Morgunblaðið - 27.10.1988, Side 1

Morgunblaðið - 27.10.1988, Side 1
72 SIÐUR B 246. tbl. 76. árg. FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1988 Prentsmiðja MorgTinblaðsins Sveitarstjómarkosningar í Suður-AMku: Hægrisveifla hjá hvítum kjósendum Jóhannesarborg. Reuter. FYRSTU tölur í bæjar- og sveitarstjórnarkosningum í Suður-Afríku bentu til töluverðrar hægrisveiflu meðal hvitra kjósenda í átt til íhalds- flokksins sem vill beita hörkulegri kynþáttaaðskilnaðarstefnu. Svo virt- ist sem vonir stjórnvalda um mikla kjörsókn svartra manna hefðu ekki ræst. Andstæðingar kynþáttaaðskilnaðarstefinu Stjórnar S-Afríku höfðu hvatt svertingja, kynblendinga og menn af indverskum uppruna til að hundsa kosningamar til að „gefa kúgunarkerfínu ekki blæ lög- mætis“ eins og Desmond Tutu erkibiskup orðaði það. Kosningamar í gær vom hinar fyrstu i landinu þar sem menn af öllum kynþáttum kjósa samtímis. í frétt opinberrar útvarpsstöðvar sagði að meira en fimmtungur af 2,5 milljónum skráðra svartra kjós- enda hefði mætt á kjörstað til að velja fulltrúa í 240 bæjar- og sveitar- stjómir í byggðarlögum og hverfum Reuter Miklar öryggisráðstafanir vora á kjörstöðum í Suður-Afiriku í gær. í Athlone-hverfi svartra f Höfða- borg þar sem þessi mynd var tek- in sáust fáir kjósendur en þvi fleiri laganna verðir. svartra manna. í kosningum fyrir fjórum árum greiddu 21% skráðra svartra kjósenda atkvæði. í fréttinni sagði að kosningaþátttaka hvítra væri að öllum líkindum yfír 50%. Afríska þjóðarráðið lýsti því yfír í gær að herferð þess gegn kosning- unum hefði náð góðum árangri og svartir menn sætu heima þrátt fyrir vonir hvítra um mikla kjörsókn þeirra. Leitað að fórnarlömbum feijuslyss Reuter Fiskimenn tóku í gær þátt í leit að farþegum sem voru um borð í feijunni Donu Marilyn sem fórst í fellibyl við Filippseyjar á mánudag. Fyrir mikla mildi hefur tekist að bjarga 148 mönnum. A.m.k. 27 fór- ust er feijan sökk og 300 er enn saknað. Sjá frétt á bls. 26. Helmut Kohl kanslari Vestur-Þýskalands í heimsókn í Moskvu: Gorbaljsov lofar að láta alla póhtíska fanga lausa Líkur á áerreininpfi um fjölda slíkra fanffa í Sovétríkiunum Moskvu. Reuter. ® ° ° " HELMUT Kohl, kanslari Vestur- I væri liðið myndu sovésk stjórn- Þýskalands, tilkynnti á frétta- | völd láta alla þá fanga Iausa, sem Vesturlönd líta á sem pólitíska fanga. Gennadíj Gerasímov, tals- maður sovéska utanríkisráðu- mannafundi í Moskvu í gær að Míkhaíl Gorbatsjov Sovétleiðtogi hefði heitið því að áður en árið neytisins, vildi hins vegar ekki staðfesta að slíkt loforð hefði verið gefið á þriggja daga fundi Kohls og Míkhails Gorbatsjovs Sovétleiðtoga. Grænland: Varaflugvöllur í Meistaravík veldur stjórnmálaágreining'i Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgfen Bruun, fréttaritara Morgnnblaðsins. OTTO Steenholdt, þingmaður grænlenska hægrisinnaða Atassut-flokksins á danska Þjóðþinginu, segir i viðtali við grænlenska útvarpið að Atlantshafsbandalagið íhugi að nota flugvöllinn i Meistaravik sem vara- herflugvöll. Slíkar hugmyndir hafi lifiiað við efitir að Alþýðubandalagið hafi komið í veg fyrir frekari NATO-framkvæmdir á Islandi. Talsmenn grænlensku vinstri flokk- anna segja, að Steenholdt geti ekki sam- þykkt fleiri hernaðarmannvirki á Græn- landi. Otto Steenholdt á sæti utanríkismálanefnd danska þingsins og er bundinn þagnarskyldu en hefur samt skýrt frá því að Bandarílg'a- menn hafí lengi haft áhuga á flugvelli nærri Kólaskaga til að vega upp á móti hinni miklu umferð sovéskra kafbáta við Norðaustur- Grænland. Flugvöllurinn í Meistaravík var upphaflega ætlaður fyrir almenna flugumferð en danska vamarmálaráðuneytið stóð undir rekstri hans þangað til flugvöllur var gerður á Jameson- landi. Þaðan hefur olíuleit við Austur-Græn- land verið stjómað. Sá flugvöllur hefur síðan tekið við almennri flugumferð til Scoresby- sunds og völlurinn í Meistaravík verið lagður niður. Lars Emil Johansen, formaður hins vinstri- sinnaða Siumut-flokksins, segir að menn þar í flokki telji frekari hemaðarmannvirkjagerð á Grænlandi ekki æskilega og Arqaluk Lynge frá Inuit Ataqatigiit, sem er vinstra megin við Siumut, segir flokk sinn ekki geta fallist á gerð varaflugvallar fyrir NATO í Meist- aravík. í viðtali við kommúnistablaðið Land ogfolk í Danmörku segja þeir að óvissa undan- farinna daga um afstöðu Bandaríkjamanna til hemaðarmannvirkja og aðstöðu á Græn- landi veki spumingar um hvort ekki sé rétt að vamarsamningur Danmerkur og Banda- ríkjanna frá árinu 1951 verði endurskoðaður — að þessu sinni með þátttöku Grænlendinga. Flokksformennimir tveir vísa til nýlegra upp- lýsinga um að Bandaríkjamenn hafí í ágúst lagt niður eina af fjórum DEW-ratsjárstöðvum sfnum á Grænlandsjökli. Þeir segja að Banda- ríkjamenn hafi tekið ákvarðanir án samráðs við dönsku stjómina eða yfírvöld á Græn- landi. Poul Schluter, forsætisráðherra Dan- merkur, hefur beðið Bandaríkjamenn um skýr- ingar á ákvörðununum varðandi Grænland. Jörgen Wahl, skrifstofustjóri í danska vam- armálaráðuneytinu, segir í viðtali við Land og folk í gær að hugmyndimar um varaflug- völl í Meistaravík hafí verið mótaðar í mann- virkjanefnd NATO. Hann segir að NATO hafí jafnvel í hyggju að veija 2 milljörðum danskra króna (13,5 milljörðum íslenskra króna) í vara- flugvöll fyrir bandarískar orrustuvélar sem halda uppi eftirliti á Norður-Atlantshafi og þar með í varaflugvöll fyrir Keflavíkurflug- völl. Wahl segir að þessi áform séu „frum- hugmyndir" sem ekki hafi verið tekin endan- leg afstaða til. Hann bætir því við að komi til framkvæmda þá muni NATO fjármagna lagningu flugbrauta af hæfilegri lengd ásamt lendingar- og fjarskiptabúnaði, flugskýlum og sprengjuheldum eldsneytistönkum. Á blaðamannafundinum nefndi vestur-þýski kanslarinn engar tölur um fjölda þeirra pólitfsku fanga sem sleppt verður úr haldi. Ónafngreind- ir fylgdarmenn Kohls í Moskvuheim- sókninni segja að Kohl hafí afhent Gorbatsjov lista með nöfnum 50 andófsmanna. Mannréttindasamtök á Vesturlöndum áætla að 250- 300 samviskufangar séu í Sovétríkjun- um. Gennadíj Gerasímov sagði í gær að „tugir manna væru í sovéskum fangelsum fyrir andsovéskan undir- róður". Síðan Gorbatsjov komst til valda hefur u.þ.b. 350 andófsmönn- um verið sleppt úr sovéskum fang- elsum. Mannréttindasamtök fögnuðu í gær yfirlýsingu Kohls en sögðu að öllu skipti við hvað væri miðað þeg- ar talað væri um pólitíska fanga. Jeri Laber, framkvæmdastjóri nefndar, sem fylgist með því að ákvæðum Helsinki-sáttmálans sé framfylgt, sagði til dæmis að sú staðreynd að engar tölur hefðu verið nefndar í Moskvu í gær um fjölda fanga, sem láta ætti lausa, vekti efasemdir um að sleppa ætti fleirum en þeim 50, sem eru pólitískir fang- ar samkvæmt sovéskri skilgrein- ingu. Kohl sagði ennfremur í gær að hann styddi hugmyndir Sovétmanna um að halda alþjóðlega ráðstefnu um mannréttindamál árið 1991 að vissum skilyrðum gefnum eins og þeim að pólitískir fangar verði látnir lausir, hætt verði að trufla útsend- ingar vestrænna útvarpsstöðva til Sovétríkjanna og þeim sem það vilja verði leyft að flytjast frá Sovétríkj- unum. Bandaríkjamenn og Bretar hafa lagst gegn áformum Sovét- manna um að halda mannréttinda- ráðstefnuna á meðan þarlendir menn eru í haldi vegna sannfæringar sinnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.