Morgunblaðið - 26.11.1988, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 26.11.1988, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1988 - ■v Tónleikar Tónlistarfélagsins: Frumfluttir lagaflokkar eftir Hafliða Haflgrímsson og Messiaen Hafliði Hallgrimsson sellóleik- ari og tónskáld er staddur hér- lendis um þessar mundir. Kemur hann fram ásamt Jane Manning sópransöngkonu og David Mason pianóleikara á tónleikum Tónlist- arfélagsins i íslensku óperunni í dag, laugardag, klukkan 14.30. Verður þar flumfluttur laga- flokkur fyrir sópran og selló eft- ir Hafliða og annar lagaflokkur eftir Olivier Messiaen og sónata fyrir selló og pianó eftir Claude Debussy. Hafliði hefur sem kunnugt er búið i Englandi og Skotlandi um árabil en ávallt komið til íslands með reglulegu millibili til tónleikahalds og hef- ur þá gjarnan meðferðis nýtt tónverk. Svo er einnig nú og er hér um að ræða nokkuð um- fangsmikinn lagaflokk sem byggður er á Ijóðum eftir rússn- eska ljóðskáldið Anna Akh- matova en hún er eitt af stór- skáldum Rússa á þessari öld. Hafliði Hallgrímsson er spurður nánar um lagaflokkinn: „Þessi lagaflokkur er saminn sérstaklega fyrir hina frægu ensku söngkonu Jane Manning sem frum- flutt hefur fleiri tónverk eftir ung tónskáld um allan heim en nokkur önnur söngkona. Árið 1977 samdi ég fyrir hana tónverk sem ég kall- aði Lark og frumflutt var á sama ári í London. Hún bað mig um að skrifa fyrir sig annað tónverk og 1982 samdi ég stuttan lagaflokk við ljóð skáldkonu sem heitir Anna Akhmatova og fluttum við hann hér heima skömmu seinna. Tónverk þetta var svo tekið upp hjá BBC í fyrra og felldi ég þá úr ýmislegt til að gefa verkinu meiri og drama- tískari spennu. Eftir að ég heyrði svo útsendinguna í Bretlandi áttaði ég mig á að hér væri ég með nokk- uð góðan stofn, sem vel gæti skotið nýjum greinum. Þegar ég hófst aftur handa ákvað ég að líta ekki á það sem þegar var búið að semja en leyfa undirmeðvit- undinni að tengja saman það nýja og gamla og eftir á að hyggja fann ég margar tilvitnanir en alltaf ögn breyttar. Þessi atriði sé ég auðveld- lega af því að ég samdi tónverkið en það getur verið gott að láta verk vaxa í svo langan tíma. Þar sem stór hluti af þessu tónverki er nýr og töluvert búið að laga til þann gamla tel ég þetta hiklaust frum- flutning." Eins og æsandi firéttir Höfundur ljóðanna er Anna Akh- matova sem fyrr segir. Hún fædd- ist í Odessa árið 1889 og lést í Leningrad 1966. Hafliði greinir nánar frá kynnum sínum af þessari skáldkonu: „Árið 1962 eða þar um bil kom út hér á landi hin frábæra en stutta ævisaga Boris Pastemaks í þýðingu Geirs Kristjánssonar, Tilraun til sjálfsævisögu. Þessi bók hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér en í henni nefnir hann þessa ofan- greindu skáldkonu. Ég vissi um leið og ég sá nafnið að ég ætti eftir að hafa mikið af ljóðum hennar að segja. Þegar ég loksins náði í þau var það eins og komast í dularfuliar en æsandi fréttir, en ég er enn að uppgötva ljóðin og feril hennar. Á næsta ári eru hundrað ár frá fæð- ingu þessa ljóðskálds og eins og ástandið er í dag í Rússlandi er von á meiri fréttum af lífí hennar og list. Andrei Sinyavsky sagði ein- hvem tíma, að svið það sem ljóð hennar spannaði, væri allt frá veik- asta hvísli til upphafinnar mælsku, frá hálfluktum augum til þmma og eldinga. Frægustu ljóð hennar eru Requi- em og Ljóð án hetju, það síðar- nefnda var 15 ár í smíðum, en í því kemur m.a. Leningrad mikið við sögu þar sem Anna bjó svo til alla sína tíð. Eftir að Stalín lést vom sum ljóða hennar gefín út, en enn þann dag í dag hefur Requiem ekki verið gefíð út í heild sinni í Rúss- landi. Joseph Brodsky hefur kallað Stalínstímabilið eitt það dýrslegasta í sögu mannkynsins, aðeins þeir sem em sannir listamenn og hafa dirfsku geta mætt slíkum ógnum, slíkum örlögum, en það gerði Anna. Requiem heiðrar ekki aðeins þá sem dóu, heldur og ljóðlistina. Sonur Önnur var hnepptur í fangelsi og hún rekin úr rithöfundafélaginu, tveir leynilögreglumenn fylgdust með ferðum hennar. Hún var alltaf fátæk, en kom alltaf fram eins og það stórmenni sem hún var. Hún taldi sig hafa óvenjuleg völd yfir fólki, bæði til góðs og ills, en eitt er víst að hún var óvenju tryggur Hafliði Hallgrímsson sellóleikari og tónskáld. vinur og ein af þessum óvenjufáu manneskjum sem ekki var mögu- legt að spilla. Hvar em nú stjóm- málamennimir og embættismenn Stalíns, sem kvöldu hana? Þeir eru einhvers staðar á spjaldskrám, en ljóð hennar og persónuleiki hennar em hægt að sígandi að leggja und- ir sig heiminn. Eitt af hinum stórkostlegu ein- kennum hennar sem persónu og skálds, var að geta séð hlutina eins og þeir em: „hinn hreina og kunn- uga efniskennda heim“. Hún var einnig mjög trúuð og þegar hún dó komu um 5 þúsund manns til jarðar- farar hennar, fólk sem lært hafði - Skúli á Laxalóni Bókmenntir Sigurjón Björnsson Eðvarð Ingólfsson: Baráttusaga athafnamanns. Endurminning- ar Skúla Pálssonar á Laxalóni. Æskan, Reykjavík 1988,186 bls. í þessari bók rekur hinn kunni athafnamaður Skúli á Laxalóni, eins og hann er oftast nefndur, endurminningar sínar, eða starfs- og baráttusögu. Skrásetjari ritar fyrst stuttan inngang, þar sem hann greinir frá aðdraganda þess að bókin var skrifuð og lýsir fyrstu kynnum sínum af söguhetjunni. Síðan tek- ur Skúli sjálfur við stjórninni og talar í fyrstu persónu, það sem eftir er bókar. Skrásetjari stígur ekki framar á sviðið. Skúli er fæddur árið 1906, Vest- firðingur að ætt og uppmna. Ætt- emi sínu (allt til Jóns Arasonar), foreldri, umhverfí og uppvaxtar- ámm og fyrstu starfsámm hér syðra allt fram um 1950, gerir hann skil á rúmum 30 bls. bókar- innar. Höfuðatriði og meginmark- mið bókarinnar byrjar á bls. 44 með kaflanum Fiskeldið hefst fyr- ir alvöru. Þá upphefst fljótlega silungastyrjöldin mikla, sem stendur nálega óslitið í þijá ára- tugi og er því sannkallað þijátíu ára stríð. Minnir sú styijöld um margt á frásagnir íslendinga- sagna til foma, að því undanskildu að vígaferlin vantar. Skúli berst hetjulegri baráttu fyrir regnboga- silunginn sinn og lætur hvergi bilbug á sér finna, þó að oft yrði hann bæði „sár og rnóður". Höfuð- kempur í fjendaflokki vom hvorki Skúli Pálsson meira né minna en veiðimála- stjóri, hæstvirt landbúnaðarráðu- neyti og sér í lagi Framsóknar- flokkurinn. En Skúli sigraði að lokum þennan illvíga fjendaflokk eftir að sjálft Alþingi íslendinga snerist í lið með honum og úr- skurðaði honum bætur úr ríkis- sjóði. Frásögnin af þessari miklu orrahríð tekur yfír ungann úr bók- inni eða stórt hundrað blaðsíðna. Þær rúmar tuttugu blaðsíður sem þá eftir lifa segja frá tímum frið- sældar og farsældar (Nýir tímar fara í hönd). Skúli afhendir sonum sínum atvinnureksturinn og lög- maður fyrirtækisins um langt ára- bil verður stjómarformaður nýs hlutafélags. Fyrirtækið tekur nú að blómgast og dafna og breiða lim sitt vítt um land. Brautryðj- andinn og stríðskempan slíðrar vopn sín og sest á friðarstól og snýr huga sínum til himna „fullur þakklætis til þess sem yfir öllu ræður“. Það er vissulega ánægju- legt þegar miklar sögur enda svo. Kannski finnst einhveijum þetta galgopalega skrifað, þó að ekki væri það ætlunin. Frásögn þessi er vissulega alvarlegs eðlis. Hún segir frá dugmiklum og velgefnum manni, sem fullur kapps og áhuga og að því er virðist hárra hugsjóna um að hefja til vegs mikilvæga atvinnugrein, lendir í andstöðu við ráðamenn og stjórnvöld, sem loka á hann öllum dymm og bregða fyrir hann fæti við hvert skref sem hann stígur. Hún segir líka frá ódrepandi þreki og seiglu og óbil- andi trausti á réttan málstað. Vissulega vekur þessi saga margar spumingar. Skrásetjari hefði kannski mátt reyna að glíma lítillega við þær: Hvað kom t.a.m. andstæðingunum til að standa í þessu stríði við alsaklausan mann- inn (þ.e. mann með heilbrigða sil- unga)? Hvernig var mönnum inn- anbijósts í hinum herbúðunum? Hvað vom þeir að hugsa? Hvemig stóð eiginlega á því að menn horfðu svo lengi aðgerða- og at- hugasemdalaust á að tvær físki- ræktarstöðvar vom reknar svo að segja hlið við hlið, önnur með bull- andi taprekstri og tugmilljóna króna ríkisstyrk, hin fyrirgreiðslu- ÞAÐ ER DRAUMUR AÐ SOFA MEÐ BORÁS Mú þarftu ekki lengur að kvíða fyrir því að fara í háttinn. Hann er sænskur ogalveg frábær, þú verð- ur að prófa hann. B0RA5 sængurfatnaður er sænsk gæðavara úr 100% mjúkri bómull og fæst í öllum helstu heimilis- og vefnaðarvöruverslunum landsins. ENGIN SLAGSMÁL VIÐ K0DDAVERIN B0RA5 sængurfatnaðurinn er nefnilega sér- saumaður fyrir almennileg íslensk heimili. Koddaverin eru 50x70 cm. Engin afgangsbrot sem lafa útaf eða sem verður að troða undir. Eða þá þe55i slag5mál við að troða stóra og góða kodd- anum sínum inn í alltof lítið koddaver. MEITAKK! Ég tek sænska B0RA5 sængurfatnaðinn fram yfir allt annað - þú líka.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.