Morgunblaðið - 04.01.1989, Síða 17

Morgunblaðið - 04.01.1989, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUK 4: JÁNÚAR lð89 17 Gilda tillögur sveitarstjórnamanna líka fyrir Reyknesinga? Við undirbúning að nýrri skipan á verkaskiptingu milli ríkis og sveit- arfélaga hafa sveitarstjómamenn utan svæðis 1, eins og það er skýr- greint hér, óskað eftir því að sama fasteignagjald sé af sambærilegri eign út um allt land. Sé þetta eðli- legt, þar sem hér sé um þjónustu- gjald til sveitarfélags að ræða. Sömu rök gilda auðvitað um eignar- skatt af íbúðarhúsnæði, að hér sé um þjónustugjald af eigninni að ræða. Þar með eru þau vandamál úr sögunni, að ekki sé hægt að leggja saman eignarskatt á sam- bærilegt íbúðarhúsnæði um allt land. Þá stendur hitt vandamálið eftir, þetta með einstaklingana, en eins og sést á meðfylgjandi útreikn- ingum er eignarskatturinn fyrst og fremst skattur á þá. SJíka ofsköttun verður að lagfæra. Ég mun beita mér fyrir flutningi á lagafrumvarpi til að lækka eignarskatt, strax og reglulegir þingfundir hefjast í febr- úar n.k. í þessu frumvarpi verður tekið á málinu á tvennan hátt, að eignarskattsgrunnur af íbúðar- húsnæði verði aldrei hærri, en t.d. á svæði 4 og að persónufrádráttur verði stóraukinn t.d. í kr. 4.000.000,00 eða meira, eignar- skattshlutfallið verði lækkað veru- lega og sérstakur eignarskattur felldur niður. Eftir að ljóst er, að eignarskattamir og fasteignagjöld em fyrst og fremst skattar á Reyk- nesingum, að meðtöldum Reyk- víkingum, hlýtur krafan að verða sömu skattar fyrir sambærilegt íbúðarhúsnæði um allt land. Valda eignarskattar verðbólgn og hærri vöxtum? Á sama tíma og skuldabréf ríkis- sjóðs em tekju- og eignarskatts- fijáls er íbúðarhúsnæði haft að fé- þúfu til að halda áfram óráðsíunni í ríkisrekstri, jafnframt nýtur al- mennt sparifé sömu kjara. I dag greiðir maður á Reykjanessvæðinu kr. 325.380,00 í eignarskatta af íbúðarhúsnæði með fasteignamat að upphæð kr. 14.000.000,00. Mað- urinn sem á undir koddanum í ríkis- skuldabréfum kr. 140.000.000,00 eða tíu sinnum meira greiðir ekk- ert! Maðurinn sem á fasteignina er launþegi og greiðir háa tekjuskatta, en maðurinn með 140 milljónimar í ríkisskuldabréfum greiðir ekki heldur tekjuskatt. Sá maður er löngu hættur að vinna og lætur sér nægja tekjumar af skuldabréfun- um, sem verða ekki nema kr. 9.800.000,00 á næsta ári. Þessar tæpu tíu milljónir ætlar hann síðan að stómm hluta að nota til að auka skuldir ríkissjóðs, enda eina öragga leiðin til ábata hér á landi. Og svo er þar maðurinn, sem á aukalega íbúð sem er kr. 5.000.000,00 að fasteignamati á höfuðborgarsvæð- inu, sem hann leigir út. Hann hefur reiknað að nú þurfi hann að leigja hana á aðeins kr. 61.000,00 á mán- uði til að fá sömu ávöxtun og af ríkisskuldabréfum, enda greiðir hann bæði eignar- og tekjuskatt af þessari eign. Væri nú þessi eign háð sömu ákvæðum og ríkisskulda- bréfín þyrfti leigan að vera um kr. 29.000,00 á mánuði, sem er aðeins 47% af núverandi tekjuöflunarþörf. mannsins, eins og þeir orða það hjá ríkisstjóminni. Sömu sögu er að segja af manninum, sem á verðbréf hjá einum af verðbréfasjóðunum. Hann segir, að tekjuöflunarþörf sinni verði að mæta með vemlega hærri vöxtum, til að hann geti greitt skatta af bréfunum og fengið sömu fjárrentu og hjá ríkissjóði. Og svo geta menn spurt hvaða áhrif hefur þetta á efnahagslífíð? Þýðir þetta hærri vexti og vaxandi verðbólgu? Og menn mega ekki gleyma því, að þessir auknu skattar þýða að tekjuþörf heimilanna vex, sem mun koma fram f hærri launa- kröfum (tekjuöflunarkröfum) á næsta ári. Höfundur er þingmaður Borgara- Ookksins fyrir Reykjaneskjör- dæmi. AF INNLENDUM VETTVANGI eftir STEINGRÍM SIGURGEIRSSON Samningur sérfræðinga og Tryggingastofiiunar: Ríkið fær „magnafslátt“ af sérfræðingaþj ónustu SAMKVÆMT samningi sem sérfræðingar og Tryggingastofiiun ríkis- ins undirrituðu laugar- daginn 31. desember munu þeir sérfræðingar sem veruleg umsvif hafa veita ríkinu magnafslátt þegar vissum eininga- Qölda er náð. Megin- markmið samningsins er að sögn Páls Sigurðsson- ar, ráðuneytisstjóra heil- brigðisráðuneytisins, að hnika niður kostnaði ríkisins af þjónustu sér- fræðinga. Hann sagði það vera sína skoðun að heppilegra hefði verið að lækka grunneininga- verð frekar en að veita magnafslátt. essi samningur byggir að mestu leyti á eldri samningi frá árinu 1985 sem rann út fyrir nokkm en hefur samt verið starf- að eftir hingað til. Með nýja samningnum sem tók gildi um áramótin var gildistími eldri samningsins framlengdur til síðustu áramóta en nýi samning- urinn sem þá tók við gildir til ársloka 1990 eða í tvö ár. Samn- ingurinn er undirritaður með fyr- irvara um samþykki Tryggingar- áðs og Læknafélags Reykjavíkur en síðamefnda félagið mun halda fund um samninginn á fímmtu- dag. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á gamla samningnum og er talið að þær geti þýtt allt að 80 milljóna króna spamað á ári að sögn Kristjáns Guðjónssonar, deildarstjóra í sjúkratrygginga- deild Tryggingastofnunar ríkis- ins. Verður samningurinn og sá spamaður sem af honum hlýst tekin til skoðaunar í haust. Magnafslátturinn Helsta breytingin milli samn- inga er sú að gert er ráð fyrir að þeir læknar sem em með veruleg umsvif gefi ríkinu magnafslátt. Er sérfræðingum skipt í tvo hópa hvað það varðar, annars vegar em þeir sem einungis starfa á eigin stofum og hins vegar þeir sem samhliða því starfa á spítölum eða sjúkrahúsum. Magnafsláttur þeirra lækna sem einungis starfa á eigin stofum hefst samkvæmt samningnum eftir 4.000 einingar og er 10% af fyrstu þúsund einingunum þar á eftir, einingum 4.001 til 5.000, en 30% frá og með fimm þúsund- ustu og fyrstu einingunni. Magn- afsláttur þeirra lækna sem sam- hliða stofum sínum starfa á spítölum eða sjúkrahúsum hefst aðeins fyrr, eða eftir 2.000 eining- ar, og er 10% af fyrstu þúsund einingunum þar á eftir og 30% frá og með 3.001. einingunni. Ein eining er í dag 96 krónur og 20 aurar og er hvert viðtal eða verk látið kosta vissan eininga- fjölda. Þær em ekki einungis reiknaðar sem laun til lækna held- ur á helmingur að vera vegna kostnaðar lækna. í krónum talið þýðir þetta að magnafsláttur þeirra lækna sem starfa á spítölum og stofum hefst þegar komið er upp í 192.000 krónur en þeirra sem einungis starfa á stoftim hefst þegar komið er upp í 385.000 krónur. Önnur breyting frá fyrra samn- ingi er að gjaldskrá fyrir störf sérfræðinga á rannsóknarstofum ir er lækkuð um rúmlega 14%, en þar er um að ræða rannsóknar- stofur á læknastofum en einnig rannsóknarstofnanir spítala, heil- sugæslustofnana og rannsóknar- stofnun Háskóla íslands. Þá er í samningnum kveðið á um að tilv- ísanakerfínu verði frestað um eitt ár til bráðabirgða, þ.e. fólk getur áfram snúið sér beint til sérfræð- ings án milligöngu heimilislæknis. Lögum samkvæmt eiga tilvísanir almennt að vera reglan en svo er ekki í dag. Lækkun á einingaverði skynsamlegri Páll Sigurðsson, ráðuneytis- stjóri heilbrigðisráðuneytisins, sagði við Morgunblaðið að með þessum nýja samningi væri verið að reyna að hnika niður kostnað- inum við sérfræðiþjónustuna. Ekki hefði náðst samkomulag um endurskoðun á gmnneiningaverð- inu heldur hefði magnafslátturinn orðið ofan á. Það hefði kannski í för með sér að menn fæm að vinna minna. Sagði Páll að það væri hans mat að skynsamlegra hefði verið að semja um lækkun á einingaverðinu. Ef verk væri á annað borð ofborgað væri vafa- mál hvort heppilegasta lausnin á því væri eitthvert afsláttarfyrir- komulag. Tilvísunarskylda væri ekki heldur inni í þessum samningi en um það atriði væm læknar ósam- mála og vildu t.d. heimilis- og heilsugæslulæknar tilvísunar- skyldu. Páll sagði þennan samning vera tilraunasamning og væri ætlunin að fara yfir gjaldskrána alla í framtíðinni. Varðandi þann spamað sem þessi nýi samningur ætti að hafa í för með væri erfitt að segja til um það. Þegar rætt væri um 80 milljóna spamað væri miðað við sama sérfræðingafjölda og ein- ingafjölda og á síðasta ári. Ef sérfræðingum mundi hins vegar fjölga og þeir ynnu utan afsláttar- kerfisins þá gæti heildarkostnað- urinn staðið í stað eða jafnvel hækkað. Það væri ekki hægt að setja neitt þak á útgjöld ríkisins í þessum efnum. Þess má geta að í fjárlögum fyrir þetta ár em heildarútgjöld fyrir læknisþjónustu utan spítala áætluð tæpir tveir milljarðar króna og em inni í þeirri upphæð m.a. greiðslur til heilsugæslu- lækna og læknishjálpar almennt utan spítala auk sérfræðinga. Erfítt er því að áætla sérfræði- kostnaðinn einan og sér en gera má ráð fyrir að hann sé á bilinu 1,6-1,7 milljarðar króna. Athugasemdir Ríkisendurskoðunar Ríkisendurskoðun gerði eins og kunnugt er athugasemdir við það nýlega að svo virtist sem fyöldi lækna er væm í fullu starfí hjá sjúkrahúsum eða spítölum hefði jafnframt miklar tekjur af einka- stofum sínum. Hefur heilbrigðis- ráðherra ákveðið að kalla fram- kvæmdastjóra sjúkrahúsa á fund nú eftir áramót og kanna hvort þetta komi ekki niður á vinnutíma lækna á þeim stofnunum þar sem þeir em ráðnir. Starfsmenn í fullu starfí t.d. á Borgarspítalanum eða Landspítal- anum hafa rétt á að vinna 9 stund- ir á viku utan stofnunarinnar og hefur ekki verið mikið eftirlit með því hvort þeim tímaramma sé fylgt. Bjóst Páll við harðara eftir- liti hvað það varðar í framtíðinni. Kristján Guðjónsson sagði þeg- ar hann var spurður hvemig þessi samningur tengdist athugasemd- um Ríkisendurskoðunar að það væri mál þeirra stofnana sem læknar störfuðu hjá að sjá til þess að þeir væm þar við störf. Það væri ekki verksvið Trygginga- stofnunar ríkisins heldur það að semja við lækna á almennum markaði. Eins og áður sagði heldur Læknafélag Reykjavíkur fund um samninginn á fímmtudag og vildi Guðmundur Eyjólfsson, sem var formaður samninganefndar lækna þess í samningaumræðun- ekki tjá sig um samninginn við Morgunblaðið fyrr en að þeim fundi loknum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.