Morgunblaðið - 26.10.1988, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 26.10.1988, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1988 _L \ félk í fréttum Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Starfsmenn Olíufélagsins hf. á KeQavikurflugvelli sem voru heiðraðir ásamt Vilhjálmi Jónssyn for- stjóra, Knúti Höiriis aðalverkstjóra, Magnúsi Guðmundssyni, forstöðumanni vinnueftirlitsins á Keflavík- urflugvelli, og Richard E. Goolsby flotaforingja. Madonna Fatasmekkur Madonnu hefur oft verið til umræðu og sum- ir segja snobbið í henni vísa niður en ekki upp. Hón er að minnsta kosti ekki feimin við að klæða sig eins og henni best lætur og nú fyrir skömmu mætti hún á glerfín- an konsert í griska leikhúsinu í Los Angeles í búningi sem ætla mætti að væru hennar einu leppar eftir að hún hefði verið lýst gjald- þrota. Það er öðru nær, milljóna- mæringurinn Madonna velur gallaefni við flest tækifæri þar sem aðrir nota siiki. Þetta er kall- að að vera „kúl“. Keflavíkurflugvöllur Starfsmenn Olíufé- lagsins hf. heiðraðir Hafa í meira en 20 ár afgreitt eldsneyti á flugvélar án óhappa Tuttugu og átta starfsmönn- um Olíufélagsins hf. á Keflavíkurflugvelli ásamt yfir- mönnum hefur verið veitt viður- kenning af yfirmanni vamar- stöðvarinnar á Keflavikurflug- velli, Richard E. Goolsby flota- foringja, fyrír að hafa i meira en 20 ár án óhappa annast af- greiðslu á eldsneyti á allar flug- vélar varnarliðsins og annarra herflugvéla á Keflavikurflug- velli. Við athöfnina sem fram fór í húsakynnum Olíufélagsins hf. á Keflavikurflugvelli sagði Richard E. Goolsby flotaforingi að á þessum liðlega 20 árum frá því að Esso hóf að þjónusta vélar vamarliðsins, 7 daga vikunnar, 24 klukkustundir á dag, hefðu starfemenn þess afgreitt liðlega 715.946.000 gallon af flug- vélaeldsneyti og farið 471.949 ferð- ir á eldsneytisbílum án þess að óhapp henti. Margar af þessum ferðum hefðu verið faroar við hin erfiðustu birtu- og veðurskilyrði og þetta væri frábær árangur sem starfsmenn á flugvöllum víða um heim gætu tekið sér til fyrirmynd- ar, því árangur sem þessi byggðist fyrst og fremst á kunnáttu og heil- brigðri skynsemi. Einnig þakkaði Richard E. Gools- by flotaforingi þeim Vilhjálmi Jóns- syni, forstjóra Oliufélagsins hf., og Knúti Höiriis, aðalverkstjóra Esso á Keflavikurflugvelli, fyrir gott samstarf, en Kútur Höiriis hefur starfað sem aðalverkstjóri hjá Esso á Keflavíkurflugvelli síðan 1947. Nú eru starfsmenn Olíufélagsins hf. á Keflavíkurflugvelli 32 og þar af hafa 13 þeirra starfað hjá félag- inu í meira en 20 ár. BB Richard E. Goolsby, flotaforíngi og yfirmaður varnarstöðvarinnar á Keflavikurflugvelli, þakkar Knúti Höiriis aðalverkstjóra fyrir góða þjónustu, en Knútur hefur starfeð hjá Esso á Keflavíkurflugvelli síðan 1947. Reuter Jóhannes Páll páfi II á bæn ásamt kardinálum í messu á Péturstorginu í Róm þegar þess var minnst 16. október að tiu ár voru liðin siðan hann varð fyrsti pólski páfi sögunnar. HATIÐARHÖLD Á PÉTURSTORGI í RÓM Jóhannes Páll II páfíílOár Frá Bryiyu Tomer, fréttaritara Morgainblaðsins Tiu ár eru nú Iiðin frá þvi Jóhannes Páll II páfi var kjörínn af kardínálum í Sixtínsku kapellunni í Vatíkaninu. Fyrir skömmu var sérstök athöfii und- ir berum himni á Péturstorgi, þar sem páfi var hylltur i tilefiii afinælisins. Jóhannes Páll II páfí er pólskur, en áður en hann var kjörinn höfðu páfar verið ítalskir í margar aldir. Hann var kjörinn af kardínálum 16. október 1978 í Sixtínsku kapellunni í Róm, og þykir á þessum tíu árum hafa sýnt óvenjulega hlýtt viðmót og vilja til að breiða út kristna trú. Páfí hefur ferðast afar mikið á þess- um tíma, í trúboði og opinbferum heimsóknum, og mun einmitt heim- sækja ísland næsta sumar. Rúmlega 20 þúsund manns söfn- uðust saman á Péturstorgi f Róm sl. sunnudag til að hylla páfa. Með- al viðstaddra voru 28 kardínálar og 50 biskupar kaþólsku kirkjunn- ar. Alls hefur páfí farið í 40 opin- ber ferðalög til 73 landa. Hann hefur einnig ferðast mikið innan Italíu og svo framarlega sem hann er í Róm á sunnudögum, messar hann og prédikar frá svölum Páfa- hallarinnar sem snúa út að Pétur- storgi. Mikill mannfjöldi safnast einatt saman á torginu til að fyigj- ast með máli páfa. Fyrir sjö árum var gerð mis- heppnuð tilraun til að ráða páfa af dögum. Tyrki situr enn í fangelsi vegna tilræðisins, en páfí hefur heimsótt hann nokkrum sinnum. Hann veitti móður mannsins einkaáheym fyi*ir tveimur árum. Frægt er þegar páfí boðaði full- trúa allra trúarbragða heimsins á samkomu í ítölsku borginni Assisi fyrir tveimur árum og óskaði þess að hver og einn bæði fyrir heims- friði samkvæmt eigin trú. Indíánar reyktu friðarpípu meðan aðrir báðu fyrir friði á annan hátt. Páfi þótti með þessu sýna einstakt umburðar- lyndi gagnvart öðrum trúarbrögð- um, og hefur hvað eftir annað vak- ið athygli fyrir vingjamlegt viðmót. Hann hefur af mörgum verið nefnd- ur mesti trúboði kristinnar trúar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.