Morgunblaðið - 26.10.1988, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 26.10.1988, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1988 „Skærasta stjarnan á fram tíðarhimni mannkyns“ Hvar voru þessi orð sögð og í tilefni hvers? Það var á ógleymanlegri stundu í forsetahöll ljtla og fámenna landsins okkar íslands hér norður í höfum í skuggum komandi skammdegis og lækkandi sólar. Okkar óviðjafnanlegi forseti, sem mun vera eini kvenforseti heims, bauð þangað einu merk- asta félagi nútímans í tilefni þess, að sami maður hefur veitt þessum samtökum samastað, húsaskjól og heimili síðastliðinn áratug. Þetta er fámennt og fátækt félag í fámennasta ríki heims. En forsetinn, hún Vigdís Finnboga- dóttir, er skyggn á dýrð hins smáa. Og hið sama má segja um manninn sem húsnæðið hefur veitt, spekinginn okkar Einar Pálsson, sem ritað hefur af víðsýni og djúpskyggni um upphaf fagur- fræðilegrar heimspeki, trúarbrögð og hugsjónir fyrstu landsfeðra íslands. Það mun einnig mega fullyrða að hann, þessj vitri sonur tón- skáldsins Páls ísólfssonar, á ættir að rekja til vinanna sem sórust í fóstbræðralag fyrir mörgum öld- um og fluttust sem landnemar og synir ljóss og friðar til landsins, sem nefnt hefur verið „nóttlaus voraldarveröld þar sem víðsýnið skín“. Þessir fóstbræður voru Ingólfur Amarson, sem byggði sér bæ samkvæmt handleiðslu æðri heima við „Austurvöll" í Reykjavík, og Hásteinn Atlason, sem nam land á suðurströnd ís- lands og nefndi sinn bústað „Stjömusteina". Segja mætti því að þessir vinir, fóstbræðumir sem komu þó ekki samferða til þessa framtíðarlands síns, hafi báðir vígt bústaði sína birtu og dýrð himins — árroða komandi alda. Ingólfur kenndi sonum og sona- sonum að treysta Sólarföður morgunsins yfír Austurfjöllum. Honum skyldu þeir fela sig við hinzta andartak í heimi þessum. Hásteinn minnti sína niðja á dýrð stjamanna, sem skína skær- ast í sigurgleði ljóss og lífs, eftir sólarlag. En auðvitað er sólin móðir allra stjama, svo að þama stangast ekkert á í trúarhugsjónum fóst- bræðranna. Fyrsta sólarsýn Ingólfs hin fyrstu ár hans hér undir Ingólfs- fyalli, var hin sama og Hásteins af'ströndinni — Austurfjöllin með Heklu í hásæti. Og nú er þetta land eina vopnlausa land verald- ar. Land þeirrar þjóðar sem vill byggja og verður að byggja framtíð sína á krafti hinna and- legu vopna, vemd miskunnar, réttlætis, friðar og bræðralags frá höndu árroðans í austri og elsku mannshjartans. Það var einmitt Einar Pálsson, geisli þessarar vinasamkomu á forsetaheimilinu, sem tók á móti ofurlítilli gjöf frá hópnum sem þama var samankominn mánu- dagskvöldið 10. október 1988. Þessi samtök, þótt fámenn séu og ung, ná samt yfír alla veröld- ina í hugsjónum sínum og heita Amnesty International, sem mun hægt að orða á íslensku sem Alþjóðleg miskunn. Þótt þessi samtök séu ekki enn eldri en nokkurra áratuga í þeirri mynd sem þau birtast nú, þá eiga þau upphaf sitt hjá æðstu spek- ingum einnar fyrstu menningar- þjóðar heims, Grikkjum. Þeir munu einmitt undir forystu og ráðgjöf sinna hugsjónamanna, þar sem nöfnin Sókrates og andlegur sonur hans, Platón, „faðir heim- spekinnar“ em flestum kunn. En þeir fuiidu upp að líklega væri miskunn gagnvart óvinum æðsta og sigursælasta vopnið á vegum þjóða í öllum samskiptum. Þama fetaði kristindómurinn í fótspor grísku spekinganna, með Jesús, sem þýðir ljósið af hæðum, að foringja. Það var því eins og allt annað á þessari samkomu í samræmi við þann anda og ilm, sem þar skyldi ríkja, að Einari Pálssyni var færð í hendur heiðursgjöf, sem tilsýnd- ar leit út sem íslenzkur steinn, dálítill hnullungur sem fela mátti í höndum. Og með þessa undarlegu eða ætti að segja undursamlegu gjöf í hægri hönd sagði hann nokkur orð til þakka og þar á meðal orð- in, sem yfirskrift þessarar greinar „Við gluggann: Skærasta stjam- an k framtíðarhimni mannkyns." Út úr steininum var rétt fram falleg hönd líkt og bamshönd og hún héit á penna reiðubúin til starfa. Mér var lítt kunnugt um allan undirbúning þessarar athafnar, en mér varð samt hugsað til stjömusteina sem geyma skyldu dýrð himingeimsins og veita það öllum bömum jarðar að leiðar- ljósi, þegar sólin huldi sína ásjónu að baki skýjum eða skammdegi- smyrkmm vetrar og voða. Nokkru áður en fundi þessum lauk, með veitingum og vinar- þökkum, kom til mín listamaður- inn sem mótað hafði steininn og sagði mér, að þessi framrétta' hönd væri tákn þessara heims- samtaka, sem rétt væri fram sem einasta von mannkyns úr gijóti grimmdar og böls á atómöld. Ég þakkaði þessum hugþekka, íslenzka listamanni með tár í aug- um mínum af hrifningu í orð- lausri bæn og hvíslaði: „Við lifum allt þetta af við stjömusteina hinnar eilífu miskunnar." Svo heyrði ég búist til brott- farar og kveðju. Ég litaðist um í salnum. Mér fannst hann ljóma við geisla frá brosum forsetans, listamannsins unga og ekki sízt af þessum örfáum orðum heiðurs- gestsins Einars Pálssonar, sem hér eru sögð. Megi þau aldrei gleymast heldur verða heilög hvatning og yfírskrift miskunn- arstarfsins — hins hljóðláta verk- efnis Amnesty-samtakanna um gjörvalla veröld. Heilög hönd frið- ar, mannréttinda og bræðralags frelsi milljónir fólks frá fangels- um, pyntingum og dauðadómum og veiti foringjum mannkyns handleiðslu — stranghlýja hand- leiðslu um ókomnar aldir — undir yfírskriftinni: Mannréttindi strax í ljósi skærustu stjömu á framtíðarhimni mannkynsins. Minning: Sigurður Elíasson fv. garðyrkjusijóri Fæddur 19. júní 1920 Dáinn 11. október 1988 Hann fæddist í Saurbæ í Holta- hreppi 19. júní 1920 og lést í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 11. október sl. Foreldrar hans vom El- ías Þórðarson frá Hjallanesi í Land- sveit og kona hans, Sigríður Páls- dóttir frá Svíná, Rangárvallahreppi, hjón búandi í Saurbæ. Sigurður ólst upp við alla algenga vinnu á búi foreldra sinna, en hann hugði ungur á skólanám. Lauk hann gagnfræðaprófí 1938, en ekki lá leiðin, sem til stóð í upphafí. Hér urðu einskonar vegamót í lífí Sig- urðar. Hann innritaðist í nýstofnað- an garðyrkjuskóla að Reykjum og útskrifaðist þaðan vorið 1941. Næstu ár var hann garðyrkjumaður á gróðrarstöðvum og vann við yl- rækt matjurta og ávaxta. Síðan starfaði hann lengi við skrúðgarða- byggingar í Reykjavík og nágrenni. Árlangt starfaði hann við grasagarð Kaupmannahafnar. Garðyrkjustjóri á Neskaupstað var hann um skeið. Síðar gjörðist hann sölumaður ýmissa fyrirtækja og seldi fyrir ýmsa heildsala. Rak síðan eigin heildverslun í Reykjavík. Um þetta leyti kvæntist Sigurður Jóhönnu Sigurðardóttur, Magnús- sonar, yfírlæknis og konu hans, Sigríðar Jónsdóttur frá Otradal. Þau skildu. Á vordögum eftir gosið í Vest- mannaeyjum gjörðist Sigurður garðyrkjustjóri þar í bæ. Vann hann af miklum áhuga við uppgræðslu og fegmn í bænum meðan heilsa leyfði. Fór vel á með þeim Magnúsi H. Magnússyni, bæjarstjóra, og síðar Páli Zophóníassyni. Þótti Sig- urður tillögugóður og ráðhollur í sínu fagi. Eins og fyrr sagði var Sigurður snemma hneigður til bóka. Mikill bókalestur tíðkaðist á heimilinu í Saurbæ. Samtöl um bækur og menn var venja, sem fylgdi Sigurði alla tíð. Þjóðmál lét hann sig mjög varða og talaði þá tæpitungulaust um þjóðmál og stefnur. Vel var hann að sér í bridge og skák, sem og fleiri bræður hans. Garðyrkjumaðurinn Sigurður Elíasson lét ekki félagsmál stéttar sinnar afskiptalaus. Hann átti hlut að stofnun Félags garðyrkjumanna. Hann var formaður þess um árabil og fulltrúi þess á Alþýðusambands- þingi. Minnist ég einlægni hans í störfum fyrir félagið. Hann hafði fastmótaðar skoðanir í málefnum þeim, sem snertu garðyrkjustéttina. Þeim fjölgar nú, sem göngu hafa lokið, úr hópi þeirra, sem kvöddu garðyrkjuskólann 1941. í byijun einmánaðar árið 1939 kemur ungur gagnfræðingur að Reykjum í Ölfusi. Snjór er mikill. Hann kemur gangangi austan úr Holtahreppi og heldur á eigum sínum undir hendinni. Hann biðst skólavistar hjá Unnsteini Ólafssyni. Þessi ungi maður var Sigurður Elíasson. Skólastjóri sagði síðar um þennan atburð: „Þessum manni var ekki hægt að neita um skólavist.“ Á einum mesta hátíðisdegi ís- lendinga, sumardeginum fyrsta árið 1939, var nýstofnaður Garðyrkju- skóli ríkisins settur í fyrsta sinn. Frá þeim degi má segja, að Sigurð- ur hafí stutt vaxandi gróður, meðan heilsa hans leyfði. Síðustu fímmtán ár barðist hann við alvarlegan sjúkdóm. Gekk hann undir margar erfíðar aðgerðir. Sýndi hann mikið þreklyndi og hafði gamanyrði á vör, væri á þetta minnst. Hann var þakklátur lækn- um og hjúkrunarfólki Landspítalans og Sjúkrahúsi Vestmannaeyja, sem gerðu allt, sem læknavísindi nútím- ans gátu til að lina þrautirnar. Tæp 50 ár eru nú liðin, síðan fundum okkar Sigurðar bar fyrst saman. Minning lifír um góðan dreng. Hann sleit bamsskónum í hinu sögufræga héraði Rangárvalla og er til moldar borinn í landnámi Ing- ólfs, þar sem sólarlag er einna feg- urst. Halldór Ó. Jónsson Andlátsfregnir eru sjaldan fagn- aðarefni og þó getur það hent. Þeg- ar ég frétti það að kvöldi hins 12. þ.m. að Sigurður Elíasson, garð- yrkjumaður, væri allur, þá varð mér það sannast sagna verulegur léttir. Svo.Iengi var hann búinn að beij- ast vonlítilli og hin siðari árin von- lausri baráttu við erfiðan sjúkdóm, að við vinir og kunningjar Sigurðar óskuðum þess oft, að henni mætti fara að ljúka. Sjálfur brást Sigurður hinsvegar þannig við, að baráttan stækkaði hann uns yfir lauk. Sigurður Elíasson fæddist á Saurbæ í Holtahreppi í Rangár- vallasýslu 19. júní 1920. Foreldrar hans vom hjónin Elías Þórðarson og Sigríður Pálsdóttir búendur í Saurbæ. Ekki þekki ég til upp- vaxtarára Sigurðar en býst við að þau hafi verið á líka lund og gekk og gerðist hjá unglingum til sveita í þá daga. En hann var þegar á ungum aldri maður moldar og gróð- urs og kaus sér snemma ævistarf á þeim vettvangi. Vom það þó eink- um garðyrkjustörf, sem hugur hans stóð til. Það var því engin tilviljun, að þegar Garðyrkjuskóli ríkisins var stofnaður að Reykjum í Ölfusi 1939 varð Sigurður einn af fyrstu nem- endum hans. Unglingar kreppuár- anna höfðu margir hveijir ekki úr miklum fjármunum að moða, og svo mun hafa verið um Sigurð. í Garð- yrkjuskólanum gátu nemendur unn- ið fyrir kennslu, fæði og húsnæði. Þannig tengdist lífsafkoman nám- inu og kom það sér ýmsum vel á Reykjum í þá daga. Vorið 1941 lauk Sigurður prófi frá Garðyrkju- skólanum. Bar hann hag skólans jafnan síðan mjög fyrir bijósti og vildi veg hans sem mestan. Að námi loknu vann Sigurður árum saman alfarið að garðyrkju- störfum, ýmist við útiræktun eða í gróðurhúsum, bæði úti á landi og í Reykjavík. Jafnframt vann hann að skipulagningu garða og frágangi á lóðum af þeirri natni og smekk- vísi, _sem honum var svo einkar lag- in. Á þessum árum brá hann sér til Danmerkur, vann þar við garð- yrkju um nokkurt skeið og taldi sig hafa mikið lært í þeirri för. Ég hafði jafnan nokkurt veður af Sigurði á meðan hann vann hér á suðvesturhominu. En eitt sinn tapaði ég af honum. Eftirgrennslan leiddi í ljós að þá var hann kominn austur í Neskaupstað og farinn að prýða „rauða“ bæinn. Féll það vel bæði að háralit Sigurðar og skoðun- um. Það hefur líklega orðið fljótlega eftir að Sigurður kom úr austurvegi að hann gerðist sölumaður fyrir heildverslanir. Og að því kom, að hann stofnaði sjálfur heildverslun. Ekki veit ég hvemig sá rekstur gekk en ekki er ólíklegt að hann hefði orðið efnalega ábatasamari en moldarstörfín. En áður en langt um leið mun Sigurður hafa fundið að garðyrkjan átti hug hans allan svo hann tók upp þann þráð á ný, en nú á nýjum slóðum því upp úr Vestmannaeyjagosinu hvarf hann til Eyja, og tók til óspilltra málanna við að græða þau sár, sem gosið skildi eftir sig. Og þar stóð hann á teignum meðan stætt var. Eins og vænta mátti gekk Sig- urður snemma í Félag garðyrkju- manna þar sem hann starfaði af miklum áhuga og ósérplægni og var formaður þess um skeið. Sigurður kvæntist Jóhönnu Sig- urðardóttur Magnússonar læknis á Vífílsstöðum ogkonu hans, Sigríðar Jónsdóttur. Þau skildu og eignuðust ekki afkomendur. Fyrir um það bil 15 ámm tók Sigurður þann sjúkdóm, sem um síðir varð honum að aldurtila. Eftir það varð hann alltaf öðru hveiju að dvelja á sjúkrahúsum en hvarf þess á milli til Vestmannaeyja og stundaði þar störf sín eins og ekk- ert hefði í skorist. í Vestmannaeyj- um kunni hann ákaflega vel við sig. Átti hann þar sem annars stað- ar góðu að mæta og eignaðist trausta vini, sem reyndust honum jafnan vel og þó best er mest á reyndi. Sigurður Elíasson var lífsglaður og bjartsýnn drengskaparmaður, ávallt með gamanyrði á vörum hversu mikið sem að honum svarf. Hann var vel lesinn og víða heima, ekki síst í íslenskum bókmenntum en einnig hafði hann kynnt sér vel verk ýmissa erlendra öndvegis- höfunda. Hann var sósíalisti að lífsskoðun og öllu eðli, með víða sýn til allra átta. Hann vildi jöfnum höndum bæta og fegra landið og mannlífið. Sigurður Elíasson gekk götu sína með þeim hætti að marg- ir munu nú við leiðarlok minnast hans með eftirsjá og þakklæti. Magnús H. Gíslason. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. t Konan mín, móðir okkar, dóttir okkar og systir, GUÐRÚN ÞORBJÖRG STEINDÓRSDÓTTIR, Vitastíg 16, er lóst í sjúkrahúsi í Róm 15. október, verður jarðsungin frá Hall- grímskirkju í dag, miðvikudaginn 26. október, kl. 13.30. Þorgeir Lawrence, Guðrún Ellen Þorgeirsdóttir, Steindór Walter Þorgeirsson, Stelndór Marteinsson, Jóhanna M. Bjarnadóttir, systur og aðrir vandamenn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.