Morgunblaðið - 06.12.1988, Page 74

Morgunblaðið - 06.12.1988, Page 74
- 74 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1988 Mikil aðsókn í nýja íþróttahúsið á Akranesi: Efla þarf íþróttasjóð ríkisins — segir Magnús Oddsson formaður IA Akranesi. HIÐ nýja íþróttahús ÍA á Akra- nesi hefúr nú verið starfrækt í rúma tvo mánuði og hefúr húsið reynst i alla staði mjög vel. Asókn í æfingatíma er mjög mikil og komast færri að en vilja. Það sýnir hve mikil þörf var á því að nýtt íþróttahús risi á Akra- nesi. Að sögn Magnúsar Oddssonar formanns íþróttabandalags Akra- ness er mikil ánægja með hið nýja hús. Engir gallar hafa komið fram á byggingunni enda hún vönduð og allur frágangur góður. Magnús seg- ir að nú þyrfti að fara að huga að byggingu búningsklefahúss sem verður hluti af þeirri íþróttamiðstöð sem verið hefur að byggjast upp við íþróttavöllinn á Jaðarsbökkum. Magnús sagði í samtali við Morg- unblaðið að þrátt fyrir mikla sjálf- boðavinnu og framlög frá ýmsum aðilum til íþróttahússbyggingarinn- ar vantaði enn gármagn til að ná endum saman. Iþróttasjóður ríkis- ins á samkvæmt lögum að leggja fram 40% byggingarkostnaðar og er vonast til þess að á fjárlögum fyrir árið 1989 fáist rífleg upphæð. „Við höfum sýnt ráðamönnum að . * ••• . _ Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson íþróttahús IA er glæsilegt og vel búið áhöldum. það er hægt að byggja ódýrt en vandað íþrótta- og félagsheimili í krafti öflugs félagsstarfs og við erum mjög stolt af því,“ sagði Magnús og bætti við að bygging- artími hússins hefði verið mjög skammur, „og þess vegna finnst okkur að íþróttasjóður ríkisins þurfi að geta greitt sitt lögbundna fram- lag bæði fljótt og vel. íþróttafélög hafa enga sjóði til að ganga í og því þurfa þau að brúa bilið meðan beðið er eftir framlagi frá sjóðnum." Magnús sagði að brýnasta hags- munamál íþróttafélaganna í dag væri að inneignir þeirra hjá íþrótta- sjóði vegna framkvæmda yrðu verð- bættar, en félögin munu eiga inni á annað hundrað milljónir hjá ríkis- valdinu. „Þar þurfum við að standa jafnfætis því þegar ríkisvaldið t.d. leggur fjármagn til sveitarfélaga þegar um skólabyggingar er að ræða. Sé svo ekki brennur framlag- ið upp smám saman og eftir stend- ur enn þá meira fjárvana íþróttafé- lag.“ Hugmyndir um að færa verkefni íþróttasjóðs yfír til sveitarfélaganna hafa verið til umræðu en Magnús telur að ekki séu miklar líkur fyrir því að sú hugmynd nái fram að ganga, enda yrði það til lítils gagns. Sum héraðssambönd yrðu þá að gera samninga um einstök verkefni við mörg sveitarfélög í sumum til- fellum og slíkt gengi aldrei upp. Að lokum vildi Magnús koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem á einn eða annan hátt stuðluðu að byggingu íþróttahúss ÍA. „Við erum með í höndunum 1.340 fer- metra byggingu sem metin er í brunabótamati á 75 milljónir króna. Framreiknaður kostnaður okkar við bygginguna nemur um 60 milljón- um króna. Þetta sýnir svo ekki verð- ur um villst hvað húsið er í raun ódýrt,“ sagði Magnús að lokum. - JG Morgunblaðið/Ingimar Sveinsson Sturla Pétursson skákmeistari leiðbeindi fúllorðnum og börnum í skák á Djúpavogi. Fréttabréf frá Djúpavogi Djúpavogi. Djúpavogshreindýrin eru komin af Qöllum. Reyndar hafa þau verið hér skammt undan í meira en mánuð. Á hveiju hausti hafa þau komið í mörg ár, 50—100 stykki og eru hjá okkur fram í júníbyijun, fólki til skemmtunar sem fer í sunnu- dagsbíltúra. Þau líta varla upp þótt bíll aki rétt fram hjá þeim, enda dettur engum í hug að hrekkja þau. Þau bregða sér stundum inn í þorpið þótt há girðing sé þar umhverfis, en víkja sér þó undan mannaferðum. Skammt frá þorpinu er raf- magnsgirðing utan um hesta þorps- búa. Hestamir bera mikla virðingu fyrir þessari girðingu, en það gera hreindýrin ekki. Þau hafa að vísu gefist upp við að stökkva yfir hana eins og venjulega girðingu, enda ekkert gott að fá rafstraum í lapp- imar ef dýri verður á að snerta vírinn. Þau hafa fundið upp það snjallræði að leggjast á hliðina og mjaka sé undir langt frá þessum rafmagnaða þræði. Þetta snjallræði hefur hrossunum ekki dottið í hug enn og hljóta því að teljast miklu heimskari en þessi fagurhyrndu fjallagestir okkar. Stjömutindur hefur verið kasta fyrir síld hér rétt fyrir utan. Hann hefur nú komið hér inn með nokkuð á annað þúsund tonn af síld. Oftast er skroppið hér rétt út í fjörðinn og komið inn með fullfermi. Söltun er að ljúka hér. Saltað hefur verið í um 9.300 tunnur. Sturla Pétursson skákmeistari hefur dvalið hér og sagt fullorðnum og bömum til í skák. Um 60 böm úr grunnskólanum og 10 fullorðnir hafa notið leiðsagnar hans. - Ingimar Fulltrúaráð sjómannadagsins í Reykjavík: Aformum um söluskatt á happdrættismiða mótmælt byggt sitt starf meðal annars á fjár- munum sem var aflað á þennan hátt, gefist upp.“ Jólasýn- ing í Þjóð- minjasafhi Á DEGI heilags Nikulásar 6. des- ember verður opnuð sýning í Þjóðminjasafni íslands á ýmsum munum og minjum sem tengjast jólasiðum. Þar verða 'gömul heimatilbúin jólatré, jólakort, jólaskraut, jólasveinar af ýmsum gerðum, Grýla, Leppalúði og fleira. Sýningin verður opnuð kl. 17 og er öllum vinum Þjóðminja- safnsins boðið að vera við opnun- ina. Mánudaginn 12. desember kem- ur fyrsti íslenski jólasveinninn í heimsókn þrettán dögum fyrir jól eins og vera ber. Síðan kemur einn á hveijum degi fram að jólum. Á hveijum morgni kl. 11 munu böm taka á móti jólasveinunum. Við opnunina verður kveikt á jólatré safnsins og heilagur Nikulás mun segja frá lífshlaupi sínu ásamt ýmsum útlitsbreytingum, sem hann hefur mátt þola í hálft annað ár- þúsund. Sýningin verður opin daglega kl. 11—16 frá 7. desember og fram að jólum. (Fréttatilkynning) t i) , 3 c - I' JK'i I ‘ i ’ií 1 J ■ J ) H11 ) ) I dragast stórlega saman vegna fljót- fæmislegra ákvarðana þeirra sem ekkert þekkja til þeirra vandamála sem að er unnið.“ Ennfremur segir, að verði þessi skattheimta að vemleika, verði í einu höggi vegið að æðri menntun í landinu, íþrótta- og æskulýðs- starfi og hagsmunum aldraðra, fatl- aðra, sjúkra og öryrkja. „Fundurinn fullyrðir að með slíkri skattlagningu muni fjöldi viðskiptavina Happ- drættis DAS hætta kaupum miða, sem ríkissjóður skattleggur og þar með stuðningi sínum við málefni aldraðra sem aldrei hafa fengið nema brot af nauðsynlegum stuðn- ingi af opinberu fé. Jafnframt er hætta á að sjálfboðaliðar sem hafa FULLTRÚARÁÐ sjómannadags- ins í Reykjavík samþykkti á haustfundi sínum harðorð mót- mæli við áformum stjórnvalda um söluskatt á happdrættismiða og skylda starfsemi. Jafnframt beinir fúndurinn þeirri áskorun til Alþingis að lög um Fram- kvæmdasjóð aldraðra verði end- urskoðuð og að ráðstöfúnarfé til sjóðsins verði aflað með nef- skatti og árlegu framlagi af Qár- lögum. I ályktun fundarins um söluskatt á happdrættismiða segir meðal ann- ars svo: „Á Hrafnistu í Hafnarfirði hvílir um 100 milljóna króna skuld sem ekki verður séð hvemig verður P’eidd, ef tekjur Happdrættis DAS Saltað hefúr verið í um 9.300 tunnur á Djúpavogi. Hér er unnið við söltun í Búlandstindi. SÖLUDEILD _ JUJ| | Höföabakka 3, simi: 83366 ® m 0 T8lvupapP|r wmmmm^fmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmammmfffffpmffffffff^^mmmm 11111 iill III ■••«■■««

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.