Morgunblaðið - 27.10.1988, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1988
33
40% lagmetis fer á Þýskalandsmarkað:
Engir nýir markaðir
geta komið í staðinn
- segir Theódór S. Halldórsson
Morgunblaðið/Guðlaugur Sigurgeirsson
Skátar safiia gosdósum
Vestmannaeyjum.
Félagar í Skátafélaginu Faxa í Vestmannaeyjum tóku sig til á dögunum og hreinsuðu Heimaey
af tómum gosdósum. Hreinsun þessi var liður í átaki, sem Bandalag islenskra skáta stendur nú
fyrir, til hreinsunar landsins. Dósunum söfnuðu þeir síðan saman og töldu þær inn í gám sem
sendur var til Reykjavíkur. Dósirnar reyndust vera 11.100. -G.G.
Þorlákshöfii
Tíu hjón missa vinnuna
við uppsagnir Meitilsins
ÍSLENDINGAR fluttu út lagmeti
fyrir rúmar 1.100 milljónir króna
í fyrra, sem voru rúm 2% af
heÚdarútflutningnum. Þýska-
land er langstærsti markaðurinn
fyrir islenskt lagmeti, en þangað
fór nær 42% af framleiðslunni,
miðað við verðmæti. Theódór S.
Halldórsson, framkvæmdastjóri
Sölustofiiunar lagmetis, segir að
það myndi taka mörg ár að
byggja upp nýjan markað fyrir
lagmeti ef Þýskalandsmarkaður
lokaðist vegna andstöðu þýskra
Borgarnes:
Aðalfimdur
SSVK á morgun
SAMTÖK sveitarfélaga í Vestur-
landskjördæmi halda aðalfúnd
sinn í Hótel Borgarnesi á föstu-
dag og laugardag, 28.-29. októ-
ber.
Fundurinn hefst klukkan 10.30
á laugardag með fundarsetningu
og ávörpum gesta. Síðan flytur
Gunnar Már Kristófersson formað-
ur skýrslu stjómar, Guðjón Ingvi
Stefánsson skýrslu framkvæmda-
stjóra, Marteinn Valdimarsson
skýrslu gjaldheimtunefndar og
Guðjón Ingvi Stefánsson reikninga
og fjárhagsáætlun. Eftir matarhlé
verður ræða Jóhönnu Sigurðardótt-
ur félagsmálaráðherra og síðan
taka við umræður um fræðslumál,
heilbrigðismál, málefni Fjölbrautar-
skóla Vesturlands, störf svæðis-
stjómar um málefni fatlaðra og
vegamál.
Nefndir taka til starfa um kvöld-
ið og síðari fundardaginn skila þær
áliti. Þá verður afgreiðsla mála.
fyrirtækja við hvalveiðar íslend-
inga.
Theódór sagði að Sölustofnunin
fljrtti út til 20 landa og væri stöð-
ugt að vinna að markaðsmálum, en
það væri augljóst að ekki væri
hægt að færa vömr á milli markaðs-
svæða eins og taflmenn á skák-
borði. Það tæki mörg ár að byggja
upp nýjan markað, en mjög vel
hefði gengið í Þýskalandi undanfar-
in ár með aðstoð dótturfyrirtækis
Sölustofnunarinnar þar. Þjóðveijar
borguðu 465 milljónir íslenskra
króna fyrir íslenskt lagmeti í fyrra
og þrír íjórðu hlutar þess kom frá
fyrirtækinu Aldi, sem óskað hefur
eftir upplýsingum um hvalveiðar
íslendinga.
Næststærsti markaðurinn fyrir
lagmeti er Frakkland, en þangað
var selt fyrir 252 milljónir króna,
eða tæp 23% af verðmæti útflutn-
ingsframleiðslunnar. Til Sovétríkj-
anna var selt fyrir 181 milljón
króna, eða 16% af útflutningnum,
til annara Evrópuríkja fyrir 127
milljónir króna, eða rúm 11%, og
til Bandaríkjanna fyrir 76 milljónir
króna, eða tæp 7% af verðmæti
útflutts lagmetis.
Theódór sagði að ekki væri útlit
fyrir að nýir markaðir fyrir íslenskt
lagmeti gætu opnast á næstunni.
Sölustofnunin hefði til dæmis at-
hugað .Iapansmarkað, en þær vörur
sem íslendingar framleiddu nú
hentuðu þeim markaði ekki. Því
þyrfti að byija á að þróa nýjar vöru-
tegundir áður en hægt væri að
reyna markaðsátak þar eystra, en
sala lagmetis til Austurlanda fjær
nam í fyrra aðeins þremur milljón-
um króna.
Heildarverðmæti íslenskra sjáv-
arafurða sem seldar voru til Vest-
ur-Þýskalands var 2,6 milljarðar
króna á síðasta ári.
Þorlákshöfn.
TÍU hjón, sem vinna í Meitlinum
í Þorlákshöfn, missa vinnuna
þegar uppsagnir starfsfólks taka
gildi um næstu mánaðamót. Ein
hjónanna eru Hertha Ágústs-
dóttir og Ingimar Guðnason sem
hafa bæði unnið lengi hjá Meitlin-
um. Ingimar hefiir starfað þar í
rúm 30 ár, lengst af í tækjasal
en einnig á sjó og í saltfiski, en
Hertha í 10 ár. Þau missa nú
bæði vinnuna um mánaðamótin
og verður heimilið því tekjulaust
þar til atvinnuleysisbætur taka
við.
Starfsfólk í vinnslusal, sem
fréttaritari tók tali í vikunni, sagði
að ekkert væri framundan hjá því
nema atvinnuleysi. Hér væri enga
vinnu að hafa fyrir allt þetta fólk
og fyrirvarinn það stuttur að ekki
hefði verið tími til að leita vinnu
annars staðar.
í bréfi frá stjórn Meitilsins til
starfsfólksins segir meðal annars
svo: „Á fundi stjórnar Meitilsins hf.
var eftirfarandi bókun samþykkt:
„Stjómin samþykkir að rekstur
fiskvinnslufyrirtækisins verði
stöðvaður næstu tvo til þijá mán-
uði. Uppsagnir starfsmanna muni
því koma til framkvæmda þann
fyrsta nóvember næstkomandi, ef
frá eru taldir þeir starfsmenn, sem
starfa við þann rekstur, sem haldið
verður áfram á vegum fyrirtækis-
ins. Þrátt fyrir þær efnahagsað-
gerðir, sem fram em komnar, er
fískvinnslan enn rekin með tapi.
Fjárhagsstöðu Meitilsins hf. verður
Leiðrétting
Villa slæddist í frétt, á blaðsíðu
2 í gær, um greiðslustöðvun hluta-
félagsins Guðbjörns Guðjónssonar,
sem á og rekur Holiday Inn-hótelið
við Sigtún. Sagt var að félagið héti
Guðbjöm Guðbjömsson hf og leið-
réttist það hér með.
ekki íþyngt frekar en orðið er með
taprekstri í fiskvinnslu. Að því er
stefnt að rekstur fiskvinnslufyrir-
tækisins geti hafizt að nýju í janúar
næstkomandi enda hafi henni þá
verið sköpuð viðunandi rekstrarskil-
yrði.“
Eins og fram kemur í ákvörðun
stjórnarinnar verður vinnslan stöðv-
uð 31. október næstkomandi. Það
er von okkar að við getum hafið
störf að nýju í byijun næsta árs
og að starfsfólki verði þá boðin at-
vinnan að nýju hjá fyrirtækinu."
Páll Jónsson, framkvæmdastjóri
Meitilsins, sagði í samtali við Morg-
unblaðið, að úr handraða ríkis-
stjómarinnar hefði ekkert komið,
sem bætt gæti rekstrarmöguleika
STEFÁN Valgeirsson þingmaður
hefúr flutt þingsályktunartillögu
á Alþingi þar sem ráðgert er að
stöðva framkvæmdir við ráðhús
borgarinnar. Á meðan gefist Al-
þingi tækifæri til að kanna hvort
löglega hafi verið staðið að fram-
kvæmdum við húsið.
í bréfi sem Stefán sendi Magn-
úsi L. Sveinssyni forseta borgar-
stjómar um þetta mál segir Stefán
að hann hafi miklar efasemdir um
að réttilega og löglega hafí verið
staðið að málum tengdum stað-
festingu Kvosarskipulags og
ákvörðunum um byggingu ráð-
hússins. Tillagan miði að því að
kannað verði ítarlega öll lagaleg
atriði sem tengjast byggingunni
með sérstöku tilliti til réttinda sem
tengjast fasteignum Alþingis við
norðurenda Tjamarinnar.
í bréfi sínu lætur Stefán í ljós
frystingarinnar nema 5% úr Verð-
jöfnunarsjóði, sem Landsbanki ís-
lands hefði tekið beint vegna hækk-
ana á erlendum afurðalánum. „Þar
sem búið er að framleiða upp í
hagstæðustu samningana, við
Rússa og Japani, er ekkert eftir að
framleiða nema í ódýrar pakkning-
ar. Karfi á Japansmarkað hefur
lækkað um 25% að undanfömu,
þannig að ekki er gæfulegt að halda
þessum taprekstri áfram. Það eru
um 100 manns, sem nú missa at-
vinnuna, en hjá fyrirtækinu starfa
áfram 15 til 20 manns, sem sjá um
að þjónusta togarana og vélstjórar,
sem halda frosti á klefum," sagði
Páll.
J.H.S.
undrun sína yfir því hve lítil gögn
og upplýsingar Alþingi hefur fengið
af þessu máli. Hefur hann því ósk-
að eftir því við borgarstjóm að fá
í hendur ljósrit af öllum formlegum
skjölum sem borgarstjórn og stofn-
anir hennar hafa gert um það.
Athugasemd
ADOLF J. Bemdsen, stjómarfor-
maður skipasmíðastöðvarinnar
Mánavarar á Skagaströnd, segir að
vélsmiðja Karls Bemdsens og Hall-
björn Bjömsson rafvirki á Skaga-
strönd hafi unnið sjálfstætt við
Þóri Jóhannsson GK fyrir eigendur
hans. Því sé ekki rétt eftir sér haft
í Morgunblaðinu á þriðjudaginn að
þeir hafi verið undirverktakar
Mánavarar við smíði bátsins.
Fiskverö á uppboösmörkuöum 26. október.
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur 45,00 38,00 42,90 13,699 587.756
Þorskur(óst) 38,00 38,00 38,00 0,755 28.690
Undirmál 15,00 15,00 15,00 0,473 7.095
Ýsa 58,00 27,00 43,52 16,066 699.283
Ýsa(óst) 44,00 42,00 43,00 2,682 115.348
Undirmálsýsa 20,00 20,00 20,00 0,266 5.321
Ufsi 15,00 15,00 15,00 1,109 16.635
Karfi 26,00 23,00 24,47 16,314 399.258
Koli 25,00 25,00 25,00 0,745 18.638
Steinbítur 24,00 24,00 24,00 0,158 3.792
Lúða 300,00 105,00 187,42 0,743 139.269
Samtals 38,12 53,012 2.021.085
Selt var aðallega úr Sólfara AK, Þresti KE og Haferni BA. f dag
verða seld 65 tonn af þorski, 8 tonn af ýsu, 4 tonn af steinbít og
3 til 4 tonn af öðrum tegundum úr Keili RE og frá Færabaki hf.
á Stöðvarfirði, Hraungerði hf. á Bakkafirði og Utveri hf. á Bakka-
firði.
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Þorskur 39,50 30,00 37,91 52,659 1.996.509
Þorskur(óst) 24,00 24,00 24,00 0,060 1.440
Ýsa 51,00 30,00 43,17 10,675 460.827
Ýsa(óst) 53,00 53,00 53,00 0,613 32.489
Karfi 26,50 24,00 25,26 89,888 2.270.864
Ufsi 15,00 15,00 15,00 0,600 9.000
Steinbítur 15,00 15,00 15,00 0,085 1.275
Hlýri 24,00 24,00 24,00 1,180 28.314
Hlýri+steinb. 15,00 15,00 15,00 1,452 21.780
Langa 15,00 15,00 15,00 0,050 750
Blálanga 27,00 27,00 27,00 1,912 51.624
Skarkoli 37,00 37,00 37,00 0,025 925
Lúða 300,00 115,00 198,39 1,083 214.850
Skötuselur 135,00 135,00 135,00 0,049 6.615
Blandað 22,00 22,00 22,00 0,195 4.290
Samtals 31,78 160,525 5.101.561
Selt var aðallega úr Hegranesi SK og Þorláki ÁR. ( dag verður
meðal annars seldur þorskur, ýsa og karfi úr ýmsum skipum.
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf.
Þorskur 47,00 30,00 39,91 91,638 3.657.696
Ýsa 70,00 43,00 55,78 8,500 474.140
Ufsi 16,00 16,00 16,00 4,409 70.543
Karfi 19,00 5,00 18,20 10,249 186.565
Lúða 130,00 100,00 102,12 0,070 7.210
Steinbítur 28,00 9,00 26,79 0,862 23.090
Hlýri+steinb. 15,00 15,00 15,00 0,091 1.365
Langa 28,50 22,00 27,10 0,824 22.330
Blálanga 15,00 15,00 15,00 1,476 22.140
Skarkoli 29,00 27,00 27,82 1,018 28.322
Keila 15,00 12,00 13,28 2,171 28.823
Skötubörð 149,00 149,00 149,00 0,019 2.831
Skötuselur 100,00 100,00 100,00 0,205 2.500
Samtals 37,40 121,533 4.545.555
Selt var aðallega úr Gnúpi GK, Eldeyjar-Hjalta GK og Eldeyjar-
Boða GK. ( dag verða meðal annars seld 8 tonn af karfa úr
Áskatli ÞH. Selt verður úr dagróðrabátum ef á sjó gefur.
Stefán Valgeirsson
vill gögn um ráðhúsið