Morgunblaðið - 06.12.1988, Síða 2

Morgunblaðið - 06.12.1988, Síða 2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1988 Loðnuveiðar: Norðmönnum leyflt að veiða 54 þúsund tonn Fimm norsk skip komin á miðin N ORÐMONNUM hefur verið leyft að veiða 54 þúsund tonn af loðnu í íslensku lögsögunni og síðdegis i gær voru fimm norsk loðnuskip komin á miðin, að sögn Landhelgisgæslunnar. Þetta er í fyrsta skipti sem norsk skip fá að veiða loðnu í islensku lögsög- unni í desember en þau hafa fengið að veiða loðnu við landið í janúar síðastliðnar 3 vertíðir. Á Flugmenn tilþjálfun- ar á 737 FLUGLEIÐIR munu senda nokkra flugmenn til Seattle þann 1. mars á næsta ári til að læra á hinar nýju Boeing 737 flugvélar sem félagið hyggst kaupa. Að sögn Einars Sigurðssonar, blaðafulltrúa Flugleiða, eru hjá félaginu nokkrir flugmenn sem flogið hafa 737 þotum Amar- flugs, en stýri- og tækjabúnaður- inn i þotunum sem Flugleiðir ætla að fá er ekki eins og í þeim, þann- ig að nauðsynlegt er að senda menn utan til þjálfunar. miðnætti aðfaranótt mánudags- ins höfðu íslensku skipin veitt 225.070 tonn af loðnu frá ver- tíðarbyrjun en 216.700 tonn á sama tíma i fyrra. Síðdegis í gær, mánudag, höfðu þessi skip tilkynnt um afla: Bergur 300 tonn, Beitir 1.250, Sigurður 1.350, Skarðsvík 650, Huginn 580, Súlan 750, Svanur 500, Húnaröst 620, Höfrungur 880, Keflvíkingur 500, Þórshamar 450 og Sjávarborg 780. Á sunnudag tilkynntu þessi skip um afla: Börkur 1.200 tonn, Hólma- borg 1.430, Björg Jónsdóttir 540, Þórshamar 600, Hilmir II 580, Guðrún Þorkelsdóttir 720, Fífíll 650, Valaberg 500, Helga II 1.000, Grindvíkingur 950, Þórður Jónas- son 600, Gullberg 620, Harpa 620, Víkurberg 600 og Erling 700. Á laugardag tilkynntu þessi skip um afla: Svanur 680 tonn, Bergur 530, Erling 700, Húnaröst 620, Jón Kjartansson 1.100, Guðmundur 900, Víkurberg 580, Huginn 590, Sighvatur Bjarnason 690, Kap II 700, ísleifur 730, Höfrungur 780 og Sjávarborg 800. Síðdegis á föstudag tilkynntu þessi skip um afla: Guðmundur Ólafur 600 tonn, Helga II 830, Gullberg 600, Sunnuberg 650 og ''karðsvík 640. Haftiarflörður: 19 ára piltur lést er bíll lenti í höftiinni 19 ÁRA piltur, Kjartan Ragnar Kjartansson, lést aðfaranótt sunnudagsins þegar fólksbíl, þar sem hann var farþegi í firam- sæti, var ekið íram af bryggju í norðurhöfninni í Hafiiarfirði. Glerhált var vegna ísingar þegar slysið varð. Auk Kjartans heitins og ökumannsins, sem er 18 ára gamall, voru fjórir í bílnum þegar hann fór fram af bryggjunni. Fimm komust klakklaust úr bílnum og á þurrt land en kafarar fundu lík Kjartans í bflnum. Kjartan Ragnar Kjartansson var fæddur 3. maí 1969. Hann bjó að Dalseli 13 í Reykjavík og stundaði nám við Fjölbrautarskólann í Breið- holti. 4 km -I- Suáur Kort sem Vegagerðin hefiir gert af botni Hvalflarðar við Laufagrunn samkvæmt endurvarpsmælingunum i sumar sýnir að dýpra er niður á klapparbotn en áður var talið, eða tæplega 100 metrar á boti „dalsins". Ofan á klapparbotninum er hins vegar 70 metra set sem villt hefiir um fyrir mönnum. Norður 0 m 20 40 60 80 100 Frumrannsóknir á göngum undir Hvaigörð: Göngin þurfa að vera lengri eða brattari en áður var talið EKKERT hefur enn komið fram við rannsóknir á jarð- fiæði Hvalfjarðar sem útilokar gerð neðansjávarganga. Við rannsóknir í sumar kom í ljós að dýpi á klapparbotn er þó meira en búist hafði verið við, sem þýðir að göngin þurfa ann- aðhvort að vera lengri eða brattari en áður var talið. í framhaldi af upplýsingum svokallaðrar jarðganganefndar um hagkvæmni ganga undir Hvalfjörð var ákveðið að gera hönnunar- og rannsóknaáætlun fyrir verkefnið og á vegaáætlun fyrir þetta ár var veitt 2 mijljónum kr. til byijunarrannsókna. í sumar gerðu starfsmenn Hafrannsókna- stofnunar endurvarpsmælingar utarlega í Hvalfirði, á þeim stöð- um sem mest hafa verið nefnd í sambandi við jarðgangagerð. Dýptarkort sem unnið er upp úr þessum mælingum sýnir að dýpra er niður á klapparbotn norðan megin í firðinum en áður var tal- ið. Að sunnanverðu er tiltölulega Að stytta sér leið undir Hvalfjörð grunnt niður á klöpp, eða 5 til 30 metrar og yfírborðið er óreglu- legt. Hinn eiginlegi fjörður tekur síðan við og er sem U-dalur, um 1,5 km breiður, með brattar hlíðar og nokkuð flatan botn. Við Laufa- grunn og Hnausasker, sem taldir eru vænlegustu jarðgangastaðim- ir eru 90-100 metrar niður á klöpp, en grynnra utar í fírðinum. Ofan á klapparbotninum er set, 60-80 metra þykkt. I lok skýrslunnar um rannsókn- imar í sumar segir að til ákvörð- unar um leiðir fyrir jarðgöng und- ir Hvalfjörð þurfi mun umfangs- meiri og dýrari rannsóknir, meðal annars hljóðhraðamælingar, kjamabomn og jarðfræðikort- lagningu á strandsvæðum og skerjum. Þá þurfí einnig að gera umferðarrapnsóknir og fleira áður en kemur að ákvörðun um lausnir eða framkvæmdir. ■ Nýjustu hugmyndir eru um göng í mynni HvalQarðar, milli Tíðarskarðs og Innri-Hólms. Þar voru rannsóknirnar fram- kvæmdar í sumar. Slík göng myndu stytta leiðina milli Akra- ness og Reykjavíkur um 61 kíló- metra. Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ: Kaupmáttur hefur minnk- að um 12-16% frá síðasta ári Vandinn liggur í flármagnskostnaði, ekki launakostnaði Kjartan Ragnar Kjartansson ÁSMUNDUR Stefánsson, forseti Alþýðusambands íslands, segir að kjaraskerðing sé engin lausn á vanda sjávarútvegsins og um- mæli Steingrims Hermannsson- ar, forsætisráðherra, um að launakostnaður í sjávarútvegi og í heiid sé of hár séu ekki byggð á réttum forsendum. Vandinn sé Dollar lækkar en pund og jen hækka GENGI Bandarikjadollars hefur lækkað allnokkuð að undanförnu og hefur samtals lækkað um 6,356% siðan gengi krónunnar var fellt 28. september sfðastliðinn. Á sama tima hefur gengi Serlings- pundsins hækkað um 3,92% og japanska jensins um 3,341%. V-þýska markið hefur einnig hækkað um 2,74% á þessum tíma. 28. september var kaupgengi dollar- ans 48,14 krónur, er nú 45,08. Pund- ið VáUá Kf. -8r,089; er rtú S 84;268/ Jenið hefur hækkað úr 0,35873 í 0,37104 krónur og markið úr 25,6173 í 26,1675 krónur. Þessar gengisbreytingar hafa að mestu haldist i hendur þannig að aðrir gjaldmiðlar hafa hækkað um leið og dollarinn lækkar, samkvæmt upplýsingum frá Seðlabanka íslands. Þvi veldur svokölluð gengisvog, sem vegur meðalgengi íslensku krónunn- ar og hefur það lítið breyst. Að und- anfomu hefiir dollarinn fallið tölu- ' véff öghÍniVgjárdmiðlárhrrhækkáð.' fyrst og fremst sá að fjármagns- kostnaður fiskvinnslufyrirtækja hafi stóraukist og sé nú álíka hár og launakostnaður þeirra. Ás- mundur sagði að kaupmáttur nú væri um 12-16% lægri en hnnn var í fyrra ef samdráttur í yfir- vinnu væri reiknaður með. „Það er ekki þjóðin sem er gjald- þrota, heldur kjaraskerðingarstefn- an. Það skilar ekki árangri að velta vandanum áfram með bráðabirgða- lausnum af því tagi sem menn hafa verið með nú að undanfömu," sagði Ásmundur. Hann sagði að bæta þyrfti hagstjómina og bæta skilyrði atvinnurekstrarins með vaxtalækk- un, skynsamlegri fjárfestingu, og hagræðingu í rekstri. í skýrslu Þjóðhagsstofnunar kæmi fram að raungengi hefði alls ekki verið of hátt á undanfömum ámm ef miðað væri við laun, þannig að það væri ekki kaupið sem hefði farið upp. Kaupmáttur fískvinnslutaxta hefur lækkað um 10% frá því í apríl eftir samningana, að sögn Asmundar. Við þetta bættist að vinnutími væri að meðaltali tveimur tímum styttri en á síðasta ári, sem ' þýðdf ~um’ ‘6% sámdrátt * f "tekjúm. ’ Þessi tekjusamdráttur, sem væri um 12-16%, væri nú að koma fram meðal annars í samdrætti í verslun og þjónustugreinum. Ef það ætti að bregðast við vandanum nú með kjaraskerðingu væri rétt að minna á að reynslan frá 1983 sýndi að kjaraskerðing yki á ójöfnuð. Þá myndi áframhaldandi tekjusam- dráttur koma fram í minnkandi vinnu og í þeirri stöðu sem við værum þegar komin ’í þýddi það verulega hættu á alvarlegu atvinnu- leysi. Lést af slysförum LÁTINN er af slysförum Dan- íel Williamsson, 52 ára gamall ljósameistari hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Þann 20. fyrri mánaðar lenti bíli hans út af vegi við Köldukvísl í Mosfellsbæ og þar hlaut Daníel þá áverka, sem drógu hann til dauða. Daníel Williamsson lætur eftir sig eiginkonu, Kristínu Egilsdótt- ur, uppkomna dóttur þeirra og "fjögúr" sfjuþborn’ . . Daníel Williamsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.