Morgunblaðið - 26.10.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.10.1988, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVHCUDAGUR 26. OKTÓBER 1988 Morgunblaðið/Rúnar Þór Axel fær áritaðan silfiirplatta Skólanefnd Akureyararbæjar heiðraði Axel Ámason, unga myndlistarmanninn sem hlaut gullverðlaun í teiknisamkeppni barna í Seoul, á mánudaginn. í kaffisamsætí á Hðtel KEA var honum færður áritað- ur silfurplatti til minningar um atburðinn. Auk hans hlaut Aðalsteinn Vestmann, teiknikennari Axels, áritaðan silfurskjöld Crá skólanefiid og Barnaskóli Akureyrar fékk þriðja skjöldinn afhentan til varð- veislu hjá sér. Frá vinstri á myndinni eru Björn Jósef Arnviðarson formaður skólanefiidar, Kolbrún Þormóðsdóttir, Ingólfur Ármannsson skóla- og menningarfulltrúi bæjarins, Árni Árnason faðir Axels, Vilberg Alexandersson, Axel Áraason verðlaunahafi, Kristín Axelsdóttir móðir Axels, Rafii Hjaltalín, Sigrún Sveinbjömsdóttir og Benedikt Sigurðarson skólastjóri Barnaskóla Akureyrar. Félagsstoftiun stúdenta stoftiuð FÉLAGSSTOFNUN stúdenta á Akureyri verður stofiiuð form- lega í kvöld og hefst stofiifund- ur klukkan 20.30 á Hótel KEA. Kjörin verður fimm manna stjóm og stofhuninni markað starfssvið en henni er einkum Útvegsmannafé- lag Norðurlands: Aðalfiind- ur á morgnn Útvegsmannafélag Norður- lands heldur aðalfund sinn á morgun, fimmtudaginn 27. október, og hefst hann klukkan 16.00 á Hótel KEA. Að afloknum aðalfundarstörf- um, þar sem meðal annars fer fram kosning fulltrúa á aðalfund Lands- sambands íslenskra útvegsmanna 17. nóvember nk., mæta á fundinn þeir Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra og Kristján Ragnars- son formaður LÍÚ. ' Félagssvæði Útvegsmannafé- lags Norðurlands nær allt frá Skagaströnd í vestri og til Þórs- hafnar í austri. Skipafjöldinn í fé- íaginu eru 92 skip sem samtals hafa yfir 20.732 brúttótonnum að ráða. Þess má geta að ákveðin tímamót eru í félaginu núna þar sem Útgerðarmannafélag Akur- eyrar, sem er undirrót félagsins, var stofnað árið 1918, fyrir 70 árum síðan. Félaginu var breytt í Útvegsmannafélag Eyjafjarðar árið 1963 þar sem hin ýmsu félög við Eyjafjörð voru sameinuð. Síðan Qölgaði félögum á Norðurlandi og var það ráð tekið að breyta nafni félagsins í Útvegsmannafélag Norðurlands árið 1974. Tveir Norð- lendingar sýna á Kjar- valsstöðum Norðlensku listamennirnir Guðmundur Armann og Kristínn G. Jóhannsson héldu til Reykjavíkur f gær með nokkur verka sinna sem þeir ætla að sýna á Kjarvalsstöðum dagana 29. október tíl 13. nóvember. Þeir félagamir tóku á leigu aust- ursal Kjarvalsstaða og ætla að halda tvær einkasýningar þar inni. Guðmunur sýnir 23 myndverk og Kristinn rúmlega tuttugu. Verkin eru unnin með olíulitum og eru áberandi stór um sig, eða um og yfir tveir metrar þau stærstu. Guð- mundur sagði að „mottóið“ í sýn- ingunni sinni væri „í frelsinu eru fjötrar" — einskonar samspil fugla og manneslga þannig að áhorfand- inn veit í raun ekki hvort verið er að fanga fuglinn eða frelsa. Krist- inn sækir myndefni sitt hinsvegar í Lystigarðinn á Akureyri á ab- straktívan hátt. Báðir hafa þeir sýnt áður á Kjarv- alsstöðum og tekið þátt í samsýn- ingum. ætlað að eiga og reka stúdenta- íbúðir fyrir nemendur Háskól- ans á Akureyri. Þorbjöm Jónsson er einn þeirra sem hefur staðið að undirbúningi Félagsstofnunarinnar. Hann sagði að væntanleg stofnun hefði nú þegar fengið lánsloforð frá Hús- næðisstofnun ríkisins til kaupa á stúdentaíbúðum. Hins vegar bjóst hann við að beðið yrði með kaup til næsta sumars, þar sem kennsla við háskólann væri þegar hafin. „Mér vitandi haffa allir nemendur skólans þak yfir höfuðið nú en ég veit til þess að nokkrir hættu við nám við Háskólann á Akureyri í haust vegna húsnæðiseklu." Lán frá Húsnæðisstofnun til Félagsstofnunar stúdenta er veitt á félagslegum grunni, það er 85% af kaupverði og verða samtökin því sjálf að ijármagna 15%. Þeir hafa þegar leitað eftir stuðningi norðlenskra sveitarfélaga með þá fjármögnun. Að sögn Þorbjöms munu bæjarstjórar hafa tekið vel í hugmyndina án þess þó að endan- legt svar hafi borist. Rússnesk leikföng, hjólbarðar, sultutau og eplaþykkni íyrir íslenskar ullarvörur: Yöruskipti allt að helm- ingur heimsviðskiptanna — segir Kolbeinn Signrbj örnsson markaðsfiilltrúi Álafoss hf. „AÐ ÞVÍ er fróðustu menn telja mun að minnsta kostí þriðjungur og allt að helmingur heimsvið- skipta í dag fiira fram í formi vöruskipta þó komið sé langt fram á 20. öldina. Þó þetta sé elsta form viðskipta, er það i fiillu gildi í dag og gríðarlega mikið notað,“ sagði Kolbeinn Sigurbjörasson mark- aðsfulltrúi hjá Álafoss hf. í sam- tali við Morgunblaðið. Hann og Aðalsteinn Helgason aðstoðarfor- stjóri halda væntanlega til Moskvu þann 8. nóvember nk. til viðræðna við fulltrúa þeirra tveggja fyrir- tækja er kaupa af íslendingum ullarvörur. Ríkisfyrirtækið Razno hefur á þessu ári keypt ullarvörur af Ála- fossi fyrir um tvær milljónir dollara og vonir eru bundnar við að það stað- festi kaup upp á tvær milljónir doll- ara til viðbótar til að fylla upp í þann rammasamning, sem er í gildi á milli þjóðanna. Sovéska samvinnusam- bandið, Sojuz, hefur á árinu keypt af Álafossi ullarvörur fyrir þijár milljónir dollara og fara þau við- skipti eingöngu fram í formi vöru- skipta þar sem aðeins ríkisfyrirtækið fær gjaldeyri til sinna kaupa, „Sojuz, eða Kaupfélag verkamanna, eins og ég vill kalla það, hefur engan gjald- eyri yfir að ráða svo hrein vöru- skipti eru einu viðskiptahættimir, sem þeir geta beitt. Þetta eru hinar ýmsu vörur, sem við emm að taka fyrir ullina og er ég meðal annars að fara núna til að skoða vörulista hjá þeim fyrir viðskipti næsta árs. Síðan þurfum við að finna markaði fyrir þessar rússnesku vörur annars staðar og höfum við selt þó nokkuð í Danmörku og sumt hér heima," sagði Kolbeinn. Geislaprófað eplaþykkni Kolbeinn sagði að einu sinni hefði verið tekið nokkurt magn af rússn- eskum tréleikföngum upp í ullarvöru- kaup Sqjuz. Þau voru seld í leik- fangabúðum, aðallega í Reylqavík, og restina munu vistmenn á Sólborg hafa selt f göngugötunni á Akur eyri. „Ég hef einu sinni komið inn í rússneska leikfangaverslun og var ekkert leikfangið þar inni flóknara en að vera upptrekt. Ekkert þeirra gekk fyrir rafhlöðum og legó-kubbar hafa ekki sést þar austur frá. Ég fékk reyndar þessa leikfangasend- ingu í arf frá forvera mínum, en þau vöruskipti, sem ég hef staðið fyrir eru af ýmsum toga spunnar líka. „Ég keypti til dæmis ríflega 120 tonn af rússnesku eplaþykkni stuttu eftir Chemobyl-slysið og varð þvf að geislaprófa þykknið áður en ég seldi það í Danmörku. Danir vildu ólmir kaupa meira eplaþykkni, en ég fékk því miður ekki meira af þvf hjá Rúss- unum. 140 tonn af hunangi Þá á ég í augnablikinu svo mikið sem 140 tonn af rússnesku hunangi, sem að mestu er geymt úti í Dan- mörku. Hluti var þó fluttur hingað til lands þar sem Kristjánsbakarí bakar hunangskökur úr ekta hunangi en notast ekki við svokallað hunangs- líki eins og almennt gerist f bakaríum hérlendis. Bakaríið keypti til dæmis 600 kg af þessu ekta rússneska hun- angi um daginn og gerir úr því lista- góðar hunangskökur á degi hveij- um.“ Kolbeinn sagði að Álafoss væri bundið af vörulistum, sem fulltrúar frá Sojuz legðu sjálfir fram, enda hefðu þeir ekki heimild til að versla með nema tiltekna vöruflokka. „Það sem við getum keypt af þeim og höfum reyndar gert er kartöflumjöl. Við kaupum nokkra tugi tonna af kartöflumjöli frá þeim á ári hveiju og höfum selt það hérlendis. Verslun- ardeild Sambandsins keypti sfðustu sendingu, um 60 tonna skammt, og endurseldi það síðan í smærri eining- um. Nú er ég með grænar rússnesk- ar baunir í sigtinu sem ég vil endi- lega koma á jólaborðið með hangi- kjötinu. Sultutau höfum við einnig keypt. Sultan hefur þó mælst misvel fyrir og .sumum hefur fundist of mikill sykur í henni." Þúsund hjólbarðar í tollgeymslustöðinni á Akureyri liggja nú_ 1.000 -rússneskir hjólbarð- ar, sem Álafoss tók upp í ullarvöru- viðskipti, og verða þeir seidir til hinna ýmsu hjólbarðaverkstæða. Um er að ræða þrettán tommu ný dekk, sem ganga til dæmis undir flesta jap- anska bíla. Kolbeinn sagði óvíst hvað verð yrði á þeim, en að minnsta kosti yrðu þau samkeppnishæf öðrum hjól- börðum. Olía væri þó stærsti flokkur- inn í þessum vöruskiptum, að sögn Kolbeins. „Ég vildi sjá miklu meiri stjómun á þessum olíuinnkaupum. Það er staðreynd að það hallar veru- lega á íslendinga í þessum viðskipt- um. Viðskiptin eru alls ekki í jafn- vægi og vildi ég fá að sjá meiri hörku í garð þeirra. Auk þessara vöruflokka eru töluverðar vonir bundnar við ýmsa aðra vöruflokka, sem ég get ekki greint frá nákvæmlega núna, en ég ætla að heimsækja vöruhúsin hjá Sojuz þegar við förum út og þá kemur þetta væntanlega í ljós,“ sagði Kolbeinn að lokum. Morgunblaðið/Rúnar Þór Kolbeinn Sigoirbjörnsson markaðsfulltrúi og Jakob Thorarensen starfsmaður Álafoss með einn af rússnesku hjólbörðunum. Þetta er hluti af eldri vörubirgðum og hafa þessir hjólbarðar verið seldir á 1.000 krónur stykkið með slöngu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.