Morgunblaðið - 26.10.1988, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 26.10.1988, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐEÐ IÞROTT1R MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1988 45 FRJALSAR IÞROTTIR ÞjálfaH Kristiansen ogWaitz til Islands JOHAN Kaggestad, þjálfari norsku hlauapdrottninganna Grete Waitz og Ingrid Krist- iansen, hefur samþykktþá ósk Frjálsíþróttasambands Islands að koma hingað til lands og miðla af þekkingu sinni. Að sögn Ágústs Ásgeirssonar, formanns FRÍ, er nú unnið að því að finna heimsókninni tíma. Kaggestad hefur verið lands- þjálfari Norðmanna í lang- hlaupum og hefur árangur norskra hlaupakvenna undanfarin áratug, og einnig karla í seinni tíð, vakið mikla athygli. Er hann eftirsóttur fyrirlesari á námskeiðum og þjálf- unarráðstefnum. Erlingur Jóhanns- son, íslandsmethafi í 800 metra hlaupi, sem búsettur er í Noregi og þekkir Kaggestad, hefur óskað eftir því við hann fyrir hönd FRÍ að hann komi í heimsókn til fslands. Sagðist Kaggestad hafa lengi lang- að að koma til íslands og sam- þykkti strax að koma og miðla af þekkingu sinni hérlendis. Hann er hins vegar umsetinn og tími því vandfundinn til að koma í bráð en vonast er til að af heimsókninni verði nú í haust. „Stjóm FRÍ samþykkti að gera sérstakt átak til þess að stuðla að Johan Kaggestad. framförum í millilengda- og lang- hlaupum. Liður í því verður þátt- taka í Heimsmeistaramótinu í víða- vangshlaupum í Stavanger í Noregi í mars á næsta ári. Þá bindum við miklar vonir við að heimsókn Kag- gestad, ef tekst að koma henni í kring, auki þekkingu þjálfara og hlaupara á langhlaupaþjálfun og að hún verði til þess að hvetja alla viðkomandi til dáða,“ sagði Ágúst. KNATTSPYRNA / 2. DEILD Sigurður með UBK SIGURÐUR Þorsteinsson þjálfar 2. deildarlið Breiða- bliks í knattspyrnu fyrir næsta keppnistímabil. Gengið hefur verið frá ráðningu Sigurðar, aðeins á eftir að skrifa undir samning. Sigurður er ekki ókunnugur f herbúðum Blikanna. Hann tók við liðinu eftir 12. umferð í sumar, ásamt Vigni Baldurssyni, er Pólveijinn Gregorz Bielatowicz hætti störfum. Lið Breiðabliks var þá í mikilli fallhættu, en var í 7. sæti þegar upp var staðið. Vignir Baldursson hefur ákveð- ið að taka sér frí frá þjálfun, en aðstoðarmaður Sigurðar verður Guðmundur Helgason, sem verður einnig þjálfari 2. flokks Breiða- bliks. Þess má geta til gamans að Sigurður Þorsteinsson tók einnig við meistaraflokki Breiðabliks sumarið 1982, er það lék í 1. deild. Þá var það Þjóðverðinn Fritz Kissing sem var rekinn frá félaginu og „bjargvætturinn" Sig- urður tók við og hélt liðinu uppi. „Hann þjálfaði 2. flokk félagsins það sumar, en flokkurinn varð þá Islandsmeistari með fullu húsi stiga — vann alla sína leiki,“ sagði Sigurvin Einarsson, formaður knattspymudeildar Breiðabliks, í samtali við Morgunblaðið í gær. Sigurður er formaður knatt- spymuþjálfarafélags íslands. Því má bæta við að Guðmundur Þ. Guðmundsson, fyrrum leik- maður Breiðabliks, hefur æft með Blikunum í haust, þó ekki sé enn ljóst hvort hann verður með liðinu næsta sumar. Hann lék með Völs- ungi í sumar. Bannað að stíga á tær dómarans Frank Röset, leikmaður 2. deildar liðs Elverum í hand- knattleik, hefur verið dæmdur í sex mánaða leikbann fyrir væg- ast sagt kjána- legt brot, sem átti sér stað í leik Elverum og Fjellhammer fyr- ir skömmu, þar sem Fjell- hammer vann 28:20.10 sekúnd- um fyrir leikslok sýndi Svein Kvisle dómari Röset rauða spjaldið og þakkaði ieikmaður- inn fyrir sig með því að ganga að dómaranum og stiga fast á tæmar á honum, sem kærði. Fró Sigurjóni Bnarssyni ÍNoregi AMERISKI FOTBOLTINN Efstu liðin unnu ENN eiga stjórnendur NFL- liðanna í ameríska fótboltanum í erfiðleikum. Margir þeirra hafa misst úr leiki vegna meiðsla og um helgina áttu margir þeirra í erfiðleikum áð eiga við varnarlið andstæðing- anna. Um helgina bættist stór- stjarna Denver Broncos, John Elway, í hóp meiddra stjórn- enda þegar hann varð að fara meiddur af leikvelli í Pitts- burgh. Lið hans náði sér aldrei á strik í þessum leik sem það átti að vinna samkvæmt styrk- leika liðanna. ■ ■ Oll efstu liðin unnu nú um helg- ina í áttundu umferð deildar- innar. Buffalo sigraði New England 23:20, en Buffalo gat jafnað leikinn HBI með snertimarki Gunnar þegar 14 sekúndur Valgeirsson vora eftir. Tilraun skrífar liðsins mistókst hinsvegar og Buff- alo hefur því unni sjö af fyrstu átta leikjum sínum. Gott afrek hjá liði sem gat vart unnið leik fyrir þrem- ur til fjórum áram. Bengals með met Cincinnati Bengals heldur áfram sigurgöngu sinni eftir ósigur um sl. helgi. Nú sigraði liðið Houston 44:21. Bengals gerði í raun út um leikinn strax í fyrsta leikhluta, en þá skoraðu leikmenn liðsins 28 stig og náðu öraggri foiystu. Þetta var nýtt stigamet hjá félaginu í einum leikhluta og eftir þessar hamfarir var sigur liðsins aldrei í hættu. Bemie Kosar tók við stjómar- taumunum hjá Cleveland að nýju eftir meiðsl og stjómaði liði sínu til sigurs gegn Phoenix, sem nú viðist aðeins vera að missa flugið eftir gott upphaf á keppnistímabilinu. Washington Redskins vann Green Bay í Milwaukee 20:17. Þar gat Green Bay jafnað leikinn og knúið fram framlengingu með því að skora snertimark af 18 metra færi þegar rúmar 20 sekúndur vora til leiksloka. Slíkt færi er talið nokk- uð öraggt, en sparkari Green Bay var eitthvað taugastrekktur og hitti ekki markið og Redskins slapp þar með með skrekkinn. í Miami tókst leikmönnum New York Jets að komast fjóram sinnum inn í sendingar besta stjómandans í deildinni, Dan Marino hjá Miami. Marino kastaði þó knettinum sam- tals 521 metra í leiknum, sem er frábært afrek. Þetta dugði liði hans þó ekki til sigurs, því Jets vora í stuði og unnu ^4:30. Þess má geta að besti vamarmaður Jets, Mark' Gastinau, tilkynnti forráðamönnum liðsins að hann væri hættur að spila fyrir fullt og allt. Unnusta Gasti- nau, Birgitte Nilsen (fræg dönsk fyrirsæta sem bjó með Silvester nokkram Stallone), er sögð hafa fengið krabbamein og Gastinau vill frekar eyða tíma sínum með henni en elta leikmenn með hjálma og leðurtuðra. Leikur botnliðanna Kansas City og Detroit þótt afspymulélegur og mátti sjá marga vallargesti geispa á leiknum, en 20 þúsund þeirra fengu frítt inn þar sem banki einn í Kansas-borg vildi sína stuðning sinn við liðið með þvi að bjóða þess- um ijölda frítt á leikinn. Höfðu margir þeirra á orði að þeir hefðu betur heima setið. í kaupbæti tap- aði heimaliðið 7:6! Á mánudagskvöld sigraði Chicago lið San Fransico 10:9 í hörkuleik. Þá vann New Orieans lið Los Angeles Raiders 20:6. Lið Buff-, alo, Cincinnati, Chicago og New Orleans hafa öll unnið sjö af fyrstu átta leikjum sínum á þessu keppn- istímabili, sem nú er hálfnað. Annars urðu úrslit leikja í 8. umferð þessi: Cincinnati-Houston.............44:21 Buffalo Bills-New England......23:20 Philadelphia-Dallas Cowboys....24:23 New Orleans-Los Angeles Raiders...20:6 Washington-Green Bay Packers...20:17 New York Giants-Atlanta........23:16 Minnesota Vikings-Tampa Bay....49:20 Detroit Uons-Kansas CKy Chiefs...7:6 PKtsburgh-Denver Broncos.......39:21 Cleveland-Phoenix Cardinals....29:21 Indianapolis-San Diego..........16:0 Los Angeles Rams-Seattle.......31:10 New York Jets-Miami Dolphins...44:30 Chicago Bears-San Fransico......10:9 KNATTSPYRNA / ENGLAND Glenn Cockeri II sökkti Tottenham Skoraði tvívegis í Hart Lane í GLENN Cockeriil tryggði Sout- hampton sigur á Tottenham í ensku 1. deildinni í knattspyrnu í gærkvöldi með því að skora bæði mörk liðsins í 2:1 sigri. Leikurinn fór fram á White Hart Lane, velli Tottenham. Cockerill er fyrir skömmu kom- inn inn í Southampton-liðið á ný eftir að hann kjálkabrotnaði í leik. Hann skoraði fyrra markið í gær á 69. mín. með þramuskoti og sjö mín. fyrir leikslok náði Cocker- ill knettinum við miðlínu vallarins, lék alla leið upp að vítateigog skor- aði öragglega framhjá Bobby Mimms í markinu. Mark Tottenham var sjálfsmark Ray Wallace á 16. mín. Southampton er í toppbarátt- unni en Tottenham hins vegar í næst neðsta sæti. Tottenham fékk nokkur mjög góð tækifæri til að skora, þ. á m. enski landsliðsmaður- inn Chris Waddle tvö, en allt kom 2:1 sigri á White gærkvöldi fyrir ekki og því fór sem fór. Þá gerðu Luton og Arsenal jafn- tefli í Luton, 1:1. Alan Smith skor- aði enn einu sinni fyrir Arsenal — kom liðinu yfir á 13. mínútu. En vonir leikmanna Arsenal um sjötta sigurinn í röð urðu að engu er norð- ur írski landsliðsmaðurinn Kingsley Black jafnaði á 56. mín., með marki beint úr aukaspymu. Arsenal komst viðþetta í þriðrja sæti deildarinnar. Urslit á Englandi í gærkvöldi' urðu annars sem hér segir 1. deild: I.uton - Arsonal 1:1 Tottenham - Southampton.... 1:2 2. deild: Birmingham - Stoke 0:1 Crystal Palace - Oxford 1:0 Hull - Chelsea 3:0 Ipswich - Portsmouth 0:1 Öldham - Boumemouth 2:0 Plymouth - Shrewsbury 0:0 Sunderland - Blackbum 2:0 Watford - Bamsley 4:0 JUDO Tékki ráðinn landsliðsþjálfari TÉKKINN Michal Vachun hef- ur verið ráðinn landsliðsþjálf- ari íslands í júdó til næstu tveggja ára. Vachun hefur áður þjálfað hér á landi, hann hóf einmitt þjálfaraferil sinn á íslandi. Hann starfaði hér frá 1973 til 1975, en hefur síðan verið landsliðsþjálfari Tékka síðustu þrettán ár, frá 1975. Vachun tók síðan við íslenska landsliðinu núna strax eftir Ólympíuleikana og er kominn til landsins. Hann mun vera einn eftirsótt- asti júdóþjálfari í Evrópu og er mjög virtur í sínu fagi. Kynningarfundur verður á vegum íslenskra getrauna með íþróttafélögunum á höfuðborgarsvæðinu fimmtu- daginn 27. október kl. 20.00 í húsnæði ÍSÍ í Laugardal. Sending frá ESCADA ,,||I TIZKAN Laugavegi 71 II haeð Simi 10770

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.