Morgunblaðið - 06.12.1988, Side 50

Morgunblaðið - 06.12.1988, Side 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1988 vinnur þV,, Hættum að reykja ardog heilsiinnar ve Abendingar frá Krabbameinsfélaginu Hvernig getur þú hætt? Ef þú hefur ákveðið að hætta að reykja, skiptir miklu máli að þú gerir þér grein fyrir hvers vegna þú vilt það. Ástæðumar geta verið margvíslegar — varðað heilsu þína, fjárhag eða tillit til annarra, svo að dæmi séu nefnd. Reyndu að átta þig á því hvað það er í raun fárán- legt að stinga sígarettu upp í munn- inn og kveikja í endanum á henni. Þegar þetta er ljóst hefurðu á höndum rök sem sýna þér og sanna að þú hefir tekið skynsamlega ákvörðun: Rifjaðu þau upp fyrir þér aftur og aftur. Veldu daginn Byrjaðu á því að ákveða hvenær þú ætlar að hætta að reykja. Mundu þó, að því lengra sem líður því meiri líkur eru á að þú farir að finna þér afsökun fyrir að „hætta við að hætta". Strax og þú hefur ákveðið daginn skaltu byija á að koma þér upp reyklausum svæðum, einkum þar sem þú dvelst að jafnaði lengst, t.d. á heimilinu, á vinnustaðnum, í bíinum. Þegar þú hefur einu sinni ákveðið að tiltekinn staður skuli vera reyklaus, máttu ekki hvika frá því hvað sem á dynur. Ef þú ert á reyklausu svæði, t.d. heimili þínu, og löngunin alveg að sliga þig verður þú annaðhvort að standast löngunina eða bregða þér út fyrir, svo sem út á svalir eða tröppur, til að fá þér reyk. Reyklausu svæðin eru eins konar æfínga- og tilraunastaðir fyrir það algera reykleysi sem koma skal. Því fleiri sem þau verða því auðveld- ari verður baráttan við tóbakslöng- unina þegar þú hættir alveg að reykja. Hvað þarftu að forðast? Sérhver reykingamaður hefur sínar ákveðnu reykingavenjur, at- hafir sem tengjast sígarettu náið og stundir þegar hún bragðast sér- staklega vel. Hugleiddu reykingavenjur þínar og reyndu að forðast það sem tor- veldar þér tóbaksbindindið. Fýrst um sinn er vert að forðast áfenga drykki, kaffí, te og kóladrykki ef þessir drykkir auka þér löngun í tóbak. Drekktu í staðinn mjólk, „Sjálfsagt hefiirðu oft dottið þegar þú varst að læra að ganga. Sem betur fer gafstu ekki upp heldur reyndir aft- ur. Eins er þegar menn eru hættir að reykja, það er slæmt að falla en hitt er miklu alvar- legra að standa ekki upp aftur.“ Sölustaðirnir eru opnir frá mánudegi til laugardags og loka ekki fyrr en 15 mínútum fyrir útdrátt. i undanrennu, ávaxtasafa eða vatn. Mikill vökvi skolar nikótíninu út úr líkamanum og flýtir fyrir því að þú klífír örðugasta hjallann. Fyrsta kastið skaltu leitast við að umgangast ekki mikið fólk sem reykir ef það eykur þér löngun í reyk. Sumir bjóða engum reykinga- mönnum heim til sín fyrstu tvær vikumar. Það þarf mikinn styrk til að láta tóbakið ósnert ef menn sem eru nýhættir að reykja, sitja heila kvöldstund með reykingafólki og skemmta sér. Þótt þú fáir þér eina sígarettu er mikil hætta á að það leiði til að þú haldir áfram. Hvað getur hjálpað þér? Hafðu nóg fyrir stafni. Þú mátt ekki hafa of mikinn tíma til að hugsa um tóbak. Sestu ekki í þægilegan stól eftir matinn. Farðu frekar út að ganga og andaðu öðru hveiju djúpt að þér. Þungt loft veikir viljastyrkinn, en taugarnar róast ef þú andar djúpt að þér hreinu lofti. Betra er að borða lítið af ein- faldri næringarríkri fæðu en yfir sig af tormeltum mat. Ofát dregur mikið af blóði frá heilanum til melt- ingarfæranna en við það veikist viljinn um stund. Þú gætir þurft á öllum þínum viljastyrk að halda til að standast tóbakslöngunina. Gott ráð til að losna við mesta tóbakshungrið er að fá sér sykur- laust tyggigúmmí eða þá sveskju og sjúga steininn á eftir. Vatnsglas BÓNUSTALA: 9 Vinningstölurnar 3. des. 1988. Heildarvinningsupphæð: Kr. 5.604.166,- Fimm tölur réttar kr. 2.580.206,- skiptist á 2 vinningshafa, kr. 1.290.103,- á mann. BÓNUSTALA + 4 tölur réttar kr. 448.162,- skiptast á 13 vinn- ingshafa, kr. 34.474,- á mann. Fjórar tölur réttar kr. 772.920,- skiptast á 180 vinningshafa, kr. 4.294,- á mann. Þrjár tölur réttar kr. 1.802.878,- skiptast á 5.599 vinnings- hafa, kr. 322,- á mann. HEIMILgTÆKI OKKAR SERGREIN. ZANUSSI Á HVERT HEIMILI - MEST SELDU HEIMILISTÆKI í EVRÓPU Kælir 190 Itr. Frystir 40 ftr. Sjálfvirkafhríminq. Mál: 141.5x52.5x55 cm. Kr. 32.688* ÞURRKARI ZD-201 Eyðslugrannur, útblástur að aftan eða hlið. á cm. Ma setia ofan þvottavál. Mál: 85x60x57 UPPÞVOTTAVÉL ZW-122-VS 7þvottakerfi, mjög hljóðlát. Sýnmgarvél tengd ástaðnum. Kr. 29.768* Mál: 82x59.5x57cm. |^|- 47.471* ÞARSEM SAMEINAST GOTTVERÐ OG VANDAÐAR VÖRUR LÆKJARGÖTU 22 HAFNARFIRDI SÍMI 50022 *ÖII verð miðuð við staðgreiðslu hefur líka góð áhrif. En gættu þín svo þú þurfír ekki að kljást við of- fítu í stað tóbaksins. Því ættirðu ekki að bæta þér upp tóbaksleysið með sælgætisáti eða aukabitum milli mála. Eitt er það sem þér finnst ef til vill kjánalegt en er í rauninni árang- ursríkt. Búðu til litla setningu um það hve skynsamlegt það var að hætta að reykja. Skrifaðu hana á blað. Skrifaðu hana eins oft og þú getur. Horfðu vel á hana og endur- taktu hana í huganum. Á þennan hátt hefurðu áhrif á undirmeðvitund þína svo að hún vinnur fyrir þig og styrkir ákvörðun þína. Ifyrstu dagana kann að vera að þér fínnist ekki rétt að halda því mikið á loft að þú hafir hætt að reykja. En farðu sem fyrst að tala um það. Talaðu við alla sem nenna að hlusta á þig og segðu þeim frá því hve dásamlegt það er að reykja ekki lengur. Því meira sem þú talar um það, þeim mun meira styrkir þú þína eigin ákvörðun. Og ef þú talar við einhveija sem eru einnig hættir að reykja, getið þið skipst á ráðum og reynslu. Nikótíntyggigúmmí Það er nokkuð ljóst að nikótín- tyggigúmmí getur reynst mörgum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.