Morgunblaðið - 26.10.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.10.1988, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1988 Mínar hjartans þakkir til vina og œttingja allra fyrir gjafir, blóm, skeyti og ánœgjuríkan dag á áttrœöisafmœli mínu þann 13. október sl. Guö og gœfan fylgi ykkur öllum. Kristín Kristmundsdóttir, Hjallavegi 11, Reykjavík. Innilegar þakkir fyrir árnaÖaróskir, gjajir og alla vinsemd mér sýnda á 60 ára afmœlinu þann 10.10. GuÖ blessi ykkur öll. Þórdís Valdimarsdóttir, Bræðraborgarstíg 4. Símar 35408 og 83033 AUSTURBÆR ■ MIÐBÆR Laugarásvegur 39-75 Gamli bærinn Ýmsargötur ilílll MetsöliMad á hvetjum degi! Kveðja til ritnefind- ar Ljóðaárbókar ’88 eftír Guðmund Guðmundarson „öljóða“-ritnefnd Almenna bóka- félagsins sendi mér sameiginlega pistil 13. þ.m. og kvartar undan „fúkyrðaflaumi". Síðan lætur þrenningin rigna yfir mig tómum fúkyrðum, sem síðar verður vitnað til en hvergi örlar á skynsamlegum rökstuðningi fyrir óljóða holskefl- unni. Hauspokar „Þvi honum mun alrei takast að koma hauspoka á skáldskapinn, þótt hann reyni að afhaifsa þessa ritnefnd." Ég hafði hvergi minnst á slíkt, enda er þessi klausa býsna brosleg öfugmæli. Aðal áhyggjuefni mitt er að þessi ritnefnd með hauspoka, sem þreng- ir mjög sjóndeildarhringinn. Áletr- un hennar á pokanum er „ Afneitum allri arfleifð ljóðstafa og rlms.“ Satt að segja langar mig mjög til að lyfta upp pokaskömminni svo eitthvað af okkar merku menning- ararfleifð gæti síast inn f vitund þeirra. Ljóðstafir munu hafa verið not- aðir á íslandi allt frá dögum Egils Skallagrímssonar. Þótt margt hafi breyst í ljóðagerðinni, þá hafa okk- ar hjartfólgnustu skáld fram að lýð- veldisstofnun borið virðingu fýrir ljóðstöfum, enda erum við eina germanska þjóðin, sem enn getur státað af slíkri arfleifð. Um þetta segir ritnefndin: „Lýsa því hug- myndir Guðmundar skelfilegri tak- mörkun og fomeskju." Kærar þakk- ir. Ykkdr var réttur kyndill ljóðstafa og rims en þið kjósið að slökkva á honum með því að fleygja honum niður í leirpytt. Sambandsleysi Skelfíng hlýtur að vera leiðinlegt að vera skáld, sem flestir aumkva, þegar best lætur, og enginn tekur mark á. Það er ekki nóg að heimta skáldastyrk og vinnustyrki til að helga sig kölluninni og vera alls ekki í kallfæri við þjóðina. Það er sorglegt að þessi „óljóða“-ritnefind og hennar fylgi- fiskar er fyrsta kynslóð „ljóðskálda" frá upphafí íslands byggðar, sem virðist gjörsamlega sambandslaus við þjóðina, e.t.v. að atómskáldun- um undanskildum en ljóð þeirra em nú flest gleymd og grafin. Þjóðin forsmáir „óljóðin", nennir ekki að lesa þau og enginn lærir þau. Þeir fáu sem lesa munu flestir gera grín að óskiljanlegu ruglinu. Iist er útrás fyrir „köllun“, sem aðrir eiga að njóta en er aðallega tímasóun, ef enginn hefír minnsta áhuga á því sem samið er. „Ljóðaárbókin ’88“ „er falleg bók, prentuð á fallegan pappír með fallegu letri, sem er óvanalegt um ljóðabækur. Helsti kostur svona bóka væri notkun þeirra í skólum, sem vonandi vekti áhuga fólks á ljóðum." Svo mörg em þau orð í viðtali um bókina. Fallegur pappir, fallegt letur og hellingur af óskiljanlegu mgli — ætlaður til að velga áhuga á ljóðum, þótt líklegra sé að bókin drepi að mestu allan áhuga á ljóðalestri! Ljóð ljóðskáldanna, sem mín kyn- slóð þurfti að læra utanað í skólun- um, vöktu mikla virðingu fyrir ljóðagerð og sköpuðu undirstöðu að góðum málsmekk. Nú er verið að vorkenna bömum utanbókarlærdóm, þótt hann sé þroskandi og geti haft ómetanlega þýðingu. Málsmekk ogréttritun við- ist sífellt hraka í skólakerfinu. Skáldin eiga að hrifa bæði hug og hjarta lesandans og góð Ijóðabók var og er notaleg og göfgandi lesn- ing. Guðmundur Guðmundarson „Fallegnr pappír, fal- legt letur og hellingnr af óskiljanlegn rugli — æílaður til að vekja áhuga á ljóðum, þótt líklegra sé að bókin drepi að mestu allan áhuga á ljóðalestri!“ Mér finnst satt að segja að hér sé um líf eða dauða íslenskrar ljóð- listar að tefla. Bögubósamir era sífellt að vitna f Stein Steinar, þeg- ar hann komst svo að orði: „Nú er hið hefðbundna ljóðform loksins dautt.“ Steinn var oft bæði grá- glettinn og kaldhæðinn en eins og allir vita, þá vora mörg af hans bestu ljóðum með ljóðstöfum og rfmi. Að þessi kaldhæðni Steins opni allar flóðgáttir fyrir leirburði og varpi ljóðhefðinni út í hafsauga er fáránleg kenning. Hins vegar vilja óljóðagarpamir nota þessa setningu sem flotholt eða ölllu heldur hækju til að styðja sig við, þó að enginn þeirra tylli tánum, þar sem Steinn hefir hæl- ana. Að sjálfsögðu geta órímuð ljóð verið góð en ljóðstafímir lyfta þeim og magna. í Ljóðaárbókinni era ljóð sem „stóðust ákveðnar listrænar kröfur", en þó um þverbak keyri óskiljanlegt rugl og titillinn ljóð- skáld í kaupbæti. Ef slíkri útgáfu óskiljanlegra ljóða á að halda áfram árlega, þá er verið að hossa einskonar and- legri úrkynjun ljóðmáls. Þá er einn- ig bráðnauðsynlegt að láta fylgja með útskýringabækling, sem væri einskonar dulmálslykill að óskiljan- legum óljóðum. Það gæti vissulega vakið áhuga hjá ýmsum. Til gamans, eitt örstutt ljóð eftir Birgittu Jónsdóttun Ótti Ég vafði álpappir um vinstra augað og hjartað. haldinn var nmmtudagmn 14. október sl., var samþykkt eftir- farandi ályktun: „Verkakvennafélagið Snót mót- mælir eindregið afnmámi samn- ingsréttar og kjararáni samfara gengisfellingum á þessu ári. Ljóst er að verðstöðvun sú sem nú er í gangi og undanskilur erlendar verð- Siðan klippti éggat á naflann og flúði út um hann. Er þetta ekki bráðfyndið, djúp- hugsað og snjallt. Það hlýtur líka að vera hægt að vefja heilann í sellofan með slaufu, nefíð í silkiklút og sálina í plastpoka með skemmti- legri áletran. Hinsvegar finnst mér alltof sársaukafullt að klippa gat á naflann til að flýja út um hann. Æ. Æ. Það hlýtur að vera einhver auðveldari útgönguleið eða veit blessuð stúlkan ekki með hvaða hætti hún og aðrir koma inn í þessa veröld!? Það væri ósanngjamt að viður- kenna ekki að þeir væru á stundum hugmyndaríkir í ljóðaárbókinni eins og framangreint ljóð ber með sér. Tískulúsin er býsna litskrúðug og menn geta brosað, ekki síst þegar setið er með góðum vini og báðir keppast við að fínna út einhveijar skýringar á óljóðunum! Áskorun Ég skora hér og nú á Jóhann Hjálmarsson, sem getur ort ljóð ef hann vill það viðhafa og er jafnframt háyfirdómari Morgunblaðsins um ljóðagerð, að skýra fyrir mér og öðram snilld og andagift Berglindar — meðdómara hans — í þessu ljóði: að ljóðið sé til. Ljóðið andvarp vélarinnar stuna stimpilklukkunnar sem látlaust tifar langt inn í brostið augnablik dauðans fangaður hugurinn kafnar af einum vindstrók angistar en ljóðið sé til vemdar óbomu orði fæddu til að sprengja rammgerðar dymar Vissulega hef ég verið grimmur gagmýnandi þessa úrvals ljóðs, enda stóð ekki á einkunnagjöf til mín. Kurteisi og lítillæti ritnefiidarinnar í minn garð var um „fátækt andans ásamt ómenningu hugarfarsins, auk hroka og drembilætis". Minna mátti ekki gagn gera! Þar sem deilan snýst um ljóðagerð hlýt ég að eiga þá siðferðilegu kröfu á hendur Jóhanni, að hann útskýri leyndardóm og snilld þessa ljóðs. Sömuieiðis útskýri hann „Og jólin“ eftir meðdómara sinn, Kjartan Ámason, og snilldartök hans á því ljóði, sem hann kaus að birta í bókinni, því þið segið í allri ykkar hógværð: „örlar vart á vitglóru í greininni." Svipað segja margir um ljóðin, sem Jóhann ætlar væntanlega að vera svo vinsamlegur að fræða okkur um, jafnframt því sem við fáum að kynnast enn betur menningarlegu hugarfari hans og ritnefndarinnar. Höfundur er íramk væmdastjári í Reykjavtk. hækkanir nær ekki tilgangi sínum og muni fjara út eins og ýmsir hafa bent á. Enn einu sinni skal seilst í vasa launafólks og með þeim hætti að afnema þann helgasta rétt hvers vinnandi manns sem samn- ingsrétturinn er. Verkakvennafélagið Snót hvetur stjómvöld til að hækka skattleysis- mörk og mótmælir hugmyndum um íþjmgingu skattabyrði launafólks." Snót mótmælir af- námi samningsréttar A FÉLAGSFUNDI Verka- kvennafélagsins Snótar, sem

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.