Morgunblaðið - 06.12.1988, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 06.12.1988, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1988 35 Hinn nýkjörni forseti Venesúela, Carlos Andes Perez, lýsir yfir kosningasigri sínum á sunnudag. Perez er 66 ára að aldri og var forseti landsins á árunum 1974-1979. Á innfelldu myndinn fagna stuðningsmenn forsetans á götum í Caracas. Forsetakosningar í Venesúela: Yfírburðasigur Perez Caracas. Reuter. CARLOS Andres Perez bar sigur úr býtum í annað sinn í forseta- kosningum í Venesúela sem fóru fram á sunnudag. Perez, sem er leiðtogi Baráttusamtaka lýðræð- issinna, AD, var lýstur ótvíræður sigurvegari kosninganna þegar keppinautur hans um forseta- embættið, Eduardo Fernandez, leiðtogi Jafinaðarmannaflokksins játaði ósigur sinn á sunnudag. Perez hlaut 54.1% atkvæða en en Fernandez 33.7%. Perez er fyrsti forseti Venesúela sem gegnir embættinu í annað sinn. Perez sagði þegar hann hafði verið lýstur sigurvegari að hin nýja ríkisstjórn myndi koma á umbótum í efnahagsmálum, uppræta atvinnu- leysi og renna styrkari stoðum und- ir gjaldmiðil landsins. Hann sagðist jafnframt ætla að draga úr af- borgunum á erlendum skuldum um helming, en þær nema 30.3 mill- jörðum dollara eða sem samsvarar um 1.400 milljörðum ísl. kr. Ve- nesúela er fjórða skuldugasta þjóðin í Suður-Ameríku. I kosningabaráttunni hét Perez því að hann myndi efna til fundar leiðtoga OPEC-ríkjanna og knýja á um olíuverðhækkanir. Venesúela er á meðal átta stærstu olíuútflutn- ingsríkja heims. Einnig var kosið til þjóðþings í Venesúela á sunnudag og sam- kvæmt kosningaspám hljóta Bar- áttusamtök lýðræðissinna 48% at- kvæða, Jafnaðarmannaflokkurinn 26.3% og Sósíalistahreyfingunni var spáð 10.8% atkvæða. Ibúar Venesúela eru 18.8 milljónir. Kjörtímabil forsetans og þingsins er 5 ár og tekur hin nýja stjóm við völdum í febrúar á næsta ári. Perez er kunnur fyrir afskipti sín af málefnum Suður-Ameríkuríkj- anna og framgöngu í þágu ríkja Þriðja heimsins. Hann var forseti landsins á árunum 1974-1979 þeg- ar hátt olíuverð og þensla innan- lands stuðlaði að miklu velmegunar- Cho Soon, prófessor við háskóla í Seoul, var skipaður aðstoðarfor- sætisráðherra, en hann gagnrýndi mjög efnahagsstefnu Chuns og fyr- irrennara hans, Parks Chung-hee. Chun neyddist nýlega til að biðj- ast afsökunar opinberlega fyrir misgjörðir sínar, afhenda ríkinu eignir sínar og flytja í afskekt Búdda-hof, eftir að námsmenn höfðu krafist þess að hann yrði dreginn fyrir rétt. Roh forseti, sem sjálfur var ráðherra í átta ár í ríkis- stjóm Chuns, hvatti Suður-Kóreu- menn í sjónvarpsávarpi fyrir tíu dögum til þess að fyrirgefa Chun og lofaði pólitískum umbótum í landinu. Leiðtogar stjórnarand- stæðinga höfnuðu þessu og kröfð- skeiði í Venesúela. Mesta afrek sitt sem forseti vann hann árið 1976 þegar hann þjóðnýtti olíufyrirtæki og stáliðjuver landsins og greiddi erlendum eigendum þeirra aðeins einn milljarð dollara í skaðabætur. ust þess að leiðtoginn fyrrverandi skýrði frá öllum misgjörðum sínum og að forsetinn gerði einnig hreint fyrir sínum dyrum. „Við teljum að með þessum breytingum Rohs forseta á ríkis- stjóminni verði þáttaskil fyrir stjómina, sem getur nú einbeitt sér að því að efna þau loforð sem forset- inn gaf í kosningunum fyrir ári,“ sagði talsmaður forseta Suður- Kóreu. Roh lofaði einnig í sjón- varpsávarpi í gær að breytingar yrðu gerðar á forystu flokks síns, að pólitískum föngum yrði veitt sakaruppgjöf, fómarlömbum Chuns yrðu greiddar bætur og lög, sem beitt hafa verið til að brjóta andóf á bak aftur, yrðu afnumin. Suður-Kórea: Nítján ráðherrum vikið frá embætti Seoul. Reuter. ROH Tae-woo, forseti Suður-Kóreu, gerði í gær miklar breytingar á ríkisstjórn sinni, vék nitján ráðherrum af 22 frá embætti, þar á meðal sex mönnum sem voru ráðherrar i stjórn fyrirrennara hans, Chuns Doo Hwans. Lee Hyun-jae var vikið úr embætti forsætisráð- herra og var Kang Young-hoon, fyrrum sendiherra i Bretlandi og Páfagarði, skipaður í hans stað. Reynt að jarðsetja 2.000 fórnarlömb Dhaka. Reuter. Bangladeshmenn reyndu i gær að jarðsetja sem flesta þeirra 2.000 manna, sem fórust i hvirfil- byl á fimmtudag og um 45.000 sjálfboðaliðar dreifðu matvælum. Embættismenn sögðu að nokkrar sveitir, sem sendar voru til að grafa þá sem fórust, hefðu hætt störfum vegna nályktar. Staðfest hefur verið að í það minnsta 2.000 manns hafí farist i hvirfilbylnum og að minnsta kosti 15.000 manns er enn saknað. Embættismaður sagði að óttast væri að alit að 10.000 manns hefðu týnt lífí. Talsmenn björgunarsveita sögðu að hætta væri á að sjúkdómar breidd- ust út yrðu lík fórnarlambanna ekki grafín sem fyrst. Hossain Mohammad Ershad, for- seti Bangladesh, hefur sett á fót 170 manna nefnd til að stjóma björgun- arstörfunum. Leiðtogar helstu stjómarandstöðuflokkanna neituðu að sitja fyrsta fundinn á sunnudag og sögðu að tækju þeir þátt í störfum nefndarinnar mætti líta á það sem viðurkenningu á ríkisstjórn landsins, sem þeir telja ólögmæta. Minnst 55 börn farast Yaounde. Reuter. AÐ MINNSTA kosti 55 börn létust og Qöldi slasaðist í miklum troðn- ingi í skóla í Yaounde, höfiiðborg Afríkuríkisins Kamerún, í gær. Orsakir harmleiksins eru ókunnar en tilgátur eru uppi að vinnupallar utan á skólahúsinu hafi hrunið og valdið mikilli skelfingu á meðal barnanna. Útvarpið í Yaounde hafði það eft- ir sjónarvottum að bömin hefðu troð- ist undir eða kafnað þegar mikil skelfíng greip um sig og þau æddu niður þriggja metra breiðan stiga- gang. Rjómalöguð súpa dagsins Fjórar teg. afsíld Þrjár teg. af grænmetís- paté • Sjávarpaté Sjávarréttir í hvítvíns- hlaupi • Reykt hámeri Grafln hámeri Reyktur lax Grafinn lax Fersktjöklasalat með pöstu í jógúrtsósu Ferskt ávaxtasalat með pöstu í tandoorisósu Lambarúllupylsa Sviðasulta Lambapaté Glóðarsteikt lambalæri Lambarif barbeque Fylltur lambsbógur Hanglkjöt Rauðvinshjúpað grisa- læri jólaskinka Jólagrisarifjasteik Svart pönnubrauð Munkabrauð Þriggja korna brauð- hleifur • Jólabrauð Rúgbrauð • Hrökkbrauð Kaldar sósur Sex teg. af meðlæti Ostar • Ávextir Allar teg. af Baulu-jógúrt Borði nú hver sem betur getur Hverfisgötu 8-10-pantanasími 18833 G1LP^V Tvö tímabil. Ármúla 3-108 Reykjavík - Sími 91 -680988
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.