Morgunblaðið - 06.12.1988, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 06.12.1988, Qupperneq 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1988 Opinn fiindur um ferðamál: |----------------- Líta verður á Exjaflarðar- svæðið sem eina heild „MENN voru sammála um að horfa ekki á Akureyri sem ein- angraðan punkt, heldur skoða Eyjafjarðarsvæðið sem heild,“ sagði Þorleifur Þór Jónsson, starfsmaður atvinnumálanefnd- ar, í samtali við blaðið, um opinn fund um ferðamál sem nefndin gekkst fyrir á Hótel KEA um helgina. „Það er verið að vinna að stefnu- mörkun í ferðamálum og þeirri spurningu var varpað fram á fund- inum hvert hlutverk bæjarins ætti að vera. Menn voru sammála um að hlutverk hans væri að sjá um heildarskipulagningu og samræm- ingu á aðgerðum, en einkafyrirtæki ættu síðan að vinna starfið. Eg vil leyfa mér að orða þetta á svipaðan hátt og Helgi Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Samvinnuferða- Landsýnar, gerði á ráðstefnu um „Reykjavík sem ráðstefnuborg" að við verðum öll að vera í sama liði, spila í sama búning og sækja á sama markið. Akureyrarbær ætti að vera í hlutverki þjálfarans, en það eru síðan fjölmargir þættir sem bærinn ætti ekki að koma nálægt í daglegum rekstri," sagði Þorleifur. Þorleifur sagði, eins og fyrr greinir, að líta yrði á Eyjafjarðar- svæðið í heild sem ferðamanna- svæði, og vinna yrði í samvinnu við heimamenn á hverjum stað. „Við erum með 140.000 manna markað á suð-vestur horninu sem við þurf- um að sannfæra um að koma hing- að í staðinn fyrir að fara eitthvað lengra. Hér er mikið um að vera fyrir skíðaáhugamenn og góð að- staða fyrir þá sem vilja spila golf svo eitthvað sé nefnt. Hér er gott fyrir fjölskyldur að koma í frí.“ Fasteigmskattur á íbúðar- húsnæði án álags 1989 Útsvarsprósenta verður 7,5% Morgunblaðið/Rúnar Þór Frá fyrsta útsendingardegi útvarps Ólundar. Til hægri er Hlynur Hallsson, Kristján Ingimarsson útvarpsstjóri er til vinstri og á milli þeirra eru menntaskólakennararnir Erlingur Sigurðarson og Sverr- ir Páll Erlendsson, sem komu í heimsókn til að fylgjast með fyrstu „skrefum" stöðvarinnar. Ólund hóf útsendingar á laugardag: „Mjög góð viðbrögð“ ÚTVARP Ólund hóf formlega útsendingar klukkan 17.00 á laugardaginn. Það eru nokkrir } Akureyringar um tvítugt sem standa að útvarpsstöðinni, sem þeim tíma. „Þetta er fólk á aldrinum 16-40 ára. Fólk hvaðanæva að,“ sagði Hlynur Hallsson í gær. SAMÞYKKT verður á fundi bæj- arstjórnar Akureyrar í dag að fasteignaskattur af íbúðarhús- næði í bænum verði innheimtur án álags á næsta ári. Tekjur bæjarins af þessum skatti verða minni sem nemur á níundu millj- ón króna vegna þessa. Fasteigna- skattur af öðru húsnæði verður hins vegar innheimtur með 25% álagi, þ.e. 1,25% af fasteigna- matsverði. Það er meirihlutinn, sjálfstæðismenn og alþýðu- Qokksmenn, sem leggja þetta til. Meirihlutinn leggur einnig til að útsvarsprósenta í staðgreiðslu opinberra gjaldi á árinu 1989 verði 7,2% — en hæsta leyfilega útsvarsprósenta er 7,5%. „Alagið á fasteignaskatt af íbúð- arhúsnæði var allt upp í 25% á síðasta kjörtímabili. A fyrsta ári þessa kjörtímabils lækkaði núver- andi meirihluti álagið í 10% og í fyrra var svo þrengt að sveitarfé- lögum að ekki var mögulegt að fella álagið niður. En við ákváðum að gera það nú með hliðsjón af auknu fijálsræði í útsvarsálagningu," sagði Sigurður J. Sigurðsson, bæj- arfulltrúi Sjálfstæðisflokks, í sam- tali við Morgunblaðið í gær. Sigríður Stefánsdóttir, fulltrúi Alþýðubandalags í bæjarráði, lagði til á síðasta fundi þess að lagt yrði 25% álag á fasteignaskatt af íbúð- arhúsnæði á næsta ári, en gjalddag- ar yrðu 10 í stað 5, eins og ákveð- ið hefur verið. „Þetta er eina tillag- an sem komið hefur fram frá minni- hlutanum ennþá, en ef álag á fast- eignaskatt af íbúðarhúsnæði yrði 25% — hæsta heimilað álag — yrðu fasteignagjöldin í bænum 21 milljón króna hærra en þau verða sam- kvæmt tillögum meirihlutans," sagði Sigurður J. Sigurðsson í gær. Knattspyrna/hafiiarframkvæmdir: Sana-völlurinn not- aður eitt ár enn? ÁHUGAMENN um knattspyrnu á Akureyri hafa haft af því miklar áhyggjur að Sana-vöIIurinn væri nú úr sögunni sem knattspyrnu- völlur, en svo gæti farið að þeir geti tekið gleði sína aftur í bili — í eitt ár. Sana-völlurinn er eini völlur bæj- arins sem hægt hefur verið að nota til æfinga og keppni síðla vetrar og á vorin, vegna þess hvelágt hann liggur og því snemma tilbúinn til notkunar. Vegna dýpkunar í fiski- höfninni nýju benti allt til þess að síðar í vetur yrði að dæla efni til geymslu á völlinn, þetta „gervigras“ Akureyringa, og knattspyrnumönn- um stæði því engin aðstaða til boða þegar nær dregur vori og þeir fara að elta knött af alvöru utandyra á nýjan leik. Guðmundur Sigurbjörnsson, hafn- arstjóri, sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að mögulegt yrði að knattspyrnumenn gætu notað völl- inn eitt ár til viðbótar. „Við erum að skoða hvort hugsanlega sé hægt að haga framkvæmdum þannig að við þurfum ekki að dæla efninu upp á völlinn að sinni — ef það má verða til þess að menn noti tímann og leysi vallarmálin," sagði Guðmundur. Hvað höfnina varðaði sagði Guð- mundur annars að hann vonaðist til að sá hluti hennar, sem nú er verið að vinna við, yrði endanlega tilbúinn til notkunar síðari hluta næsta árs. er tll húsa á Eiðsvallagötu 18, í Lárusarhúsi. Útsendingar áttu að hefjast um fyrri helgi, en ekki tókst að Ijúka við innréttingu húsnæðisins í tæka tíð svo Ólundarmenn urðu að fresta vígsluathöfninni. Útsendingartími stöðvarinnar verður frá kl. 19.00 til 24.00 alla daga nema föstudaga, en þá hefjast útsendingar kl. 17.00 og á laugardagskvöldum verður væntanlega sent út efni fram á nótt. Hlustunarsvæði stöðvarinnar verður Akureyri og næsta nágrenni. Hlynur Hallsson, einn aðstand- enda stöðvarinnar, var ánægður með starfsemina hingað til, er blaðamaður spjallaði við hann í gær. „Við höfum fengið mjög góð viðbrögð. Við lentum í örlitlum byij- unarörðugleikum, en ekki meiri en við áttum von á,“ sagði Hlynur. Talsverður fjöldi fólks hefur komið í heimsókn á stöðina, að sögn Hlyns, „en þeir gestir sem koma eru hjá okkur í útsendingu því við höfum aðeins eitt herbergi til umráða“. Hlynur sagði 26 dagskrárgerðar- menn myndu koma við sögu fyrstu ■ vikuna, þrátt fyrir að stöðin sendi ' aðeins út i um 40 klukkustundir á Skilyrði Sambandsins um samn- inga við bankana eru óaðgengileg - segir Tryggvi Stefánsson á Hallgilsstöðum © ÓLÍKLEGT er að bændurnir átta, sem gengust í persónulegar ábyrgðir fyrir Kaupfélag Sval- barðseyrar, taki tilboði Sam- bandsins, sem hljóðaði upp á að SÍS tæki á sig þriðjung krafn- anna gegn því að bankamir tækju að sér þriðjung og lánuðu bændunum þriðjung til langs tíma á „hagstæðum“ kjömm. Bændurnir ræddu við Guðjón B. Ólafsson forstjóra Sambandsins tvívegis fyrir skömmu og kom helst út úr þeim viðræðum að litlar líkur væm á því að bænd- urair sæju sér hag í því að taka tilboðinu. „Ef marka má ummæli þeirra lögfræðinga, sem við höfum ráð- fært okkur við, eiga þessir pappírar Samvmnubankans að vera ógildir og fymdir. Þetta eru hæstaréttar- lögmenn og þar af er einn þeirra löggiltur endurskoðandi og segja þeir að við yrðum aldrei neyddir til að greiða þessar kröfur ef í hart fer. Þá setur Sambandið upp þau óaðgengilegu skilyrði að samið verði við bankana um greiðslur, þar með talið Samvinnubankann, komi til stuðnings Sambandsins. Sam- bandið virðist vilja að við borgum allar kröfur hvort heldur þær styðj- ast við gild rök eða ekki. Valur Amþórsson stjórnarformaður Sam- bandsins hefur látið hafa það eftir sér að það sé hæpið viðskiptasið- ferði af okkur að færast undan þeim skuldbindingum, sem við höf- um tekist á herðar, þar sem bænd- ur hefðu sjálfir viljað ganga í ábyrgðirnar á sínum tíma. Maður veit svo sem að sögulega skoðað hefur Sambandið góða aðstöðu til að taka menn í kennslustund í við- skiptasiðferði, eða hvað? I þessu sambandi vitnar stjómarformaður- inn í lögfræðing Sambandsins og Samvinnubankans, sem hefur allt aðra skoðun á málinu en lögfræð- ingarnir, sem við höfum ráðfært okkur við. Hans álit stangast svo á við álit þeirra lögfræðinga, sem við höfum ráðfært okkur við. Og fyrst farið er að tala um viðskiptasið- ferði, þá má eflaust velta þeirri ii'uuu ttii'. tas. t KMUWMiCfilVt 'A spurningu upp hver staða þeirra bankamanna sé sem sitja uppi með ógilda og fyrnda pappíra fyrir van- rækslu eina saman,“ sagði Tryggvi. Þeir Tryggvi Stefánsson og Bjarni Hólmgrímsson fóru á fund Iðnaðarbankans fyrir skömmu og að sögn Tryggva vildu þeir Iðnaðar- bankamenn reyna að leysa málið án þess að til komi uppboð á jörðum bændanna. Iðnaðarbankinn er reiðubúinn til að gefa upp allt að þriðjung af kröfum sínum. „Ljóst er að þessar skuldir koma misjafn- lega niður á mönnum eftir því hvar þeir eru í ábyrgðum. Til dæmis er ég persónulega ekki í neinum ábyrgðum hjá Samvinnubankanum- Við ábyrgðarmennimir höfum hins- vegar ávallt komið fram sem heild og viljum reyna í lengstu lög að bera þetta í sameiningu," sagði Tryggvi. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins hefur Iðnaðarbankinn nýlega skrifað Sambandinu bréf þar sem spurt er hvort Sambandið muni koma til móts við Iðnaðar- bankann til að lækka fjárbyrði bændanna ef kröfur Samvinnu- bankans væru ógildar og Sam- vinnubankinn fengi þær þar af leið- andi ekki greiddar. Tryggvi sagðist telja heldur ólíklegt að Sambandið fallist á stuðning við þær kringum- stæður enda væri þetta tilboð Sam- bandsins aðeins fram komið til að bjarga Samvinnubankanum. „Per- sónulega tel ég að Sambandið muni láta þetta framlag sitt, sem í tilboð- inu er ætlað okkur, renna beint til Samvinnubankans verði niðurstað- an sú að við þiggjum ekki þettá „góða“ boð Sambandsins." Heildarkröfur á hendur bændun- um nema um 50 milljónum króna. Þar af nema kröfur Samvinnubank- ans 26 millj. kr., kröfur Iðnaðar- bankans 22 millj. kr. og kröfur Sparisjóðs Glæsibæjarhrepps um 2 millj. kr. Tryggvi sagði að bændum- ir teldu allar kröfur Samvinnubank- ans afar vafasamar og sumar kröf- ur Iðnaðarbankans hefðu þeir sett spurningarmerki við. .un líiom 18 0r/ txsoím amaIs
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.