Morgunblaðið - 27.10.1988, Síða 29

Morgunblaðið - 27.10.1988, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1988 29 Frakkland: Hætta sölu fóst- urlátspillunnar París. Reuter. FRANSKT lyflafyrirtæki, sem setti nýlega á markað fyrstu fósturlátspiiluna, hefiir ákveð- ið að hætta að selja hana vegna mikilla mótmæla þeirra, sem andvígir eru fóstureyðingum. í tilkynningu frá Roussel Uc- laf-fyrirtækinu sagði, að sölu pill- unnar yrði hætt tafarlaust vegna ákafra mótmæla jafnt í Frakkl- andi sem erlendis en með pillunni er unnt að framkalla fósturlát. Hafði hún verið leyfð í Frakklandi og Kína og búist var við, að fleiri ríki gerðu það einnig. Eftir starfsmönnum fyrirtækis- ins er haft, að pillan hafi vakið heiftarleg viðbrögð hjá ýmsum trúarhópum og andstæðingum fóstureyðinga og hafi mótmæla- bréfunum rignt yfir þá. „Við get- um ekki teflt framtíð fyrirtækisins í tvísýnu. Almenningur er augljós- lega ekki tilbúinn til að meðtaka þessa aðferð við fóstureyðingu," sagði einn þeirra. Höfundur pillunnar, Jean- Michel Alexandre prófessor, sagði þegar notkun hennar var leyfð fyrir einum mánuði, að hún væri 95% örugg væri hún notuð á fyrstu sjö vikum þungunar. Þá kváðust læknar binda vonir við, að pillan gæti dregið verulega úr fóstureyðingaraðgerðum á sjúkrahúsum en í Frakklandi eru þær 150.000 á ári. Búist hafði verið við, að Hollendingar, Bretar, Spánvetjar og Norðurlandaþjóð- imar legðu einnig blessun sína jrfir notkun pillunnar. Óvissa ríkir um við- ræður pólsku stjóm- arrnnar og Samstöðu Varsjá. Reuter. I WOJCIECH Jaruzelski, leiðtogi pólska kommúnistaflokksins, hitti kaþólska erkibiskupinn Jozef Glemp að máli í Gniezno fyrir vest- an Varsjá, í gær. Óvissa ríkti þá um viðræður stjórnvalda og stjórnarandstæðinga um framtíð Póllands. Ekki varð af fúndi Lechs Walesas, leiðtoga Samstöðu, og Czeslaws Kiszczaks inn- anríkisráðherra, en ríkisstjómin hafði sett þann fúnd sem skil- yrði fyrir frekari viðræðum við Samstöðumenn. Stjórnin vildi að fundurinn yrði haldinn i gær. Litlar líkur virtust vera á því að af viðræðunum um framtíð Pól- lands yrði eftir að Jaruzelski úti- lokaði í síðustu viku að Samstaða yrði viðurkennd. Stjómmálaráð kommúnistaflokksins sendi þó frá sér yfirlýsingu á þriðjudagskvöld þar sem lýst var yfir vilja til að he§a viðræður við- stjómarand- staeðinga sem fyrst. Pólska stjómin vill að viðræð- umar hefjist á fostudag.. Stjómin krefst þess þó að Walesa dragi tvo andófsmenn, Adam Michnik og Danmörk: Nýr yjBrmaður Konunglega leikhússins Kaupmannahöfh. Fr& Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. DANSKA sijórnin skipaði í gær 46 ára gamla konu, Boel Jörgens- en, rektor í Hróarskelduháskóla, til að gegna stöðu leikhússtjóra i Konunglega leikhúsinu i Kaup- mannahöfh. Boel Jörgensen er þjóðfélags- fræðingur og tekur hún við nýja embættinu 1. júlí á næsta ári, þegar Henrik Bering Liisberg, sem verið hefur leikhússtjóri hjá Konunglega frá 1979, hættir hjá stofnuninni vegna óánægju með, hversu leik- húsinu er þröngur stakkur skorinn fjárhagslega. Starfsmannafjöldi er um 800 manns. Poul Schliiter forsætisráðherra sagði eftir ríkisstjórnarfundinn í gær, að 23 hefðu sótt um stöðuna. Miklir erfíðleikar hafa verið í starfi leikhússins, ekki síst vegna sam- starfserfíðleika milli yfirstjómar stofnunarinnar og listamanna, sem þar starfa og eru í 16 mismunandi stéttarfélögum. Menningarmálaráðherra dönsku stjómarinnar, Ole Vig Jensen, segir, að nýi forstöðumaðurinn fái hálft ár til að hreinsa til og koma lagi á hlut- ina. Takist það ekki, leggi hann til, að leikhúsinu verði lokað um tíma, svo að unnt verði að skipuleggja starfsemina þar upp á nýtt alveg frá grunni. Jacek Kuron, til baka sem fulltrúa Samstöðu í viðræðunum og ræði sjálfur við Kiszczak innanríkisráð- herra. Walesa hefur hafnað þess- um kröfum og talsmenn Samstöðu sögðu að fundur innanríkisráð- herrans og Walesa yrði ekki hald- inn. Talsmenn kirkjunnar í Varsjá sögðu að fundur Jaruzelskis og Glemps hefði verið haldinn að frumkvæði Jaruzelskis. Kaþólskir biskupar hafa haft milligöngu um viðræðumar um framtíð Póllands. Ekki var vitað með vissu hvað rætt var á fundinum en talið var að fjallað hefði verið um hugsan- legt stjómmálasamband Póllands og Páfagarðs og lög sem myndu gera pólsku kirkjuna löglega í fyrsta sinn eftir heimsstyrjöldina síðari. 60 fórust í Nicaragua Reuter Á myndinni sést hluti þorpsins Lama, sem er skammt frá Managua, höfúðborg Nicaragua, eftir að fellibylurinn Jóhanna hafði geisað í landinu. Flest húsin í þorpinu eyðilögðust í fellibylnum. Að minnsta kosti 60 manns fórust af völdum fellibylsins í Nicaragua og talið er að sú tala eigi eftir að hækka þótt óveðrinu hafl slotað. Um þriðjungur landsins er nú einangraður vegna flóða og hafa björgunarsveitir ekki komist til þeirra svæða sem verst urðu úti. Stjórnunarfélðg íslands Ánanaustum 15 Sími 6210 66 Athugið! VR og starfs- menntunarsjóður BSRB styrkja fé- lagsmenn sína til þátttöku í nám- skeiðum SFÍ. 62& Hér kynnast ritarar háum, alþjóðlegum staðli I starfi sínu Samtök ritara og íslandsdeild Evrópu- samtaka ritara (EAPS) standa að nám- skeiðinu. Nokkur starfsreynsla er nauðsynleg til þátttöku í námskeiði þessu. Meðal efnis: • Skipulagning og timastjórnun • Starfssvið ritara • Samskipti á vinnustað • Efling sjálfstrausts • Tölvukynning Leiðbeinendur: Snjólaug Sigurðardóttir, Guðrún Snæ- björnsdóttir og Kolbrún Þórhallsdóttir. Tími og staður: 3.-4. nóvember ki. 8.30-17.30 fyrri daginn, kl. 8.30- 12.30 seinnidag- inníÁnanaustum 15. ' BELDRAY STRAUBORÐIN ERU LÉTT OG MEÐFÆRILEG og standast kröfur um góða aðstöðu fyrir þig og straujámið. Þannig eiga góð strauborð að vera.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.