Morgunblaðið - 27.10.1988, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1988
43
efni. Til hans var alltaf hægt að
leita. Oft rak mig í rogastans yfír
því, hversu hugmyndaríkur hann
var og vel heima í öllu. Var þá
sama hvort um var að ræða heims-
bókmenntir eða það nýjasta á sviði
læknavísindanna. Hann kom manni
sífellt að óvörum.
Það er alveg sérstakur kafli útaf
fyrir sig, hversu vel hann tók veik-
indum sínum undanfarin ár. Mig
undraði oft stórum hversu óhemju-
mikinn viljastyrk og atorku hann
hafði þrátt fyrir allt. Hann afí minn
lét fátt aftra sér og lagði út í flesta
hluti. Ógleymanlegt verður það mér
alltaf, þegar við vorum saman eitt
sinn. Hann vildi endilega fara niður
á „Hressó", sinn gamla kaffistað,
þar sem hann hitti kunningjana iðu-
lega forðum daga. Erindi hans
þangað nú, var að kaupa alveg sér-
staka tjómaköku handa ömmu
Grétu, sem var náttúrlega alveg
bannvara fyrir hana.
Ég ók auðvitað inn í göngugöt-
una, Austurstræti, svo hann þyrfti
sem minnst að ganga. Afí fékk
konunglegar móttökur á „Hressó",
þar sem afgreiðslustúlkumar
þekktu hann flestar. Á leið út fór
nærri því illa, afí gat allt í einu
varla hreyft sig. En þetta sýnir
betur en flest annað, hversu mikill
hugurinn var og þegar vel gekk,
fannst honum hann geta gert alla
hluti.
„Afí Óli“ var heimsmaður í þess
orðs fyllstu merkingu. Ég hefí alltaf
verið stoltur af honum. Elsku ömmu
minni, Grétu, sendum við Rannsý
okkar innilegustu samúðarkveðj ur.
Hugur okkar er hjá ykkur öllum á
þessari sorgarstundu.
Sigurður
Kveðja frá nemanda
Við frétt um lát Ólafs H. Einars-
sonar kennara fylltist hugur minn
góðum minningum um hann og
þakklæti, fyrir að hann kenndi mér
er ég var í gagnfræðaskóla.
Ólafur var minn uppáhaldskenn-
ari, og bar ég mikla virðingu fyrir
honum og í þeim fögum er hann
kenndi mér stóð ég mig bezt, því
honum vildi ég ekki bregðast, jafn-
IMOKIA
jyx
A1IKLIG4RDUR
MARKAÐUR VID SUND
(§)
TÚLVUSKEYTING MEÐ CROSFIELD
■
MYNDAMÓT HF
vel í mannkynssögu. í enskutíma
hjá honum er kom að orðinu Gentle-
man = Heldri maður, góður dreng-
ur, stóð í orðasafni í ensku kennslu-
bókinni, fannst mér það eiga við
Ólaf Einarsson, kennarann okkar.
Því hann var glæsilegur, hafði sér-
staklega fágaða framkomu og var
svo indæll.
Skil ég enn betur í dag þvílíkt
lán það er nemendum að hafa jafn
góðan kennara sem Ólafur var.
Eiginkonunni, Grétu Sigurborgu,
dætrunum Elínu og Eddu og fjöl-
skyldunni allri samhryggist ég inni-
lega.
Svava Siguijónsdóttir
Ólafur Hafsteinn Einarsson
kennari lést 16. október sl. Þannig
fregnir berast okkur dag hvem, þó
nöfn séu breytileg. Og þeir, sem
eru á mínu aldursskeiði, eiga alloft
samferðamenn sína í þeim hópi, sem
hverfur af sviði. Og minningar eru
margbreytilegar.
Það vildi svo til að ég var fyrir
skömmu uppi á Reykjalundi. Það
var nokkuð um liðið síðan ég var
þar síðast á ferð. Og þegar ég sá
hve skógræktin hefur tekið vel við
sér varð mér að orði: „Þegar ég sé
þennan fallega gróður hér dettur
mér alltaf fyrst í hug Ólafur Einars-
son kennari, og hans ötula starf við
gróðursetninguna. “
Við Ólafur urðum tímakom
samtíða á Reykjalundi og var
ástæðan sú, að bæði höfðum við
komist í kynni við berklana. Ég var
þar aðeins sumargestur, en Ólafur
gerðist þar upp frá góður liðsmað-
ur, bæði sem kennari og ræktunar-
maður. Hann stóð m.a. fyrir iðn-
skóla og annarri framhaldsfræðslu.
Og þegar ungir Reykvíkingar í
Vinnuskóla Reykjavíkur voru sendir
til Reykjalundar til að leggja drög
að nýjum skógi, var Ólafur vinsæll
og vellátinn leiðbeinandi og muna
nemendur hann enn. Var það sér-
stakt lán fyrir starfsemi Reykja-
lundar að jafn hæfur maður sem
Ólafur skyldi helga svo mikið af
hæfni sinni og kröftum starfínu þar.
Ólafur var orðinn heilsubilaður
hin síðari ár og hafði fengið inni í
Hjúkrunarheimilinu Skjóli. Vinir og
ættingjar gerðu sér vonir um að
hann gæti átt þar góða dvöl. En
sú dvöl- varð skammvinn. Ólafur
lokaði augum sínum án þjáninga í
síðasta sinn þann 16. október sl.
Grétu, eftirlifandi ekkju Ólafs,
og skeleggum dætrum og öðrum í
fjölskyldunni sendi ég innilegar
samúðarkveðjur.
Valborg Bentsdóttir
Konur
sem reka lítil fyrirtæki eða
hyggjast stofna fyrirtæki:
Námskeiðið Stofnun og rekstur fyrir-
tækja verður haldið 30.okt.-5. nóv.
Meðal efnis: frumkvöðullinn, stofnáætlun,
markaðsmál, fjármál, form
fyrirtækja og réiknisskil.
Námskeiðið fer f ram í kennslusal
Iðntæknistof nunar í Keldnaholi.
Þátttaka tilkynnist í síma 687000.
nlÐNT/EKNISTOFNUN
ÍSLANDS
rekstrartæknisvið.
Nokkur dæmi um
hvemig VIB gætir
hagsmuna viðskiptavina
sinna:
Verdbólga: Hjá VIB helst
sparifé alltafverðtryggt með
7-12% ávöxtun umfram
verðbólgu.
Ahœtta: Hæstu ávöxtun
fylgir alltafeinhver áhætta.
VIB selur aðeins örugg verð-
bréf með góðri ávöxtun.
Skattlagiiing: Hlutabréf
og skuldabréf geta verið
eignarskattsfrjáls. Starfsfólk
VIB bendir viðskiptavinum
sínum á góöar leiðir í skatta-
málum.
Upplýsingar: Viðskipta-
vinirVIB fá 8 síðna frétta-
bréf mánaðarlega og eig-
endur „Verðbréfareikninga
VIB" fá sentyfirlit 7 sinnum
á ári.
LEYFUM SPARIFÉNU AÐ VAXA!
VIB
VERÐBRÉFAMARKAÐUR IÐNAÐARBANKANS HF.
Ármúla 7, 108 Reykjavik. Sími68 15 30
Eigi sparifé dd bera ríkulegan ávöxl verðurad hlúa að því
eins og trjágródrinum í okkar uppblásna landi. VIB
frá upphafi leitast viö að gerajarðveginn fyrir sparifé
landsmanna sem frjósamastan.
Fjölbreytt þjónusta
VIB býður viðskiptavinum
sínum marga góða kosti í
verðbréfaviðskiptum. Sem
dæmi má nefna „Söfnunar-
reikning" fyrir þá sem eru að
safna fyrir útborgun í bíl eða
íbúð, eða „Eftirlaunareikn-
ing" fyrir þá sem leggja fyrir
reglulega í sjóð til eftirlauna-
áranna. „Verðbréfareikn-
ingur VIB" er alhliða reikn-
ingur fyrir þá sem vilja ávaxta
sparifé í verðbréfum á hag-
kvæman og öruggan hátt.
Viðskiptavinir VIB ákveða
sjálfir ásamt ráðgjöfum
sínum hvaðareikningureða
verðbréf henta þeim best.
Ráðgjafar VIB hafa nýjar
upplýsingar um verðbréf,
vexti, vísitölur og skattamál
á reiðum höndum.
Fastir vextir yfir
verðbólgu í 3-12 ár eða
skemmri tíma
Orugg ávöxtun umfram
verðbólgu kemur sér best
þegar til lengri tíma er litið.
Bankabréf, spariskírteini
ríkissjóðs, skuldabréf Glitnis
hf. og opinberra fjárfesting-
arlánasjóða eru meö vöxtum
til margra ára sem ekki
breytast fyrir gjalddaga
bréfanna. Þannig er unnt
að tryggja fasta 8-10% vexti
ylir verðbólgu í 3-12 ár eða
skemmri tíma. Þetta er
staðreynd sem vert er að hafa
í huga nú jiegar vextir í'ara
lækkandi.
Meiri upplýsingar?
Komið í heimsókn og taliö
við okkur um hvernig hlúa
megi að sparifénu.