Morgunblaðið - 06.12.1988, Síða 13

Morgunblaðið - 06.12.1988, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1988 13 Ævisaga ungs Békmenntir Sigurjón Björnsson Gunnar Finnbogason: í Hítardal og Kristnesi. Ævisaga Péturs Finnbogasonar. Bókaútgáfan ValfeU hf. Reykjavík 1988, 272 bls. Gunnar Finnbogason ritar hér ævisögu bróður síns, Péturs Finn- bogasonar. Pétur fæddist árið 1910, en lést úr berklum árið 1939 á 29. aldursári. Pétur var elstur hinna ellefu Hítardalssystkina. Bræðumir voru tíu og systir ein. Mannvænlegur reyndist þessi hópur og margir Hítardalsniðjar hafa fyllt rúm sitt með prýði. -Pétur ætlaði sér einnig stóran hlut. Hann vildi ganga menntaveginn, en fátækt og veik- indi lokuðu þeirri braut. Þó tókst honum að ljúka kennaraprófí og var hann nýbyijaður kennaraferil sinn, þegar hvfti dauðinn batt enda á líf hans. Tvímælalaust var Pétur velgefínn og velgerður ungur maður. Hann var ágætlega ritfær og skáldmælt- ur, hugsjónaríkur og metnaðarfull- ur. En starfsævi hans var naumast hafín þegar hann féll frá. Af þessum sökum er eðlilegt að spyija hver efni séu til ævisögu manns sem enn var óráðin gáta þegar yfír lauk. Eftir nokkra umhugsun fannst mér að þessari spumingu yrði að svara játandi. Víst auðnaðist Pétri Finn- bogasyni ekki að sjá drauma sína rætast eða vinna þau verk er gætu haldið minningu hans á lofti hjá öðram en skyldmennum og vinum. En ævisaga hans er engu að síður merk. Hún byggir mjög á efni frá honum sjálfum, dagbókum, skáld- skap í bundnu máli og lausu. Sendi- bréfum til vina og skyldmenna. Hrifnæmur, rómantískur, kapps- fullur en sárfátækur sveitapiltur stendur okkur lifandi fyrir hug- skotssjónum. Hann þráir ást, feg- urð, réttlæti og umfram allt góða og sanna menntun. Siðferðismark hans er hátt sett og hann vill verða til gagns og láta gott af sér leiða. Hann sýnir okkur djúpt inn í hug- skot sitt og ferskleiki og einlægni æskunnar verður lesanda minnis- stæður. Þeir jafnaldrar hans sem nú era að rita ævisögur sínar eða láta rita um hálfri öld síðar, minn- ast sjaldan á þessar æskusýnir sínar og draga ógjaman fram skilríki þær varðandi, enda þótt þeir fjalli oft í löngu máii um fyrstu æviárin. Hug- sjónaeldurinn er kulnaður og það er eins og menn veigri sér við að minnast þess að eitt sinn logaði hann glatt. Þessi bók fyllir þannig í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OGÁRÁÐHÚSTORGI í eyðu í íslenskri ævisagnaritun. Virðist mér hún sýna svo ekki verð- ur um villst, hversu mikilvægt til persónuskilnings er að gera þessum áram ævinnar verðug skil. Vissu- lega áttu fjölmargir jafnaldrar Pét- urs Finnbogasonar sér svipaðar æskusýnir. En hugsjónimar, feg- urðin og jafnvel réttlætiskenndin virðast æði oft hafa kafnað í amstri dægranna. „Hvar hafa dagar lífs þíns lit sínum glatað?“ verður manni á að spyija. Þá er annað til þess fallið að auka gildi þessarar bókar. Pétur átti sín þroskaár á þriðja og fjórða áratug þessarar aldar. Svo kunnug- legur virðist mér hugarheimur hans sem lítið eitt yngra, manni að ég manns vil ætla að hann sé nokkuð dæmi- gerður fyrir marga sem era ungfull- orðnir á þessum tíma. En svo fram- andi er þessi heimur nú hálfri öld síðar að hann er nánast kómfskur í allri sinni bamslegu rómantík. Hefur veröldin breyst svona óskap- lega mikið? Hugsar og skynjar ungt fólk nú á tíð allt öðra vísi? Forvitni- legt væri að fá hóp af ungu fólki til að lesa þessa bók og ræða síðan viðbrögð sín og þann mikla mismun sem ég ætla að sé. Þessi ævisaga varpar því ljósi á þroskaferli og þroskaumhverfí, sem er orðið flest- um ærið framandi núorðið. Hugleiðingar af þessu tagi sóttu á mig við lestur þessarar bókar. Ég tel þess vegna að hún eigi fullt Pétur Finnbogason erindi á ævisögumarkaðinn. Gunnar Finnbogason hefur rækt hlutverk sitt sem ævisöguritari mætavel. Bókin hefst á ítarlegri ættarskrá, sem er gagnleg byijun. Síðan er ævi Péturs fylgt eftir til- tækum heimildum uns henni lýkur á Kristneshæli. í síðasta hluta bók- ar era birtar þijár dagbækur Pét- urs. Sú fyrsta var rituð veturinn 1933—34, en þá var Pétur farkenn- ari í Vestur-Landeyjum. Þar er margar bráðskemmtilegar og vel ritaðar lýsingar að fínna. Onnur dagbókin er rituð á Dalvík 1937. Þar var þá Pétur orðinn kennari. Uppistaða þeirrar dagbókar er eink- ar hugljúf ástarsaga. Þriðja og síðasta dagbókin er rituð á Krist- neshæli sumarið 1938, en mér skilst að hér sé einungis hluti hennar birt- ur. Mjög vel er frá þessari bók geng- ið bæði hvað varðar málfar og alla umsjón. Allmargar myndir prýða.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.