Morgunblaðið - 27.10.1988, Síða 26

Morgunblaðið - 27.10.1988, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1988 Belgíustjórn: Mælt gegn endumýjun skammdrægra vopna Breska stjórnin vill ákvörðun næsta sumar um framtíð vopnanna Brussel, London. Reuter. The Independent. BELGÍSKA stjórnin hefur ákveðið að samþykkja ekki skýrslu, sem samin hehir verið í aðalstöðvum Atlantshafsbandaiagsins, NATO, um skammdræg kjarnavopn í Evrópu. Embættismenn belgíska vamarmálaráðuneytisins skýrðu frá þessu á þriðjudag. Talið er að breska stjórnin muni knýja á um að haldinn verði fundur NATO-ríkja í júní á næsta ári þar sem reynt verði að ná samkomulagi um endurnýjun vopnanna. Vestur-Þjóðveijar hafa verið mótfallnir slíkri ákvörðun. í skýrslu NATO er hlutverk skammdrægra kjamavopna, en svo nefnast þau vopn er draga skemur en 500 km, í vamarstefnu NATO skilgreint og verður skýrsl- Grænland: Læknadeil- an enn í hnút Nuuk. Frá Nils Jergen Bruun, fréttaritara Morgunblaðains. LÆKNADEILAN í Grænlandi verður sifellt erfiðari viðfangs. Bærinn Fredrikshaab á vestur- ströndinni, en hann hefur 3000 ibúa, hefur verið læknislaus síðan á miðvikudag. Læknir bæjarins hefur sagt upp stöðu sinni af sömu ástæðu og 18 aðrir læknar í landinu - þeir eru óánægðir með laun og starfsskil- yrði. Hinir átján munu hverfa á brott á næstu tveim til þrem mánuð- um ef ekki semst áður. Yfírstjóm heilbrigðismála, sem danska stjóm- in hefur á sinni könnu, hefur tekið þyrlu á leigu hjá grænlenska flugfé- laginu. Á þyrlan að vera að stað- aldri í Fredrikshaab, reiðubúin að fljúga með sjúklinga frá bænum á sjúkrahús í nálægum bæjum. Til höfuðstaðarins Nuuk í norðri eru 260 km og 230 km til Julianehaab í suðri. Leigan fyrir þyrluna er um 400 þúsund d.kr. (tæpar þrjár millj- ónir ísl.kr.) á mánuði. an rædd á fundi vamarmálaráð- herra bandalagsríkjanna sem verður í Scheveningen í Hollandi í dag og á morgun. Skammdræg vopn hafa fengið aukna þýðingu eftir að samið var um eyðingu allra meðaldrægra flauga risaveldanna en ekki er tekin bein afstaða til endumýjunar flauganna í skýrsl- unni. Talsmaður belgíska vamar- málaráðuneytisins sagði á frétta- mannafundi á þriðjudag:„Við telj- um of snemmt að samþykkja nið- urstöður skýrslunnar." Hart er deilt í Belgíu um af- stöðu stjómarinnar og saka hægri- menn á þingi, sem eru í stjómar- andstöðu, ríkisstjómina um að stofna áliti Belga innan NATO í hættu. í mars síðastiiðnum sam- þykktu Belgar stefnu NATO í kjamavopnamálum án fyrirvara. Aðrar bandalagsþjóðir leggja nú hart að Belgum að breyta afstöðu sinni og á miðvikudag var haft eftir Leo Tindemans, utanríkisráð- herra landsins, að reynt yrði að fínna aðra lausn en þá að and- stöðu Belga verði getið með „neð- anmálsgrein" í yfírlýsingu ráð- herrafundarins. Erlendir stjómarerindrekar segja að afstaða belgísku stjómar- innar, sem er samsteypustjóm mið- og vinstriflokka, í málinu sé harðari en Vestur-Þjóðveija er hyggist samþykkja skýrsluna enda þótt þeir hafí ekki viljað sætta sig við ótvíræðar ákvarðanir um end- umýjun vopnanna sem senn verða úrelt. Flest vopnin em í Vestur- Þýskalandi en í Belgíu eru íjórir eldflaugaskotpallar með Lance- flaugum. Flæmskir sósíalistar, sem eiga aðild að ríkisstjóm, eru andvígir endumýjun skamm- drægra vopna og vilja semja við Sovétmenn um eyðingu þessarar vopnategundar. Breska stjómin reynir nú að fá aðildarríki NATO til að fallast á fund í London í júní á næsta ári til að ræða endumýjun skamm- drægu vopnanna. Margaret Thatc- her forsætisráðherra hefur mjög beitt sér fyrir endumýjun vopn- anna en vegna andstöðu kjósenda í Vestur-Þýskalandi er talið óhugs- andi að vestur-þýska stjómin fal- list á slíkt skömmu fyrir sveitar- stjómarkosningar sem verða í landinu 1990. Verði ekki tekin ákvörðun næsta sumar muni málið því dragast mjög á langinn en endumýja verði Lance-flaugamar í síðasta lagi 1995. Reuter Filippeysk kona syrgir ættingja er var um borð í ferjunni Dona Marilyn, sem sökk á mánudag þegar fellibylur geisaði á Filippseyjum. Ferja sekkur við Filippseyjar: 148 manns fínnast á lífi Að minnsta kosti 27 fórust og 300 enn saknað Manila. Reuter. Björgunarsveitir fundu 148 menn, sem taldir voru af eftir að filippeyska feijan Dona Marilyn sökk í fellibyl á mánudag, á lífi á þremur eyjum. Sveitirnar héldu I gær áfram leit að þeim 300 sem enn er saknað. Að minnsta kosti 27 af um 500 farþegum feijunnar fórust í slysinu. 100 manns til viðbótar týndu lífi í flóð- um og 100.000 misstu heimili sín af völdum fellibylsins. „Eg flaut bara,“ sagði Alberto Oledan, einn þeirra sem lifði sjóslys- ið af. Hann missti konu sínu og tvo syni, 3 ára og 18 mánaða gamla, í slysinu. „Eg varð úrvinda af þreytu og konan mín gafst upp. Sjógangurinn jókst og ég missti tökin á Louie, eldri syninum. Ég held ég hafí misst þann yngri mörg- um tímum síðar." Oledan var einn þeirra sem björg- unarsveitir fundu á þremur litlum eyjum tveimur dögum eftir að Dona Marilyn sökk á hundrað faðma dýpi. Fréttaritari Reuters, sem flaug yfír eyjamar á þyrlu, skýrði frá því að sjómenn á litlum viðarbátum hefðu tekið þátt í leitinni í gær og fóm- arlömb slyssins hefðu verið hífð um borð í þyrlur. Corazon Aquino, forseti Filipps- eyja, fyrirskipaði rannsókn á sjó- slysinu og lýsti yfír neyðarástandi í höfuðborginni Manila og á stórum hluta Filippseyja. Stjómin áskilur sér rétt til að yfírtaka samgöngu- tæki og ákveða verð á matvöm og byggingarefni til að hefja upp- byggingu á þeim svæðum sem verst urðu úti í óveðrinu. Talsmaður feijufélagsins Sulpicio Lines, eiganda feijunnar, sagði að talið væri að 120 þeirra sem enn er saknað, væru á Alm- agro, lítiili eyju 460 km suðaustur af Manila. 18 til viðbótar væru tald- ir vera á tveimur öðmm eyjum. Enn eitt vopnasölu- hneykslið 1 Svíþjóð Stokkhólmi. Reuter. KOMIST hefur upp um nýtt vopnasöluhneyksli í Svíþjóð og lét lögreglan til skarar skríða gegn vopnasölufyrirtæki í ríkiseign á mánudag. Síðan var tilkynnt að höfðað yrði mál á hendur tveimur starfsmönnum fyrirtækisins en þeir eru grunaðir um að hafa smyglað vopnum til ríkja, sem eru á bannlista sænskra stjóravalda. Skriðdrekabraut Mynd þessi var tekin við landamæri Vestur-Þýskalands og Tékkóslóvakíu. Þar sést að frá Tékkósló- vakíu í áttina að Vestur-Þýskalandi skammt frá Regensburg hefur verið steypt sérstök braut í gegnum landamæraskóginn. Er hún þannig úr garði gerð, að hún er greinilega ætluð skriðdrek- um. Vestur-þýska landamæralögreglan hefúr orðið vör við framkvæmdir af þessu tagi af og til sfðan 1977. Fyrirtækið, sem um ræðir, heit- ir FFV Ordnance og er það gmnað um að hafa selt frá sér flugskeyti til að granda skriðdrekum til ríkja sem em á fyrmefndum bannlista. Ekki hefur verið skýrt frá nöfnum mannanna, sem ákærðir verða, enda er það ekki venjan í Svíþjóð fyrr en dómur hefur gengið. Hvert vopnasöluhneykslið á fætur öðm hefur komið upp í Svíþjóð að und- anfömu en hergagnaiðnaður þar í landi á miklum erfiðleikum vegna minni útgjalda til hermála. Svíar, sem em hlutlausir í al- þjóðamálum og miklir talsmenn afvopnunar, em sjálfír með mikinn hergagnaiðnað en framleiðendum er hins vegar bannað að selja vopn þeim ríkjum, sem eiga í styijöld eða em líkleg til að standa í stríði. Við rannsóknir hefur komið í ljós, að þessi lög hafa verið margbrotin allt frá árinu 1970. Haft er eftir heimildum, að FFV Ordnance sé gmnað um að hafa selt skriðdrekaflaugamar til ríkja í Suðaustur-Asíu og notað Singap- ore sem millilið. Á ámnum 1977-86 fóra næstum 11% sænsks vopnaútflutnings til Singapore samkvæmt opinbemm skýrslum en augljóst þykir að vopnin hafi síðan verið flutt annað. Sænski vopnaiðnaðurinn á í miklum kröggum vegna minni fjárframlaga til hermála og á þriðjudag tilkynnti talsmaður fjar- skiptafyrirtækisins Ericssons að hætt hefði verið við smíði ratsjár- stöðvar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.