Morgunblaðið - 26.10.1988, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.10.1988, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1988 Reuter Helmut Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands, ræðir við ferðamenn á Rauða torjfinu í Moskvu í gær, á öðrum degi heimsóknar hans í borginni. Ibaksýn er kirkja heilags Basils. Friður við Persaflóa: Viðræðum íramhald- ið í lok mánaðarins SÞ. Reuter. ÍRANAR og írakar munu taka aftur upp þráðinn f viðræðum rikjanna um frið f Persaflóaó- friðnum 31. október, að sögn framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, Javiers Perez de Cuell- ars, f gær. Hann sagðist sjálfur mundu taka þátt í viðræðunum ásamt utanrfkisráðherrum rfkjanna. „Ég er vongóður um árangur vegna þess að báðir deiluaðilar virð- ast reiðubúnir til að skiptast á fleiri föngum á næstunni. Vonandi verður þetta að veruleika sem fyrst,“ sagði framkvæmdastjórinn. Friðarviðræð- umar, sem SÞ áttu frumkvæði að, hófust í Genf í ágúst, fímm dögum eftir að vopnahlé komst á í Persaf- lóastríðinu. Hlé var gert á þeim 13. september, þær teknar upp aftur í byrjun október en aftur var gert hlé og hefur árangur verið lítill enn sem komið er. Eitt helsta deilumálið er Shatt al-Arab-vatnaleiðin sem er á milli ríkjanna. Kreflast frakar þess að skipsflök verði íjarlægð af botni vatnaleiðarinnar og jafnframt að þeim verði tryggður réttur til að sigla þar í framtíðinni. íranar vilja fyrst semja um brottflutning heija frá landamærum og fangaskipti. HAGVIRKI HF Fimmtudagskvöldið 27. október nk. er öllu starfsfólki Hagvirkis hf. og þeim, sem starfað hafa hjá fyrirtækinu í tvo mánuði eða lengur á þessu ári, boðið ásamt maka til kvöldverðar og dansleiks á Hótel íslandi. Húsið opnað kl. 19.30. Boðsmiðar verða afhentir á skrifstofu Hagvirkis hf., Skútahrauni 2, Hafnarfírði. Athugið! Nokkrum miðum óráðstafað. | g HAGVIRKI HF I SfMI 53999 Vestur-þýskir flármálamenn hefla leiftursókn í Moskvu Moskvu. Daily Telegraph. UM Smmtiu vestur-þýskir Qár- málamenn fóru til Moskvu með Helmut Kohl, kanslara Vestur- Þýskalands, til að stórauka við- skiptatengsl Vestur-Þjóðveija við Sovétmenn. Nokkur af frægustu iðn- og fjár- málafyrirtækjum Vestur-Þýska- lands eiga fulltrúa í þeim hópi sem slóst í för með Kohl og fyigdarliði hans, meðal annars fímm ráðherr- um. Sovétmenn litu í eina tíð nokkur þeirra homauga - svo sem Krupp, Volkswagen, Messerschmidt - vegna framleiðslu þeirra fyrir stríðsvél Hitlers, sem réðist inn í Sovétríkin í seinni heimsstyijöldinni. Nú er þeim fagnað sem framleiðend- um tækja sem ekki tengjast hemaði - og Sovétmenn þarfnast þeirra mjög til að gera perestrojku, end- umýjun í efnahagslífinu, mögulega. Meðal flármálamannanna er Alfr- ed Herrhausen, stjómarformaður Deutsche Bank, en hann er fulltrúi nokkurra fyrirtækja sem hafa tekið sig saman um að bjóða Sovétmönn- um lán að jafnvirði um 80 milljarða ísl. kr. Þá má nefna stjómarformann Volkswagen, Carl Hahn, og Bert- hold Beitz, sem rekið hefur stálfyrir- tækið Krupp síðan í byrjun sjötta áratugarins og gerði stóra samninga við Sovétmenn á valdatíma Khrústsjovs. Nú er Krupp að drag- ast aftur úr helstu keppinautum slnum, Theyssen og Mannesmann, en þau fyrirtæki sendu einnig full- trúa til Moskvu. Fyrirtækin leggja nú áherslu á að semja sameiginlega þar sem Sovétmenn geta ekki aukið innflutninginn að ráði og vilja því kaupa leyfí til að líkja eftir vestræn- um framleiðsluaðferðum. Stærsti samningurinn var undir- ritaður á mánudag, en samkvæmt honum munu nokkur vestur-þýsk fyrirtæki, með rafeindafyrirtækið Siemens og vestur-þýskt systurfyrir- tæki svissneska fyrirtækisins Asea Brown Boveri, ABB, í broddi fylk- ingar, byggja kjamakljúf í samvinnu við Sovétmenn. Vestur-Þjóðveijar sjá um 40 prósent verksins en helsti ávinningur þeirra af samningnum felst í því að þeir fá tækifæri til að sanna fyrir Sovétmönnum að vest- ur-þýsk tækni tryggi best að slys eins og Tsjemobyl-slysið endurtaki sig ekki. Talsmenn Siemens og ABB sögðu að fyrirtækin væru þegar byijuð að undirbúa samninga um byggingu stærri kjamakljúfa sem gætu mætt vaxandi orkuþörf Sovétmanna. Þótt þessir samningar veiti Sovétmönn- um leyfí til að notfæra sér vestur- þýska tækni við byggingu stórs hluta kjamakljúfanna verða þeir áfram háðir vestur-þýskum fyrirtækjum hvað varðar vissa hluta kljúfanna og þjónustu næstu áratugina. Siem- ens er einnig að undirbúa verkefni sem varðar öryggi í sovéskum lq'amakljúfum og talið er að fyrir- tækið fái sem nemur 800 milljónum ísl. kr. fyrir hvert orkuver. Fyrirtæk- ið hefur einnig gert samning um uppsetningu nýrra tælq'a í sovésk sjúkrahús. Stjómendur Siemens, og reyndar vestur-þýsku fyrirtælq'anna allra, em sannfærðir um að engin hætta sé á því að samningamir veiti Sovétmönnum tækniþekkingu sem gæti haft hemaðar legt gildi fyrir Varsjárbandalagið. Sovésk dagblöð: Fyllsta hlutleysis gætt í um- fjöllun um Bush og Dukakis Moskvu. Reuter. SOVÉSKIR Qölmiðlar hafa gætt mikillar varúðar í umQöllun um kosningabaráttuna i Banda- ríkjunum. Forðast er að gera upp á milli frambjóðendanna og aldrei birtist svo mynd af öðrum hvorum að hinn sé ekki að fínna á sömu síðunni. Þegar rennt er í gegnum sovésk dagblöð virðist svo sem hóli og gagnrýni, fyrir- sagnastærð og jafnvel dálks- entímetrafjölda sé dreift jafiit á Bush og Dukakis. Af þessu má dæma að Sovétmenn séu jafii leiðir á kosningabaráttunni og margir Bandaríkjamenn, skrif- ar Susan Cornwell, fréttaritari Reuters í Moskvu. „Þegar skrif um kosningabar- áttuna em lesin þá kemst maður ekki hjá því að dást að tilfínningu höfunda fyrir jafnræði," skrifaði Melor Sturua, stjómmálaskýrandi Ízvestíu, málgagns stjómvalda, í Moskvufréttum nýlega. Hann hélt því fram að sovéskir fjölmiðlar ættu að endurspegla betur mis- munandi skoðanir landsmanna á Bush og Dukakis og skrifa um þá af meiri gagnrýni. Hann spurði einnig hvort nokkur héldi ennþá að Sovétmenn gætu haft áhrif á úrslit kosninganna og hvort það væri skýringin á afstöðuleysinu. f anda glasnost bætti hann við: „Ég er á bandi Dukakis en ég held að Bush vinni." Hvað stjómvöld varðar virðist hin hlutlæga og þurra umfjöllun þjóna þeim tilgangi að halda Kremlveijum utan við málið. „Við viljum gæta ítmstu varkámi," seg- ir Gennadíj Gerasímov, talsmaður sovéska utanríkisráðuneytisins. „Við viljum ekkert gera sem haft gæti áhrif á úrslit kosninganna. Það er ekki til nein opinber skoðun í Sovétríkjunum á kosningabarát- tunni endar er hún fremur lítt spennandi." Óljós stuðningnr Prövdu við Dukakis Ef skyggnst er gaumgæfilega um síður Prövdu, málgagns komm- únistaflokksins, má fínna vísbend- ingar um afstöðu yfírvalda. Blaðið hefur heldur dregið taum Dukakis í sinni umijöllun. Eftir fyrri sjón- varpskappræðumar lýsti Pravda Dukakis sigurvegara þeirra þrátt fyrir að hann væri lauslega gagn- rýndur fyrir að draga úr fyrri and- Reuter Bandarísku forsetaframbjóðendurnir sjást hér á umdeildu auglýs- ingaskilti í lestarstöð i Hong Kong. Auglýsingin byggist á leik með enska orðið „running mate,“ sem getur bæði þýtt „með- frambjóðandi" og „hlaupafélagi". „Það sem þeir báðir þurfa er góður hlaupafélagi,*1 segir á skiltinu og er verið að auglýsa skó. stöðu sinni við geimvamaáætlun Reagans. Fyrir skömmu var Bush gagnrýndur fyrir að segja í ræðu að Vesturlönd skyldu ekki láta umbætur í Sovétríkjunum slá ryki í augu sér. En miðað við hefð- bundinn Prövdu-stí\ var ekki reitt hátt til höggs. Sú skoðun Bush að bandarísk stjómvöld skuli eiga við Sovétmenn á grundvelli sterkrar aðstöðu er í ósamræmi við hinn gagnkvæma skilning sem þróast hefur með risaveldunum, segir ennfremur í Prövdu. „Ef farið verður að tillögum varaforsetans jafngildir það því að stíga eitt skref fram á við með vinstra fæti og eitt til baka með þeim hægri." En ef marka má ummæli vest- rænna stjómarerindreka I Moskvu eru stuðningsmenn Bush fleiri I Sovétríkjunum en ráða má af skrif- um Prövdu. Þeir segja að fjórir fundir leiðtoga risaveldanna und- anfarin ár hafí leitt til þess að Bush sé nú orðinn þekktur meðal sovéskra embættismanna og þar- afleiðandi óski þeir honum sigurs. „Allir þeir embættismenn sem ég þekki eru á bandi Bush,“ segir ónafngreindur sendifulltrúi erlends ríkis. „Sovétmenn vilja þekkta stærð. Þeir eiga slæmar minningar um Jimmy Carter þegar hann kú- venti í afvopnunarmálum árið 1977.“ Styður Gorbaljsov Bush? Nýlega fóm kviksögur á kreik í Moskvu um að Bush ætti sér að minnsta kosti einn tryggan stuðn- ingsmann í Kreml, engan annan en Míkhall Gorbatsjov. Samkvæmt italska dagblaðinu La Repubblica sannfærðist Ciriaco De Mita, for- sætisráðherra Ítalíu, um það I ný- legri heimsókn til Moskvu að Gorb- atsjov styddi Bush. Sovétleiðtoginn á að hafa sagt að þótt demókratar byggju yfír ýmsum athyglisverðum hugmyndum þá vildi hann frekar stöðugleika hjá bandarískum stjómvöldum. „Ég er nú ekki viss um að rétt sé eftir leiðtoganum haft,“ sagði Gerasímov þegar fréttin var borin undir hann. „Vissulega emm við hlynntir stöð- ugleika í bandarískum stjómmál- um en útkoman er eingöngu háð vilja bandarískra kjósenda.“ Viðhorf almennings I Sovétríkj- unum til kosningabaráttunnar í Bandaríkjunum em eins fjölbreytt og sovéska þjóðlífsflóran. Þjóðem- issinnar við Eystrasalt hneigjast til að styðja Bush. Menntamenn em á bandi Dukakis. Alþýða manna er óákveðin en hissa á þeirri áráttu frambjóðendanna að brölta upp f skriðdreka og heim- sækja fánasaumastofur. „Er hægt að sjá Gorbatsjov fyrir sér gerandi slíkt?" spurði sovésk alþýðukona þegar henni var sýnt nýja vikublað Tass-fréttastofunnar, Bergmál jarðarinnar þar sem sjá mátti myndir af Bush og Dukakis í æf- ingabúningi. ■'****«J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.