Morgunblaðið - 06.12.1988, Page 59

Morgunblaðið - 06.12.1988, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1988 gift Þorláki Jakobssyni, starfs- manni Kaupfélagsins á Blönduósi, og áttu þau fjóra syni sem upp komust. Eftir heimkomuna réðst Margrét til Kristjáns G. Gíslasonar hf. og þar var ekki tjaldað til einn- ar nætur en ég ætla að Kristján segi sjálfur frá því. Margrét var kröfuhörð við sjálfa sig og þoldi illa linkind hjá fólki. Henni fannst erfiðleikar vera til að yfírstíga þá og stóð sjálf á meðan stætt var og raunar lengur. Eftir að hún hætti að geta notað strætis- vagna óku vinir hennar, Auður Aðalsteinsdóttir og Ásgeir Valdi- marsson, henni í vinnuna. Þau hafa einnig verið óþreytandi við að heim- sækja hana á Sólvang í Hafnar- fírði, en þar dvaldi Margrét síðustu árin lengst af á sjúkradeildinni þar sem hún naut góðrar aðhlynningar starfsfólksins. Stærsta þáttinn í umönnun hennar á meðan hún var heima áttu frænka hennar, Margrét Þorvaldsdóttir, og maður hennar, Magnús Ólafsson, og sambýliskona hennar á Birkimelnum, María Ás- geirsdóttir, hjúkrunarkona. Að framansögðu má vera ljóst að hún Margrét var engin meðal- manneskja. Hún var bráðgreind, skemmtileg, frábær kokkur og kastaði ekki höndunum til neins, sem hún tók sér fyrir hendur. Ekki þótti henni mikið varið í að ræða um böm og bú í samkvæmum held- ur flutti hún sig þangað sem um- ræðan snerist um þjóðfélagsmál og pólitík. Sjálfstæðismanneskja af gamla skólanum var hún alla tíð. Og nú er komið að leiðarlokum sem voru orðin henni kærkomin. Frú Agda Karström í Stokkhólmi sendir kveðjur sínar og þakkar liðn- ar stundir en þær Margrét kynnt- ust á Pálmans-skólanum og hafa verið vinkonur síðan. Hjá henni bjó Margrét alltaf þegar hún heimsótti Stokkhólm eftir að hún flutti heim. Ég þakka vináttu, sem spannar nærri hálfa öld og aldrei bar skugga á. Nafna hennar og hin bömin mín þakka henni ómælda velvild í sinn garð. Við sendum ættingjum hennar kveðjur okkar og biðjum guð að blessa minningu Margrétar Einars- dóttur. Þuriður Finnsdóttir Birting afinælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaidslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð i Aðal- stræti 6, Reylgavík og á skrif- stofu blaðsins i Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki em tekin til birtingar fmmort ljóð um hinn látna. Leyfílegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar get- ið. Sama gildir ef sálmur er birt- ur. Meginregla er sú, að minn- ingargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins era birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar era birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. Höföar til .fólks í öllum starfsgreinum! 59 Óvænt endalok — Setberg gefiir út nýjustu skáld- sögu Roberts Ludlums BÓKAÚTGÁFAN Setberg hefur gefíð út skáldsöguna Óvænt endalok eftir bandaríska rithöf- undinn Robert Ludlum. Þýðandi er Gissur Ó. Erlingsson. Óvænt endalok, sem nefnist á frammálinu The Icaras Agenda, er nær 470 blaðsíður. í kynningu út- gáfunnar segir m.a., að sagan sé meistaraleg lýsing á átökum góðs og ills. Sögusviðið nær frá eyði- mörkum Arabíuskaga inn í dýpstu fylgsni valdastofnanna í Washing- ton. Þá segir, að þessi nýjasta skáld- saga Roberts Ludlums sé hlaðin magnþranginni spennu, sem gagn- taki lesandann. Robert Ludlum Tjónþolinn ók burt GULUM Lada-bíl var ekið aftan á hvítan Fiat á mótum Lönguhlíðar og Miklubrautar laust fyrir klukk- an 14 á föstudag. Okumanni Fiats- ins varð svo hverft við að hann ók strax af stað án þess að athuga skemmdir eða taka niður nokkrar upplýsingar um þann sem tjóninu olli. Tjónið á Fiatnum var verulegt og er mælst til þess að ökumaður Lada- bílsins gefi sig fram við lögreglunna. MOULINEX DJ Ú PSTEIK1N G A POTTU R DJÚPSTEIKTU AUÐVELDLEGA 0 G HREINLEGA. STIGLAUS HITASTÝRING O G LYKTEYÐIR. < '/ I FEIN RAFMAGNSHANDVERKFÆRI Fremst í sínum flokki Umboðs- og þjónustuaðilar: Póllinn hf„ Isafirði; Rafvélaverkstæði Unnars sf„ Egilsstöðum; Geisli, Vestmannaeyjum. Höggborvél ^ —fyrir alhliða notkun • Afturábak og áfram snúningur • Tvö hraöastig með stiglausum rofa • Handfang sérhannaö fyrir rétt átak og grip • Dýptarstillir í rennigreip • Hraðastjórn með snúningslæsingu. Hleðsluborvél -aflmikil og fjölhæf lÖfc • Afturábak og áfram snúningur • Tvenns konar snúningshraði • Átaksstillir fyrir skrúfuvinnu • Sjálfvirkt hleðslutæki með Ijósmerki • Laus hleðslurafhlaða • Löng ending hverrar hleðslu • Fer sérlega vel í hendi Komið og kynnið ykkur mikið úrval FEIN rafmagnshandverkfæra. Nákvæmni og öryggi SKEIFUNNI3E, SÍMAR 82415 & 82117

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.