Morgunblaðið - 26.10.1988, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.10.1988, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1988 21 Litháar vilja losna úr járn- klóm rússneska bjamarins Daily Telegraph. ÞÓTT Sovétríkin séu ef til vill ekki lengur „keisaradæmi hins illa“ í sama mæli og fyrir þrem árum eru þau eftir sem áður nýlenduveldi. Það sem gerðist um síðustu helgi í Vilnu, höfuð- borg Sovétlýðveldisins Litháéns, þar sem hundruð þúsunda manna sungu frelsinu dýrðaróð, hefur þó sannfært fréttarit- ara Daily Telegraph í Moskvu, Xan Smiley, um það að mögu- legt sé að hið kommúníska keisaradæmi Rússa neyðist til að láta af hendi einhver af þeim löndum sem það hefur brotið undir sig. Ungir Litháar dansa á torginu fyrir framan kaþólsku dómkirkj- una f Vilnu aðfaranótt sunnudags. Á Iaugardag leyfði Æðsta ráð (þing) Litháens að messað yrði f kirkjunni en slfkt hefur ekki gerst í 40 ár. Er fréttin barst fulltrúum á stofnfundi Sajudis- hreyfingarinnar risu hinir 3.000 þingfulltrúar og gestir á fætur og ætlaði fagnaðarlátum aldrei að linna. Reuter Sýrlenskir og lfbanskir hermenn kanna flak bifreiðar sem var sprengd í loft upp þegar lang- ferðabifreið ók hjá. Líbanon: Bílsprenging í Bekaa-dal Beirut. Reuter. NOKKRIR sýrlenskir hermenn létust þegar bílsprengja var sprengd f Bekaa-dal, við þjóðveg- inn milli Beirut og Damaskus. Sprengiefninu hafði verið komið fyrir í bíl af Mercedes-gerð og var það síðan sprengt þegar lang- ferðabíll með sýrlenska hermenn ók framhjá. Létust þá einhveijir hermannanna og margir slösuðust. Var allt svæðið girt af og skutu hermenn upp í loftið til að reka burt þá, sem komu of nærri. Ekki er vitað hveijir stóðu að baki hryðjuverkinu en 1. júlí sl. varð annar atburður af þessu tagi á þess- um sömu slóðum og létust þá 11 manns. Flugslys í Perú: Meira en 50 komust af Lima. Perú. FARÞEGAFLUGVÉL frá Perú með 65 manns innanborðs fórst í gær í Andesfjöllum, skömmu eftir flugtak. Talsmaður flugfé- lagsins sagði að tekist hefði að bjarga a.m.k. 53 úr brakinu. Ekki var vitað hvort einhver þeirra 11, sem saknað var, komst af. Vélin var af gerðinni F-28 Fok- ker og var á leið frá Juliaca-flug- velli, skammt freá Titicaca-stöðu- vatninu, til næststærstu borgar landsins, Arequipa. Talsmaður flug- félagsins sagði lfklegustu skýring- una á slysinu vera þá að hreyfílbil- un hefði orðið. Fréttaritarinn telur vart hægt að ímynda sér að Rússar muni gefa upp á bátinn öll þau land- svæði láovétríkjanna sem byggð eru öðrum þjóðum. Sum þeirra, eins og t.d. Kazakhstan í Asíu- hluta Sovétríkjanna, hafa orðið fyrir óafmáanlegum rússneskum áhrifum. Verði Gorbatsjov Sov- étleiðtogi á hinn bóginn neyddur til að láta eitthvað af hendi koma Eystrasaltslöndin, sem voru sjálfstæð á millistríðsárunum, fyrst upp í hugann. Flókin og hættuleg stjóm- málabarátta er hafín þar sem Kommúnistaflokkur Litháens og almenningur í landinu reyna að snúa á hvort annað. Fram til þessa hafa kommúnistar, nú undir stjóm nýs leiðtoga, Algird- as Brazauskas, reynt af öllum mætti að skáka nýrri, pólitískri umbótahreyfíngu, Sajudis eða Þjóðfylkingunni, sem formlega var stofnuð um helgina. Velti menn fyrir sér þeim möguleika að kommúnistar samþykki sum- ar róttækar kröfur hreyfíngar- innar, t.d. um fíjálsar kosningar og þjóðaratkvæði um stöðu Lit- háens [innan Sovétríkjanna] læðist að sú hugsun að afleiðing- in yrði pólitískt sjálfsvíg Braz- auskas og kommúnistafíokksins. Flestir virðast telja ofurlítinn möguleika á því að hinn þrek- vaxni Brazauskas geti gegnt svipuðu hlutverki í Litháen og Alexander Dubcek í Tékkósló- vakíu fyrir 20 árum þótt hann sé að ýmsu leyti ólíkur honum. Grundvallarvandinn er hins veg- ar sá að yfírgnæfandi meirihluti Lítháa, sem em rúmar 2,8 af 3,6 milljónum íbúa landsins, hafa andstyggð á Rússlandi, rússn- esk-ættuðum kommúnisma og handbendum hans. Ástæðumar em augljósar sé hugað að sögunni. A ámnum 1940 -1948 vom 300.000 Líthá- ar, tíundi hluti þjóðarinnar, ann- aðhvort drepinn eða sendur í útlegð til Síberíu. Meðal þessa fólks vom nær allir þeir mennta- menn landsins sem ekki aðhyllt- ust kommúnisma og fjölmargir þjónar kaþólsku kirkjunnar en flestir Litháar em kaþólikkar. Flestar fjölskyldur í landinu eiga harma að hefna og enn er fjöldi þeirra þijátíu þúsunda, sem lifðu af ofsóknimar, í búsetufjötmm í Síberíu og kemst ekki heim vegna strangra vegabréfalaga er hindra fólk í að flytjast búferl- um innan ríkjasambandsins. Hitlers-Þýskaland réð yfír landinu á stríðsámnum frá 1941 - 1944 og vom þá nær allir gyð- ingar landsins drepnir. Samt er ljóst að Litháar telja valdatöku stalínista í landinu og það sem Sajudis-félagar nefna óhikað „rússneska nýlendustofnun" í Litháen enn verri. Ætlun Sajudis er að ná smátt og smátt völdum í sovétunum (ráðunum) sem eiga, samkvæmt yfírlýsingum Gorbatsjovs, að fá stóraukin völd, og ætla samtökin ekki að ögra valdi kommúnista- fíokksins eða Kremlveijum svo mjög að þeir ráðist strax til at- lögu. Fyrst þarf Sajudis að verða svo stórt að samtökin verði ekki kveðin í kútinn án þess að glasn- ost-stefnan, aukið upplýsinga- streymi og opinská umræða, bíði afhroð. Fimmtungur fulltrúa á ráðstefhu Sajudis um síðustu helgi vom flokksbundnir komm- únistar og sumir forystumenn- imir em kunnir að tengslum við leyniþjónustuna, KGB. Helstu leiðtogar Sajudis telja greinilega að skárra sé að hafa þá innan samtakanna en utan: þar gætu þeir valdið enn meiri óskunda. Meðal þess, sem áhugamenn um þróunina í Litháen velta helst fyrir sér, er einmitt hver sé að reyna að notfæra sér hvem! Forystumenn samtakanna ítreká að þeir fari aðeins fram á „efnahagslegt, félagslegt og menningarlegt sjálfræði." Marg- ar sértækar kröfur þeirra ganga hins vegar í berhögg við við ýmsar heilagar kýr kommúnis- mans. í stefnuyfírlýsingu sam- takanna er t.d. krafíst réttarins til að stofna einkaskóla og jafn- framt að einkaeign „á fram- leiðslutækjum" verði leyfð. Margt er sérstætt í Litháen en samt má segja að þar séu menn vitni að vanda Gorbatsjovs í hnotskum; hvemig hægt sé að sundra lygavef sovéskrar sögu en halda jafnframt fast í þá stað- hæfíngu að kommúnistastjómin eigi sér einhvem rétt. Veldi kommúnista þarf á siðferðislegri og hugmyndafræðilegri réttlæt- ingu að halda. Brazauskas hefur sagt að sagnfræðingar séu nú að ræða hvort „þjóðaratkvæða- greiðsla" sem fram fór eftir hemám Sovétmanna 1940 og sýndi að 99,19% atkvæðisbærra vildu sameinast Sovétríkjunum, hefði verið raunhæf. Séu slíkar undirstöður áróðursins dregnar í efa hlýtur fleira að fylgja í kjöl- farið og á endanum stendur Sov- étveldið uppi berskjaldað sem hvert annað siðlaust nýlendu- veldi. Er Gorbatsjov svo sterkur að hann geti siðað Rússland og veitt Eystrasaltslöndunum frelsi? Blazer S10 Sport TRM Árgerð 1989 (nýir) m/öilu Eigum á lager nokkra Blazer S 10jeppa á góðu verði. Aukabúnaður: Tölvumælaborð, 4,3 lítra vél, rafmagn íöllu og fl., og fl. Verð 1.850 þús. miðað við gengið 24.10. ’88.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.