Morgunblaðið - 26.10.1988, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 26.10.1988, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1988 ÍHémR FQLX ■ ÍTALSKT vikurit birti nýlega myndir af Ruud Gullit, Hollend- ingnum í AC Mílanó, í félagsskap „dularfullrar“ konu, eins og komist var að orði í blaðinu. — Frá Brynju Þar voru fullyrðing- Tomer ar um að hjónaband áltaiíu leikmannsins væri í molum og fylgis- mær hans væri bölvaður hjónadjöf- ull. í ljós kom að hér var um að ræða ítalskan blaðamann, en það er afar sjaldgæft að konur séu íþróttafréttamenn á Ítalíu. Konan, sem heitir Licia Granello og skrif- ar fyrir hið útbreidda La Repubblica, segir: „Það er ótrúlegt hvað það getur farið fyrir bijóstið á mönnum þegar mér tekst að ná góðum viðtölum við knattspymu- leikmenn. Ef konur væru fjölmenn- ari í blaðamannastéttinni held ég að fáir hefðu áhuga á að skrifa um mig sem ástmær flestra leikmanna ítölsku 1. deildarinnar. Otrúleg karlremba ríkir í stéttinni og í þetta sinn er mér algjörlega ofboðið." ■ DIEGO Maradona, fyrirliði Napólí, tilkynnti í síðustu viku að kærastan hans, Claudia, ætti von á öðru bami. Fyrir eiga þau tæp- lega tveggja ára dóttur, Dölmu. ■ MARGIR hafa nú fengið sig fullsadda af ólátum á knattspyrnu- ' >völlum á Italíu og hefur ýmislegt verið gert til að reyna að koma í veg fyrir slíkt. Öryggisgæsla við vellina hefur veið aukin, en AC Mílanó hefúr nú riðið á vaðið með þá nýjung að krefja alla áhangend- ur þess liðs sem leikur gegn AC Mílanó, um skilríki um leið og keyptir em miðar á leikinn. Með því að skrá nöfn allra komumanna hyggjast þeir hjá AC Mílanó fylgj- ast betur með hveijir em raun- vemlega með ólæti. ■ PLATINI, sem um árabil lék með Juventus á Ítalíu, er væntan- legur til Tórínó, gömlu borgarinnar sinnar eftir nokkra daga, því 1. 'jnóvember fer fram vináttuleikur landsliðs Ítalíu 1982, sem vann HM á Spáni og heimsbikarmeistara (World Cup Masters). í liði Ítalíu em Galli, Gentile, Cabrini, Oriali, Collovati, Scirea, Causio, Tar- delli, Rossi, Antognoni og Graz- iani. I WC Masters-liðinu em hins vegar Pfaff, Tarantini, Junior, Tresor, Falcao, Krol, Blokhin, Boniek, Santillana, Platini og Kempes. Leikurinn fer fram í Tórínó og verður dómarinn ítalsk- ur. ■ LEIKMENN landsliðs V- Þýskalands fá 1.2 milljón ísl. króna .hver ef þeir _ná að tryggja sér far- seðilinn til Ítalíu 1990, þar sem lokakeppni heimsmeistarakeppn- innar fer fram. HANDKNATTLEIKUR / SPÁNN Öflug útlend- ingahersveit heijar nú áSpáni NÝ félagsnöfn og breytingar á félagsbúningum hafa sett svip sinn á 1. deildarkeppnina í handknattleik hér á Spáni. Flest félagsliðin hafa verið keypt af fjársterkum fyrir- tækjum, sem eru styrktaraðil- ar félaganna. Til að þóknast þessum styrktaraðilum hafa sum félögin breytt litum félagsbúninga sinna. Deilarkeppnin á Spáni er leikin í tveimur hlutum. Fyrst hefst keppnin í tveimur átta liða riðlum. Riðlakeppninni lýkur 29. janúar, MRMMRRKHí en þá verður gert Atli hlé hér á Spáni Hilmarsson vegna B-keppn- skrifar innar í Frakklandi, ra pam þar gem gpgg^gj^^ landsliðið leikur. Eftir keppnina í Frakklandi hefst seinni hlutinn. Þá leika sam- an fjögur efstu liðin úr báðum riðlunum um Spánarmeistaratitil- inn. Liðin átta taka ekki stigin með sér úr riðlakeppninni. Fjögur neðstu liðin úr riðlunum keppa saman og falla þau tvö lið sem verða neðst í þeirri keppni - niður í 2. deild. Fyrirkomulagið á bikarkeppn- inni á Spáni er þannig að aðeins þau átta félög sem keppa um Spánarmeistaratitilinn fá að taka þátt í bikarkeppninni, sem lýkur með úrslitaleik 11. júní. Margir nýir leikmenn Þó nokkuð hefur verið um það að félagaskipti hafa orðið á milli félaganna í 1. deild og þá hafa margir erlendir leikmenn gengið til liðs við félögin hér á Spáni. Leikmennimir hafa komið frá Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi, Islandi, Júgóslavíu og Sovétríkj- unum. Flestir leikmenn koma frá Júgóslavíu, eða tólf. Þannig má segja að Júgóslavar hafi gert inn- rás á Spán. Við skulum renna yfir þau félög sem leika í A-riðli 1. deildarkeppn- innar, en þau eru: ■Puleva Malaga, sem þýðir Malaga mjólk. Með félaginu leika tveir sovéskir landsliðsmenn - Nowitzkij og Waluskas. ■Uniexpress Madríd, er nýliði í deildinni og auglýsir flutninga- fyrirtæki. Með liðinu leika tveir danskir leikmenn. Þeir Otto Mertz og Kim Jakobsen. ■FC Barcelona. Félagið auglýs- ir fyrir banka, en samdi við bankann um að halda nafni fé- lagsins hreinu. Með liðinu leikur Júgóslavinn Vujovic. ■Alaplana Atletico de Madríd er styrkt af keramikfyrirtækinu Alaplana. Með félaginu leikur Júgóslavinn Vukovic og tveir spánskir landsliðsmenn. ■Font Vella. Félagið heitir eftir vatnstegund. ■West Tenerife Tres de Mayo. Félagið hefur skipt um að auglýsa vindlingategund. í fyrra var það Marlboro, en í vetur er það West. Valdemar Nowltzklj frá Sov- étríkjunum, leikur með Malaga. Enginn útlendingur leikur með félaginu. ■Elgorriaga Bidason. Með fé- laginu leika tveir Júgóslavar, Jovica Cuetkovic og Sopalovic. Þá leikur spánski landsliðsmark- vörðurinn Zuniga með liðinu. ■Lagisa Ciudad Naranco, sem er styrkt af mjólkurfyrirtæki. Með félaginu leikur enginn útlending- Þau félög sem leika í B-riðlin- um eru: ■Michelin Valladolid, sem er styrk af Michelin dekkjafyrirtæk- inu. Með félaginu leika ungverski landsliðsmarkvörðurinn Dr. Lazlo Hofmann og Júgóslavinn Mij- atovic. ■Caixa Valencía, sem er styrkt A-RIÐILL n Bidasoa - Barcelona ...17:18 Maranco - Malaga ...23:19 Tres de Mayo - Atl. Madrid 15:22 Uniexpress - Pont Vella... ...19:31 Jovica Cvatkovlc er einn af tólf Júgóslövum sem leika á Spáni. Hann lék með Dankersen í V-Þýskalandi sl. vetur. af banka í Valencía. Með félaginu leikur Karandvic frá Júgóslavíu. ■Teka Santander er styrkt af Teka rafmagnsvörufyrirtækinu. Kristján Arason leikur með liðinu og einnig sænski markvörðurinn Mats Olson. Auk þeirra Ieika með liðinu spænsku landsliðsmennimir Ruis, Melo og Cabanas. ■Arrate de Eibar. Með félaginu leika tveir leikmenn frá Júgó- slavíu. ■Casa Madrid er styrkt af banka í Madrid. Með liðinu leika Lakovic og Pusovic frá Júgó- slavíu. ■Helados Alicante, er styrkt af ís-fyrirtæki. Með félaginu leikur Júgóslavinn Milosevic. ■Palautordera. Með félaginu B-RIÐILL Teka - Arrate.........28:18 Granollers - Alicante.28:14 Casa Madrid - Valencía 20:17 Valladolid - Palutordera ....34:29 leikur Júgóslavinn Ignatovic. ■Cacaolat Granollers, eða kó- kómjólk Granollers. Með félaginu leikur Per Carlen frá Svíþjóð og fjórir spánskir landsliðsmenn: Puig, Martin, Fort og Garralda. Liðið er mjög ungt. Eg er næst elsti leikmaðurinn hjá félaginu. Flestir veðja 6 Barcelona og Teka Fyrirfram er talið að baráttan um meistaratitilinn standi á milli Barcelona og Teka. Barcelona vann bæði deild og bikar sl. keppnistímabil. i öðru sæti í deild- inni varð Casa Madrid og Granoll- ers í þriðja sæti. ■Úrslit í fyrstu umferð má sjá hér í kössunum á síðunni. Þess má að lokum geta að Teka tók þátt í móti í sl. viku ásamt Bidasoa, Arrate og Casa Madrid. Kristján og félagar unnu Casa Madrid í úrslitaleik, 26:23. Kristj- án stóð sig vel og skoraði þetta sex til átta mörk í leik. Hann var útnefndur maður mótsins. Knattspyrnuþjálfari til Færeyja íþróttafélag Klaksvíkur óskar að ráða knattspyrnuþjálf- ara fyrir keppnisárið 1989. Klaksvík er næststærsti þær í Færeyjum, íþúafjöldi 5000. Umsóknarfrestur er til 15. nóvember 1988. Vinsamlegast sendið skriflega umsókn á eftirfarandi heimilisfang, þar sem nánari upplýsingar verða gefnar. Klaksvíkar ítróttarfelag v/ Jógvan Vágsheyg, Heygarvegur 44, FR 700 Klaksvík, Föroyar. Sími: 90 298 56344. KNATTSPYRNA / SVISS Luzem féll af toppnum Sigurður Grétarsson er orðinn góður af hnémeiðslunum SIGURÐUR Grétarsson og fé- lagar í Luzern töpuðu þriðja leiknum í röð í svissnesku deildarkeppninni í knattspyrnu á laugardalskvöld — 3:0 fyrir Sion íhörðum leik. Þar með féll Luzern úr fyrsta sæti í það þriðja. rasshoppers vann Lausanne 3:2 og skaust í fyrsta sætið, en Sion er í öðru sæti. Þijú efstu liðin eru öll með 20 stig, en marka- tala Grasshoppers er best. Luzern fór vel af stað gegn Sion og átti fleiri tækifæri fyrsta hálftímann. En á 25. mínútu var dæmd umdeild vítaspyma á lið- ið, Júgóslavinn Baljic náði foryst- unni fyrir Sion, sem efldist við það og bætti fljótlega við öðm marki. Luzern gafst samt ekki upp, en tókst ekki að skora og Sion inn- siglaði sigurinn með þriðja markinu á 86. mínútu. Sigurður hefur náð sér eftir hné- meiðsli og lék allan leikinn. Liðið mætir Bellinzona á sunnudag. Frá Önnu Bjarnadóttur i Sviss

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.