Morgunblaðið - 25.11.1988, Page 18

Morgunblaðið - 25.11.1988, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1988 E S T E E 1 0 U D E R Snyrtivörukynning í dag frá kl. 14-18. Snyrtivöruverslunin TARÝ, Rofabœ 39, s.673240. ÍFÚAMÝM Ja, hver þrefaldur! ! Þrefaldur fyrsti vinningur á laugardag! Láttu ekki þrefalt happ úr hendi sleppa! Leikandi og létt! Upplýsingasími: 685111 eftirHalldór Blöndal Nú er lokið 1. umræðu í efri deiid um frumvarp til iánsflárlaga. Ríkis- stjómin lætur í veðri vaka að hún vilji gera hvort tveggja í senn, lækka raunvexti og bæta stöðu atvinnu- 'vega. Frumvarpið og málflutningur flármálaráðherra sýna því miður, að hvorugt gengur eftir. í því sambandi bendi ég á eftirfarandi: • 1.1 þjóðhagsáætlun er gert ráð fyrir að landsframleiðsla fari minnk- andi á næsta ári. Einkaneysla og fjárfesting munu dragast verulega saman, en á hinn bóginn er stefnt að auknum ríkisútgjöldum að magni til. Verulegur samdráttur í afla á næsta ári virðist ekki hafa minnstu áhrif á ríkisstjórnina, þannig að hún endurskoði útggjaldaáform sín með hliðsjón af versnandi stöðu þjóðar- búsins. • 2. Til þess að mæta vaxandi ríkisútgjöldum hyggst ríkisstjómin auka skattbyrðina, sem leggst á með tvöföldum þunga vegua versnandi afkomu einstaklinga og fyrirtækja. Fjármálaráðherra hefur gaman af að tala um, að erlendis sé skatt- byrðin þyngri en hér og ekki annað að heyra en honum finnist nauðsyn- legt þess vegna að bæta við nýjum sköttum héma líka og þyngja álög- umar ofboðlítið í leiðinni. Það er ekki von að maður með þetta við- horf til skattlagningar skili árangri í niðurskurði ríkisútgjalda, þegar hann telur að hveijum nýjum út- gjöldum eigi að mæta með nýjum sköttum og umframeyðslu á sama hátt! • 3. Stefnt er að því að skera niður erlendar lántökuheimildir fýr- irtækja, en þó er gert ráð fyrir er- lendum lánum að fjárhæð 1,8 millj- arða króna til að halda uppi halla- rekstri í útflutningsgreinum, einkum frystingunni. Samtímis er hlutdeild ríkisins í innlendum spamaði aukin verulega og stefnt að því að einung- is ríkisskuldabréf skuli undanþegin tekju- og eignarskatti. Svo var að heyra sem ríkisskuldabréfin ættu auk þess að njóta betri verðtrygging- ar en önnur skuldabréf, en flármála- ráðherra v&r ófáanlegur til að skýra mál sitt í þeim efnum afdráttar- laust. Með þessu er þrengt svo að fyrirtækjunum á innlenda fjár- magnsmarkaðnum, að óhjákvæmi- legt er að raunvextir hækki. Ekki síst þegar það er jafnframt haft í huga, að sparnaður mun dragast saman með versnandi efnahag heim- ilanna á næsta ári, svo að skortur verður á lánsfé. • 4. í þjóðhagsáætlun og fmm- varpi til lánsfjárlaga er gert ráð fyr- ir, að gengi krónunnar styrkist enn á næsta ári. Forsætisráðherra hefur marglýst yfir að þessar forsendur séu rangar og fjármálaráðherra tek- ið í sama streng. Geta þessir heiðurs- menn ætlast til að aðrir taki mark á þeim forsendum, sem þeir sjálfir hafa lýst yfir að þeir trúi ekki á eða gefið í skyn að þeir trúi ekki á? Stuðningsmenn þeirra á Alþingi munu gera það af því að þessi ríkis- stjórn er einungis mynduð til að reyna að koma Sjálfstæðisflokknum á kné og skipta þá forsendur, sann- indi og réttsýni engu máli. En setjum svo að forsendur frumvarpsins verði látnar ráða og gengi krónunnar var- ið og haldið uppi með yfirdrætti í Seðlabankanum. Það hefur óhjákvæmilega í för með sér vaxandi halla útflutnings- og samkeppnisgreina, sem aftur kallar á nýjar erlendar lántökur og enn hærri skatta til að halda at- vinnulífinu gangandi, sem auðvitað er ekki hægt nema í takmarkaðan tíma. Eftir því sem þetta ástand varir lengur, verður vandinn stærri Leikgerð Eychennes á Nashyrningnum í Iðnó Eric Eychenne Eric Eychenne sýnir leikgerð sina af smásögunni Nashyrn- ingurinn eftir Ionesco í Iðnó mánudagskvöldið 28. nóvember kl. 20.30. Sýningin er f boði Alliance Francaise Leikferill E. Eychennes er lang- ur og fjölbreytilegur. Hann hefur starfað með ólíkum leikhúsum og tekið þátt í að stofna 3 tilraunale- ikhús; Tilraunaleikhúsið i Nevres, Le TEX í Aix-en-Provence og „Mini-Théatre de Marseille“. Frá 1971—79 hefur hann aðallega fengist við uppfærslur á eigin leik- ritum og leikgerðum. Sem dæmi um viðfangsefni má nefna verk eftir höfunda eins _og Rabelais, Sade og Rimbaud. Á þessu tíma- bili hefur E. Eychenne ferðast með leiksýningar sínar og „Théa- tre de Marseille" um Frakkland, Evrópu, USA, Indland og Mið- Austurlönd. Frá 1979 hefur hann einkum starfað sem leikari í París og Ástralíu. En það var ekki fyrr en eftir að hafa unnið sem dag- skrárgerðarmaður við útvarp að hann ákvað að gefa sér tíma til að vinna enn frekar með einþátt- ungs-hugmyndina þar sem efnið væri ekki einungis einfaldað held- ur einnig dýpkað. Eftir að hafa hitt Eugéne Ionesco í Stuttgart verður niðurstaðan ný uppfærsla á smásögunni „Nashymingur- inn“. Eugéne Ionesco Ionesco fæddist í Rúmeníu árið 1912. Faðir hans var Rúmeni en móðirin frönsk og hann ólst upp í Frakklandi til þrettán ára ald- urs. Þannig varð franska móður- mál hans. Síðan bjó hann í Búkar- est, stundaði þar framhaldsskóla og háskóla og varð þar frönsku- kennari. Hann sneri aftur til Frakklands 27 ára gamall og sett- ist þar að fyrir fullt og allt árið 1940. Hann semur leikrit sín og önnur ritverk á frönsku. Ionesco er áreiðanlega þekkt- astur hér á landi eins og víða annars staðar fyrir fyrsta leikrit sitt, Sköllótu söngkonuna, sem var frumsýnt í París 1950. Nashyrníngurinn var fyrst fluttur í Dusseldorf 1959 og í París ári síðar. Ionesco hefur fyr- ir sið að skrifa smásögur sem eins konar drög að leikritum sínum. Smásagan Nashyrningurinn var gefín út 1955: hún endar á von- leysi Bérenger um að geta nokk- um tíma breyst. En í leikritinu er aukið þar við nokkrum setning- um þar sem Bérenger tekur á sig rögg, þrífur byssu sína og býst til vamar: „Gegn þeim öllum, ég skal veija mig gegn öllum, ég skal veija mig. Ég er síðasti mað- urinn, ég skal vera það þangað til yfír lýkur. Ég gefst ekki upp“. Þannig hljóða lokaorð leikritsins. Éric Eychenne byggir leikgerð sína á smásögu Ionescos. Sagan er frásögn söguhetjunnar, Béren- ger, í fyrstu persónu af atburðum. Hann segir frá sinni eigin reynslu. í leikritinu verða áhorfendur hins vegar sjálfir vitni að atburðunum. Þannig er smásagan raunar tvíræðari og áleitnari. Kannski eru engir nashyrningar til nema í kollinum á Bérenger. í upphafi leiksins er hann einn, innilokaður og uppgefínn, niðurbrotinn mað- ur. Og smám saman rifjar hann upp fyrir sjálfum sér og öðmm hvar og hvenær og hvernig nas- hymingamir fóm að birtast og hann lokaðist af frá heiminum. Sýningin fjallar þá einnig um til- vistarlegan vanda einstaklings frammi fyrir öðm fólki. Og þó em nashyrningarnir áfram raunvem- legir, að_ minnsta kosti í hans augum. Éric Eychenne setti verk- ið fyrst upp árið 1983 eftir að hann hitti Ionesco að máli. Hann leikur sjálfur Bérenger, en líka alla hina: Jean, rökfræðingurinn, skrifstofustjórann, frú Boeuf og Daisy. Hvert þeirra verður sjálf- stæð persóna hvað snertir rödd og alla háttu. Sviðsetningin er eins og leikararnir væm jafn- margir persónunum, allt upp í sex á sviðinu í einu. Éric Eychenne hefur farið víða um lönd með þessa sýningu. Hann hefur gert nokkuð af því að setja upp eins manns sýningar. Nashyringurinn er sú sýninga hans sem hvarvetna hefur hlotið mesta eftirtekt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.