Morgunblaðið - 06.12.1988, Side 33

Morgunblaðið - 06.12.1988, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1988 33 Fjölmenni var á bókasýningu Félags íslenskra bókaútgefenda i Norræna húsinu um helgina. Fjölmenni á bókasýningu 340 bókatitlar geftiir út fyrir jólin FJÖLDI fólks lagði leið sína á bókasýningu Félags íslenskra bókaútgefenda í Norræna húsinu um helgina. Sýningin bar yfir- skriftina „Bókin er og verður“, og var sett upp til að kynna starfsmönnum bókaverslana og fiilltrúum bókasafiia bókaútgáf- una í ár, en einnig var viðauki við sýninguna ætlaður almenn- ingi. Að sögn Eyjólfs Sigurðssonar formanns Félags íslenskra bókaút- gefenda var mikil sala á bókum í verslunum fyrir síðustu helgi, og taldi hann að bóksalan væri komin vel í gang fyrir jólin. Hann sagði að fy'öldi bókatitla á markaðnum nú væri í kringum 340 talsins, og væru flestar bækumar þegar komn- ar út. Mál Magnúsar Thoroddsen: Sjö mál endurflutt í Hæstarétti SJÖ MÁL þarf að endurflytja í Hæstarétti, þar sem Magnúsi Thoroddsen var fyrir helgina formlega vikið úr embætti Ríkisendurskoðun: „VIÐ teljum að allar upplýsingar um áfengiskaup handhafa for- setavalds liggi fyrir og því sé ekki ástæða til könnunar af okk- ar hálfu,“ sagði Halldór V. Sig- urðsson, ríkisendurskoðandi. Haft var eftir Halldóri Ásgríms- syni, dómsmálaráðherra, í frétt- um að réttast væri að ríkisendur- skoðun kannaði þessi mál. Á föstudag sendi fjármálaráð- herra frá sér upplýsingar um áfeng- iskaup handhafa forsetavalds árin hæstaréttardómara, á meðan dómstólar fjalla um kaup hans, sem handhafa forsetavalds, á áfengi á kostnaðarverði. 1982-1988. „Þær upplýsingar, sem nú nafa komið fram um þessi áfeng- iskaup, eru komnar frá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins og ég tel enga ástæðu til að rengja þær,“ sagði Halldór. „Þess vegna tel ég ástæðulaust að ríkisendurskoðun kanni þetta einnig. Hins vegar hef ég ekki heyrt frá dómsmálaráð- herra eftir að þessar upplýsingar lágu fyrir, svo ég veit ekki hvort hann hyggst snúa sér til okkar vegna þessa." Magnús sat sem dómari í málun- um sjö, en Hæstiréttur hafði ekki kveðið upp dóma í þeim áður en honum var vikið úr starfi. Sam- kvæmt upplýsingum Hæstaréttar verða málin sjö endurflutt í þessari viku og næstu og verður málflutn- ingi í þeim öllum lokið 16. desem- ber. Um er að ræða þrjú opinber mál og fjögur einkamál. Vegna þessa færist málflutningur í fimm málum fram yfir áramót og störf Hæstaréttar tefjast af þessum sök- um um eina viku. Haraldur Henrýsson sakadómari, sem hefur verið settur hæstaréttar- dómari undanfarna mánuði, átti að láta af því starfi þann 1. desember, þegar Þór Vilhjálmsson kom aftur til starfa eftir frí. Vegna brott- hvarfs Magnúsar Thoroddsen hefur Haraldur verið settur hæstaréttar- dómari til áramóta. Í dag verður að öllum líkindum skipaður nýr hæstaréttardómari, í stað Guð- mundar Skaftasonar, sem lætur af embætti um áramót og er Haraldur Henrýsson meðal umsækjenda. Astæðulaust að kanna áfengiskaupin frekar Graskögglam- ir duga út árið segir Páll Ólafsson í Brautarholti GRASKÖGGLAVERKSMIÐJUR sem eru í einkaeigu eiga tölu- verðar birgðir af graskögglum, að sögn Páls Ólafssonar í Braut- arholti. Segir Páll það alrangt að m'kill skortur sé á kögglum, eins og haft var eftir fram- kvæmdastjóra graskögglaverk- smiðjunnar i Gunnarholti i Morg- unblaðinu um helgina. Páll segir að framleiðslan í sum- ar hafi verið minni en menn áætl- uðu vegna minni sprettu. En miðað við eðlilega sölu ættu graskögglarn- ir að duga út sölutímabilið. Því væri ljóst að engin þörf væri á að ríkið byijaði að vasast í grasköggla- framleiðslu að nýju. Málverkauppboð: 70 myndir seldust hjá Gallerí Borg SJÖTÍU myndir seldust á 17. málverkauppboði Gallerís Borgar, sem haldið var í sam- ráði við Listmunauppboð Sig- urðar Benediktssonar á Hótel Borg á sunnudaginn, en alls voru 87 myndir boðnar upp. Á málverkauppboðinu fékkst hæsta verð fyrir lítið olíumátverk eftir Kjarval, en það seldist fyrir 170 þús. krónur, og olímálverk eftir Ragnheiði Ream seldist á 160 þús. krónur. Haraldur Blöndal uppboðshaldari sést hér leita eftir boðum í eitt verkanna á málverkauppboði Gallerís Borgar á sunnudaginn. Listmunauppboð Klausturhóla: Kjarvalsmynd fór á 420 þúsund Á listmunauppboði Klausturhóla sem haldið var á Hótel Sögu á sunnudaginn fékkst hæst verð fyrir málverk eftir Jóhannes Kjarval, en það seldist á 420 þús. krónur. Alls voru 68 málverk boð- in upp á þessu listmunauppboði Klausturhóla og seldust þau öll. Á uppboðinu seldist mynd eftir Jón Stefánsson á 270 þús. krónur og tvær myndir eftir Júlíönu Sveins- dóttur seldust á 170 þús. krónur hvor. Þá seldist mynd eftir Þorvald Skúlason á 95 þús. krónur, og mynd eftir Kára Eiríksson seldist á 90 þús. krónur. DFGoodrich Á: Útborgun aðeins 20% B: Eftirstöðvar á U mánuðum LT225/75R16 33x11,5R16LT LT 215/75R15 32xll.50R15LT 235/85R16LT LT235/75R15 33xl2-50R15LT 31xlQ.50Rl6.5LT 30x9.50Rl5LT 35xl2.50R15LT 33xl2.5ÓRl6.5LT 31xl0.50Rl5LT 255/85R16LT 35xl2.5Rl6!5LT AMRTsf Jeppadekkin sem duga. Vatnagörðum 14, Reykjavík, s. 83188. (írgainn^JíiúcJjdii itálliii .fcílliJUli V* ölíliyii i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.