Morgunblaðið - 26.11.1988, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 26.11.1988, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1988 Atak nauðsynlegt í gamla miðbænum -segir Garðar Siggeirsson „Ef við ætlum ekki að horfa upp á gamla miðbæinn fyllast af bjórkr- ám og annari miður æskilegri starfsemi, verðum við að taka höndum saman og gera átak í umferðar og umhverfismálum miðbæjarins" sagði Garðar Siggeirsson, kaupmaður í Herragarðinum í samtali við Morgun- blaðið. Garðar rekur verslanir bæði í Aðalstræti og Kringlunni og seg- ist greinilega hafa orðið var við að sifellt fleiri geri innkaup sín í Kringlunni, á meðan verslun í miðbænum dragist saman. Garðar sagðist telja að það væri einkum þrennt sem ylli því að æ færri leggðu leið sína niður í bæ til að versla. í fyrsta lagi væri um 200 verslunum of mikið í bænum, f öðru Iagi væri aðkoman að miðbænum mjög slæm fyrir akandi fólk, og í þriðja lagi hræddust menn stöðu- mælaverði og bílastæðaleysi. Garðar sagðist álíta að með betri akstursleiðum inn í miðborgina, opn- un Austurstrætis og aukinni áherslu á umhverfí og útlit verslana mætti gera ínikið til að draga fólk að. í Austurstrætinu væru t.d. ekki nema örfáar verslanir, bankar og stofnanir væru þar allt of fyrirferðarmikil og þyrfti að flölga stofnunum og fyrir- tækjum sem drægju fólk að daglega. Það væri hægt að lyfta svip mið- bæjarins mikið ef húseigendur og þeir sem reka fyrirtæki og stofnanir tækju höndum saman. í Kringlunni hefðu kaupmenn reist 1.200 bíla- stæði á eigin reikning og mættu miðbæjarbúar gjarna taka sér það til fyrirmyndar. Ekkert þýddi að sitja með hendur í skauti og bíða eftir að borgaryfirvöld færðu mönnum hlut- ina á silfurfati. Garðar sagðist einnig telja að stuðla ætti að aukinni íbúðabyggð f miðbænum og væri Skúlagatan gott dæmi um það sem koma skyldi. í stað þess að teygja byggðina upp í óbyggðir væri nær að þjappa henni saman og nýta óbyggðar lóðir í mið- bænum, bæði undir fbúðarhús og stofnanir. Morgunblaðið/Þorkell Frá ársfundi Rannsóknaráðs ríkisins og Vísindaráðs. Forseti íslands frú Vigdís Finnbogadóttir var meðal gesta við setningu fundarins. Rannsóknarstarfsemi á íslandi: Helmingi minni fjárveit- ingar en æskilegt væri Simone Veil: Evrópsk kvikmynda gerð á í erfíðleikum ZUrich, frá önnu Bjamadóttur, blaðamanni Morgunblaðsina. FRANSKI stjómmálamaðurinn Simone Veil er formaður svo- kallaðs Kvikmynda- og sjón- varpsárs Evrópu 1988. Hún var viðstödd verðlaunaafhendingu Samtaka evrópskra útvarps- stöðva, EBU, fyrir besta sjón- varpshandrit ungra höfimda í Genf fyrir nokkra og verður f Vestur-Berlín þegar fyrstu Kvikmyndaverðlaun Evrópu verða afhent nk. laugardags- kvöld. „Þessi verðlaun eru liður í að styrkja og auka evrópska kvikmyndagerð," sagði hún í stuttu samtali við Morgunblaðið. „Þau eru liður f baráttu okkar gegn því að bandarískt efiii flæði yfir álfiina." „Við verðum að spoma við því að evrópskir borgarar sjái bara bandarískar kvikmyndir. Það er geigvænlegt að 80% kvikmynda á breskum sjónvarpsstöðvum eru bandarískar." Hún sagði þetta stafa af því að bandaríski markað- urinn er stór og mun hagkvæmari en sá evrópski. Bandarískar kvik- myndir væru því tiltölulega ódýrar fyrir evrópsk kvikmyndahús og sjónvarpsstöðvar. „Við höfum kannað rækilega hvemig hægt er að þróa evrópskan kvikmynda- markað til að auðvelda framleið- endum að koma kvikmyndum sínum á framfæri f öðmm Evrópu- löndum. Ef Evrópuþjóðimar vinna saman þá er hægt að þróa markað með svipuð efíiahagsskilyrði og bandarískir framleiðendur njóta. Það er hætt við að þjóðir hætti eigin framleiðslu ef markaðurinn er mjög smár. Það verður að koma Simone Veil formaður Kvik- mynda- og sjónvarpsárs Evr- ópu 1988. í veg fyrir það með því að auðvelda þeim aðgang að stærri mörkuðum." Veil sagðist sakna þess mjög hversu fáar evrópskar kvikmjmdir henni gefst kostur á að sjá í evr- ópskum stórborgum. „Það er vera- leg synd að ítölum gefíst til dæmis sárasjaldan kostur á að sjá skand- inavfska framleiðslu," sagði hún. „Dreifíkerfíð er mjög slæmt. Ég hef þurft að bfða f marga mánuði eftir að evrópskar myndir sem hafa fengið góða dóma á kvikmyndahát- íðinni f Cannes bærast til Parísar." Þing Bandalags háskólamanna: ÍSLENDINGAR veija að minnsta kosti helmingi minna fé til rannsóknarstarfsemi en æski- legt væri, miðað við aðrar þjóðir með sambærílegar þjóðartekjur. Kom þetta fram í erindi sem dr. Jóhannes Nordal formaður Vísindaráðs flutti á ársfimdi Rannsóknaráðs ríkisins og Visindaráðs í gær. Dr. Jóhannes Nordal sagði að mikill skortur hefði verið á nauð- synlegu Qármagni til þess að sinna sfvaxandi þörfum rannsóknarstarf- semi hér á landi, sem bæði væri vaxandi að umfangi og yrði sífellt dýrari með aukinni tækni og nýjum og flóknari rannsóknaraðferðum. Nýlegar rannsóknir á forsendum hagvaxtar hefðu sýnt að aukin vísindaleg þekking og tækni hefðu jafnvel enn mikilvægara hlutverki að gegna í því efni en áður var talið. Hefði þetta meðal annars haft í för með sér að ríkisstjómir flestra landa leggi nú æ meiri áherslu á eflingu vísindalegra rann- sókna, ekki síður grunnrannsókna en rannsókna beint í þágu ákveð- inna hagnýtra verkefna. í erindi sem dr. Vilhjálmur Lúðvíksson flutti á ársfundinum kom fram að hér á landi væri tæp- lega 0.8% þjóðartekna til rann- sókna og þróunarstarfsemi, og op- inber framlög minnki sífellt hlut- fallslega. Þáttur eigin tekna rann- sóknastofnana og framlaga frá fyr- irtækjum verður hins vegar æ stærri í heildaifyármögnun rann- sókna, en þáttur fyrirtækja í fram- kvæmd rannsókna væri þó aðeins 15% af heildinnl sem er heldur lægra hlutfall en var árið 1983, en þá var það 17%. í umræðum kom fram að fjár- magn til rannsóknastofnana fer minnkandi eftir þvf sem fjármagn til rannsóknarverkefna hækkar. Þetta hafí í för með sér að aðstaða til rannsókna á stofnunum fer versnandi. Sigmundur Guðbjarna- Verðum að vera á varðbergi — gagnvart varðveislu íslenskrar menningar og menntunar Á fslensk menning og menntun undir höfiið að sækja?, er spura- ing sem þing Bandalags haákóla- manna fjallar um þessa heigi. Nið- urstaða starfshóps, sem mennta- málanefnd BHM skipaði fyrir alln- okkru, er sú að menntun og menn- ign eigi ekki f vök að veijast, en veijast beri f rfkara mæli áhrifum að utan, á öld nýrrar og aukinnar fíölmiðlunar. Þingi BHM fýkur f dag, en auk ofongreinds málefiiis eru skipulagsmál og framtfðar- markmið aðalumfíöllunarefiii þingsins. Geirharður Þorsteinsson í fram- kvæmdastjóm BHM, sem jafnframt á sæti í menntamálanefnd BHM, segir að nú á tímum sé mesta hætt- an fólgin í því að taka ómelt á móti ótakmörkuðum áhrifum utanlands frá, þar sem á hinn bóginn það hafi tíðkast áður fyrr að fá lengri um- þóttunartfma, þegar nýungar erlend- is frá vora annars vegar. Nú gefíst æ minni tfmi til þess að bijóta hveija nýjung til mergjar og komast að raun um hvort hún sé einmitt það sem við sækjumst eftir, þvf nýbreytnin og fjölbreytnin er svo mikil. Grétar Ólafsson formaður BHM setti þingið í gærmorgun. Mennta- málaiáðherra flutti ávarp og minnst var 30 ára afmælis BHM. Það gerði fyrsti framkvæmdastjóri samtak- anna, Ólafur Steinar Valdimarsson, ráðuneytisstjóri. son háskólarektor sagði að sú við- leitni væri ríkjandi að láta sjálfs- aflafé stofnana greiða reksturinn, en afleiðing þess væri sú að menn hættu að leggja sig fram við fjáröfl- un, og allt frumkvæði við upp- byggingu stofnananna væri þar með kæft. Morgunblaðið/Þorkell Frá afhendingu hvatningarverðlauna Rannsóknaráðs ríkisins. Dr. Björn Dagbjartsson formaður Rannsóknaráðs ríkisins afhendir dr. Gunnari Stefánssyni tölfræðingi verðlaunin. Gunnar Stefánsson hlaut hvatningarverðlaun: Veitt fyrir töl- fræðiraunsóknir RANNSÓKNARÁÐ ríkisins hef- ur veitt dr. Gunnari Stefánssyni tölfræðingi „Hvatningarverð- laun Rannsóknaráðs ríkisins“ að upphæð 1200 þúsund krónur. Verðlaunin voru afhent að við- stöddum forseta íslands frú Vigdísi Finnbogadóttur, á sam- eiginlegum ársfimdi Rannsókn- aráðs rikisins og Vísindaráðs sem haldinn vár í gær. Verðlaun þessi eru veitt efhilegum vísindamönnum, 40 ára eða yngri, fyrir störf sem þybja vænleg í þágu atvinnulífsins. Þetta er í annað sinn sem verð- laun þessi eru veitt, en tilgangur- inn með veitingu þeirra er að hvetja unga vísindamenn til dáða, og reyna að sýna fram á að til nokkurs er að vinna fyrir unga vísindamenn að leggja sig fram í þágu rannsókna fyrir atvinnulíf hér á landi. Auk þess er markmið með verðlaunaveitingunni að vekja athygli almennings á gildi rann- sókna og störfum ungra vísinda- manna. Við mat á líklegum verð- launahöfum er tekið tillit til náms- ferils, sjálfstæðis, frumleika og árangurs í vísindastörfum að loknu námi. Þá er tekið tillit til ritsmíða, einkaleyfa og annarra vísbendinga um árangur af störfum viðkom- andi, og auk þess meðmæla og umsagna, faglegs framlags til starfsfélaga á vinnustað og miðlun þekkingar til atvinnulífsins. Dr. Gunnar Stefánsson er 33 ára gamall. Hann lauk BS prófí í reiknifræði frá Háskóla íslands vorið 1978 með hæstu einkunn sem gefínn var það ár frá stærðfræði- skor, og MS prófí í tölfræði frá Ohio State University árið 1981. Doktorsgráðu í tölfræði hlaut dr. Gunnar frá sama háskóla árið 1983. Frá námslokum hefur dr. Gunn- ar starfað sem deildarstjóri reikni- deildar Hafrannsóknastofnunnar, en á námsárunum stundaði hann háskólakennslu. Hann hefur þegar birt flölda vísindagreina á alþjóða- vettvangi, flestar um notkun töl- fræði í hafrannsóknum. Á síðasta þingi Alþjóða hafrannsóknaráðsins var hann valinn formaður tölfræði- nefndar ráðsins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.