Morgunblaðið - 27.10.1988, Side 18

Morgunblaðið - 27.10.1988, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1988 Hundana burt eftirKristin Snæland Vegna kosninganna, sem senn fara fram með eða móti hundahaldi í Reykjavík, hafa hundahaldarar þegar tekið upp baráttu fyrir áfram- haldandi hundahaldi. í grein eftir grein og klausu eftir klausu lýsa hundahaldarar því hversu vel hafi tekist til um hundahaldið þessi ár sem því hefur verið nauðgað upp á borgarbúa. Borgarstjórinn Davíð Oddsson, sem mun vera einn hunda- haldaranna, hefur þegar lýst því yfír að ekki sé víst að mark verði tekið á niðurstöðu atkvæðagreiðsl- unnar með eða móti hundahaldi í Reykjavík. Vegna þessarar yfírlýs- ingar borgarstjórans er afar áríð- andi að hinn mikli meirihluti, sem NÝTT SÍMANÚMER 67 42 22 Blikksmiðja Gylfa hf. Vagnhöfða 7,112 Reykjavík Símar 35408 og 83033 AUSTURBÆR BREIÐHOLT Laugarásvegur 39-75 Stekkir Langholtsvegur45-108 Fornistekkur Sunnuveguro.fi. MIÐBÆR GRAFARVOGUR Gamli bærinn Dvergabakki Ýmsargötur JltangmiHaMfe er gegn hundahaldi í Reykjavík, skili sér við atkvæðagreiðsluna 24. til 30. október næstkomandi. Mikill meirihluti gegn hundahaldi er nauð- synlegur til að koma viti fyrir hinn harðsnúna en litla hóp hundahald- ara í Reykjavík. Sá meirihluti er til, hann verður bara að skila sér við kosninguna. Hlutleysi í kosning- unni er aðferð til að tryggja hunda- skít, bit hunda og ónæðisgelt um alla borg. Hundaskítur Þrátt fyrir fögur orð og sýni- kennslu um það hvemig skuli þrífa upp hundaskít, þá eru mörg svæði í borginni þegar útbíuð í hundaskít. Fyrst má þar til nefna Geirsnef, svæði það sem hundahaldarar hafa lagt undir sig. Þar bijóta hunda- haldarar tvær aðalreglur hunda- halds (löglegs), eða þær að ekki má láta hundana ganga lausa í borginni og hundaeiganda er skylt að þrífa upp eftir hann skítinn. Báðar þessar reglur eru þverbrotn- ar þama og svo væla einstöku hundaeigendur í Velvakanda yfir því að grimmir hundar gangi þama lausir. Reyndar hefí ég ekki enn séð hundaeiganda kvarta undan hunda- skítnum sem er þama um allt og enn vil ég óska eftir því að tals- menn hundaeigenda lýsi þeirri að- ferð sem beita skal við hundaskíts- þrif, þegar hundurinn er með stein- smugu. Það mál hefur ekki verið skýrt í sjónvarpi, hvorki fyrir mér né hundaeigendum. Dæmi um það hversu frekir eða tillitslausir hunda- eigendur era, var yfirlýsing eins þeirra í viðtali við Bjama Dag á Stjömunni nýlega. Sá hundaeigandi býr í vesturbænum og lýsti því fjálg- lega hvemig hann beitti hundi sínum á kamarinn og þyrfti alls ekki að þrífa eftir hann. Jú, konan fer með hundinn á óræktarsvæði í nágrenni sínu og lætur hundinn þar til skitu. Eftir að hundurinn hefur lokið sér af þá pússar frúin væntan- lega rassinn á hundinum en eftir eigin lýsingu hirðir hún ekki skítinn og hælist svo um, hún sé langt komin með að rækta upp svæðið. Nú fer ekki milli mála að um öll óræktarsvæði í vesturbænum fer §öldi bama og útivistarfólks. Þama hælist einn hundaeigandinn um, ekki aðeins það að láta hundinn skíta án þess að þrífa eftir hann, heldur einnig að hún láti hundinn ganga lausan á svæðinu. í þessu sambandi er rétt að taka fram, að samkvæmt „eftirliti" mínu er einmitt meirihluti hundaeigenda þannig, að virða að engu reglur um hundahald í Reykjavík. Framtíðar- sýn hundaeigenda í Reykjavík er því ljóslega þessi. Ágætur og fal- legur hundaskítur um allt, enda er hann græðandi, lausir hundar og felMDNSENl Viðurkenndur fyrir gæði og einstakt notagildi. Verð aðeins frá kr: 99.000.- í burðar- eða bílaútgáfu. BENCO hf. Lágmúla^^íiBÍ^84077. Kristinn Snæland „Niðurstaðan er því sú að þó að sumir séu svo gerðir að geta ekki eignast góða vini meðal manna, er alger óþarfí að láta þá komast upp með að níðast á hund- um.“ bítandi, en allt í lagi, hundamir era svo góðir félagar, og bandormur í fólki, því hundaeigendur, sem ekki greiða leyfísgjaldið, koma að sjálf- sögðu ekki með hundinn í lögboðna hrejnsun. Ég játa það að nokkur hluti hundaeigenda fer að mestu eftir reglum um hundahald í borginni. Það er hinsvegar upplýst af hálfu borgaryfírvalda að aðeins helming- ur þeirra greiðir gjöld sín af hund- unum og fær þá jafnframt hreins- aða. Ástand hundahalds í Reykjavík eftir þennan reynslutíma er því af- leitt og sýnu verra en meðan það var ólöglegt með öllu. Eina leiðin til þess að losna við hundafárið úr Reykjavík er því sú að vera ekki hlutlaus, heldur mæta til kosning- arinnar og greiða atkvæði gegn hundahaldi í Reykjavík og láta ekki loðið orðalag kosningarinnar blekkja sig. Kjósa bara einfaldlega gegn hundahaldinu. Hverfíshundar Nokkur dæmi um núverandi hundahald í nágrenni mínu vil ég nefna. Gatan mín er aðeins 300 metrar að lengd. Sama daginn sá ég þijá lausa hunda í götunni. í hverfísversluninni var hundur inni og reyndar í taumi, neðar í hverfinu var stelpukrakki með hund lausan, og hjólaði með honum. Loks var einn hundaeigandinn með lausan hund, en lét hann elta ólina (vænt- anlega tamningaratriði). Og enn, blessaður íslenski fjárhundurinn í Raufarhöfn: blokkinni minni, hann gengur alltaf laus og enn eftir sex ár hefí ég ekki séð eigandann þrífa eftir hann skítinn. Allt þetta fellur undir at- huganir síðastliðinn hálfan mánuð. Löglegt hundahald eftir ströng- um reglum er þannig algerlega misheppnað og þó hastarlegt sé, þá sýnir reynslan að takmarkað ólöglegt hundahald var miklu betra. Við þær aðstæður höfðu hundahald- arar sérstaka gát á hundum sínum, létu þá ekki lausa og skítur sást nánast ekki. Dæmið kemur því þannig út, ef við bönnum hunda- hald, þá má samt búast við ólögleg- um hundum öðra hveiju, en þeir verða þó vaktaðir vel og vandlega af eigendum sínum og þeir verða vitanlega örfáir og áberandi undan- tekning. Ef þeir verða til vandræða vegna lausagöngu, gelts eða skíts, þá tekur kæra fljótt fyrir slíkt. Valið stendur í kosningunni milli þess að hafa löglegt hundahald, sem jafnvel yfir 50% hundaeigenda virða ekki, og þess að banna hundahald, með þeim afleiðingum að nokkrir hundar verða haldnir ólöglega í borginni undir ströngu eftirliti eig- enda. Þess vegna eigum við að fjöl- menna í kosninguna og kjósa alfar- ið gegn hundahaldi í Reykjavík. Vinur mannsins Síðastur manna mun ég mæla gegn því, að hundurinn getur verið góður vinur. Reyndar er hundurinn svo lítilmótleg skepna að hann á það til að láta vel að eiganda sem að öllu jöfnu fer illa með hann. Sumir hundaeigendur telja jafnvel að því meir sem þeir beija hundinn sinn, því betur sé hann taminn. Þetta atriði hefur verið mér um- hugsunarefni, því að sumt fólk er þannig að það nýtur sín ekki nema hafa einhvem til að kúga. Mér hef- ur þess vegna stundum fundist að það sé þó alltaf skárra að viðkom- andi beiji hundinn sinn en konuna eða bömin. Það hlutverk hundsins, að taka á sig barsmíðar, sem ella lentu á fjölskyldunni, er væntanlega ómetanlegt. Þetta hlutverk í fjöl- skyldulífí borgarinnar er það eina sem ég teldi réttlæta hundahald í borginni. Á hitt er þó einnig að líta að þjónusta geðlækna og sálfræð- inga er orðin svo aðgengileg að hundahald í því skyni að veita bæld- um ofbeldismönnum útrás, ætti að vera óþarft með öllu. Niðurstaðan er því sú að þó að sumir séu svo gerðir að geta ekki eignast góða vini meðal manna, er alger óþarfí að láta þá komast upp með að níðast á hundum. Mætum því í kosninguna og kjósum gegn hunda- haldi í Reykjavík. Hrein torg, fögur borg. Láttu ekki hundsins eftir liggja. Höfundur er leigvbílstjóri í . Reykjavík. Kona sveitarstjóri SIGURBJÖRGU Jónsdóttur hef- ur verið falið að gegna stöðu sveitasrstjóra á Raufarhöfn í leyfí Gunnars Hilmarssonar. Gunnar fékk fí-í frá störfum í sex mánuði, en eins og alkunna er settist hann með litlum fyrir- vara í. formannsstól atvinnu- tryggingasjóðs sem til var stofíi- að um leið og ríkisstjórnin var mynduð. Gunnar kemur til með að gefa sveitarstjóm Raufarhafnar svar innan flögurra mánaða um það hvort hann segir sveitarstjórastarfi sínu lausu og ef svo verður að hann hættir verður starfíð auglýst laust. Þann tíma sem þama er um að ræða hefur sveitarstjóm samþykkt að fela Sigurbjörgu Jónsdóttur að sinna starfi sveitarstjóra. Sigurbjörg var kosin í sveitar- stjóm Raufarhafnar í síðustu kosn- ingum og hefur gegnt starfí oddvita og varaoddvita. Hún er fædd og uppalin á Raufarhöfn. Eiginmaður hennar er Þórarinn Stefánsson stýrimaður og eiga þau fjögur böm. Morgunblaðið/Helgi Ólafsson Sigurbjörg Jónsdóttir Foreldrar Sigurbjargar era Jón Guðmundsson sjómaður og Hrefna Friðrikdsdóttir. - Helgi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.