Morgunblaðið - 26.10.1988, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 26.10.1988, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1988 37 Minning: Ólafur Jónsson Fæddur 24. júli 1924 Dáinn 15. október 1988 Nú legg ég augun aftur og Guð þinn náðar kraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virst mig að þér taka mér yfir láttu vaka þinn engij svo ég sofi rótt. (Úr þýsku. Sveinbjöm Egilsson). Nú er farinn yfir móðuna miklu frændi minn, Ólafur Jónsson. Fáir bjuggust við því svo fljótt, þó um langt skeið hafi hann verið heilsulít- ill. Mig langar í örfáum orðum að minnast Ola. Fyrst koma upp í hugann mild, kærleiksrík augu með dulitlum glettnisglampa, og stór hendi, sem tók hughreystandi í lítinn lófa á sorgarstundu. Óli var maður tilfinninganæmur og kunni að hugga og hughreysta, án orða, bara með því að vera nálægur. En hann kunni líka að gleðjast með glöðum, og oft var stutt í stríðni og prakkaraskap, ekki særandi, heldur meinlaust grín. Oft átti hann erfiða tíma, en lét aldrei bugast, þó & brattan væri að sækja. Ég kveð Óla með þakklæti fyrir það vegamesti, sem hann gaf mér, og votta konu hans og bömum sam- úð mína. Maja Laugardaginn 15. október sl. fréttum við systumar skyndiiegt andlát frænda okkar, Ólafs Jóns- sonar. Hann var alltaf svo hress og kátur í lund og því virðist næsta ótrúlegt að hann sé allur, aðeins 64 ára að aldri. Óli, eins og flestir kölluðu hann, var hlýr og einlægur maður, sem gaman hafði af að glettast. Þegar honum datt í hug að koma í heim- sókn eða hringja, kom hann því einfaldlega í verk og spjallaði við okkur um stund. Okkur þótti vænt um Óla, því hann lét sér annt um náungann. Fyrir honum var kyn- slóðabilið ekki til; eftir að við flutt- umst að heiman og byrjuðum að búa í gamla bænum, þótti honum jafn sjálfsagt að ræða við okkur um daginn og veginn eins og hann var vanur að rabba við móður okk- ar fyrr og síðar. Við tókum sérstaklega til þess hve nákominn hann var sinni eigin móður í orðum og athöfnum. Það kom alveg einstakt blik f augun og röddin varð enn hlýrri en annars þegar hann talaði um ömmu. Eins skipuðu æskuslóðimar stóran sess í huga hans og Óli hafði löngum gaman af að koma þangað á sumr- in ásamt Fanneyju konu sinni. Að leiðarlokum viljum við syst- uraar þakka forsjóninni fyrir kynn- in við Óla. Við kunnum að meta hann fyrir þá alúð og frændsemi, sem hann sýndi okkur. Fanneyju, konu hans, bömum og bamabömum vottum við samúð okkar. Pálína og Petrína Reynisdætur og fjölskyldur. Kom, huggari, mig hugga þú, kom, hönd og bind um sárin, kom, dögg, og svala sálu nú, kom, só! og þerra tárin, kom, hjartans heilsulind, kom, heilög fyrirmynd, kom, ljós, og lýstu mér, kom, líf, er ævin þver, kom, eilífð, bak við árin. (V.Briem). Það var mikið áfall að frétta lát elskulegs bróður míns, hann var orðinn heilsulftill, en að svo snöggt yrði um hann kom fáum til hugar. Ólafur bróðir var góður drengur, sem aldrei mátti neitt aumt sjá né að. hann gæti neitað nokkmm um neitt; ávallt var hann reiðubúinn að hjálpa þeim, sem minna máttu sín. Nú er hann horfínn héðan. Hann var alltaf tilbúinn að hlusta á áhyggjuefni og vandamál annarra og leggja þeim lið. Hann fylgdist vel með mér og mínum; oft hringdi hann og spurðist frétta og ef veik- indi voru á heimilinu bauð hann mér hjálp sína. Ólafur fæddist að Seljum í Helga- fellssveit 24. júlí 1924, en fluttist að Amarstöðum í sömu sveit tæp- lega 2ja ára gamall með móður sinni Petrínu G. Halldórsdóttur, er þang- að fór sem ráðskona. Síðar varð hún húsmóðir þar er hún giftist Hauki Sigurðssymi og Ólafur ólst upp á Amarstöðum hjá móður sinni og fóstra. Uppkominn fór Ólafur bróðir til sjós og var á bátum, sem gerðir vom út frá Stykkishólmi. Síðan fluttist hann til Reykjavíkur og vann þar ýmis störf, sfðast hjá hreinsunardeild borgarinnar. Hann var tvíkvæntur, með fyrri konu sinni átti hann tvö böm, þau Petrínu Kristjönu og Jón Steinar, en síðar kvæntist hann Fanneyju Bjömsdóttur, sem lifír mann sinn. Fanney hefur átt í erfiðri baráttu við langvarandi veikindi, en það er hreint undur hve Ólafur hefur verið henni mikill styrkur og reynst henni á allan hátt vel og á hann margfald- ar þakkir skilið. Jón Jónsson var traustur vinur þeirra hjóna og vil ég hér þakka honum hjartanlega fyrir. Að leiðarlokum er mér efst f huga minning um góðan dreng, sem aldrei verði fullþakkað allt sem hann var mér og manni mínum. Við biðjum Guð að gefa ástvinum hans styrk. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð nú þér fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fyigjum þér, vinur. Far vel á braut Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér fylgja í friðarskaut (V. Briem.) Sigríðnr Hauksdóttir og Benedikt Óskarsson. Guðrún Steinþórs- dóttir — Minning Guðrún Steinþórsdóttir lést hér á sjúkrahúsi í Róm laugardagsnótt- ina 15. október, langt frá landi sínu og dóttur. Ég sakna hennar mjög mikið, hún var eini íslendingurinn sem ég hafði samband við hér á Ítalíu. Við Gunna vorum frænkur í móðurættina, en þekktumst ekki fyrr en fyrir 2 árum þegar hún frétti á ættarmóti að ég byggi héma líka í Róm. Við urðum strax góðar vinkonur, og ekki leið sá dagur að við töluðum ekki saman f sfma og höfðum við mikið um að ræða. Það var eins og ég nálgaðist ísland þeg- ar ég talaði við hana. Hún var mjög hreykin yfir að vera íslendingur og hjálpaði hún mér mikið að leiðrétta fslenskuna mína og oft skammaði hún mig fyrir að hafa ekki kennt dóttur minni málið okkar. Guðrún var alltaf tilbúin að hjálpa öllum, alltaf voru gestir og fólk búandi hjá henni. Margir ís- lendingar sem komu til Rómar voru næturgestir hjá henni og fór hún um alla borg til að sýna þeim hana. Heilsu hennar hrakaði snögglega meðan fjölskyldan var á ferðalagi frá íslandi til Ítalíu, og var hún lögð inn á sjúkrahús í Danmörku í nokkra daga. Hún fór í aðgerð héma í Róm og allt gekk vel. Hún var ánægð þegar hún kom heim frá sjúkrahúsinu. Viljinn var sterkur að verða frísk aftur. Hún átti að vera í algjörri hvíld, en það var alltaf svo mikið að gera hjá henni, heimilið, eigin- maður og sonur að hugsa um, og hún hafði áhyggjur af dóttur sinni, Gunella, sem varð eftir heima að læra, _ af heilsu foreldranna sem voru bæði á sjúkrahúsi, svo þetta var ekki auðvelt fyrir hana. Hún vissi að hún þurfti að gangast und- ir aðra aðgerð, en hafði litlar áhyggjur af því. Því miður veiktist hún alvarlega og þó allt hafi verið gert til að bjarga henni, skildi hún við þennan heim laugardagsnóttina. Hún skildi eftir stóra sorg í hjarta okkar og allra vina hennar hér í Róm. Því miður get ég ekki komið heim til að fylgja henni til grafar. Ég og íjölskylda mín emm nálægt manninum hennar, Þorgeiri, litla Steina og Gunnellu. Ég vona að Guð gefi þeim styrk. Sigurbjörg Sigurðardótt- ir-Rollini og Qölskylda. HRESSIB UPP A TILVERUNl Lagið ykkar eigið öl og vín og sigrið kreppuna. Verð á ölflösku frá 12 kr. Verð á vfnflösku frá 50 kr. HEIGAR það besta frá Danmörku það besta frá Englandi Armúi.«o,.(mi 35320! -"R- KfflDELOfi)' HURÐIR OG GLUGGAR H F DB3-1211 DB3-1311 DB3-1122 DO m □□ □0 □□ □P DB3-2321 □ID □ □ □ □ ph n n n n □D □ □ ■ ■ ■■ □ □to DB3-2322 □E □p □P □lb □B □b QD □p m □p m □□ □b np DB3-11SP m pq tm □pi □llq DB2-1111 med bue V2-11 med bue Gluggar fyrir gömulhús Kársnesbraut 112 S 641644

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.