Morgunblaðið - 06.12.1988, Síða 41

Morgunblaðið - 06.12.1988, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1988 41 Vörusýningar a sunnudögum: Húsgagnaverslun lokað af lögreglu VERSLUNINNI TM-húsgögn við Síðumúla var lokað með lög- regluvaldi á sunnudag. Eigandi verslunarinnar hafði auglýst vörusýningu milli klukkan 14 og 17. „Það hef ég gert á hveijum sunnudegi í 10 eða 11 ár,“ sagði kaupmaðurinn Emil Hjartarson. I Reykjavík er einungis heimilt að hafa opnar á sunnudögum blómabúðir, brauðbúðir og sölut- urna, og selja þær vörur sem eru á sérstökum lista, að sögn Signýj- ar Sen, fulltrúa lögreglustjóra. Signý sagði að embættinu hefði borist tilmæli um að ganga sérstak- lega eftir að þessum reglum, sam- þykkt um afgreiðslutíma versalna í Reykjavík, sé framfylgt. Framhald yrði á því á næstunni. Emil Hjartarson sagðist engar vörur hafa selt í verslun sinni á sunnudögum, þar hefði aðeins verið um sýningar að ræða. Hann sagðist ákveðinn í að halda áfram með þessar sýningar á sunnudögum. „Eg tel að ég sé þar í fullum rétti,“ sagði hann. „Fyrir um 11 árum, skömmu eftir að ég hóf þessar sýn- ingar, var ég kallaður í yfirheyrslu á lögreglustöðinni. Þá var mér sagt að saksóknari mundi ákveða um framhald málsins. Síðan hef ég ekkert heyrt fyrr en nú, eða fyrir þremur vikum, að ég fékk boð um að hafa lokað á sunnudögum. Ég ansaði því ekki. Þetta er sýning, ég sel engum neitt á sunnudögum. Fólk kaupir ekki húsgögn eins og brauð, það vill taka sér góðan tíma til að skoða áður en það gerir upp hug sinn,“ sagði Emil Hjartarson. Morgunblaðið/Silli Sverrir Jónsson, Magnús Bjarnason, Gunnar Jónsson, Sören Einars- son og Hjálmar Friðgeirsson, sem flestir hafa átt sína starfsævi á sjónum, sumir nær 60 ár. Húsavík: Skemmtun eldri borgara Húsavík. Ellilífeyrisþegnm á Húsavík var boðið til samfundar og skemmtunar í Félagsheimilinu á Húsavík sunnudaginn 27 nóvem- ber. Það var Félagsmálaráð, Kvenfé- lag Húsavíkur og Kvennadeild Slysavarnafélagsins sem að boðinu stóðu. Leikfélagið sýndi leikþátt, kynnt var starfsemi Félags eldri borgara í Reykjavík og rætt um hugmynd að stofnun slíks félags á Húsavík. Samkomunni lauk svo með söng og dansi undir dillandi harmoníku- músík. - Fréttaritari Fiskverð á uppboðsmörkuðum 5. desember. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 50,50 34,00 48,12 32,479 1.562.936 Smáþorskur 26,00 26,00 26,00 1,384 35.997 Ýsa 79,00 34,00 65,31 16,843 1.000.124 Smáýsa 25,00 25,00 25,00 0,348 8.701 Karfi 31,00 15,00 30,99 14,993 464.604 Steinbítur 44,00 37,00 41,17 7,571 311.673 Ufsi 15,00 15,00 15,00 0,242 3.638 Langa 37,00 36,00 36,48 0,526 19.209 Lúða 210,00 160,00 192,70 0,452 87.197 Koli 25,00 25,00 25,00 0,004 113 Keila 17,00 17,00 17,00 1,512 25.709 Blandað 10,00 10,00 10,00 0,025 255 Samtals 47,39 76,384 3.620.156 Selt var aðallega úr Otri HF, Stakkavík ÁR, Guðrúnu Björgu ÞH, Lómi SH, Hafbjörgu SF, Gullfara HF, frá KASK, Stöð hf., Tanga hf. og Faerabaki hf. í dag verða meðal annars seld 5 tonn af blönduðum afla úr Otri HF og óákveöiö magn úr Guðrúnu Björgu ÞH, Gullfara HF og Mumma KÓ. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 47,00 42,00 46,30 4,718 218.465 Þorskur(ósL) 45,00 42,00 43,14 5,577 240.608 Þorsk.(dblósL) 29,00 29,00 29,00 0,145 4.205 Ýsa 65,00 45,00 58,81 0,719 42.287 Ýsa(ósL) 63,00 35,00 57,00 3,637 206.542 Ýsa(umálósL) 27,00 15,00 15,59 0,811 12.645 Langa(ósL) 15,00 15,00 15,00 0,038 570 Lúða(smá) 160,00 160,00 160,00 0,030 4.800 Blandað 43,00 43,00 43,00 0,030 1.290 Samtals 46,79 15,630 731.412 Selt var úr bátum. í dag verður selt úr bátum og Skafta SK. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 50,50 36,50 45,60 11,890 542.22Q Ýsa 67,50 30,00 64,83 3,835 248.625 Ufsi 10,00/ 10,00 10,00 0,270 2.700 Karfi 25,50 20,50 21,00 42,077 883.791 Steinbítur 41,00 41,00 41,00 0,240 9.840 Langa 19,00 16,00 18,00 0,150 2.700 Keila 12,00 12,00 12,00 0,150 1.800 Samtals 28,86 58,612 1.691.676 Selt var aöallega úr Bergvík KE, Sigrúnu GK og Þorsteini Gísla- syni GK. i dag verða meðal annars seld 12 tonn af ufsa, 4 tonn af ýsu, 3 tonn af löngu, 3 tonn af steinbít og fleiri tegundir úr Bergvík KE. Selt verður úr dagróðrabátum ef á sjó gefur. ÁBENDINGAR FRÁ LÖGREGLUNNI: Skemmdarverk bama og unglinga Skemmdarverk eru miklu al- gengari meðal barna og unglinga en fólk gerir sér grein fyrir í fljótu bragði. Sumt af því sem telja má til skemmdarverka er fólk farið að líta á sem eðlilegan hlut og er það af hinu verra. Skemmdar- verk vinna böm og unglingar á umhverfi sínu, í nálægð heimila sinna, í skólanum eða annars stað- ar þar sem þau safnast saman. Þau eru algengari þar sem marg- ir safnast saman, því þá er ákveð- in tilhneiging að geta skákað í skjóli „nafnleysis11 og framkvæmt hluti, sem ekki em framkvæmdir að öðm jöfnu. Algengast er að börn og ungl- ingar á aldrinum 12-20 ára vérði uppvís að skemmdarverkum. í langflestum tilvikum er um drengi að ræða. Sérstaklega ber að beina sjónum að 10-11 ára börnum, eri á þeim aldri bytja þau oft skemmdarverkin. Ymislegt er skemmt, svo sem dyr, veggir, gluggar, styttur og listaverk í al- menningsgörðum, umferðarskilti og umferðarljós, almenningssal- emi, stólar og sæti í almennings- vögnum, bíldekk, almennings- símar og jafnvel grafsteinar. Skemmdarverkin virðast oft unn- in af sýndarmennsku, leiðindi eru látin bitna á hlutum eða um hefndarráðstafanir er að ræða, skemmdarvargar em að mótmæla samfélaginu og áfengi á oft hlut að máli. Rekja má skemmdarverk til minni virðingar fyrir verðmætum, böm og fullorðnir hafa minni tíma saman, áhrif ijölmiðla geta verið neikvæð ( sjónvarp og myndbönd) og minni virðing er borin fyrir yfirvöldum (foreldrum og öðmm fullorðnum og kennurum. Til að minnka líkur á skemmd- arverkum þurfa uppalendur að taka höndum saman og hafa gott fordæmi fyrir bömunum, sýna þeim fram á tilgangsleysi skemmdarverka, reyna að auka virðingu þeirra fyrir umhverfinu og fá þau til að leggja sitt af mörkum til að gera það meira aðlaðandi. Til þessa þurfa uppa- lendur að gefa sér tíma. Það borg- ar sig margfalt þegar fram líða stundir. Norræna ferðaskrif- stofan hefiir starfsemi Norræna ferðaskrifstofan formlega opnuð. Frá vinstri Thomas Arraboe, formaður stjórnar Smyril Line, Jónas Hallgrímsson, firam- kvæmdastjóri Austfars, Emil Örn Kristjánsson, framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar og Oli Hammer, framkvæmdastjóri Smyril Line. viku júnímánaðar og siglir viku auk Seyðisíjarðar, Þórshöfn í Fær- lengur fram á haustið en undanfar- eyjum, Bergen í Noregi, Hanstholm in ár. Viðkomustaðir skipsins eru í Danmörku og Leirvík á Hjaltlandi. Vitni vantar að ákeyrslu NORRÆNA ferðaskrifstofan tók til starfa í Reykjavík fyrir skömmu. Megin markmið starf- seminnar er kynning á ferðum feereysku farþega- og bilfeijunn- ar Norrönu og sala í ferðir henn- ar. Jafiiframt mun skrifstofan annast almennan ferðaskrif- stofiirekstur. Norræna ferðaskrifstofan er í eigu Austfars hf á Seyðisfirði, ein- staklinga þar og annars staðar á landinu, og Smyril Line í Færeyjum, sem á og gerir Norrönu út. Fram- kvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar er Emil Orn Kristjánsson. Emil Örn sagði í samtali við Morgunblaðið, að ávalt væri mikið um að vera í kringum ferðir Nor- rönu. Farþegafjöldi hefði vaxið ár frá ári og síðasta ár slegið öll met. Meðal annars þess vegna væri ver- ið að auka rými fyrir bíla i skipinu, þannig að það bæri 300 í stað 250 áður. Ferðir frá landinu með þess- um hætti hefðu yfir sér sérstakt og skemmtilegt yfirbragð og væru jafn hentugar einstaklingum, fjöl- skyldum og hópum því ætíð væri hægt að taka með ökutæki sem hentaði, stórt eða smátt. Siglingin sjálf væri svo ævintýri út af fyrir sig. Þjónusta Norrænu ferðaskrif- stofunnar væri að sjálfsögu ekki einskorðuð við þessar ferðir. Hún byði ferðamönnum upp á ýmsa kosti er út væri komið, ferðir áfram eða dvöl í viðkomandi landi, til dæmis í vönduðum íbúðarhótelum í Dan- mörku. Norröna kemur hingað i fyrstu Slysarannsóknardeild lög- reglunnar óskar eítir að hafa tal af vitnum að því er ekið var á gullleitan Volvo-fólksbíl á bílastæðum við austurenda Borgartúns 7. Þarna eru meðal annars bílastæði viðskiptavina Heimilistækja og ÁTVR. Bíllinn stóð í stæði á planinu, skammt frá Borgartúni, frá klukk- an 8 og til klukkan 13.30. Þá hafði verið ekið utan í bílinn og voru skemmdir á afturbretti og -stuðara. Sá sem tjóninu olli hafði farið af staðnum án þess að gera vart við sig. Hann, sem og þeir sem vitni urðu að óhappinu, er beðinn að hafa samband við slys- arannsóknardeild lögreglunnar f Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.