Morgunblaðið - 06.12.1988, Page 62

Morgunblaðið - 06.12.1988, Page 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1988 _ ~N Utvarpsvekjarar frá SIEMENS tií jáktutýai* RG 278: Venjuleg skífu- klukka. Vekur með útvarps- dagskrá eða suðhljómi. Blundhnappur. [ Verð: 2680 kr. J RG 281: Vekur með út- varpsdagskrá eða suð- hljómi. Blundhnappur. Svæfir. , Verð: 2520 kr. RG 296: Með snælduhólfi. Vekur með útvarpsdagskrá, suðuhljómi eða snælduleik. Blundhnappur. Svæfir. Verð: 2910 kr. RG 283: Vekur með út- varpsdagskrá eða suð- hljómi. Blundhnappur. Svæfir. , Verð: 2350 kr. SMITH& NORLAND Nóatúni 4 - Sími 283nn V_______________________ 2.948.338 kr. Vinningsröðin 3. desember: 11X-2X1 -X1X-X2X 12 réttir = 2.341.122 kr. Enn var enginn með 12 rétta-og því er þrefaldur pottur núna! 11 réttir = 607.216 kr. 6 voru með 11 rétta - og fær hver í sinn hlut kr. 101.202,- AF ERLENDUM VETTVANGi pftir Ástrpir Svnrrissnn Félagar í stjónunálaráði sovéska kommúnistaflokksins samþykkja dagskrá fundar Æðsta ráðsins á þriðjudag. í fremstu röð frá vinstri:Jegor Lígatsjov, Nikolaj Ryzhkov, MíkhaU S. Gorbatsjov. f annarri röð: Edúard Shevardnadze, Viktor Tsjébríkov, Vítalí Vorotníkov, Lev Zajkov. Fyrir aftan þá: Pjotr Demísjoiv, Viktor Níkonov, Alexander Jakolev. Réttindi öreiganna skjalfest enn a ný BREYTINGAR þær sem Míkhaíl S. Gorbatsjov Sovétleiðtogi hefur gert á stjórnarskrá Sovétríkjanna og andóf forustumanna einstakra lýðvelda gegn þeim hafa verið eitt helsta umfjöllunarefni Qölmiðla víða um heim að undanförnu. Raunar hefúr þetta nánast skyggt á átökin í Armeníu og Azerbajdzhan sem vafalítið eru sprottin af þjóð- emishyggju og trúarbijálsemi og kunna að reynast afdrifaríkir við- burðir þegar fram lfða stundir. Stjórnarskrárbreytingamar eru á hinn bóginn mikUvægur liður f umbótaáætlun Gorbatsjovs og söguleg- ar fyrir margar sakir ekki síst þær að f fyrsta skipti allt frá dögum Lenfns bindur almenningur { Sovétrfkjunum vonir við að skjalfest réttindi manna verði virt eða vill a.m.k. trúa því að sú verði raunin. Eitt gleggasta dæmið um þetta er raunar andóf forystumanna Eystra- saltsrfkjanna þriggja, sem allir eru yfirlýstir stuðningsmenn umbótaá- ætlunarinnar en hafa af þvf áhyggjur að breytingamar komi ekki að tilætluðum notum sem sé þeim að tryggja aukið lýðræði og frelsi. Haft hefur verið á orði að eng- in stjómarskrá tryggi betur lýðræði og réttindi manna en hin sovéska. Meinið sé hins vegar það að engum einvaldanna í Kreml hafi nokkum tíma dottið f hug að fara eftir henni! Þótt alhæfíngin kunni að virðast gróf er hún engu að síður sönn. Fram til þessa hefur stjómarskrá Sovétríkjanna þrívegis verið endurskrifuð. Sú fyrsta gekk í gildi árið 1918 en gerðar vom á henni breytingar árið 1924 er til- gangur Sovét-sambandsins var skilgreindur. Árið 1936 lét Jósef Stalín umskrifa stjómarskrána og vom helstu breytingamar þær að forystuhlutverk Kommúnistaflokks Sovétríkjanna var leitt í lög með ýmsum hætti. Leoníd Brezhnev, sem nú á dögum er talinn vera eins konar samnefnari fyrir spill- ingu og stöðnun í sögu Sovétríkj- anna, gerði frekari breytingar árið 1977. Sagt var að þær væm gerð- ar til að tryggja réttindi einstakl- ingsins og aðlaga stjómarfarið að breyttum aðstæðum á sviði efna- hags- og félagsmála. Því er ekki að neita að orðalagið er kunnug- legt. Hróplegar mótsagnir Hvort sem rekja má ástæðumar til klókinda eða gáfnaskorts Brez- hnevs var þessi útgáfa stjómar- skrárinnar, sem verið hefur í gildi allt fram til þessa, að líkindum sú versta. Ekki þarf löglærðan mann til að sjá að mótsagnimar í plagg- inu em öldungis hróplegar. í því segir t.a.m. að allt vald sé í höndum alþýðunnar (öreiganna) og er kveð- ið skýrt á um fundafrelsi og mál- frelsi manna og friðhelgi einstakl- ingsins. Nokkm síðar er á hinn bóginn fjallað um „skyldur og skuldbindingar" Sovétborgara sem í raun tryggir ríkisvaldinu óskorað- an rétt til að ráðskast að vild með líf manna. Fleiri dæmi mætti nefna en athyglisvert er að grein 72 seg- ir að lýðveldin 15 geti sagt sig úr ríkjasambandinu en næsta grein kveður á um að lýðveldin 15 muni um aldur og eilífð heyra Sovétríkj- unum til! í nýju stjómarskránni er tekið á þessum mótsögnum ef marka má orð ígors Kúznetovs, aðstoðarfor- stjóra Löggjafarstofnunar Sov- étríkjanna, en hann var staddur hér á landi á dögunum. Á fundi með blaðamönnum sagði Kúz- netsov að réttur lýðvelda til að yfir- gefa Sovétsambandið væri óskor- aður en á hinn bóginn gætu lög einstakra lýðvelda aldrei komið í stað löggjafarvalds Æðsta ráðs Sovétríkjanna. Andmæli Eistlendinga Andmæli Eystrasaltsrílqanna og ekki hvað síst Eistlendinga hafa einkum varðað síðastnefnda atrið- ið. Fyrir skemmstu samþykkti Æðsta ráð Eistlands að lýsa yfir fullveldi lýðveldisins innan Sov- étríkjanna jafnframt því sem þing- menn ákváðu að framvegi3 skyldu lög lýðveldisins vera æðri lögum Æðsta ráðsins í Moskvu. Helstu ástæður þessarar sögulegu yfirlýs- ingar virðast annars vegar vera vaxandi þjóðemishyggja í Eistlandi og hins vegar megn óánægja al- þýðu manna vegna gegndarlausrar miðstýringaráráttu yfírvalda sem leitt hefur til stórfellds arðráns. Míkhaíl S. Gorbatsjov brást hinn versti við og lýsti yfir því að sam- þykktir Eistlendinga brytu í bága við lög. Var hart deilt á eistnesku forystumennina á fundi Æðsta ráðsins nú f vikunni en forseti landsins svaraði fyrir sig, sem út af fyrir sig þótti algjörlega með ólíkindum. Kvaðst hann vera ein- dreginn stuðningsmaður umbótaá- ætlunarinnar, sem kennd er við „perestrojku" en kvaðst líta svo á að samþykktir eistneska þingsins væm fyrst og fremst rökrétt afleið- ing þessarar stefnu. í raun virðist þetta vera mergur málsins, hug- myndir manna um inntak „per- estrojku" og „glasnost" em mjög ólíkar og ef til vill em ástæðan sú að kenningar þessar hafa aldrei verið skilgreindar með fullnægjandi hætti. Gagnrýnin hefur á hinn bóginn haft áhrif og laganefnd Æðsta ráðsins hefur gert nokkrar breyt- ingar á upprunalegu stjómarskrár- drögunum. Þannig mun sérhvert lýðveldi eiga fulltrúa í nýrri stjóm- skipunamefnd sem mun hafa eftir- lit með framkvæmd lagabreyting- anna. Dregið hefur verið úr valdi hins nýja fulltrúaþings til að hafna lagasetningu einstakra lýðvelda á þeim forsendum að hún stangist á við stjómarskrána. Ef marka má fréttir 7lASS-fréttastofunnar boð- aði Míkhaíl S. Gorbastsjov enn- fremur í ræðu sem hann flutti á þriðjudag að tekið hefði verið tillit til krafna um aukna sjálfsstjóm lýðveldanna á sviði félags- efna- hags- og menningarmála. Fyrirmyndin sótt til Vesturlanda Fulltrúaþingið, sem koma mun í stað núverandi Æðsta ráðs, mun samanstanda af 2.250 fulltrúum hinna ýmsu hópa, samtaka og þjóð- arbrota. í upprunalegu drögunum er gert ráð fyrir því að hinar ýmsu stofnanir kommúnistaflokksins - verkalýðsfélögin og ungliða- hreyfingin svo dæmi séu tekin- tilnefni þriðjung fulltrúanna og hefur það mælst illa fyrir þar eð sýnt þykir að þeir menn sem kom- ist hafa til valda með ólýðræðisleg- um hætti muni sitja sem fastast. Fulltrúaþingið mun koma saman að minnsta kosti einu sinni á ári og verður fyrsti fundur þess að líkindum næsta vor. Fyrsta verk- efnið verður það að kjósa forseta, sem í raun mun fara með fram- kvæmdavaldið, og mun sá heita Míkhafl S Gorbatsjov. Síðan munu fulltrúamir kjósa 500 manns úr eigin röðum sem skipa munu hið nýja Æðsta ráð Sovétríkjanna sem aftur mun skiptast í tvær þingdeild- ir, sambandsdeild og þjóðadeild. Æðsta ráðið mun starfa því sem næst árið um kring líkt og þing á Vesturlöndum. Alls munu 55 af 174 ákvæðum stjómarskrárinnar hafa verið um- rituð og orð Gorbatsjovs þykja gefa til kynna að tillögur um frekari breytingar verði teknar til umfjöll- unar síðar. Áhrifamesta breytingin kann á hinn bóginn að reynast sú að alþýða manna taki að líta svo á að stjómarskráin skipti einhveiju máli og fullvíst má heita að sá ískyggilegi „friður" sem ríkt hefur um skipan mála í Sovétríkjunum er úti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.