Morgunblaðið - 26.10.1988, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 26.10.1988, Blaðsíða 48
 SJÓVÁ JlfíiyipmMtopip |Hróöleikur og JL skemmtun fyrir háa sem lága! Gegnheilí tryggingarfélag 31Í0f$3sttMðfri!> MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 70 KR. Breiðagörður: Tveimur mönn- um var bjargað TVEIMUR mönnum var bjargað af vélarvana opnum báti við Mel- rakkaey á Breiðafírði í gærkvöldi. Báturinn var í eigu laxeldisstöðv- arinnar í Lárósi og var í þann veg að stranda við eyna þegar björgun- armenn komu á staðinn. Talstöð skipbrotsmannanna var biluð, en þeir gátu gert vart við sig með neyðarblysi. Blysið sást í Grundarfirði klukk- an 19.51. Veður var gott. Bátur úr Grundarfirði, Sólberg, hélt strax til leitar og fundust menninmir um 3V2 mílu frá Gundarfírði. Þeir voru teknir um borð í Sólberg og bátur- inn tekinn í tog og dreginn til hafn- ar. Til Grundarfjarðar var komið á tíunda tímanum. Mennina sakaði ekki. Gámaútflutningfur skertur um þriðjung SkeQalaust framboð fellir verðið fyriröllum, segir Vilhjálmur Vilhjálmsson hjá LÍU UMSÓKNIR um útflutning á þorski og ýsu í gámum til sölu í næstu viku voru skornar verulega niður á fundi samstarfshóps um útflutning á ferskum físki. Sótt var um útflutning á 2.240 tonnum, en áður hafði fiskiskipum verið heimilað að sigla með 600 tonn. Umboðsmenn í Bret- landi höfðu lagt til að ekki yrði flutt meira utan en 1.200 tonn alls og var því gripið til niðurskurðar og heimilaður útflutningur á 800 tonn- um af þorski og ýsu í gámum. Vilhjálmur Vilhjálmsson, starfs- maður LÍÚ, á sæti í samstarfs- hópnum. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið, að innan hópsins hefðu menn ekki talið stætt á öðru en takmarka útflutninginn. Því færi flarri að einhveijum væri greiði gerður með því að heimila útflutning, á meiru en tvöfalt meiri fiski en umboðsmennimir teldu mögulegt til áð halda viðunandi verði. Skefjalaust framboð felldi verðið fyrir. öllum. Sem dæmi um hve viðkvæmur mark- aðurinn fyrir þorsk og ýsu væri í Bretlandi, mætti nefna að í síðustu viku hefði nánast sama magn af ýsu og þorski farið utan og talið var hámark. Þrátt fyrir það hefði verðið fallið verulega frá því í vikunni á undan. Lagt hefði verið til að utan færu 1.400 tonn af þorski og ýsu og 350 af öðrum tegundum, aðallega kola. 230 tonn af þorski ogýsu hefðu þegar verið heimiluð með skipum, en sótt hefði verið um leyfí til út- flutnings á 1.800 tonnum í gámum. Ekki hefði verið gripið til niður- skurðar, heldur hefði útflytjendum verið kynnt staðan og því hefðu aðeins farið um 1.200 tonn af þeim -tegundum í gámum, en alls hefði útflutningurinn numið 1.900 tonn- um. Þrátt fyrir það hefði verð á þorski failið úr rúmum 100 krónum meðaltalið í tæpar 76 og verð á ýsu úr 85 krónum í 67. Ýsan hefði reynd- ar verið mjög smá í síðustu viku og það haft áhrif á verðið ásamt magni. „Menn virðast margir vera hættir að frysta físk í landi og einskorða sig við siglingar og gáma. Sóknin í sölu erlendis er orðin anzi hörð á sama tíma og innlendu markaðimir og frystihúsin eru svelt. Niðurstaðan verður verðfall á erlendum mörkuð- unum, verði útflutningurinn ekki takmarkaður," sagði Vilhjálmur. Morgunblaðið/Sverrir Sigurreifur heimsmeistari Garrí Kasparov heimsmeistari í skák virðist himinlifandi með verðlaun sín fyrir sigur á Heimsbikarmóti Stöðvar 2, risastóran 20 þúsund bandaríkjadala seðil. Verðlaun voru afhent í gærkvöldi í boði sem for- sætisráðherra hélt á Hótel Sögu. í ávarpi sínu lauk Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra lofi á Stöð 2 fyrir framkvæmd mótsins og kvað hana til marks um hvers einkaframtakið væri megnugt. Guð- mundur Amlaugsson gerði grein fyrir úrslitum og kom þar fram að af 153 skákum mótsins lauk aðeins 95 með jafntefli og þykir það lítið þegar jafnmargir sterkir stórmeistarar leiða saman hesta sína. Auk peningaverðlauna vom veitt verðlaun fyrir bestu skákina. Þau hlaut Kasparov fyrir skák sína gegn Timman. Verðlaun fyrir fegurstu skák- ina hlaut Tal fyrir skák gegn Speelman. Einnig vom veitt verðlaun fyrir skákir Spasskíjs og Beljavskíjs og Ehlvests og Nicolics. Hvalamálin: Sendimenn til Þýskalands FULLTRÚAR utanríkis- og sjáv- arútvegsráðuneyta halda í dag til Þýskalands til viðræðna við helstu viðskiptaaðila íslendinga þar í Iandi. Guðmundur Eiríksson þjóðréttar- fræðingur verður fulltrúi utanríkis- ráðherra en ekki var í gærkvöldi ákveðið hver yrði fulltrúi sjávarút- vegsráðherra. Fulltrúamir munu m.a. ræða við forráðmenn fyrirtækisins Aldi, sem hefur sent ríkisstjóminni bréf vegna hvalveiðimálsins. Sjá bls. 3 Utanríkis- málanefnd móti stefnu ÞORSTEINN Pálsson lagði til á fundi neðri deildar í gær, að stefiiumörkun i hvalveiðimálum íslendinga verði falin utanrikis- málanefiid Alþingis. í máli Þorsteins kom fram, að mikilvægt væri að marka stefnu í hvalveiðum með heildarhagsmuni í huga. Þörf væri á vísindaveiðum á hvölum, en einnig yrði að gæta við- skiptahagsmuna þjóðarinnar erlend- is. Þorsteinn fór fram á, að forsætis- ráðherra gæfí utanríkismálanefnd Alþingis skýrslu um málið og innan hennar yrði unnið að samstöðu um stefnumörkun í málinu. Hann sagði, að svo kjmni að fara, að íslendingar þyrftu að breyta afstöðu sinni, en ekki mætti rasa um ráð fram hvað það varðar. Sjá frétt á þingsíðu bls. 29. Gjaldþrot verslana og veitingastaða: Bændur og afurðastöðvar með 200 milljónir í hættu BÆNDUR og afurðastöðvar þeirra eiga á hættu að tapa á þriðja hundrað milljónum króna vegna flárhagserfiðleika versl- ana og veitingastaða, að mati Hauks Halldórssonar formanns Framleiðsluráðs landbúnaðarins. Haukur kennir um samstöðuleysi í sölumálum og innheimtu og telur að sum fyrirtæki bænda og einstakir framleiðendur rambi á barmi gjaldþrots vegna tapaðra Ferðaskrifstofa íslands hf: Viðræður við Eimskip og fleiri um eignaraðild EIMSKIPAFÉLAG íslands hef- tækinu. Hann sagði fleiri aðila hefðu forráðamenn skipafélagsins ur lýst vilja á kaupum á allt að 25 til 30% í Ferðaskrifstofu ís- lands hf. Kjartan Lárusson framkvæmdastjóri ferðaskrif- stofunnar staðfesti f samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi, að Eimskipafélagið hefði lýst áhuga á eignaraðild að fyrir- hafa lýst áhuga og að starfs- fólkið, hefði hug á því að ræða við þessa aðila. Kjartan sagði, að eftir að starfsfólkið, sem er eigandi að tveimur þriðju hlutum og móti ríkinu að einum þriðja, hefði haft samband við Eimskipafélagið sýnt áhuga á samstarfi og eigna- raðild. „Hugmyndir starfsfólksins eru að geta leitt farsælt samstarf ríkis, sveitarfélaga, Eimskipafé- lags íslands og fleiri aðila til frek- ari þróunar íslenskrar ferðaþjón- ustu," sagði Kjartan . mneigna. Á vegum Framleiðsluráðs hefur verið gert lauslegt yfírlit yfír úti- standandi skuldir bænda og afurða- stöðva sem talin er hætta á að tap- ist að öllu eða verulegu leyti. Stærstu upphæðimar eru hjá sex aðilum, sem flestir ráku stórversl- anir á höfuðborgarsvæðinu, sem ýmist hafa verið lýstir gjaldþrota, fengið greiðslustöðvun eða leita fijálsra nauðasamninga. Eru þetta Víðir, Kostakaup, Kjötvinnsla Jón- asar Þórs, Nýi-bær, JL-húsið og Kjötmiðstöðin. Auk þess er beint tap eða hætta á tapi hjá fjölmörgum verslunum og veitingastöðuin. Slát- urleyfishafamir tapa stærstu fjár- hæðunum enda hlutur kindakjöts stór á kjötmarkaðnum. Aðrir kjöt- framleiðendur, t.d. . kjúklinga-, svína-, nauta- og hrossakjöts, tapa einnig miklum peningum. Einnig framleiðendur eggja, kartaflna og grænmetis, svo nokkuð sé nefnt. Mjólkurframleiðendur fara betur út úr þessu umróti, þar sem greiðslu- frestur er stuttur og fá fyrirtæki um hituna. Haukur sagði að framleiðendur og fyrirtæki í þeim greinum sem offramleiðslan er mest og starfa í mestri samkeppninni færu verst út úr gjaldþrotunum. Hann sagði að bændur ættu allar búvömr, beint eða óbeint, því tap afurðastöðvanna lenti yfírleitt að lokum á framleið- endum. Þeir yrðu því að taka upp nánara samstarf í sölu og inn- heimtu. Þetta ástand nú sýndi að nauðsynlegt væri fyrir söluaðila að hafa upplýsingar hver um annars viðskipti. Annars gætu vafasamir viðskiptavinir spilað á kerfíð og fengið vömr frá öðram seljanda þegar einn lokaði á viðskiptin. Haukur sagði að tap skulda vegna búvara með verðábyrgð ríkis- ins vekti upp spumingar um hver ætti að bera tapið. Ríkið hefði lofað að tryggja bændum fullt verð fyrir þessar vömr með búvöralögum og búvörasamningum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.