Morgunblaðið - 04.01.1989, Síða 16

Morgunblaðið - 04.01.1989, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1989 Sérstakur skattur á Reyk- nesinga og Reykvíkinga eftir Hreggvið Jónsson Með samþykkt á lögum um tekju- og eignarskatt frá Alþingi rétt fyr- ir jólin var grímunni kastað af nú- verandi ríkisstjóm. Hér er gamalt baráttumál vinstri manna komið í höfn. Þetta er einnig sérstakur sig- ur fyrir þingmenn landsbyggðarinn- ar, þar sem vægi atkvæða er miklu meira en hér á suðvesturhominu. Nú er valdið sýnt í verki með sér- stökum skatti á íbúa þessa svæðis. Áður höfðu fyrirtæki á þessu sama svæði verið verðlaunuð með sama hætti, sérstakur skattur á verslun- ar- og skrifstofuhúsnæði. Þetta er gert á sama tíma og lönd eins og Svíþjóð eru að snúa blaðinu við með tilliti til samkeppninnar við EB- löndin í náinni framtíð. Sú „skatta- paradís", sem nú er að renna upp á þessu landi er ógnvekjandi. Gert grein fyrir atkvæði I öllum umræðum og atkvæða- greiðslum, sem ég hefi tekið þátt í síðan ég var kosinn fyrir Borgara- flokkinn á Alþingi hefí ég verið trúr þeirri stefnu, að ekki eigi að auka skatta ríkisins meira, en þeir þegar em. Það eigi heldur að rifa seglin og draga úr þenslu ríkisins. Ríkis- stjóm Þorsteins Pálssonar ákvað að auka skatta eða eins og margir segja tekjuöflun !!! ríkissjóðs átti að vaxa um 22% milli ára umfram verðbólgu. Sú óskhyggja stóðst ekki einfaldlega vegna þess að eyðsla almennings og fyrirtækja dróst saman, þrátt fyrir hærri álögur á flestum sviðum. Ríkisstjóm Steingríms Hermannssonar hefur ákveðið að leggja frekari skatta á almenning. Það er gert til þess að reka ríkissjóð án halla, eins og er svo lifandi skelfing fínt að orða það. Báðar þessar ríkisstjómir fara villu vegar, það er ekki hægt að velta vanda ríkissjóðs yfir á heimil- in í landinu. Fjármálaráðherra ætti að segja: Við eigum að draga út- gjöldin saman og veita þó sömu þjónustu. Við eigum að endurskipu- leggja og stokka upp heimilisbók- haldið hjá ríkinu. Við atkvæða- greiðslu um lög um tekju- og eign- arskatt gerði ég einn þingmanna í neðri deild grein fyrir atkvæði mínu, svohljóðandi: „Hæstv. forseti. Með samþykkt hækkunar eignarskatta er gengið í berhögg við allt velsæmi og langt út fyrir eðlileg mörk í skattaáþján almennra borgara. Þetta bitnar harðast á einstaklingum, sem búa í eigin íbúðarhúsnæði. Þeir hafa lagt það í metnað sinn að spara, fara vel með þau laun, sem þeir hafa unnið til og greitt fulla skatta, bæði af launum vinnu sinnar og byggingarefni því sem í þessi hús hefur farið. Hér er verið að hegna þeim, sem hafa sýnt ráðdeild, hafa borgað skuldir sínar með skilum og eiga nú skuldlitlar eða skuldlausar eignir. Þesgi skattur hefur af sum- um verið kallaður ekknaskattur, vegna þess að hann leggst afar þungt á einstaklinga. Af eign, sem hjón greiða kr. 108.000 af greiðir einstaklingur kr. 231.000 af og var eftir síðustu lögum eða á síðasta ári kr. 72.000 eða hækkar um 320%. Mismunurinn á því, sem ein- staklingur greiðir og hjón greiða er kr. 123.000 í ár. Ofan á þetta verður ein fyrirvinna að greiða miklu hærri skatta af launum. Þetta er ósvífni. Þá er einnig ráðist á fbúa hér í Reykjavík og Reykjanesi á lúalegan hátt. Sama stærð af eign er nánast skattlaus víða úti á landi, launatekjur hér á Reykjanesi og Reykjavík eru þó þær sömu. Þetta er eignaupptaka og árás á borgara- stétt í landinu. Ég segi nei.“ Með þessari stuttu greinargerð vildi ég láta koma fram fjögur Hreggviður Jónsson „Og svo geta menn spurt hvaða áhrif hefur þetta á efhahagslífið? Þýðir þetta hærri vexti og vaxandi verðbólgu? Og menn mega ekki gleyma því, að þessir auknu skattar þýða að tekjuþörf heimilanna vex, sem mun koma fram í hærri launakröf- um (tekjuöflunarkröf- um) á næsta ári.“ meginsjónarmið. í fyrsta lagi mis- munun á sköttum á íbúðarhúsnæði eftir landshlutum, í öðru lagi stöðu einhleypinga og gífurlega skattá á þeim, í þriðja lagi að launatekjur hækka ekkert þótt skattar af íbúð- arhúsnæði hækki og í fjórða lagi að hér er verið að refsa fyrir spar- semi og ráðdeild (þó ekki ef keypt eru ríkisskuldabréf, sem er hrein skuldasöfnun ríkissjóðs!). Aukaeignarskatturinn íbónus!!! í því sem hér er talið að framan er ekki meðtalinn aukaeignarskatt- urinn, sem Sjálfstæðisflokkurinn barði í gegn til að gleðja fólkið f landinu og átti að renna til Þjóðar- bókhlöðunnar. Með honum lítur dæmið að framan svona út: Hjón greiða kr. 108.000 auk kr. 13.750 eða kr. 121.750 og einhleypingur- inn kr. 231.000 auk kr. 24.380 eða litlar kr. 255.380. Og séu fasteigna- gjöldin tekin með, en þau eru kr. 70.000 á eigninni, verður útkoman þessi: Hjónin greiða í allt af húsinu kr. 191.750 og einstaklingurinn kr. 325.380. Eignaupptaka, sem refsivöndur á ráðdeild Eins og sést af dæmi því, sem tekið er hér að framan, sem er miðað við þau mörk, áður en hærra stigið á eignarskattinum leggst á hjón eða 7+7 milljónir. Það leiðir í ljós hrikalega eignarskatta á ein- hleypinga og á hjón, en þó verður einstaklingurinn í þessu dæmi að greiða nær 110% hærri skatt. Ofan á þessa skattlagningu bætast síðan lægri tekjur einstaklings fyrir sömu vinnu, ef hjón vinna ekki bæði úti og ef hjón vinna bæði úti hafa þau tvöfaldar tekjur, en í mörgum tilfell- um sambærilegt heimilishald. Vafa- laust er það réttmætt, að einhleyp- ingur greiði hærri eignarskatt, en þegar álagning á eigið íbúðarhús- næði er orðið í allt 3,45% á ári skekkist dæmið og verður hroll- vekja. Það sem hér er að gerast er hrein og klár eignaupptaka, maður með venjuleg laun ræður ekki við þessa skatta, nema með verulega hærri tekjum. Og það sama gildir fyrir hjón, jafnvel þótt bæði vinni úti. Úr þessu má bæta með einföldum hætti, sem er að lækka og samræma eignarskattinn af íbúðarhúsnæði, um allt land. Mun ég víkja nánar að þessu hér á eft- ir. Ég geri ráð fyrir því, að flestu fólki muni þykja sú niðurstaða sanngjöm. Ætla má, að þær hug- myndir muni koma í veg fyrir ósætt- anleg sjónarmið milli fólks í þétt- býli og í stijálbýli um allt land, eins og nú er hætta á eftir þann gífur- lega mun í skattlagningu, sem blas- ir nú við. Sömu skattar fyrir sambærilegt íbúðarhúsnæði? Þegar umrætt frumvarp um eignarskatt var til umræðu á Al- þingi fluttum við Albert Guðmunds- son breytingartillögu við frumvarp- ið, sem gerði ráð fyrir sömu skött- um af sambærilegu íbúðarhúsnæði um allt land og að hærri skattleysis- mörk yrðu á íbúðarhúsnæði, en á öðrum eignum. Tillöguflutningi þessum var í fyrsta lagi ætlað að vekja athygli á mismunum á svo- kölluðum eignarskatti á íbúðar- húsnæði eftir landshlutum. í öðru lagi var ætlunin að undirstrika, að eigið íbúðarhúsnæði ber ekki að skoða sem skattstofn með þeim hætti, sem nú er gert. Ef við höld- um okkur við sama dæmi og hér að framan eru eignarskattar og fasteignagjöld af sambærilegri íbúðareign á mismunandi stöðum um landið, sem hér segir: Hér verður landinu skipt í 8 svæði eftir fasteignamati og er hvert svæði hér reiknað út á meðaltali svæðisins og gefnar upp hæstu og lægstu tölur innan hvers svæðis í sviga Allar tölur eru miðaðar við svæði 1, er hefur töluna 100,00% í fasteignamat á húsnæði. Hér verð- ur miðað við mat á einbýlishúsi. Önnur svæði lækka í samræmi við fasteignamat. Svæði 1, 100,00%, Seltjamames, Reykjavík, Kópavog- ur, Garðabær og Hafnarfjörður. Svæði 2, 81,30% (85,9%-77,4%), Mosfellsbær, Bessastaðahreppur, Akureyri, Keflavík og Njarðvík (85,9%-77,4%). Svæði 3, 67,38% (74,0%-65,8), ísafjörður, Grindavík, Borgames, Húsavík, Sauðárkrókur, Vestmannaeyjar, Akranes, Ólafs- fjörður, Dalvík, Seyðisfjörður, Nes- kaupstaður, Eskifjörður og Hafnar- hreppur. Svæði 4, 58,29% (64,3%- 56,4%), á þessu svæði eru kaupstað- ir, kauptún og þéttbýlir hreppar. Svæði 5, 51,82% (55,5%-48,6%), á þessu svæði eru kaupstaðir, kaup- tún og þéttbýlir hreppar. Svæði 6, 45,52% (47,0%-40,0%) hreppar og minni kauptún. Svæði 7, 32,72% (39,0%-30,5%), dreifbýli. Svæði 8, 25,52% (28,2%-21,8%), strjálbýli. Ekki. er hér tæmandi talning og má vekja athygli á, að í mörgum sveitarfélögum er tvenns konar mat eftir þéttbýli eða dreifbýli, þannig að eignir í sama sveitarfélagi geta hér verið taldar hver til síns svæðis. Eignarskattar af húseign, sem er kr. 14.000.000,00 Eignarskattur kr. Sérat. eignarsk. Eignarsk. samtals kr. kr. % Svaaði 1 einst. 231.000,00 24.380,00 255.380,00 100,00 hjón 108.000,00 13.750,00 121.750,00 100,00 Svæði 2 einst. 172.310,00 17.830,00 190.140,00 74,45 hjón 76.580,00 7.210,00 83.790,00 68,82 Svæði 3 einst. 119.700,00 12.960,00 132.660,00 51,94 hjón 53.200,00 2.330,00 55.530,00 45,60 Svæði 4 einst. 85.340,00 9.780,00 95.120,00 37,24 hjón 37.930,00 0,00 37.930,00 31,54 Svæði S einst. 61.070,00 7.530,00 68.600,00 26,86 hjón 27.140,00 0,00 27.140,00 22,29 Svæði 6 einst. 46.470,00 5.310,00 51.780,00 20,27 hjón 16.470,00 0,00 16.470,00 13,52 Svæði 7 einst. 24.970,00 830,00 25.800,00 10,10 hjón 0,00 0,00 0,00 00,00 Svæði 8 einst. 12.870,00 0,00 12.870,00 5,03 hjón 0,00 0,00 0,00 0,00 Eignarskattar af húseign, sem er kr. 7.000.000,00 Eignarekattur kr. Sáret. elgnarak. Eignarsk. samtals kr. kr. % Svæði 1 einst. kr. kr. kr. % 54.000,00 6.870,00 60.870,00 100,00 hjón 24.000,00 0,00 24.000,00 100,00 Svæði 2 einst. 38.290,00 3.600,00 39.890,00 65,53 hjón 8.290,00 0,00 8.290,00 34,54 Svæði 3 einst. 26.600,00 1.160,00 27.760,00 45,60 Svœði 4 einst. 18.960,00 0,00 18.960,00 31,14 Svæði S einst. 18.570,00 0,00 13.570,00 22,29 Svæði 6 einst. 8.230,00 0,00 8.230,00 13,52 Svæði 7,8 einst. 0,00 0,00 0,00 0,00 Svæði 3,4,5,6,7,8 hjón 0,00 0,00 0,00 0,00 Fasteignagjöld af húseignum, sem eru kr. 7.000.000,00 og 14.000.000,00 Faste.gj. af 14 m. húsi.kr. % Faste.gj. af 7 m. húsi kr. % Svæði 1 70.000,00 100.00 35.000,00 100,00 Svæði 2 56.910,00 81,30 28.455,00 81,30 Svæði 3 47.170,00 67,38 23.585,00 67,38 Svæði 4 40.800,00 58,29 20.400,00 58,29 Svæði 5 36.310,00 51,87 18.155,00 51,87 Svæði 6 31.860,00 45,52 15.930,00 45,52 Svæði 7 22.900,00 32,72 11.450,00 32,72 Svæði 8 17.860,00 25,52 8.930,00 25,52

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.