Morgunblaðið - 06.12.1988, Page 37

Morgunblaðið - 06.12.1988, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1988 37 Bretland: Asókn í hlutabréf í Breska stálfélaginu St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. YFIR þrefalt fleiri umsóknir bárust í hlutabréf Breska stálfélags- ins en nam Qölda þeirra hlutabréfa, sem í boði voru. Talið er, að þetta boði gott fyrir söluna á Bresku vatnsveitunum á næsta ári. Boðnir voru út 2,5 milljarðar hlutabréfa í Breska stálfélaginu. Um 650.000 breskir einstaklingar sóttu um þá 1,5 milljarða, sem ætlaðir voru til sölu til einstaklinga innanlands. Þeir sóttu um ríflega tvöfalt fleiri hlutabréf en voru í boði. Þetta þýðir, að gengið verður á þann eina milljarð bréfa, sem ætlaður var til sölu erlendis og til íjármálastofnana. Flestir sóttu um lágmarksfjölda bréfa, sem var 400. Samuel Montagu-bankinn, sem sá um söluna á bréfunum, lýsti því yfir á sunnudag, að allir, sem sótt hefðu um 1000 bréf eða minna, fengju þau, en aðrir yrðu að sætta sig við minna en þeir óskuðu. Stjómvöld eru sérstaklega ánægð með, hvemig til hefur tek- ist með söluna. Salan á BP á síðasta ári gekk illa vegna hmns- ins á fjármálamörkuðum þá. í síðustu viku lækkuðu hlutabréf að jafnaði í verði um 4% á markaðn- um í City í Lundúnum. Viðskipta- hallinn við útlönd olli vemlegum pólitískum vandræðum, og skoð- anakannanir benda til, að bjart- sýni um viðgang efnahagslífsins hafí aldrei verið minni frá 1981. Þrátt fyrir það var almenningur viljugur að leggja fé í breska stál- fyrirtækið. Meirihluti þeirra, sem sótti um hlutabréf, virðist vera að fjárfesta til langs tíma, en ekki að sækjast eftir skjótferignum gróða. Það þykir boða gott fýrir næstu sölu í einkavæðingu Thatcher-stjórnar- Flugránið gæti leitt til betri samskipta ríkjanna Moskvu, Jerúsalem. Reuter. FJÓRIR sovéskir flugræningjar voru sendir með flugvél firá ísrael til Sovétríkjanna á sunnudag og var lyktum málsins fagnað í báðum ríkjunum. Dagblað í ísrael lét svo ummælt að flugránið hefði verið „sem gjöf frá himnum“ og gæti leitt til þess að samskipti ríkjanna bötnuðu á næstunni. Flugræningjamir náðu skólabíl með 30 bömum á sitt vald á fimmtudag, fengu flugvél í skiptum fyrir hann og neyddu áhöfn vélar- innar til að fljúga henni til Tel Aviv. Auk flugvélarinnar fengu ræningjamir fé að andvirði 90 millj- ória íslenskra króna. Fréttastofan TASS greindi frá því að flugræn- ingjunum yrði „refsað á viðeigandi hátt,“ án þess að skýra það nánar. ísraelskir fjölmiðlar skýrðu frá því að ísraelar hefðu ákveðið að fram- selja mennina eftir að sovésk stjóm- völd hefðu lofað að þeir yrðu ekki teknir af lífí. Edúard Shevardnadze, utanríkis- ráðherra Sovétríkjanna, ræddi á laugardag við formann israelskrar sendinefndar í Moskvu til að þakka fyrir „velvilja ísraela og aðgerðir þeirra sem bundu enda á þetta ólög- lega athæfi.“ Þetta er í fyrsta sinn sem sovésk stjómvöld hafa haft samband við ísraelsku sendinefnd- ina, sem kom til Moskvu í júlí til að gæta hagsmuna gyðinga í Sov- étríkjunum. Shimon Peres, utanríkisráðherra ísraels, fagnaði þessum fundi og vinsamlegum ummælum She- vardnadzes. Talsmenn ísraelska ut- anríkisráðuneytisins vísuðu á bug ásökunum um að Sovétmenn hefðu gerst brotlegir við alþjóðasamninga um hryðjuverk með því að leyfa flugvélinni að fara frá Sovétríkjun- um. Geníj Agejev, talsmaður sovésku leyniþjónustunnar KGB, sagði að leiðtogi flugræningjanna, Pavel Jakshíjants, hefði krafíst þess að kona hans kæmi um borð í flugvél- ina og sett það sem eitt af skilyrð- unum fyrir því að þeir slepptu gíslunum í skólabflnum. Hún hefði gert það til að bjarga nemendunum og kennara þeirra. Israelar framselja flugræningja til Sovétríkjanna: innar, sem er sala á vatnsveitum í landinu. Frumvarp um það kem- ur til annarrar umræðu í neðri deild þingsins á miðvikudag og fímmtudag í þessari viku. Búist er við, að hagnaður Breska stálfyrirtækisins á yfir- standandi ári verði um 600 milljón- ir punda (um 4,8 milljarðar ísl. kr.), áður en tekið er tillit til skatt- greiðslna. Reuter ísraelskur lögreglumaður og sovéskur leyniþjónustumaður takast í hendur áður en flugvélin, sem flutti sovésku flugræningjana frá ísrael til Sovétríkjanna, fór frá Tel Aviv. PÉTUR ZQPHÖNÍASSON VIKINGS IÆKJARÆrr ÞÓRÐUR KAKALI Ásgeir Jakobsson Þórður kakali Sighvatsson var stórbrotin persóna, vitur maður, viljafastur og mikill hermaður, en um leið mannlegur og vinsæll. Ásgeir Jakobsson hefur hér ritað sögu Þórðar kakala, eins mesta foringja Sturlunga á Sturlungaöld. Ásgeir rekur söguna eftir þeim sögubrotum, sem til eru bókf'est af honum hér og þar í Sturlungusafninu, í Þórðar sögu, ílslendinga sögu, í Arons sögu Hjörleifssonar óg Þorgils sögu skarða og einnig í Hákonarsögu. Gísli Sigurðsson myndskreytti bókina. ANDSTÆÐUR Sveinn frá Elivogum Andstæður hefur að geyma safn ljóða og vísna Sveins frá Elivogum (1889-1945). Þessi Ijóð og vísur gefa glögga mynd af Sveini og viðhorfum hans til lífs, listar og sani- ferðamanna. Sveinn var bjarg- álna bóndi í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslu á fyrri hluta þessarar aldar. Hann var eitt minnisstæðasta alþýðuskáld þessa lands og þótti mjög minna á Bólu-Hjálmar í kveð- skap sínum. Báðir bjuggu þeir við óblíð ævikjör og fóru síst varhluta af misskilningi sam- tíðarmanna sinna. SKVGGSJÁ - BÓKABÚÐ OLIVERS STEINS SF FANGINN OG DÓM ARINN Þáttur af Sigurdi skurði og Skúla sýslumanni Ásgeir Jakobsson Svonefnd Skurðsmál hófust með því, að 22. des. 18^1 fannst lík manns á skafli á Klofningsdal í Önundarfirðif Mönnurn þótti ekki einleikið um dauða mannsins og féll grunur á Sigurð Jóhannsson, sem kallaður var skurdur, en hann hafði verið á ferð mcð þeim látna daginn áður á Klofningsheiði. Skúla sýslu- manni fórst rannsókn málsins með þeim hætti, að af hlauzt 5 árá rimma, svo nefnd Skúla- mál, og Sigurður skurður, sak- laus, hefur verið talinn morð- ingi í nær 100 ár. Skurðsmál hafa aldrei verið rannsökuð sérstaklega eftir frumgögnum og aðstæðum á vettvangi fyrr cn hér. VÍKINGSLÆKJARÆTT IV Pétur Zophoníasson Þetta er fjórða bindið af niðja- tali Guðríðar Eyjólfsdóttur og Bjarna Halldórssonar hrepp- stjóra á Víkingslæk. Pétur Zophoníasson tók niðjatalið saman, en aðeins hluti þess kom út á síiium tíma. í þessu bindi eru i-, k- og 1-liðir ættar- innar, niðjar Ólafs og Gizurar Bjarnasona og Kristínar Bjarna- dóttur. í þessari nýju útgáfu Víkingslækjarættar hefur tals- verðu verið bætt við þau drög Péturs, sem til voru í vélriti, og auk þess er mikill fengur að hinum mörgu myndum, sem í’ylgja niðjatalinu. í næsta bindi kemur svo h-liður, niðjar Stefáns Bjarnasonar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.