Morgunblaðið - 26.10.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.10.1988, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MBÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1988 • + Asetin dag- skrá hjá Sig- ríði Ellu SIGRÍÐUR Ella Magnúsdóttir hélt tónieika ásamt Jónasi Ingimundarsyni í Gerðubergi í gærkvöldi. Hún mun þó ekki dvelja lengi hérlendis að þessu sinni þvi f nóvember hefjast æfingar á Aidu í Ensku þjóðaróperunni í Leeds þar sem Sigrfður Ella syngur hlutverk Amneris. Sigriður Ella sagðist, í sam- tali við Morgunblaðið, aðeins hafa komið heim í stutta heim- sókn og notað tækifærið til að syngja hér. Annars væri dag- skrá vetrarins mjög ásetin hjá sér. Fyrir utan að syngja Amn- eris í Aidu í Leeds yrði hún með í franskri uppfærslu á Grímu- dansleiknum i febrúar og auk þess yrði nútímaópera sem hún hefði sungið í á Italíu í sumar færð upp í Bretlandi i febrúar. í janúar myndi hún syngja söng- ljóð eftir Wagner á hljómsveitar- tónleikum í Frakklandi og Sviss og um páskana ætlaði hún að syngja í Matthíasarpassíunni eftir Bach í Frakklandi. Með vorinu yrðu svo tvennir tónleik- ar í Bretlandi og tvennir í Frakklandi þar sem hún syngi Requiem Verdis. Morgunblaðið/Þorkell Biskup íslands, herra Pétur Sigurgeirsson, setti 19. Kirlguþing f gær. Honum á hægri hönd er Halldór Asgrímsson, kirkjumálaráðherra og hinum megin Sigurður Guðmundsson vigslubiskup. Ráðstefha um meðferð fíkniefna- neytenda RÁÐSTEFNA um meðferðar- úrræði fyrir ávana- og fikni- efnaneytendur verður haldin' miðvikudaginn 26. október nk. f Borgartúni 6, 4. hæð og stendur kl. 13.00 til 17.00. Á ráðstefnunni verða flutt tvö erindi: Hver verður núverandi þörf fyrir meðferðarúrræði fyrir ávana- og fíkniefnaneytendur? og ný viðhorf varðandi með- ferðarúrræði fyrir ávana- og fíkniefnaneytendur. Pallborðsumræður verða og ráðstefnustjóri verður Ólafur Ólafsson landlæknir. Ráðstefnan er öllum opin. Þátttaka tilkynnist afgreiðslu félagsmálaráðuneytisins. 19. Kirkjuþing sett í gær: Stöndum vörð um þjóðararf sem byggist á kristinni trú - sagði biskup íslands í setningarræðu KIRKJUÞING, hið nftjánda f röð- inni, var sett f Bústaðakirkju í Reykjavik í gær. í ræðu herra Péturs Sigurgeirssonar biskups kom fram að meðal þess sem þingið ræðir að þessu sinni er skipulag kirkjunnar og innri málefni hennar. Áður en Kirkjuþingið hófst var guðsþjónusta með altarisgöngu í Bústaðakirkju. Gunnlaugur Finns- son kirkjuráðsmaður predikaði og altarisþjónustu önnuðust vígslu- biskupamir sr. Ólafur Skúlason og sr. Sigurður Guðmundsson. Orgel- Ieik annaðist Guðni Þ. Guðmunds- son, Einar Öm Einarsson söng ein- m söng og kór Bústaðakirkju leiddi sönginn. Að lokinni guðsþjónustu var gengið til safnaðarsals Bústaða- kirkju, þar sem biskupinn, herra Pétur Sigurgeirsson, setti þingið. Hann kvaðst fagna nýjuni kirkju- málaráðherra, Halldóri Ásgríms- syni, sem hefði lýst því yfír að hann vildi gera kirkjuna sem sjálfstæð- asta. Þá þakkaði hann Jóni Sigurðs- syni, fyrrverandi kirkjumálaráð- herra, vel unnin störf í þágu kirkj- unnar. Biskup rakti því næst sögu Kirkjuþings, en nú em 30 ár liðin frá því að það var fyrst haldið. í forsæti fyrsta kirkjuþings var þá- verandi biskup, Asmundur Guð- mundsson. Biskupinn sagði að Kirkjuþing hefði miklu hlutverki að gegna í nútíma samfélagi og bæri að standa Halli ríkissjóðs rúmir 5 milljarðar fyrstu 9 mánuði ársins: Til greina kemur að auka tekjuöflun á næstunni - segir Ólafiir Ragnar Grímsson flármálaráðherra REKSTRARHALLI ríkissjóðs fyrstu 9 mánuði ársins var 5.252 milljónir króna og halli á greiðsluafkomu var 6.921 milljón króna. Eru það fyrst og fremst tekjuliðir sem ekki hafa skilað sér samkvæmt áætlunum. Fjár- málaráðherra segir að f Ijósi þessa komi tíl greina að grfpa á næstunni til aukinnar tekjuöflun- ar fyrir rfkissjóð og með bjart- sýni megi sétla að að halli á rfkis- sjóði í árslok geti orðið um 3-4 milljarðar, þar sem reynslan sýni að tekjur skili sér betur sfðustu mánuði ársins. Fjármálaráð- herra segir einnig að ríkissjóður eigi háar Qárhæðir útistandandi hjá fyrirtækjum og öðrum aðil- um sem ekki hafa staðið í skilum með söluskatt. Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra sagði við Morgun- blaðið að tekjur ríkissjóðs hefðu dregist verulega saman frá því áður var talið. Ástæðan væri fyrst og fremst sú að ástandið í efnahags- málum og atvinnumálum, og stefna fyrrverandi ríkisstjómar, hefði leitt til verulegs samdráttar á mörgum sviðum, sem hefði aftur leitt til minnkandi tekna af söluskatti, vörugjaldi og ýmsum öðram tekju- póstum. Hann sagði að í áætlunum væri að vísu reiknað með halla- rekstri ríkissjóðs á þessum tíma, en hann væri um 3 milljörðum meiri en ætlað var. Samkvæmt áætlun fjármála- ráðuneytisins í ágústbyijun var greiðsluafkoma ríkissjóðs neikvæð um 3,9 milljarða fyrstu sex mánuði ársins, en gert var ráð fyrir að stað- an bættist um 1,15 milljarða næstu þijá mánuði og yrði því neikvæð um 2,75 milljarða í septemberlok. Ólafur sagði aðspurður að inn- heimta söluskatts væri mun minni en veltutölur gæfu tilefni til. „Það er ljóst að þegar fyrirtæki hafa verið í miklum erfíðleikum þá inn- heimtist söluskattur verr vegna þess að rekstrarstöðvun eða gjald- þrot fyrirtækja endurspeglast í því að þau standa ekki í skilum. Það hafa borist fréttir af ijölda fyrir- tækja sem ekki hafa getað staðið í skilum og eru að verða gjald- þrota, og þau byija á því, áður en að stoppinu kemur, að fresta greiðslum til rfkisins. Það er því miður mikið um það að ríkið eigi útistandandi skuldir hjá fyrirtækj- um og öðrum aðilum,“ sagði Ólafur Ragnar. Hann sagðist vera að afla ná- kvæmra upplýsinga um upphæðir og vildi ekki staðfesta tölur í því sambandi, en samkvæmt upplýsing- um Morgunblaðsins er talið að þess- ar upphæðir skipti milljörðum. Ólafur Ragnar sagðist í ljósi þessa alls, vinna að því að skila inn fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár með verulegum tekjuafgangi þótt það hefði í för með sér að hann þyrfti að fara í veralegan tekjuöfl- unarleiðangur út í þjóðfélagið og leggja töluverðar byrðar á þá sem gætu borið þær. Hann sagðist bú- ast við að endanlega yrði gengið frá fjárlagafrumvarpinu í dag, á fundi formanna stjómaflokkanna, og framvarpið yrði síðan lagt fyrir Alþingi á mánudag. Hann sagði að afgreiðslu lánsfjárlaga væri ekki endanlega lokið en þau kæmu í beinu framhaldi. Þar yrði gert ráð fyrir samdrætti í erlendum lántök- um og innlendum fjárfestingum. vörð um þann þjóðararf íslendinga, sem byggðist á kristinni trú. Halldór Ásgrímsson, kirkjumála- ráðherra, flutti þessu næst ávarp. Hann fjallaði um samskipti ríkis og kirkju og sagði að til greina kæmi að auka á sjálfræði kirkjunnar í ýmsum málum. Löggjöf væri nauð- synleg, en mjög nákvæm lagaleg skipan í málefnum kirlq'unnar hefði oft gengið út í öfgar. í lok ræðu sinnar sagði ráðherra: „Ég vænti þess að kirkjan fái nauðsynlegan stuðning þannig að hún geti áfram stutt okkur sem best til meiri þroska og hamingju." Morgunblaðið/Þorkell Hlíf Siguijónsdóttir, David Tutt og Christian Giger leika á tónleikum i Listasafni Sigurjóns Ólafssonar i kvöld kl. 20.30. Tvennir tónleikar í Lista- safiii Sigurjóns Olafssonar HLÍF Siguijónsdóttir fiðluleik- ari, David Tutt píanóleikari frá Kanada og Christian Giger sellóleikari frá Sviss leika á miðvikudagskvöld kl. 20.30 á þriðju tónleikunum sem haldnir eru í tilefiii opnunar Listasafiis Siguijóns Ólafssonar á Laugar- nesi. Flutt verður píanótríó eftir Dvorák, hið svokallaða „Dumky“ og píanótríó op. 8 í H-dúr eftir Brahms. Hlíf og David hafa oftsinnis haldið tónleika hér heima. Christ- ian Giger kemur frá Sviss og hafa þau þijú haldið fjölda tónleika í Sviss undanfarin ár. Þetta er í fyrsta skipti sem tríóið spilar hér á landi. Fjórðu tónleikar Listasafnsins verða á fostudagskvöld kl. 20.30. Þá leikur kanadíski píanóleikarinn Walter Prossnitz verk, meðal ann- ars eftir F.J. Haydn, F. Lászt, Al- ban Berg og Frank Martin. Walter stundaði píanónám í Kanada og við Juilliard tónlistar- skólann í New York þar sem hann var nemandi Abbey Simon. Nú býr hann í Ziirich og heldur hann fjölda tónleika beggja vegna Atlants- hafsins, m.a. með hljómsveitum í Ziirich og á Arosa-hátíðinni í Sviss. Hann hefur og komið fram bæði í útvarpi og sjónvarpi í Kanada, Bandaríkjunum og Hong Kong. Hann er einn af fáum listamönnum sem hafa farið sem einleikarar í tónleikaferðir til Kína. Meðal verð- launa sem hann hefur unnið til eru fyrstu verðlaún í „National Festiv- al in Toronto" og „Montreal Symp- hony Competition". (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.