Morgunblaðið - 25.11.1988, Side 10

Morgunblaðið - 25.11.1988, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1988 Hin járnharða skel Fáir íslenzkir málarar bera í jafn ríkum mæli svip af skólun sinni og Jón Óskar Hafsteinsson. Tækni hans er í hæsta máta amerísk og ber keim af auglýsinga- iðnaðinum þar, risavöxnum stækk- unum í myndvarpa og hámarks áhrifamætti. Þær bera og vott um það tröllslega miskunnarleysi, sem mjög er dýrkað vestra ásamt tak- markalausri eiginhyggju svo sem hún skín frá breiðtjöldum kvik- myndáiðnaðarins. Yfirnáttúrulegar goðsagnaverur, sem ekkert bítur á, bera jafnan sig- ur af hólmi og eru dýrkaðar líkast Faraóunum í Egyptalandi í eina tíð. Þá minna fígúrur hans ekki svo lítið á ofurmennina, sem þunga- rokkarar eru að leika eða mótor- hjólaberserki svo sem Hells Angels. Eða dregið saman í hnotskum — draumur um sigur hrokans. — Hér er um lýsingu að ræða en enga beina listrýni — lýsingu á því hvem- ig myndir hans koma mér fyrir sjón- ir. Með Ijúfu geði viðurkenni ég að hinir stóru dúkar hans búa oft yfír mikilli kynngi og grafískri auðlegð í sinni eintóna tækni. Þær búa og yfir miklu seiðmagni á stundum ásamt áleitinni, dulmagnaðri stemmningu, sem ber svip af eilífð- inni. En um leið eru þær eintóna og Hráar, sem mun vera meir af ásetn- ingi en skorti á fjölhæfni en hvort þessi ásetningur sé kórréttur eða AUSTURBÆR Sóleyjargata o.fl. Lindargata 39-63 o.fl. Hverfisgata 4-62 o.fl. Skúlagata Laufásvegur 58-79 o.fl. Skipholt 40-50 o.fl. fHorgtsttfrlðfófr þrengi geranda sínum út í horn verður framtíðin að skera úr. En á meðan virkar þetta sem áhugaverður leikur, sem leiðir hug- ann í senn að Mishima sem Amold Schwarzwnegger — og hann getur hægast tekið undir með ítalska málaranum Francesco Clemente: „Ég mála lífið og lífið er ofbeldi" ... Séra Sigurður Pálsson Bænabók fyrir börn BÓKIN Böra og bænir er komin út hjá Almenna bókafélaginu. Séra Sigurður Pálsson hefúr annast val og þýðingar bænanna. I bókinni er að fínna alkunn íslensk bænavers, órímaðar bænir sem samdar hafa verið fyrir munn barna og bænir sem böm frá ýms- um löndum hafa samið. Kaflaheiti em Signingin, Kvöldbænir, Morg- unbænir, Þakkarbænir, Heimili, Skóli, Félagar og Faðir vor. í bókar- lok er kafli eftir Sigurð Pálsson um skírn, böm og bænir. Bókin er 64 blaðsíður í stóm broti. Prentun annaðist Prenttækni og útlit Búi Kristjánsson. mita MITA DC-1205: Föst plata sem þýðir minna pláss. Utamöguleikar. 12 eintök á minútu. Þolin og örugg. FJÖLVAL HF. Ármúla 23 Sími 688650 Á ferð um tilveruhring- inn að reka burt óttann? Leiklist Jóhanna Kristjónsdóttir Þjóðleikhúsið: Stór og smár eftir Botho Strauss Þýðandi: Hafliði Arngrímsson Leikmynd og búningar: Gretar Reynisson Tónlist: Hjálmar H. Ragnarsson Lýsing: Asmundur Karlsson Leikstjóri: Guðjón P. Pedersen Auðvitað mætti byrja þessa umsögn á að segja að fyrir höf- undi vaki að sýna tilvistarkreppu mannsins í firrtum heimi. En frasi af því tagi hrekkur ekki langt til að segja um hvað leikritið snýst. Stúlkan Lotta, sem er kannski vera, kannski hugmynd, kannski bam og kannski ekki til, er leikinn á enda á ferðinni. Hún er að leita eftir að ná sambandi við fólk, knúin áfram af þörf til að vekja upp tilfínningar með þeim, hlú að sínum eigin, eða reyna að fá botn í þær. Þó veit hún ekki hvert skal stefna, hvemig hún á að nálgast þá sem verða á vegi hennar og það sem meira er, samferðarmenn hennar um tímann — sem getur verið langur og getur líka verið örskotsstund — vita það ekki held- ur. Samt skilur Lotta alls staðar eftir sig einhver áhrif, kallar fram spurningar en það er engin ástæða til að kreíjast allra svara. Leikritið er við lestur einan sérstaklega yfirhlaðið, engu líkara en höfundur hafi ætlað að af- greiða eiginlega allt á einu bretti. Þegar betur er að gáð verður varla „replikka" sem manni fínnst að hafí mátt missa sig, áhorfandi fer smám saman að skilja ákefð höfundar og taka þátt í henni. Og það er ekki minnsti kosturinn, að höfundur lætur áhorfandá eft- ir, hveijum fyrir sig, að draga ályktanir, komast að niðurstöðu eða einfaldlega að njóta. Guðjón P. Pedersen sýnir hug- myndaflug og listfengi við upp- færslu leikritsins, vinnubrögð vönduð og frjó í senn. Staðsetn- ingar eru oftast nær unnar af stakri nosturssemi, nefna má at- riðið á undan „Tíu herbergjum" sem var til fyrirmyndar, auk þess að vera skemmtilegt. Kyrralífs- myndin í byrjun annars þáttar er annað dæmi um lofsverð og at- hyglisverð vinnubrögð leikstjóra. Sýningin stendur ansi mikið og fellur með því, hvemig hlutverk Lottu er leyst af hendi. Þar vann Anna Kristín Amgrímsdóttir eft- irminnilegan leiksigur. Þó að hún væri nokkuð yfirspennt í Ma- rokkóþættinum fyrsta, átti hún þar ágæta spretti og óx síðan með hveijum þætti. Hún lætur áhorfandann sjálfan um að draga ályktun um hvað Lotta er; hug- mynd, vera, biliið manneskja, góð og einlæg sál. Á alla þessa strengi náði Anna Kristín að slá af viðeig- andi leikni. Amar Jónsson sýndi ágætan leik í ýmsum gerva sinna, en óborganlegastur sem bróðirinn Bemd í „Fjölskyldu í garðinum“. Það er ekki stórhlutverk en varð stórt í meðförum Amars. Ámi Tryggvason og Guðrún Stephen- sen vom hugvitssöm og í'uil af húmor í útfærslu á sínum hlut- verkum, mér fannst skugga- myndaatriðið þeirra lánast mjög vel, þar vár í senn vel á málum haldið af leikstjóra og leikumm. Kristbjörgu Kjeld tókst að gera konu Tyrkjans hæfilega aumkun- arverða og skopfæra hana í leið- inni. Aftur varð henni ívið minna úr eiturlyfjaneytandanum. Sig- urður Skúlason lék við hvem sinn fingur í þessari sýningu og brand- arakall hans var mjög hyggilega unninn, svo að áreynslulaust virt- ist. Einnig áttu hann og Anna Kristín góðan samleik í „Englin- um viðbjóðslega“. Róbert Arnf- innsson var í hlutverki Wilhelms tannlæknis í „Fjölskyldu í garðin- um“ og leysti það af hendi eins og honum sómir. Allmargir leikaranna hafa ekki sést oft á sviði Þjóðleikhússins og settu frískandi svip á sýninguna. María Sigurðardóttir er án efa með betri leikkonum og hefur sýnt það í mörgu, einkum í sýn- ingum hjá Alþýðuíeikhúsinu. Hún dró upp skarpa og nöturlega mynd af drykkfelldu og gleðilausu tann- læknisfrúnni og sem rannsóknar- kona í Tíu herbergjum. Henni tókst einnig mæta vel upp f dyr- asímaatriðinu með Lottu. Guðlaug María Bjamadóttir átti í nokkmm brösum með framsögn í „Nætur- vöku“, réði ekki almennilega við röddina, þegar til æsings kom, en var ágæt manngerð í hlutverkið. Anna Kristín Arngrímsdóttir, Guðlaug María Bjarnadóttir og Árai Pétur Guðjónsson í hlut- verkum sínum. Á innfelldu er Anna Kristín Aragrímsdóttir í upphafsatriðinu. Ellert Ingimundarson náði sér ekki á strik sem gítarleikari, nema helst í stuttum samleik með Önnu Kristínu. Strákurinn varð einnig of ýktur og framsögn Ellerts er fullþvinguð. Ámi Pétur Guðjóns- son var að mínu viti bestur í þættinum „Lesið fyrir“ og nokkuð glúrinn rannsóknarmaður. Ámi Pétur hefur oftast vald á svip- brigðum, og sýndi það best í stilli- mjmd annars þáttar, þótt ekki gengju þar alls kostar upp sam- skipti hans og eiginkonunnar, þegar á leið. Framsögn Áma Pét- urs er skóluð og oft blæbrigðarík. Bryndís Petra Bragadóttir Iék stúlkuna fyrirhafnarlítið, en brást nokkuð bogalistin í hlutverki Konu í hnepptum kjól upp í háls. Þar kann einnig að vera við leik- stjóra að sakast. Leikmynd Gretars Reynissonar og búningar áttu dijúgan þátt í hversu vel sýnigin lánaðist, piýði- legt verk og hið sama gildir um tónlist Hjálmars H. Ragnarsson- ar. Þýðingin hljómaði oftast nær þjál og sannfærandi. Þetta er löng sýning og verður þó aldrei langdregin. Það er ein- hver seiður í þessum texta, sem gerir að verkum að athyglin er glaðvakandi. Að viðbættum hú- mor og hugvitssemi leikstjóra. Það er mikið gott að textinn var ekki stýttur en það er óhjákvæmi- legt að búast við því að ýmsum muni þó þykja sem sumu hefði mátt þjappa saman. Ég hef ekki langalengi séð jafn vandaða og athyglisverða sýningu í Þjóðleik- húsinu. Og var orðið tímabært. Bamabók eftir Margréti E. Jónsdóttur BÓKAÚTGÁFAN Seigall hefiir gefið út bókina „Skotta eignast nýja vini“ eftir Margréti E. Jónsdóttur, fréttamann á Ríkisútvarpinu. Bókin er sjálf- stætt framhald sögunnar um Skottu og vini hennar, sem kom út vorið 1987. í fréttatilkynningu útgefanda segir m.a.: „Aðalsöguhetjurnar, húsamýsnar Skotta og Bolla, eiga heima við lítinn sumarbústað. Þær langar til að skoða sig um í heimin- um og gerast laumufarþegar í bíl fjölskyldunnar sem á sumarbú- staðinn. Ætlunin er að kynnast því sem borgarlífið hefur upp á að bjóða. En margt fer öðruvísi en ætlað er. Þær komast ekki alla leið heldur verða strandaglópar hjá gamalli einsetukonu sem býr í svolitlum torfbæ úti við sjó.“ í bókinni eru myndir eftir Önnu V. Gunnarsdóttur. Hún er 116 blaðsíður, prentuð og bundin í prentsmiðjunni Odda. Mál og menning dreifir henni. MargTét E. Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.