Morgunblaðið - 06.12.1988, Side 28

Morgunblaðið - 06.12.1988, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1988 MANNFRÆÐI HRAFNKELS SÖGU OG FRUMÞÆTTIR Hermann Pálsson MANNFRÆÐI HRAFNKELS SÖGU og frumþættir Hermann Pálsson Dr. Hermann Pálsson, prófessor í Edinborg, sýnirenn í þessu riti sínu hversu hann leggur sig fram um að sjá Hrafn- keís sögu Freysgoða í nýju Ijósi. Bókin ein- kennist af þekkingu og gerhygli. IÐNBYLTING HUGARFARSINS Ólafur Ásgeirsson Ólafur Ásgeirsson IÐNBYLTING HUGARFARSINS Bók um afstöðu manna til þróunar atvinnulífs og afskipta ríkisvaldsins af henni hér á landi fyrstu áratugi 20. aldar, eftir Ólaf Ásgeirsson. 1 Bökaúfgófa /MENNING4RSJÓÐS SKÁLHOLTSSTÍG 7 • REYKJAVÍK SÍMI 621822 MJÓFIRÐ- INGA- SÖGURII Vílhjálmur Hjálmarsson Annar hluti af Mjó- firðingasögum Vilhjálms Hjálmarssonar á Brekku, en hinn fyrsti kom út 1987. Rekur höfundur áfram byggðarsöguna í átthögum sínum og spannar hér sveitina sunnan fjarðar og í botni hans. Er greint frá bú- jörðum og landsnytjum á þeim slóðum og birt bændatöl með bólstaða- lýsingum, en inn á milli skotið ítarlegum köflum um síld- og hvalveiðar Norðmanna í Mjóafirði og af Sveini Ólafssyni, héraðshöfðingja og alþingismanni í Firði. Lýsa Mjófirðingasögur tímabili mikilla breytinga í lifnaðarháttum, svipt- inga í atvinnulífi og röskunar íbúafjölda. Bökaúfgafa /MENNING4RSJÓÐS SKÁLHOLTSSTÍG 7 • REYKJAVÍK SÍMI 621822 LJÓÐASTUNDÁ SIGNUBÖKKUM Jón Óskar Framhald af Ljóðaþýð- ingum úr frönsku frá 1963, en þær endur- skoðaðar, miklu aukið við og formáli umbreytt- ur í ágrip af sögu franskr- ar Ijóöagerðar á n ítjándu og tuttugustu öld. SÁÐÍ SANDINN Agnar Þórðarson Níu smásögur sem sverja sig í ætt við leikrit höfundar. Sumarþessar sögur Agnars Þórðar- sonar hafa unnið til verð- launa og verið þýddar á erlend mál. 1 Bókaúfgöfa /HENNING4RSJÓÐS SKÁLHOLTSSTÍG 7 • REYKJAVÍK SlMI 621822 Flytjendur á tónleikum Kammermúsíkklúbbsins í Bústaðakirkju á miðvikudag'. F.v.: Sean Bradley, Jón Aðalsteinn Þorgeirsson, Laufey Signrðardóttir, Helga Þórarinsdóttir og Ólöf Sesselja Óskarsdóttir. Einnig leikur á tónleikunum Þorsteinn Gauti Sigurðsson á pínaó. Kammermúsík í Bústaðakirkju Kammermúsikklúbburinn hcldur aðra tónleika sina á starfsárinu miðvikudaginn 7. desember kl. 20.30 í Bústaða- kirkju. Á efnisskránni er tríó fyrir píanó, fiðlu og lágfiðlu í Es-dúr K.498 eftir W.A. Mozart, tríó fyrir píanó, klarinettu og knéfiðlu í B- dúr op. 11 eftir Ludwig van Beet- hoven og kvintett fyrir klarínettu og strengjakvartett í B-dúr op. 34 eftir Carl Maria von Weber. Flytjendur eru Laufey Sigurðar- dóttir sem leikur á fiðlu, Sean Bradley á fiðlu, Helga Þórarins- dóttir á lágfíðlu, Olöf Sesselja Óskarsdóttir á knéfiðlu, Jón Aðal- steinn Þorgeirsson á klarinettu og Þorsteinn Gauti Sigurðsson á píanó. (Fréttatilkynning) Seyðisgörður: Fiskvinnslufólki sagt upp störfinn Seyðisfirði. Fiskvinnslan hf. og Norðursíld hf. hafa sagt upp hluta af fastr- áðnu starfsfólki og ennfremur var lausráðnu fólki sagt upp og þeim sem ráðnir voru tímabundið vegna síldarvertíðarinnar. Upp- sagnarfrestur á fastráðningar- samningum er Qórar vikur og miðast uppsögnin á þeim því við 23. desember. Hjá lausráðna fólkinu er uppsagnarfresturinn ein vika og miðast við 9. desem- ber, en búist er við því að vinnan hjá þeim haldist eitthvað fram í mánuðinn vegna síldarfrysting- ar. Venjulega eru starfandi hjá físk- iðjunni um 100 manns. 45 fastráðn- um var sagt upp og 30 lausráðnum. Hjá Norðursíld hafa verið 56 starfs- menn og var þar 29 fastráðnum sagt upp og 22 lausráðnum. Af lausráðna fólkinu hjá báðum fyrir- tækjunum voru 31 aðkomumenn og útlendingar sem voru ráðnir tímabundið vegna síldarsöltunar og frystingar. Áður voru þegar hættir margir Svíar sem voru starfandi hjá báðum fyrirtækjunum á síldar- vertíðinni. Adolf Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri þessara fyrirtækja, sagði í samtali við Morgunblaðið að aðalástæðan fyrir þessum upp- sögnum nú væri tvenns konar. „í fyrsta lagi þá er togarinn okkar, Gullver, búinn með kvótann í ár ásamt viðbótarkvóta sem við keypt- um og er því bundinn við bryggju og kemst ekki á veiðar fyrr en XJöfóar til XI fólks í öllum starfsgreinum! JMí>r0MJiM&foi$> fyrstu dagana í janúar. í öðru lagi erum við að endurskipuleggja rekst- urinn hjá okkur. Fiskvinnslan hf. keypti í sumar fyrirtækið Norð- ursíld og höfum við verið að sam- eina alla yfírstjóm á fyrirtækjunum og ná betri nýtingu á mannafla og hráefni auk hagræðingar í rekstri. Hluti af þessu fólki sem við sögðum upp var einungis ráðið tímabundið vegna síldarsöltunar og frystingar. Við reiknum með að fyrirtækin fari aftur af stað í framleiðslu um 15. janúar ef rekstrarskilyrði verða í lagi. Ef hins vegar ástandið verður óbreytt í frystingunni verður að skoða rekstrargrundvöllinn í ljósi þeirra staðreynda," sagði Adolf. Garðar Rúnar. • • Oldinokkar 1981 -1985 IÐUNN hefur gefíð út bókina „Oldin okkar - minnisverð tíðindi 1981 -1985. Nanna Rögn- valdsdóttir og Sigurður G Tóm- asson tóku bókina saman. Þetta er sjöunda bókin um öldina, sem nú er að líða, og fjórtánda bindið í bókaflokknum „Aldirnar". Á bókarkápu er þess getið, að í nýju bókinni séu frásagnir m.a. af „Fyrsta bankaráni á íslandi, Helliseyjarslysinu, frækilegu sundi Guðlaugs Friðþórssonar, Vilmy- undi Gylfasyni og stofnun BJ, BSRB - verkfallinu, gjaldþroti Hafskips, kvennaframboðum og heimsáokn furstahjónanna af Món- akó.“ Bókin er 230 blaðsíður, unnin í Prentsmiðjunni Odda hf..

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.