Morgunblaðið - 27.10.1988, Page 35

Morgunblaðið - 27.10.1988, Page 35
35 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1988 Guðríður Arna- dóttir - Minning Það er lítið mál að hringja fregn- ir milli landa, sorgarfregnir jafnt sem aðrar, meira mál að komast sjálfur á milli. Og af því ég get ekki fylgt Guðríði föðursystur minni síðasta spölinn langar mig að minn- ast hennar í fáum orðum. Ég held ég hafi verið með annan fótinn á heimili Gurrýjar frænku frá fæðingu og framundir tvítugt. Hún bjó með fjölskyldu sinni á Berg- staðastræti, við í Þingholtsstrætinu. Og þetta er ekki langur gangur þegar maður er einu sinni búinn að læra umferðarreglumar. Við Nanný, elsta dóttir hennar, erum líka jafnaldrar og urðum fljótt vin- konur. Seinna bekkjarsystur og enn meiri vinir. Maður valsaði um stof- umar á Bergstaðastrætinu rétt eins og manni sýndist, og kunni því vel. Skemmtilegast var á laugardögum, þótt þá giltu einu boðin og bönnin sem ég man eftir á því heimili. Þá var nefnilega enska knattspyman sýnd í sjónvarpinu og þá mátti ekki undir nokkmm kringumstæðum tmfla Guný. Maður gerði sér sér- stakar ferðir upp á Bergstaðastræti til að horfa á Gurrý frænku horfa á fótboltann. Keppnisskapið var óskaplegt og hvatningarhrópin bár- ust um öll Þingholtin, — manni fannst æðislegt að verða vitni að þessu. Hvunndags vom Billie Holiday og Bítlamir sungin við raust, og það var ekki ónýtt að eiga föðursystur sem kunni meira í Bítlunum en allir unglingar sem maður þekkti. Snemma varð mér ljóst að líf frænku minnar hafði ekki verið neinn dans á rósum undir Billie og Bítlum. Löngu áður en ég varð til hafði hún horft á eftir ástvinum. Hún ræddi þetta aldrei sjálf, ég frétti það hjá öðram. Með aldrinum jókst virðing mín fyrir þessari frænku minni, og mér varð ljóst að hún var gerð úr þessu fína efni sem bognar stundum en brotnar aldrei. Svo helltist unglingaveikin yfír mann og þá varð það venja að rölta með Nanný heim eftir skóla, bugað- ur af heimsósóma, og setjast inn í stofu hjá Guný. Hún hafði alltaf tíma fyrir okkur, og með háði og húmor var ráðist á málefnin, en sorg, sút og biturð látin lönd og leið. Ég er henni ævinlega þakklát fyrir þessa eftirmiðdaga, því þeir em hluti af veganesti mínu út í lífíð. Kæm Jóhannes, Nanný, Alda og Jóa, ég sendi ykkur með þessum línum samúðarkveðjur sunnan úr Frakklandi. Við eigum öll áfram minningamar um Guðríði Ámadótt- ur. Aggý Föstudaginn 21. þ.m. lést á heim- ili sínu hér í bænum Guðríður Áma- dóttir. Foreldrar hennar vom hin ógleymanlegu hjón Ragnheiður Jónasdóttir frá Brennu við Berg- staðastræti og Ámi Jónsson frá Múla. Þegar ég kjmntist íjölskyldunni, ung að ámm, hafði ég ekki hug- mynd um hve lífíð gat verið litríkt - í blíðu og stríðu. Tiyggðin við mig var með þeim eindæmum að ekki verður með orðum lýst. Við Gurrí urðum fljótt miklar vinkonur, ákaf- lega samiýndar og bar aldrei skugga þar á. Við skemmtum okkur líka oft saman og spiluðum það sem við kölluðum „gömlu lögin okkar". Sungum við þá, hún með sinni músikölsku björtu rödd og ég með minn strigabassa og að sjálfsögðu allt tekið með sveiflu. Það var góð skemmtun og mikið var þá hlegið og gert að gamni sínu. Já, það var svo margt sem við sáum broslegt við þá, já, ótrúlegustu hluti. Gurrí mín gekk ekki heil til skóg- ar hin síðari árin. Stundum var hún hætt komin. Hún vann utan heimil- is síns eins lengi og heilsan lejrfði. Seiglan og ekki síst húmorinn var hennar veganesti. Um tvítugt gift- ist hún Kristjáni Jóhannessyni. Vom þau samvistum aðeins í nokkra mánuði, því hann fórst með togaranum „Guðrúnu" frá Boston. Nokkmm ámm síðar giftist Gurrí ágætismanninum Jóhanni Sigur- jónssyni. Hann féll frá óvænt og langt fyrir aldur fram. Þau eignuð- ust dreng, Helga, sem lifði aðeins skamma hríð. Atti þá Gurrí von á dóttur sinni: Jóhönnu Ámheiði Helgu. Eftirlifandi maður hennar er sómadrengurinn Jóhannes Valdi- marsson. Hann kemur til sögunnar nokkmm ámm síðar. Þau eignuðust tvær dætur: Öldu og Jóhönnu. Jó- hannes hefur rejmst Amheiði Helgu sem hinn besti faðir. Allar em dæt- ur Gurríar mjög vel gerðar mann- eskjur og indælar í alla staði. Það má með sanni segja að ör- lagavaldurinn á lífsferli Gurríar hafí haft nóg að gera. Mér verður hugsað til dætranna og Jóhannesar. Enginn veit nema sá sem þekkir, hve mikið þau hafa öll misst. Að lokum þakka ég Gurrí ljúfar endurminningar. Hennar samrýndu og góðu fjölskyldu bið ég Guðs blessunar. Þórunn Fiskverkunarstöð í Garði Til sölu eru húseignir við Gerðaveg, Garði, Gullbringusýslu með vélum ojg tækjum, áður eign fiskverkunarstöðvar Asgeirs hf. Tilboðum ber að skila til undirritaðra fyrir 10. nóvember nk. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboðum sem er eða hafna öllum. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu okkar. Fyrir hönd Útvegsbanka íslands hf., Lögmenn Garðar Garðarsson og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, Haf nargötu 31, Kelfavík, sími 92-11733. Hraðfrystihús í Njarðvíkum Til sölu eru húseignir við Njarðvíkurhöfn, með vélum og tækjum, áður eign hrað- frystihúss Sjöstjörnunnar hf. Tilboðum ber að skila til undirritaðra fyrir 10. nóvember nk. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboðum sem er eða hafna öllum. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu okkar. Fyrir hönd Útvegsbanka íslands hf., Lögmenn Garðar Garðarsson og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, Hafnargötu31,Kelfavík, ' sími 92-11733. YViðtalstími borgarfulltrúa ^ Sjálfstœðisflokksins í Reykjavik 'f BorgarfulltrúarSjálfstæðisflokksins verða til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardögum í vetur f rá kl. 10-12. Er þá tekið á móti hvers kyns fyrirspurn- um og ábendingum. Allir borgarbúar eru velkomnir. Laugardaginn 29. október eru til viðtals Katrín Fjeldsted, annar varaforseti borgarstjómar, í borgarráði og formaður heilbrigðisráðs, Sigurjón Fjeldsted, formaður stjórnar SVR, í stjórn skólamálaráðs og fræðsluráðs, og Þórunn Gestsdóttir, formaðurjafnróttisnefndar, varaformaður ferðamálanefndar og í stjóm umhverfismálaráðs. W W W W W W W W! W V W js ^ | f ^ ^ t Sambýlismaður minn, RAGNAR GISLI KJARTANSSON, lést á gjörgæsludeild Landspítalans 25. október. Fyrir hönd aðstandenda. Kristín E. Sigurðardóttir. t Faðir minn og tengdafaðir, ÁGÚST INDRIÐASON, Álfaskeiði 121, Hafnarflrðl, er látinn. Guðbjörg Ágústsdóttir, Ólafur Ingimundarson. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MAGNÚSÍNA JÓNSDÓTTIR, Njálsgötu 54, lést í Landakotsspítala 26. október. Sigurður Runólfsson, Fjóla Ágústsdóttir, Runólfur Runólfsson, Margrét Jóna Finnbogadóttir, Vilborg Runólfsdóttir, Guðmundur H. Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR G. GUÐMUNDSDÓTTIR, Hrafnistu, Reykjavfk, áður til heimilis á Óldugötu 2, Hafnarflrði, andaðist 22. október. Útför hennar fer fram frá Áskirkju, Reykjavík, föstudaginn 28. október kl. 13.30. Jarðsett verður f Hafnarfjarðarkirkjugaröi. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, HELGA LAUFEY HANNESDÓTTIR, Brekkukotl, Reykholtsdal, lést á heimili sínu 22. október. Jarðarförin fer fram frá Reykholts- kirkju laugardaginn 29. október kl. 14.00. Guðmundur Guðjónsson, Ólöf Guðmundsdóttir, Þorvaldur Jónsson, Ingibjörg Inga Guðmundsdóttír, SiguröurÁrni Magnússon, Guöjón Guðmundsson, Hulda Laxdal Hauksdóttir, og barnabörn. t Þann 25. október sl. lóst í sjúkrahúsi Keflavíkur okkar hjartkæri eiginmaöur, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, HARALDUR ÁGÚSTSSON smiður, Framnesvegi 16, Keflavfk. Jarðarförin verður auglýst síðar. Elrfka Haraldsdóttir, Aldfs Haraldsdóttir, Sólveig Haraldsdóttlr, Haraldur L. Haraldsson, Ágúst Lfndal Haraldsson, Hreinn Lfndal Haraldsson, Sveinbjörg Haraldsdóttir, Fjóla Eirfksdóttir, Steinþór Eyþórsson, Sigurður Guðnason, Arnbjörn Óskarsson, Ólöf Thorlacius, Edda Olgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Móðursystir okkar, SIGURVEIG GUÐBJARTSDÓTTIR, Sólvangi, áöurtil heimilisf Köldukinn 17, Hafnarfirði, sem andaðist 22. október sl., verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 28. október kl. 15.00. Guðrfður Guðmundsdóttlr, Aðalheiður Guðmundsdóttir, Sólveig Guðmundsdóttir, Guðmundur S. Guðmundsson og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.