Morgunblaðið - 06.12.1988, Page 55

Morgunblaðið - 06.12.1988, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1988 55 L Flæðifrumusjáin eykur nákvæmni við rannsóknir á krabbameinsæxlum. Smásjármynd af meinvarpi í eitli frá sortuæxli í húð. Sjá má að sérhæfð mótefni hafa bundist við æxlisfrumur (brúnn litur). An slikra rannsókna væri illmögulegt að segja til um uppruna frumanna. á íslandi er augljós,“ sagði Jóhann- es. Flæðifrumusjáin „Nýlega hefur verið sýnt fram á að vaxtarhraði og magn erfðaefnis- ins DNA í krabbameinsfrumum geti skipt verulegu máli þegar lagt er mat á horfur krabbameinssjúkl- inga,“ segir Bjarni A. Agnarsson sei.i hefur kynnt sér þessa nýju tækni. „Það hefur komið í ljós að sjúklingar með æxli sem hafa af- brigðilegt magn af DNA hafa yfir- leitt verri horfur en ef um er að ræða æxli þar sem eðlilegt DNA- magn er í krabbameinsfrumunum. Mælingar hafa ekki almennt ver- ið gerðar á DNA í æxlisfrumum en flæðifrumusjáin, sem nýlega er komin á markaðinn, getur mælt þetta erfðaefni á mjög fljótvirkan hátt. Þetta tæki er enn ekki til á íslandi en við vonumst til að af kaupum þess geti orðið sem fyrst.“ Bjarni sagði að miklar rannsókn- ir ættu sér nú stað víða um heim til að kanna notagildi þessarar tækni við mat á horfum sjúklinga með krabbamein. Virtist aðallega vera um ferns konar notagildi að ræða: „í fyrsta lagi virðist yfirleitt vera samband á milli DNA-innihalds krabbameinsfruma og á horfum viðkomandi sjúklings, eins og ég nefndi áður. Sem dæmi má nefna að komið hefur í ljós að konur með brjóstakrabbamein á byijunarstigi, þar sem DNA-innihald er afbrigði- legt, eiga minni batalíkur en konur með sams konar æxli þar sem DNA er eðlilegt. Með því að greina strax í upphafi að um óeðlilegt DNA- magn sé að ræða má hugsanlega beita lyfjameðferð auk hefðbund- innar skurðaðgerðar strax á byijun- arstigi sjúkdómsins til að reyna að bæta batahorfur sjúklingsins. Þess- ar niðurstöður hafa augljóslega mikla þýðingu á íslandi, þar sem bijóstakrabbamein er nú algeng- asta tegund krabbameins hjá kon- um. Sama má segja um til dæmis krabbamein í þvagblöðru. Æxli á byijunarstigi með eðlilegt DNA- innihald sá sér sjaldan út fyrir þvag- blöðruna og má því oft beita stað- bundinni meðferð við þessi æxli. Ef æxlið hefur hins vegar óeðlilega mikið af DNA eru horfurnar verri og kemur þá lyfja- og geislameð- ferð eða meiriháttar skurðaðgerð til álita. Segja má að vart líði sú vika að ekki birtist í fagtímaritum nýjar niðurstöður rannsókna af þessu tagi. í öðru lagi má notfæra sér þessa tækni til að aðstoða við að útiloka að um krabbamein sé að ræða, því að góðkynja æxli hafa sjaldan óeðli- legt magn DNA. í þriðja lagi má greina hvort nýtt æxli í sjúklingi með krabba- mein sé í rauninni nýtt æxli eða hvort um meinvarp frá fyrra æxli sé að ræða, því DNA-magn æxla breytist yfirleitt ekki. Ef um nýtt æxli óskylt hinu fyrra er að ræða er meðferðin að sjálfsögðu allt önn- ur en ef um meinvarp væri að ræða. Þá má nefna að tækni þessi gef- ur til kynna hversu stór hluti æxlis- fruma eru í skiptingu. Sú vitneskja getur skipt máli, til dæmis við lyfja- gjöf, því krabbameinslyf deyða yfir- leitt aðeins frumur sem eru í skipt- ingu. Einnig er rétt að nefna að með þessari tækni má mæla dreifingu mótefnavaka á miklum fjölda fruma í lausn og geta slíkar rannsóknir komið að góðum notum á svipaðan hátt og ónæmisfræðilegar athugan- ir á vefjasneiðum sem Jóhannes nefndi. Nefna má að með þessari tækni má mæla fjölda mismunandi eitilfruma í blóði sjúklinga, til dæm- is sjúklinga með alnæmi svo dæmi sé tekið. Arlega greinast hér á landi um 700 krabbamein og teljum við að með flæðifrumusjá verði hægt að veita betri þjónustu við krabba- meinssjúklinga og auðvelda ákvarð- anir um meðferð þeirra. Auk þess kæmi það að margs konar öðrum notum við grunnrannsóknir á krabbameini á íslandi,“ sagði Bjami. LITGREINING MEÐ CROSFIELD MYNDAMÓT HF Næsti viðkomustaður er RAFTÆKJA- OG SPORTVÖRUDEILDIN. Þar fást öll stærri og smærri raftæki og við seljum einnig mvndlykla. Þar finnur fjölskyldan jólagjöf handa sjálfri sér. BYGGINGAVORU- DEILDIN er fyrir þá sem vilja dytta að heimilinu fyrir jólin. , Sumir vilja mála, lagfæra eða endurbæta. Heimsókn til okkar gerir það létt verk. Síðast en ekki síst er M AT V ÖRUDEILDIN. Þar fæst allur jólamatur, og allt í jólabaksturinn. Jólin hefjast í Vöruhúsinu þt okkar jólaundirbúningur þjóna ykkur. VöruhúsVesturlands Borgarnesi sími 93-71 200 - er birgðamiðstöðin ykkar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.