Morgunblaðið - 26.10.1988, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1988
19
Tónlistarhátíð ungra norrænna einleikara:
Fjórir einleikarar leika
með Sinfóníuhljómsveitinni
MICHAELA Fukacová Christensen sellóleikari, Olle Persson bariton-
söngvari, Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari og Leif Ove Andsnes
píanóleikari leika einleik með Sinfóníuhljómsveit íslands í Há-
skólabíói í kvöld, miðvikudag, kl. 20.30.
Michaela Fukacoá Christensen
fæddist í Tékkóslóvakíu og er af
tónlistarfólki komin. Fjögurra ára
gömul byijaði hún að spila á píanó
en fór ekki að læra á selló fyrr en
hún var fjórtán ára. Aðeins tveimur
árum seinna vann hún sína fyrstu
sellókeppni, Beethoven-keppnina í
Tékkóslóvakíu. Síðan hefur hún
unnið hvetja keppnina á fætur ann-
arri og fékk verðlaun á alþjóðlegum
vettvangi, m.a. fem verðlaun í
Tsjækovskíj-keppninni í Moskvu.
Hún stundaði nám í Tónlistar-
skólanum í Bmo og síðar í Tónlist-
arháskólanum í Prag, en þaðan tók
hún lokapróf með hæsta vitnisburði
í öllum greinum og hlaut heiðurs-
verðlaun sem besti nemandi skól-
ans. Hún stundaði framhaldsnám í
einleikaradeild Konunglega danska
Tónlistarháskólans, þar sem Erling
Blöndal Bengtsson var kennari
hennar. Einnig tók hún þátt í fjölda
námskeiða.
Á námsárum sínum spilaði Mic-
haela með helstu hljómsveitum
Tékkóslóvakíu og síðar hefur hún
haldið tónleika víða um heim.
Olle Persson fæddist 1958 í
Norrköbing í Svíþjóð. Hann stund-
aði m.a. nám við kennaradeild Tón-
listarháskólans í Stokkhólmi og
fékk styrk til framhaldsnáms í
Lundúnum. Þegar hann tók loka-
próf sitt í Tónlistarháskólanum
1987 fékk hann verðlaunapening.
Olle Persson hefur haldið tónleika
í Svíþjóð og Englandi og komið
fram í mörgum óperuhlutverkum
frá 1983. I fyrravetur söng hann
Fígaró í Stóra Leikhúsinu í Gauta-
borg og næsta vetur mun hann
syngja einsöng í nýsömdum verkum
bæði með Útvarpshljómsveitinni í
Stokkhólmi og Sinfóníuhljómsveit-
inni í Malmö.
Áshildur Haraldsdóttir fæddist í
Reykjavík 1965. Hún hóf að læra
á flautu níu ára gömul og lauk
burtfararprófi frá Tónlistarskólan-
um í Reykjavík sautján ára. Ás-
hildur fór til Bandaríkjanna 1983
til framhaldsnáms og lauk BA-prófí
með hæstu einkunn frá New Eng-
land Conservatory vorið 1986.
Haustið 1986 hóf hún nám við Juill-
iard-skólann í New York og lauk
því sl. vor. í Bandaríkjunum kom
Áshildur fram á tónleikum á vegum
skólans og vann einnig flautu-
keppni.
Áshildur hefur kynnt og leikið
íslenska tónlist í Svíþjóð og Banda-
ríkjunum. Hún hefiir margsinnis
leikið í útvarp á íslandi, Svíþjóð og
Bandaríkjunum, þar sem hún hefur
einnig leikið einleiksverk inn á
hljómplötu. í nóvember í fyrra lék
Áshildur einleik með Indian Hill
Chamber Orchestra í Littleton,
Massachusettes í Bandaríkjunum.
Leif Ove Andsnes fæddist 1970
og er uppalinn á Karmoy í Noregi.
Hann byijaði að spila á píanó fímm
ára gamall og undir leiðsögn for-
eldra sinna, sem bæði eru tónlistar-
kennarar. Hann stundaði nám í
Tónlistarháskólanum í Bergen. Leif
Ove hefur unnið til verðlauna í
ýmsum píanókeppnum og komið
fram á fjölda tónleika, m.a. verið
einleikari í með Sinfóníuhljómsveit-
inni í Stavanger. Þá hlaut hann
Hindemith-verðlaunin í Frankfurt
1987. Þegar Leif Ove hélt sína
fyrstu opinberu tónleika í Bergen
og Osló vorið 1987 þóttu þeir mikl-
um tíðindum sæta f norsku tónlist-
arlífí.
Leif Ove hefur leikið inn á hljóm-
plötur og síðast lék hann Píanókon-
sert Griegs með Sinfóníuhljómsveit-
inni í Bergen á lokatónleikum Tón-
listarhátíðarinnar þar sl. vor.
Olle Persson baritónsöngvari.
Leif Ove Andsnes píanóleikari.
Harmonikkuleikur
í Norræna húsinu
GEIR Draugsvoll harmonikku-
leikari leikur verk eftir Messia-
en, Holmboe, Nörgaard, Pade,
Rovsing Olsen, Katzer og Nord-
heim í Norræna húsinu í dag kl.
12.30.
Geir Draugsvoll fæddist 1967 í
Voss í Noregi. Hann var þriggja
ára þegar hann fékk sína fyrstu
tilsögn í tónlist og hefur leikið á
harmonikku síðan hann var átta
ára. Þegar hann var nítján ára hóf
hann nám í Konunglega tónlistar-
háskólanum í Kaupmannahöfn.
Geir Draugsvoll hefur haldið
fjölda tónleika og komið fram sem
einleikari með hljómsveitum, auk
þess að koma fram f útvarpi og
sjónvarpi á Norðurlöndum, Vestur-
Þýskalandi, Frakklandi og Banda-
ríkjunum. Hann hefur hlotið fyrstu
verðlaun í mörgum alþjóðlegum
keppnum. Geir Draugsvoll hefur
haft náið samstarf við mörg ung
tónskáld og frumflutt verk þeirra.
Geir Draugsvoll.
Honda
Civic
Sedan
16 ventla
Verð frá 756 þúsund,
miðað við staðgreiðslu á gengi 1. okt. 1988
NÝ AFBORGUNARKJÖR
ÁN VAXTA OG VERÐBÓTA.
Hhonda
VATNAGÖRÐUM 24, RVÍK., SÍMI 689900
Innréttingar Finns Fróðasonar eru
landsþekktar fyrir þaulhugsaðan glæsileik
og notagildi.
Með frábærri natni í framleiðslu þeirra
heidur Ármannsfell á lofti fyrsta flokks
íslensku handverki, þar sem hverog einn
finnur innréttingu sem hæfir hans
húsakynnum.
Velkomin!
FAXAFENI5, SIMI6856 80
(SKEIFUNNI)