verð fyrir hann erleiylis en hérlend- is. Ég held þó að menn geri sér ekki alltaf grein fyrir því að útflutningur óunnins físks í gámum kostar 7% vigtarrýmun, 15% kvótaskerðingu og ís- og umbúðakaup, þannig að kostnaðurinn við útflutninginn er allt að 25 krónur fyrir kílógrammið. Það keyptu margir fisk á innlendu mörkuðunum til að selja á mörkuð- unum í Bretlandi en þeir eru allir hættir því þar sem það borgaði sig ekki. Það er skynsamlegast að erlendir aðilar, sem vilja kaupa óunninn fisk af íslendingum, kaupi hann á íslesnku fiskmörkuðunum. Stjóm- völd fengju einnig mun betri upplýs- ingar en nú um fískveiðar og -sölu ef fiskurinn væri eingöngu seldur á innlendu mörkuðunum," sagði Ólaf- ur Þór Jóhannsson. Vandræði Ungmennafélagsins Vorboðans: Fengu tvisvar rangar teikningar af íþróttavelli UNGMENNAFÉLAGIÐ Vorboðinn í A-Húnavatnssýslu hefúr lent í hínu mesta basli við gerð íþróttavallar síns undanfarin 4 ár. Hafa þeir í tvígang fengið sendar rangar teikningar af vellinum frá embætti íþróttafúlltrúa ríkisins. Er vinnu var lokið við völlinn í fyrsta sinn kom í ljós að hlaupabrautin við hann var 370 metrar en ekki 400. Vorboðinn fékk þá aðra teikningu senda sem gerði ráð fyrir að lengja völlinn um 20 metra. Eftir að það hafði verið gert kom í ljós að beygjurnar á hlaupabrautinni voru of krappar. Nú verða félagar í Vorboðanum því að breikka völl sinn um 7 metra til að koma honum í eðlilegt horf. í ljós að beygjurnar á hlaupabraut- inni voru of krappar. Við eftir- grennslan kom í ljós að þessi teikn- ing var einnig röng og raunar átti að vera búið að taka hana úr um- ferð tveimur árum áður. Valdimar segir að nú standi þeir félagamir í Vorboðanum frammi fyrir því að þurfa að breikka völlinn um 7 metra og kosti það æma fyrir- höfn. Því hafí þeir farið fram á að fá þennan aukakostnað borgaðan úr íþróttasjóði. Hann segir að ekki sé hér um stórar upphæðir að ræða, vallargerðin í heild standi nú í um 2 milljónum króna. Hinsvegar er Vorboðinn ekki stórt félag né eigi digra sjóði til að grípa til. „Þetta hefur verið hið mesta basl vegna þessara mistaka. Við ætlum hinsvegar ekki að gefast upp og höldum ótrauðir áfram við að koma þessum velli okkar í lag,“ segir hann. Valdimar Guðnason, formaður Vorboðans, segir að mál þetta sé nú í biðstöðu. Félagið hafi farið fram á það að fá aukakostnað við vallar- gerðina greiddan úr íþróttasjóði en ekki fengið svar við þeirri beiðni... „Við fórum fram á þetta þar sem ljóst er að íþróttafulltrúinn hefur í tvígang sent okkur rangar teikning- ar af vellinum," segir Valdimar. Fyrir 4 árum réðst félagið í að gera íþróttavöllinn á mel' í landi Bakkakots. Verkið var að mestu unnið í sjálfboðavinnu utan vinna með stórum vinnuvélum. Við mæl- ingu á hlaupabrautinni kom svo í ljós að 30 metra vantaði til að hún væri af löglegri stærð og reyndist röng teikning hafa verið send þeim af vellinum. Vorboðinn fékk þá aðra teikningu senda að sunnan og í henni var gert ráð fyrir að lengja völlinn um 20 metra. Það var gert en þá kom Hér sést einn af fímm nýjum Scania-sorpbílum borgarinnar, sem keyptir voru á árinu. Leitað var tilboða hjá helstu umboðum við kaup á bílunum, eins og á öðrum stórum bílum og tækjum sem borgin kaupir. Borgin leitar tilboða í öllum bílaviðskiptum Reykjavíkurborg býður ekki út bifreiðaviðskipti sín á sama hátt og Innkaupastofúun ríkisins, en hefúr fengið að ganga inn í tilboð í bílakaup ríkisins og leitar tilboða í stærri bíla hjá helstu umboðun- um. Hersir Oddsson, forstjóri Vélamiðstöðvar Reykjavíkurborgar, segir að ekki hafí verið reiknað út nákvæmlega hve mikið borgin spari með þessu, en það sé líklega álíka mikið hlutfallslega og ríkið, þó að umsvifin séu miklu minni. Ríkið sparar um 86 milljónir króna á ári með því að bjóða út bílakaup og tryggingar, eins og fram kom í frétt í Morgunblaðinu fyrir skömmu. Á þessu ári eyðir Reykjavíkur- borg um 88 milljónum króna í kaup á bílum og vélum, en þar af eru 20-22 milljónir króna í dráttarvélar, valtara og gatnagerðartæki ýmis- konar. Óvenjumikið var keypt af smærri bílum, svo sem fólksbílum og sendiferðabílum í ár, að sögn Hersis Oddssonar, eða 25 stykki sem kostuðu 12 milljónir króna. Við þessi kaup hefur borgin fengið að ganga inn í tilboð sem berast Innkaupastofnun ríkisins. Við tilboð á stærri bílum, svo sem sorphreinsibílum og vörubílum, er ekki gert almennt útboð, heldur er leitað eftir tilboðum hjá helstu inn- flytjendum slíkra bíla, sem síðan gera Innkaupastofnun Reykjavíkur- bórgar skriflegt tilboð. Hersir sagði að engir bílar eða vélar væru keypt án þess að leita hagstæðustu kjara. Aðrir aðilar gætu notið góðs af þessu, til dæmis hefði Hafnarfjarð- arbær nýlega keypt bíl með því að ganga inn í tilboð til borgarinnar. Þá hefur verið leitað tilboða i tryggingar á bílum Reykjavíkur- borgar og gengið að sérstökum kjörum Brunabótafélags íslands. Kaup á strætisvögnum eru einn stærsti liðurínn í bílakaupum borg- arinnar, én um 20 vagnar eru keyptir á 3-4 ára fresti. Eyjólfur Kolbeinsson hjá Innkaupastofnun Reykjavikurborgar sagði að við þau kaup færi fram eins konar útboð, sem væri auglýst sem verðkönnun. Nú færi ein slík fram og væri skila- tími á tilboðum þann 1. nóvember, en það gæti tekið fram yfir áramót að fara yfir þau tilboð sem bærust og taka ákvarðanir um næstu kaup. Pakistan: AF ERLENDUM VET7VANGI ------ eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR Því er spáð að einn lífs og tveir liðnir selji svip á kosningabaráttuna EFTIR að hæstiréttur Pakistans kvað upp þann úrskurð, að kosn- ingarnar í landinu þann 16. nóvember skyldu fara fram á flokks- legum grundvelli, hefúr færst §ör í leikinn. Frambjóðendur fara um landið þvert og endilangt og segja að nú muni verða mjög erfitt fyrir yfirmenn hersins að reyna að hafa rangt við í kosning- unum. Fréttaritari ritsins Far Eastern Economic Review í La- hore, Ahmed Rashid, Qallar um útlit og horfúr í nýjasta hefti blaðsins og er stuðst við grein hans hér. Hann segir að eftir öll- um sólarmerkjum að dæma muni tveir framliðnir menn hafa hvað mest áhrif á gang kosningabaráttunnar, sem hafin er. ar er vitanlega átt við draug Zia-ul Haqs, forseta, sem fórst í flugslysi í ágúst, eins og rækilega hefiir verið fjallað um og nú upplýst að hafi trúlega ver- ið um hryðjuverk að ræða, og hins vegar Zulifikar Ali Bhutto, sem Zia lét taka af lífi árið 1979 fyrir að hafa átt hlut að því að fyrirkoma pólitískum andstæð- ingi. Zia hefur þegar verið tekinn opinberlega í dýrlingátölu, af hemum svo og stjórnmálamönn- um, sem hyggja að það geti orðið þeim til framdráttar að nota nafn hans til að halda völdunum. Þá hefur Benazir Bhutto óspart og allar götur frá því hún hóf að skipta sér af stjómmálum notað nafn föður síns. Pólitísk stefna þessara tveggja píslarvotta vegur töluvert í hugum kjósenda í Pa- kistan sem vita ekki svo glöggt um stefnu annarra en þessara tveggja manna. Þegar Zia fórst, ásamt blóman- um af yfirmönnum hersins, brugðu borgaralegir skjólstæð- ingar hans í ríkisstjóminni við skjótt og reyndu að byggja upp dýrkun á honum. Flugvöllurinn í Islamabad verður skírður upp á nýtt og honum verður helgað nýtt sjúkrahús, götur í flestum bæjum og borgum munu fá nafn hans. Ákveðið hefur verið að heimili hans í Rawalpindi verði gert að safni í hans minningu. Forsvars- menn ríkisútvarpsins í landinu fengu fyrirmæli um að setja orðið shaheed, sem þýðir píslarvottur, jafnan fyrir framan nafn hans ef á Zia væri minnst. Hinir ýmsu héraðsstjómendur og ráðherrar drifu síðan í því að ná samkomulagi við hægrisinnaða flokka og fá islamska smáflokka á sitt band til að vera sterkari í glímunni við Lýðræðislegu endur- reisnarhreyfínguna og Þjóðar- flokkinn, en þessir tveir eru öflu- gustu stjómarandstöðuflokkamir. En ekki er nóg með að tveir framliðnir píslarvottar kunni að verða fyrirferðarmiklir í kosn- ingabaráttunni, einn píslarvottur í viðbót er nefndur til sögunnar og sá lífs, það er Mohammed Khan Juneijo fyrrverandi forsæt- isráðherra. Zia forseti rak hann úr embætti í maí, þegar honum þótti orðið nóg um hversu ráðrík- ur Juneijo var og hafði einnig orðið þess vísari, að hann naut vaxandi hylli meðal almennings. Það er varla að efa að brottvikn- ing Juneijos úr starfí kom af stað alvarlegri pólitískri kreppu. Ju- neijo segist vera píslarvottur og fómarlamb valdagræðgi og ólýð- ræðislegra hugmynda Zia forseta og sá málflutningur hans hefur fengið veralegan hljómgrann. Juneijo er fulltrúi þess afls inn- an kerfisins sem hugnast ekki málflutningur Bhuttos né heldur sættir hann sig við þá stefnu sem eftirmaður Zia hefur fylgt. Hann fullyrðir að í rauninni sé hann eini sanni lýðræðissinninn sem geti leitt landið á rétta braut og segist visa á bug lýðskrami Benazir Bhuttos og annarra Benazir Bhutto stjómarandstæðinga og stjómar- sinna. Sumir fréttaskýrendur héldu að stuðningur við Benazir Bhutto myndi fara þverrandi eftir að böð- ull föður hennar, Zia forseti, hafði nú sjálfur horfið til feðra sinna. Margir hafa sakað hana um að hafa enga stefnuskrá aðra en heimta hefnd yfír Zia og því gæti svo farið, að fylgið hryndi af henni nú. En á það ber að líta að Benaz- ir nýtur mikilla persónulegra vin- sælda og það hefur ekki dregið úr þeim, eftir að hún ól eigin- manni sínum sveinbam fyrir skemmstu. Hún hefur upp á síð- kastið hamrað á því að hún væri hvort tveggja í senn lítilmagninn og fulltrúi hins pakistanska lítil- magna sem vildi heyja heiðarlega og alvarlega baráttu í þágu þeirra sem illa væru settir í þjóðfélag- inu. Þetta hefur mælst vel fyrir að sögn Ahmeds Rashids, frétta- ritara Far Eastern Economic Review. Þó svo að Zia hafi verið tekinn í dýrlingatölu og stuðningsmenn hans reyni hvað þeir mega til að benda á hvað hann hafí aukið hróður landsins á alþjóðavett- vangi og átt þátt í ýmsum umbót- um sem til framfara horfi, era þó kannski öllu fleiri sem tengja hann herlögum, einræðisstjóm og því að hann hafði engin áform á prjónunum um að snúa Pakistan aftur til lýðræðis, hvað sem leið loðnum yfírlýsingum hans annað veifíð, svo og loforðum um kosn- ingar, sem hann sveik mörgum sinnum. Benazir Bhutto hefur í máli sínu færst nokkuð lengra til hægri, væntanlega til að afla sér stuðnings innan stjómkerfísins og sannfæra herinn um að hún gæti orðið traustur og áreiðanlegur Zia, dáinn dýrlingur og písiar- vottur. þjóðhöfðingi. Hún hefur varpað fyrir róða slagorði föður síns S kosningunum 1970 um „brauð, föt og húsaskjól handa öllurn" og segir að það sé of róttækt. Nokkur vafi er á því hversu þungt píslarvottamálið vegur þeg- ar út í alvörana er komið. Sunni múhameðstrúarmenn sem era meirihluti Pakistana hafa ekki jafn tilfínningaríka afstöðu til dýrlinga og píslarvotta eins og shiar sem eru um 25% þjóðarinn- ar. Og í grein Ahmeds Rashids segir einnig að þorri almennings geri sér grein fyrir að meginmálið sem er í húfi, hvaða flokkur sem í hlut á, sé ekki hvaða dýrlingur sé bestur, heldur hver verður staða hersins í landinu í nánustu framtíð. Stjómmálasérfræðingar segja að í bili sé ekki ástæða til að ótt- ast að svindl verði í kosningunum. Þeir segja að kannski verði kosn- ingamar til þess að vofur þeirra Zia og Bhuttos verði kveðnar nið- ur í eitt skipti fyrir öll og Pakist- anar geti snúið sér að því að móta lýðræðislega alvörastefnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.