Morgunblaðið - 06.12.1988, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1988
SUZUKI UMBOÐIÐ H/F
Skútahrauni 15, S 65-17-25
SUZUKI
1989* TS50X
NÝ
RAFMAGNS
KEÐJU
SÖG
14" SVEÐJA
1200 WÖTT
KR. 8.950.00
HOMELITE
H
F=
Armúlaii
Tilvalin jólagjöf
fyrir sumarbústaða-
eigendur.
HURÐIRHF
Skeifan 13-108 Reykjavik-Sími 681655
Enn af Mj ófirðingum
Békmenntir
Sigurjón Björnsson
Vilhjálmur Hjálmarsson:
Mjófirðingasögur.
Annar hluti.
Bókaútgáfa Menningarsjóðs.
Reykjavik 1988, 490 bls.
Á síðastliðnu ári kom út fyrsti
hluti Mjófirðingasagna Vilhjálms
Hjálmarssonar. í því bindi sagði
einkum frá forfeðrum höfundar auk
þess sem fjallað var um ættaróðalið
Brekku í Mjóafírði og ömefni þar.
Nú heldur höfundur enn áfram
sögu sinni af Mjófirðingum og fjall-
ar hann skipulega um byggð og
mannlíf í Mjóafirði síðustu hundrað
árin eða svo. Stígur hann nú út
fyrir sinn þrengsta frændgarð. í
formála skýrgreinir höfundur hlut-
verk sitt næsta hógværlega: „safna
saman og gera aðgengilega nokkra
þá fróðleiksmola um sveit hans og
sveitunga sem eru innan seilingar
— reglulegar sögurannsóknir ræður
hann ekki við“. Satt má þetta vera,
en margir eru þá molamir og sum-
ir hverjir býsna góð munnfylli!
Höfundur skýrir frá því að Mjóa-
fjarðarhreppur greinist í fimm
byggðarlög: 1. Suðurbyggð sem
nær yfir suðurströnd íjarðarins. 2.
Fjarðarbýli sem ná yfir byggðina
fyrir botni fjarðar. Er það jörðin
Fjörður og býli í landi hennar. 3.
Norðurbyggð er norðurströndin
að Steinsnesi, sem er utarlega á
ströndinni. 4. Brekkuþorp er mið-
svæðis að norðanverðu og klýfur
því Norðurbyggð. 5. Dalakálkur
kemur svo nyrst og austast allt að
Dalatanga.
Höfundur byijar frásögn sína
austast að sunnan á jörðinni Krossi
og heldur vestur eftir suðurströnd.
Tekst honum í þessari vænu bók
að ljúka Suðurbyggð og Fjarðarbýl-
um. Telur hann sig þá um það bil
hálfnaðan með byggðasöguna. Það
er því vissulega nóg efni í eina bók
enn.
Alls er fjallað um einar 20 jarðir
og býli og ábúendur þeirra marga,
auk kafla sem nefnist Norðmanna-
þáttur og greinir frá síldveiðum
Norðmanna í Mjóafírði fyrir síðustu
aldamót og hvalveiðum þeirra
1901—1913. Sérstakur þáttur er
og um Svein Ólafsson alþingis-
mann í Firði.
Vilhjálmur hefur þann háttinn á
að lýsa fyrst hverri jörð, lands-
háttum, gögnum og gæðum. Síðan
kemur skrá um ábúendur, húsmenn
o.þ.h. Nær sú skrá mislangt aftur
eftir atvikum. Skilst mér að skráin
sé fengin úr „Bændatali Sigurðar
Helgasonar“, sem varðveitt er í
handriti í Landsbókasafni. Að því
búnu velur höfundur einstaka ábú-
endur til ítarlegri umfjöllunar. Eru
það einkum menn frá síðari hluta
19. aldar og fram á þessa öld. Fer
höfundur þar eftir ýmsum heimild-
um, munnlegum, rituðum og per-
Vilhjálmur Hjálmarsson
sónulegum kynnum. Dijúgar hafa
honum orðið til fanga hinar knapp-
orðu dagbækur Mjófirðingsins
Benedikts í Fjarðarkoti. Sögð eru
deili á ábúendum og fjölskyldum
þeirra og hvaðan þeir eru komnir
ef aðfluttir eru. Starfssaga er rakin
og helstu viðfangsefni, svo og sitt
hvað um fjölskylduhagi og efnahag.
Öll er umfjöllun Vilhjálms skýr og
skilmerkileg, vel skrifuð og þægileg
aflestrar. Hann er hlýlegur í um-
sögnum sínum og umtalsgóður. Svo
mjög að manni finnst naumast ein-
leikið hversu vammlausir Mjófírð-
ingar hafa verið allir sem einn.
Sumir þættir eru skemmtilegir af-
lestrar, eins og t.a.m. Norðmanna-
þátturinn (sem auk þess er merkt
innlegg í atvinnusögu landsmanna)
og þátturinn af merkismanninum
Sveini í Firði. Hér er að fínna marga
eftirminnilega örlagaþætti og íhug-
unarverðar frásagnir af harðri bar-
áttu og hetjulund.
Þegar ég hóf að lesa Mjófirðinga-
sögur var ég alls ókunnugur Mjóa-
firði og Mjófirðingum. Nákvæm
leiðsögn Vilhjálms Hjálmarssonar
hefur valdið því að nú finnst mér
ég vera orðinn vel viðræðuhæfur
um byggð og mannlíf a.m.k. á suð-
urströndinni og norður yfír botn.
Hlakka ég til að bæta við þann fróð-
leik.
Þess má geta að nú eru allar
jarðir og býli komin í auðn á þessum
slóðum. Þar er því ekki lengur neitt
mannlíf að fínna og því ekki seinna
vænna að bjarga á land því sem
bjargað verður. Bersýnilega er
margt þegar komið í glatkistuna.
Vilhjálmur Hjálmarsson vinnur því
hér hið þarfasta verk, sem ólíklegt
er að aðrir gætu unnið með þessum
hætti. Dómbær er ég ekki á ná-
kvæmni í meðferð staðreynda. Þar
verða því aðrir að koma til skjala.
Mikill fjöldi mynda prýðir þessa
bók. Þykist ég vita að tafsamt hafi
reynst að grafa sumar þeirra upp.
Þá er fremst í bók kort yfir Mjóa-
ijörð. Allur frágangur bókar er
piýðilegur og nafnaskrá er í bókar-
lok eins og byijar í riti sem þessu.
Börn og bænir
Bókmenntir
Sigurður Haukur Guðjónsson
Samið og safiiað af Sigurði Páls-
syni.
Utlit: Búi Kristjánsson.
Ljósmyndir: Búi Kristjánsson,
MargTét K. Sigurðardóttir,
Ragnar Th. Sigurðsson, Sigurður
Pálsson.
Prentun: Prenttækni.
Útgefandi: Almenna bókafélag-
ið.
Það var virkilega gaman að fá
þessa undurfögru bók í hendur. Þar
kemur fyrst til hvatinn að gerð
hennar: Virðingin fyrir börnum,
löngunin til þess að rétta þeim eitt-
hvað sem hald er í, benda þeim á,
að við erum aldrei ein í amstri okk-
ar og önn, sorg okkar og gleði.
Yfir okkur öllum vakir kærleikans
Guð með eyrað sitt, aldrei of upp-
tekinn, þreyttur eða fjarlægur, að
hann heyri ekki bænamál okkar á
jörðu.
Nú í annan stað kemur að ljós-
myndaramir og sá sem útliti réð
hafa verið einkar fundvísir á mynd-
Bókmenntir
Jóhanna Kristjónsdóttir
Sigurður Á. Friðþjófsson: tslensk-
ir utangarðsunglingar
Vitnisburður úr samtímanum
Útg. Forlagið 1988
ÚTTEKT á unglingum sem eiga við
margs konar vandamál að stríða í
stressuðu nútímaþjóðfélagi; það er
ekki vitlausari hugmynd en hver
önnur. Það getur verið að við ein-
blínum um of á vandamálin sem eins
konar fyrirbrigði og hirðum síður
um að leita einhverrar heildarlausn-
ar. Kannski sú lausn sé ekki til,
þegar allt kemur til alls. Unglingar
hafa alla tíð verið sjálfum sér og
öðrum erfíðir á hinum svokölluðu
þroskaárum, sem fullorðna fólkið
minnist síðar með angurværð og
talar um áhyggjulausu árin. Gerir
stundum harla lítið úr umbrotunum.
efni, ljóða hreinlega með myndum
úr lífí bama og af bænabréfum
þeirra.
Svo kemur í þriðja stað, að út-
gáfan vandar verk sitt, virðist í
engu spara, undirstrikar þá gleði-
legu þróun sem orðið hefir á útgáfu
bamabóka síðustu ára. Það er mun-
ur á, eða þá hroðvirknin og pappírs-
afgangamir sem bömum þóttu
hæfa hér fyrrum. Söfnun Sigurðar
til verksins hefir, að mínu viti,
tekizt vel. Slíkur dómur hlýtur þó
ætíð að vera einstaklingsbundinn,
kær verður bæn í huga bams, ekki
endilega af listilegum orðum, heldur
miklu fremur af einlægninni, sem
angar af þeim, og hver það var sem
þuldi þau við eyra. Sigurður leitar
víða fanga og dregur það fram, er
hjarta hans sjálfs hefír snert. Það
eitt skiptir máli. Umfjöllun hans um
Faðir vorið er vel unnin, eg man,
hve illa mér gekk, sveitastráknum,
að skilja þetta með nautin. En æska
mín vakti líka þá spum, hvort ekki
hefði betur verið þýtt, ef í bæninni
stæði: „leið þú oss í freistingun-
um“? Eg varpa þessu svona fram
öðmm til umhugsunar. Af þessu
Þau verða sjarmerandi í endurminn-
ingunni.
En hvað sem því líður eru vanda-
mál unglinga, og kannski einstakl-
ingsins hvers og eins, langtum flókn-
ari og óviðráðanlegri en áður. Það
er ekki nóg með að nú þurfi að glíma
við umhverfí og vímuefni á miskunn-
arlausari hátt en áður, er ekki ein-
hvers staðar spumingin um hvort
manneskjan eigi sér framtíð í heim-
inum, eða hvort hún er að eyði-
leggja hann. Að vísu virðist sú
spuming ekki leita mikið á ungling-
ana sem Sigurður Á. Friðþjófsson
talar við í bókinni.
Krakkamir leiðast meira og
minna út í ruglið fyrirtilviljun, þrýst-
ings frá félögum, vanlíðunar vegna
afleitra heimilisástæðna. Það verður
ekki séð, að skýringamar sem þau
fínna á framgöngu sinni séu neitt
nýstárlegar heldur, stundum er
skuldinni skellt á foreldra, skilnað
þeirra eða ekki skilnað, eða ein-
leiðir líka það, að eg sakna svara
við spumum bama um það, hvers
vegna lét Guð mig fæðast heilbrigð-
an, en Jón Jónsson, vin minn, sjúk-
an? Eða er það þá ekki hann sem
hefir allt vald í hendi sér? Þessa
sakna eg, því það er svo margur í
heimi hér, sem er Guði reiður fyrir
það, sem hann er ranglega sakaður
um, og sendi son sinn Krist, til
þess að frelsa okkur frá. En hér
er eg kominn útfyrir efni bókar, en
það er þá líka dæmi þess, að hún
Sigurður Á. Friðþjófsson
hveija heimilisharmleiki. Umhverfið
nánasta er í miðpúnkti heims þeirra.
Þessi bók er skilmerkileg og
vakti mér löngunar að fá meira að
heyra. Eftirmálinn, leiðbeiningar til
ástvina barna, er mjög vel saminn,
vegvísir, og svarar mörgum spum-
um uppalandans.
Prófiirk er vel lesin, þó ekki al-
veg villulaus og á ég þar ekki við
stafsetningu á bráðsmellnum bréf-
um bama.
Niðurstaðan er þessi: Holl lesn-
ing, vönduð, fögur bók, sem ætti
að vera í nálægð sem flestra bama.
Hafíð heila þökk fyrir.
greinargóð og læsileg. Sigurður vel-
ur viðmælendur sínar af skilningi
og mætti ég segja smekkvísi, þama
eru„ fulltrúar" hvers konar utan-
garðsunglinga, þeirra sem hafa
ánetjast víni og dópi, hommans, les-
bíunnar, unglingsins sem lagður er
í einelti — og er raunar sá kafli sem
mér varð hvað hugstæðastur — ungl-
ingsins sem fatlast, unglingsins sem
sætir kynferðislegri áreitni.
Á öllu er nokkuð að græða og
virðingarvert að höfundur reynir að
hafa hemil á unglingunum og lætur
þá ekki komast upp með að vaða
elginn hömlulaust, vinsar úr og rit-
stýrir.
Það er rétt sem höfundur segir í
formála að unglingamir virðast fús-
ir að tjá sig og hvort sem höfundur
á þar mestan hlut að máli, eða ekki,
þá koma þau máli sínu ágætlega til
skila, svo að áhuga og samúð vek-
ur. Og kannski meiri skilning. Að
ekki væri nú minnst á ef aðgerðir,
aðrar en yfirborðssnakk fylgdi. Þörf
bók og skýringakaflamir allir til
upplýsinga og fróðleiks. Á því er
full þörf.
Hvað svo, unglingnr