Morgunblaðið - 06.12.1988, Síða 54

Morgunblaðið - 06.12.1988, Síða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1988 Flæðifrumusjá, ný tækni við krabbameinsrannsóknir: Með nákvæmri greiningu er hægt að velja bestu meðferð - segir Jónas Hallgrímsson prófessor RANNSÓKNASTOFA Háskólans og krabbameinslækningadeild Landspítalans hafa í sameiningu sótt um heimild til að kaupa flæðifrumusjá og stjórnarnefnd Rikisspítalanna hefur lagt til að samstarfsverkefni stofhananna hafi forgang við tækjakaup og ráðningar í nýjar stöður á næsta ári. Er vonast til að með þessari nýju tækni verði hægt að bæta þjónustu við krabbameinssjúkl- inga og auðvelda ákvarðanir um meðferð þeirra. Blaðamaður ræddi af þessu tilefni við Jónas Hallgrimsson prófessor og for- stöðumann Rannsóknastofúnnar, Jóhannes Björnsson yfirlækni og Bjarna A. Agnarsson sérfræðing í meinafræði. Islendingar framarlega í heilbrig'ðisþjónustu „íslendingar standa áreiðanlega meðal fremstu þjóða heims hvað snertir heilbrigðisþjónustu, bæði almenna og sérhæfða," sagði Jón- as. „Að vísu eru ýmsar sérgreinar innan iæknisfræði, sem aðeins er vísir að hér, enda þá oftast grein- ar, sem sinna þeim sjúkdómaflokk- um, sem tilheyra fágætari tegund- um. Við höfum tekið duglega til hend- inni hér seinni árin og nýtt okkur góðærið vel á ýmsum sviðum lækn- isfræðinnar. Má í því sambandi benda á byggingar og nýskipan í meðferð geðsjúkra, bæði fullorð- inna og nú síðast bama og ungl- inga. Það svið sérgreina, sem síðast hefur fengið úrlausn svo nokkru nemi og þegar hefur skilað umtals- verðum árangri, er hjartalækning- ar, og einkum greining kransæða- sjúkdóma og kransæðaaðgerðir, sem hófust á Landspítalanum á síðasta ári. Næsta stóra átakið er bygging fyrir krabbameinslækningadeild Landspítalans, sem verður til húsa í svokallaðri K-byggingu á Land- spítalalóð. Sá hluti byggingarinnar sem hýsa skal krabbameinslækn- ingar kemst í notkun innan skamms. Rannsóknastofa Háskól- ans í meinafræði tekur virkan þátt í uppbyggingu krabbameinslækn- inga, því til Rannsóknastofunnar berast flest vefjasýni, sem tekin eru með skurðaðgerðum á landinu, og þar af leiðandi em flest krabbamein í Islendingum fyrst greind þar. Meðferð krabbameins er orðin fjölbreyttari en áður og því er nauð- synlegra að greina æxlin meira að eftir tegundum, þar sem árangur og horfur sjúklingá em breytileg eftir gerð æxlisins. Með nákvæmri greiningu í upphafi er nú hægt að velja bestu meðferð strax og á þann hátt spara vinnu og fjármuni og það sem auðvitað skiptir mestu máli, að spara sjúklingum tíma og þjáningar og kannski stytta með- ferð og gera hana þægilegri. Einnig væntum við þess að með þessu öllu lengist líf fólks með krabbamein og að fleiri læknist af meinum sínum. Síðustu árin hefur samvinna meinafræðinga og krabbameins- lækna aukist mikið og er nú svo komið að meðferð flestra krabba- meina er endanlega ákveðin með samráði þessara aðila. Ennfremur fylgjast báðir með árangri með- ferðar og því til staðfestingar er algengt að vefjasýni séu tekin á meðan á meðferð stendur eða við lok hennar til þess að árangur verði endanlega metinn og hvort frekari ráðstafanir kunni að vera nauðsyn- legar,“ sagði Jónas. Greining á uppruna æxlis skiptir miklu máli Jóhannes Bjömsson yfirlæknir Rannsóknastofunnar: „Við grein- ingu æxla er hefðbundin ljóssmá- sjárrannsókn enn megin aðferðin og eru litlar líkur til að það breytist Morgunblaðið/Bjami Jónas Hallgrímsson prófessor, forstöðumaður Rannsóknastofú Há- skólans, ásamt Jóhannesi Björnssyni yfirlækni og Bjarna A. Agnars- syni sérfræðingi í meinafræði. Rannsóknastofa Háskólans við Barónsstíg. í fyrirsjáanlegri framtíð. Tvær nýjar rannsóknaraðferðir eru þó ómiss- andi þáttur í nútíma jneinafræði, það er örsjárskoðun með rafeinda- smásjá sem varð hluti af almennri þjónustuvinnu í greininni fyrir um það bil 25 árum og vefjaónæmis- fræði, sem farið var að styðjast við í daglegri greiningavinnu fyrir um það bil 10 árum. Báðum þessum aðferðum er ætlað að greina ná- kvæmar æxli, bæði með tilliti til æxlisgerðar og upprunalíffæris æxlisvaxtarins, en unnt er með ljóssmásjárrannsókn einni. Rann- sóknir með frumuflæðisjá eru alveg nýjar af nálinni við greiningu krabbameins og að hluta framþróun vefjaónæmisfræði. Auk þess að kanna stig, það er stærð, staðsetningu og útbreiðslu æxlisvaxtar í líkamanum, þurfa læknar þeir, er annast sjúklinga með krabbamein, sem allra ná- kvæmastar upplýsingar um veQa- gerð og upptök æxlisins. Þá fyrst er unnt að sníða meðferð, þ.e.a.s skurðaðgerð, geisla- og lyfjameð- ferð, að þörfum hvers sjúklings. Ljóssmásjárrannsókn ein getur þannig til dæmis ekki gefið af- dráttarlausar upplýsingar um upp- tök æxlis, sem þegar er dreift um líkamann er sjúklingur leitar lækn- is. Örsjárrannsókn aðstoðar við nákvæma vefjaflokkun, til dæmis hvort æxlisupptök eru í eitil- eða þekjuvef. Vefjaónæmisfræði nýtir sér þá tilhneigingu æxlisfruma að viðhalda sumum eiginleikum heil- brigðra fruma þess líffæris sem þær eiga upptök sín í. Til dæmis má nefna sjúkling, sem reynist hafa æxlismeinvörp í hryggsúlu við komu til læknis. Þar sem ljóssmásjárrannsókn og örsjár- skoðun greina æxlisgérð og leiða sterkum líkum að upprunalíff eri geta aðferðir vefjaónæmisfræðinn- ar beinlínis sannað upprunastað, til dæmis hvort æxlisupptök eru í skjaldkirtli eða blöðruhálskirtli, en meðferð við þessum tveimur æxlis- tegundum er gerólík. Árlega berast sýni frá um 16 þúsund sjúklingum til vefjagrein- ingar á Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði. Stofnunin stefnir að því að búa yfir þeirri sérþekkingu og tækjabúnaði til þjónustuvinnu sem ætlast verður til af háskóla- stofnun í okkar heimshluta. Er von- andi að okkur takist að viðhalda þeim staðli í menntun starfsmanna og tækjakosti, en þýðing þess fyrir greiningu og meðferð krabbameins sokkar, skór, buxur, jakkar, skyrtur, kjólar, allt þekkt vörumerki.\, JÓLAVÖRUHÚS VESTURLANDS Senn líður að jólum. Samkvæmt okkar dagatali er ekki seinna vænna að hefja jólaundirbúning- inn. Við erum byrjaðir okkar undirbúning. Hann felst í því að safna saman þeim vörum sem ykkur vanhagar um og búa okkur undir heimsókn ykkar. um Vöruhús Vesturlands hefst í VEFNAÐARVÖRUDEILDINNI. Þar fást jólaföt á alla fjölskylduna DEILDINNI eru smávörur, búsáhöld, leikföng og bækur, tilvalin staður til að finna jólagjöfina.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.