Morgunblaðið - 26.10.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.10.1988, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1988 Þorlákshöfin: 100 manns missa vinnuna Þorlákshöfa. STJÓRN Meitilsins í Þorlákshöfn hefur ákveðið að hætta fisk- vinnslu fyrirtækisins um næstu mánaðamót og taka uppsagnir starfsfólksins gildi frá og með sama tima. í bréfi frá stjóminni til starfs- fóiksins segir meðal annars að þrátt fyrir framkomnar efnahagsaðgerð- ir, sé fískvinnslan enn rekin með tapi og fjárhagsstöðu fyrirtækisins verði ekki íþyngt með frekari tap- rekstri. Um 100 manns munu missa vinnuna, þar á meðal 10 hjón, og iitlar sem engar líkur eru á annarri vinnu á staðnum. Vonazt er til að fiskvinnsla heijist að nýju eftir ára- mót. - J.H.S. Tómatarnir á 214 krónur Á grænmetismarkaði Sölufé- lags garðyrkjumanna voru seld rúm 4 tonn af tómötum í gær og var meðalverðið 214 kr. fyrir kílógrammið. Á uppboði í síðustu viku fór verðið fýrst yfir 200 króna markið. í ágúst var tóm- ataverðið að meðaltali 140 krón- ur. „Þetta háa verð stafar af litlu framboði á tómötum núna og ég býst við að það verði jafnvel fluttir inn tómatar í næstu viku,“ sagði Hrafn Sigurðsson framkvæmda- stjóri Sölufélags garðyrkjumanna. „Ég reikna með að við verðum með eitt uppboð á viku frá nóvem- ber til febrúarloka, en þá er lítið framboð af íslensku grænmeti,“ sagði Hrafn. Dráttarvextir lækka um 6%. DRÁTTARVEXTIR lækka þann 1. nóvember næstkomandi úr 33,6% á ári í 27,6% Sama dag verður farið að reikna dráttarvexti sem dagvexti og verður þá hætt að reikna dráttarvexti heils mánaðar þegar vanskil eru aðeins brot úr mánuði. í stað þess reikn- ast dráttarvextir í réttu hlutfaili við þann dagafjölda sem vanskil standa. Þetta er gert í samræmi við 20. grein bráðabirgðalaganna sem gefin voru út á fyrsta degi ríkisstjómar Steingríms Hermanns- sonar. Sóttí slasað- an skipverja ÞYRLA Landhelgisgæslunnar, TF—SIF, sótti í gær skipverja, slasaðan á fæti, um borð i rækju- bátinn Pétur Jónsson RE, sem þá var staddur við Dohrnbanka, á 66 gráðum 20 mínútum norður og 28 gráðum 6 mínútum vestur. Þyrlan fór á loft klukkan 9.40 og lenti aftur við Borgarspítalann klukkan 12.25. Þyrlan tók eldsneyti á Rifi á bakaleið. Meiðsli skipveijans voru ekki talin lífshættuleg. Þorsteinn og Kristinn taldir af: Reynt að fá inn- fædda til leitar YFIRVOLD í Nepal hafa talið Þorstein Guðjónsson og Krist- inn Rúnarsson, Qallgöngu- menn, af og aðstandendur þeirra og félagar úr íslenska alpaklúbbnum vinna nú að því að ráða innfædda menn af ættflokki háíjallasherpa til leitar. Að sögn Bjöms Vilhjálmssonar formanns Alpaklúbbsins fer veð- ur nú ört kólnandi í Himalaya- fjöllum og aðstæður til leitar eru allar hinar erfiðustu. Menn af fyrrgreindum ættflokki, sem er einn þriggja meiða af sherpaþjóð- flokknum, eru einir taldir hæfír til leitar á þessum slóðum við þessar aðstæður en flestir þeirra eru nú í vinnu hjá flokkum fijall- göngumanna. Alpaklúbburinn er í stöðugu sambandi við skipu- leggjendur leiðangra á þessar slóðir og reyna þeir að hafa upp á og ná samningum við sherp- ana. Bjöm Vílhjálmsson segir ljóst að kostnaðarhliðin muni ekki ráða úrslitum um hvort í leit verður ráðist, heldur velti það á því hvemig til takist að finna hæfa leitarmenn. Það geti tekið einhvem tíma. Afla þarf lejrfís stjómvalda til að senda leitar- flokka á svæðið og sagði Bjöm að í dag yrði hafíst handa við að afla slfks leyfís fyrir milli- göngu utanríkisþjónustunnar. Jóhann R. Benediktsson, sendiráðsritari í utanríkisráðu- neytinu, segir að ráðuneytið muni veita aðstandendum alla þá fyrir- greiðslu sem eftir verður óskað, þar með talda milligöngu um tryggingar fyrir íjárskuldbind- ingum í Nepal, en að ríkissjóður mundi standa straum af kostnaði við leitina. Fjallið Pumo Ri. Þyrla fór til leitar á sjöunda degi - segir Stephen Aisthorpe, félagi Þorsteins og Kristins Kathmandu, frá Binaya Guruacharya, fréttaritara AP. STEPHEN Aisthorpe, enski Qallgöngumaðurinn, sem gekk á Pumo Ri með íslendingunum, sagði í Kathmandu í gær, að hann teldi félaga sína tvo, Þor- stein Guðjónsson og Kristin Rúnarsson látna, en þeir týnd- ust í Qallinu þriðjudaginn í síðustu viku. Tveir aðstoðar- menn Qallgöngumannanna af þjóðflokki sherpa sáu síðast'til þeirra félaga úr aðalbúðum leiðangursins í 5.300 metra hæð. Þá voru Þorsteinn og Krisrinn á ferð um ísilagðar hlíðar Qallsins. Fréttaritari AP-fréttastofunnar f Kath- mandu átti eftirfarandi spjall við Aisthorpe í gær. Þar kemur meðal annars fram að þyrla fór ekki til leitar fyrr en á mánu- dag, þegar liðnir voru sex dag- ar frá því sfðast sást til þeirra félaganna. ,Ég tel víst að þeir séu báðir látnir," sagði Aisthorpe, sem er 25 ára gamall og búsettur í Lin- coln á Englandi. „Síðustu dagana hefur kólnað á fjallinu og það er útilokað að þeir hafí þraukað svo lengi." Þorsteinn og Kristinn hurfu sjónum samferðamanna sinna er þeir fóru fyrir stóran ísdrang í um 6.400 metra hæð. „Daginn eftir beið ég og beið þess að sjá þá aftur úr aðalbúðunum en þeir birtust aldrei,“ sagði Aisthoipe. „Ég hélt að þeir væru heilir á húfi og hefðu hörfað niður vestur- hliðina um nóttina. Snemma að morgni þess 20. fór ég í efri búð- imar, sem voru í 5.800 metra hæð á Shangri Shar-jökli og bjóst við að hitta þá þar, en fann hvoriri þá né nokkuð af búnaði þeirra," sagði Bretinn. „Samt sem áður hélt ég að þeir gætu hafa komist á tindinn um nóttina og síðan nið- ur í hlíðina hinu megin. Því gekk ég fyrir fjallið, að hinni hliðinni og þar upp í um 5.800 metra hæð, en þar sást ekkert lffsmark og hvorki tangur né tetur af þeim né búnaði þeirra." Við svo búið sneri Aisthorpe til aðalbúðanna, hafði fjarskipta- samband við Kathmandu og bað um að þyrla yrði send til leitar, kleif síðan aftur í efri búðimar og leitaði um allt svæðið, en án nokkurs árangurs. „Síðan beið ég þyrlunnar en hún kom ekki fyrr en þann 24. Flugmaðurinn sagði ástaeðu þess vera opinbera stefíxu um að þyrlur væru ekki sendar til að leita að týndu fólki," sagði Stephen Aist- horpe. „Eftir nokkrar fortölur féllst flugmaðurinn á að fljúga með mig upp í um 6.000 metra hæð og leita að félögum mínum en við sáum hvorki tangur né tetur af Þorsteini, Kristni né búnaðinum. Það virtist augljóst að þeir hefðu fallið úr um 6.500 metra hæð og lík þeirra og búnaður sennilega einhversstaðar ofan í djúpri sprangu," sagði hann. „Þar sem ég var eini fjallgöngu- maðurinn á öllu svæðinu var mér útilokað að halda áfram leit án þess að leggja líf mitt í mikla hættu. Þess vegna sneri ég við til Kathmandu til að skýra ætt- ingjum þeirra frá því sem gerst hafði." Áðspurður um hvort Þor- steinn og Kristinn hefðu getað komist á tind Pumo Ri áður en þeir hröpuðu, sagði Stephen Aist- horpe: „Það er ólíklegt, sfðast þegar til þeirra sást vora þeir tals- vert fyrir neðan hann. Hefðu þeir náð upp hefðum við séð þá, tindur- inn sést greinilega frá aðalbúðun- um.“ Þingsályktunartillaga um stöðvun framkvæmda við ráðhúsið: Otrúleg valdníðsla - segir Magnús L. Sveinsson forseti borgarstjórnar „ÞESSI þingsályktunartillaga sýnir að til eru menn sem eru reiðubúnir og láta einskis ófrei- stað, að beita ótrúlegri valdníð- slu ef þeir koma þvi við,“ sagði Magnús L. Sveinsson forseti borgarstj ómar, er Morgunblaðið leitaði álits hans á þingsálykt- unartillögu um tafarlausa stöðv- un framkvæmda við byggingu ráðhússins við Tjörnina, sem Stefán Valgeirsson lagði fram á Alþingi í gær. „Það mætti halda að þessi maður hafí verið í einangran áram saman og ekki fylgst með neinu sem hér Eiganda Holiday Inn-hótels- ins veitt greiðslustöðvun EIGANDA Holiday-Inn hótelsins við Sigtún, Guðbirni Guðbjörns- syni hf., hefur verið veitt greiðslustöðvun til tveggja mán- aða. Nokkrir kröfuhafar hafa krafist nauðungaruppboðs á hót- elinu og verður hið fyrsta haldið 23. janúar næstkomandi. í fréttatilkynningu frá hlutafé- laginu segir að þótt svo að nýting hótelsins sé betri en búist hafí ver- ið við, nægi rekstrartekjur ekki til að standa undir greiðslum af mikl- um langtímalánum og skammtíma- skuldum. Greiðslustöðvunin sé fengin vegna mikilla lausaQárerfíð- leika og sé ætlunin að reyna til þrautar að forða félaginu frá gjald- þroti. í því skyni verði reynt að afla lána til langs tíma og auka eigið fé félagsins með nýjum hlut- höfum. Einnig verði rekstur skipu- lagður. Fyrirtækinu til aðstoðar á greiðsluatöðvunartímanum verða tveir lögmenn og löggiltur endur- skoðandi og hafí þeir umboð til hverra þeirra ráðstafana sem verða megi rekstrinum til bjargar. Þessir menn muni greina slriptarétti frá því innan tveggja mánaða hvort þeir telji að unnt sé að koma félag- inu á réttan kjöl að nýju. Samkvæmt frétt hlutfélagsins er branabótamat hótelsins 800-900 milljónir króna. í ráði er að bjóða það til sölu á greiðslustöðvunartím- anum. Meðal stórra lánadrottna félagsins munu vera Framkvæmda- sjóður og Ferðamálasjóður. hefur gerst," sagði Magnús. „Ég held að engin bygging á landinu hafí fengið jafn ftarlega umfjöllun og ráðhússbyggingin. Reyndar hef- ur það gerst að fólk hefur verið að kæra framkvæmdimar til yfirvalda til að fá úr því skorið hvort staðið hafí verið að öllum undirbúningi og framkvæmdum með löglegum hætti. Þessir úrskurðir liggja fyrir í öllum kæruatriðum og hafa við- komandi yfírvöld í öllum tilfellum komist að þeirri niðurstöðu að lög- lega hafí verið staðið að undirbún- ingi og framkvæmdum. Þar á með- al er ráðherra í núverandi ríkis- stjóm sem Stefán Valgeirsson styð- ur. Þannig að alþingismaður utan af landi, sem flytur slíka þings- ályktunartillögu, hann virðist ekki hafa fylgst með neinum þáttum þessa máls og þess vegna er furðu- iegt að hann skuli ætla að grípa inn í þessa framkvæmd með þessum hætti. Þetta er kannski eitt dæmið enn um fjandskap framsóknar- manna í garð Reykjavíkur.“ Sjá bls. 29 frásögn af þingsálykt- unartillögu Stefáns Valgeirsson- ar á þingsíðu. Frá kjörstað. Hundahald: 533 kusu í gærdag 533 greiddu atkvæði um fyrir- komulag hundahalds f Reykjavík i gær. Þá hafa um 800 manns kosið eða 1,2- 1,3% þeirra sem eru á kjörskrá, að sögn Gunnars Eydal, sem annast framkvæmd kosningarinnar fyrir hönd borg- arinnar. Kosningin stendur yfír til sunnu- dags. Kosið er í anddyri Laugar- dalshallar. Kjörstaður verður opinn miðvikudag, fímmtudag og föstu- dag frá klukkan 16-19 og laugar- dag og sunnudag frá klukkan 14-20.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.