Morgunblaðið - 04.01.1989, Side 19

Morgunblaðið - 04.01.1989, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUÐAGUR 4. JANÚAR 1989 19 VIÐBROGÐ VIÐ GENGISFELLINGUNNI Þorsteinn Pálsson, for- maður Sjálfstæðisflokks: Skattar ríkis- sljórnarinnar hafa hækkað gengið „ÞETTA er hvoru tveggja of lítíð og of seint,“ sagði Þorsteinn Páls- son, formaður Sjálfstæðisflokks- ins, um gengisfelíingu ríkisstjórn- arinnar. „Það jákvæða í þessu er auðvitað að með þessu viðurkenn- ir rikisstjórnin að hún hefur verið á rangri braut. Þessar aðgerðir eru þó í raun hreint kák og leysa engan vanda.“ Þorsteinn sagði að með skattahækkunum sinum hefði ríkisstjómin i raun verið að hækka gengið með þvi að hækka kostnað. „Hvoru tveggja er að skekkjan í raungenginu er meiri en sem þess- ari gengisfellingu nemur og að að- gerð sem þessari hljóta að fylgja hliðarráðstafanir af ýmsu tagi. Hið alvarlega í þessu er að tíminn hefur farið til spillis. Það er búið að eyða nú á fjórða mánuð í ekki neitt annað en að hækka skatta. Ríkisstjómin er eini aðilinn í þjóð- félaginu sem virt hefur verðstöðvun að vettugi. Verðstöðvun var eðlileg tímabundin aðgerð þegar hún var sett á í lok ágúst í tíð fyrri ríkis- stjómar, en hún er auðvitað mark- laus þegar ríkisstjómin sjálf virðir hana ekki. Þær gífurlegu beinu og óbeinu skattahækkanir, ekki síst þær sem velta strax út í verðlagið, em til marks um þetta. I raun og vem hefur ríkisstjómin þannig verið að hækka gengið með því að hækka kostnaðinn í þjóðfélaginu. Þessi ráð- stöfun hefur ekki önnur áhrif en að dollarinn er settur á sama stig og í haust sem leið, en þá þegar var ljóst að viðbótaraðgerða var þörf.“ Víglundur Þorsteinsson formaður Félags íslenskra iðnrekenda: Smávægileg deyfisprauta „GENGISFELLINGIN er aðeins smávægileg deyfisprauta, sem skiptír engu raunverulegu máli fyrir samkeppnisiðnaðinn, og það verður einungis að líta á hana sem uppbót vegna falls á dollar á síðustu mánuðum," segir Víglund- ur Þorsteinsson, formaður Félags íslenskra iðnrekenda um áhrif gengisfellingarinnar. „Samkeppnisiðnaðurinn er meira og minna allur rekinn með tapi, sem jókst jafnt og þétt allan seinni hluta síðastliðins árs, og það skiptir engu máli I neinum gmndvallaratriðum hvort menn em að tapa 10% eða 14%. Raunverulegar efnahagsráð- stafanir hljóta að koma seinna í þessum mánuði, og ég sé ekki annað en að framundan bíði 10-12% geng- isbreyting. Að henni lokinni fara menn kannski að koma upp úr kaf- inu,“ sagði Víglundur. Júlíus Sólnes, formaður Borgaraflokks: Gengisfelling hefur ekki sömu áhrif og áður „VID erum þeirrar skoðunar að raungengið hafi um langan tíma verið allt of hátt og það yrði að finna leið til að rétta af raungeng- ið til að útflutningsframleiðslan geti aítur farið í gang með eðlileg ytri skilyrði f lagi. Það er hins vegar eftir sem áður spurning hvort hægt er að fella gengið með þessum hætti án þess að gera nokkrar hliðarráðstafanir," sagði Júlíus Sólnes, formaður Borgara- flokksins, aðspurður um gengis- fellinguna. „Það sem er kannski vert að at- huga í þessu sambandi er að gengis- felling er ekki lengur það hagstjóm- artæki sem hún var fyrir nokkrum ámm, áður en almenn verðtrygging fjárskuldbindinga kom til sögunnar, vegna þess hvað bæði ríkið sjálft og fyrirtækin - og þá ekki síst útflutn- ingsfyrirtækin - em með miklar er- lendar skuldir. Nú er það miklu flóknara og erfiðara mál að gera upp hvað borgar sig í þessu. Við viljum líta svo á að það sé miklu eðlilegra að gera allt efna- hagsdæmið upp með tilliti til þess hvemig á að skapa útflutnings- framleiðslunni sem hagstæðust ytri skilyrði og líta þá á gengisfellingu sem afgangsstærð. Hér finnst manni kannski vera byijað á öfugum enda, en hins vegar viðurkennum við þá staðreynd að það verður ekki lengur umflúið að leiðrétta raungengið. Það er þó ennþá spuming hvort það verð- ur endilega gert með þessum hætti. Við höfum að vísu ekki enn séð for- sendumar fyrir þessu og getum þess vegna ekki alveg sagt um með hvaða hætti þetta skuli gert,“ sagði Júlíus. Friðrik Pálsson forstjóri SH: Ekkert er eftir nemaþjóðnýt- ingþegar eigið féerþorrið „ÞAÐ er ekki aðeins deilt um stærð vandans, heldur er stundum erfitt að finna að það sé vilji tíl að leysa hann. Þeir stjórnmála- menn, sem nú eru hér i forsvari, eru meiri kjarkmenn en ég hef áður kynnzt í íslenzkum stjóm- málum, að þora að horfa á fyrir- tækjunum f útflutningsatvinnu- vegunum blæða út. Hver vikan er dýr,“ sagði Friðrik Pálsson, for- stjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystí- húsanna. „Þegar eigið fé er þorrið, er ekk- ert eftir nema þjóðnýting og fróðlegt væri að fá að vita hverjir ráðher- ranna vilja mæla því bót. Fólkið í landinu og'þá ekki sízt í sjávarpláss- unum, vill ekki horfa upp á það, að atvinnuvegurinn verði lagður í rúst. Það vill ekki þurfa að leita á ríkisjöt- una. Þess vegna hlýt ég eins og margir aðrir að vona, að hér sé á ferðinni biðleikur, sviðsetning á ein- hveiju, til að geta sagt að eitthvað sé verið að gera, tíminn er hlaupinn frá okkur,“ sagði Friðrik. Málmfríður Sigurðardótt- ir, Kvennalista: Virðistekki eigja að bætakjara- rýrnunina „ÉG VEIT í raun ekki hverju 4% gengisfelling á að skila útflutn- ingsgreinunum öðru en að hækka skuldiraar, þvi hún leiðréttir ekki að gagni þeirra rekstrargrund- völl. Þar að auki hlýtur hún að stuðla að verðbólgu. Það sem okk- ur þykir undarlegt er að það kem- ur ekkert fram um hliðarráðstaf- anir; hvernig eigi að bæta launa- fólki þessa kjararýrnun og hvera- ig þetta komi við heimilin," sagði Málmfríður Sigurðardóttir, þing- maður Kvennalista. „Við höfum eins og allir viður- kennt að gengið hefur verið rangt skráð mjög lengi og þetta er náttúru- lega ein af orsökunum fyrir vondri stöðu útflutningsatvinnuveganna. Á hinn bóginn er þetta orsökin fyrir góðæri í innflutningsgreinum. Þetta misræmi er náttúrulega óhjákvæmi- legt að leiðrétta, en það sem nú hefur verið gert er ósköp máttleysis- legt. Það sést í rauninni ekki að það sé meiningin að bæta almennu launafólki þá kjararýmun sem það verður fyrir. Okkur fyndist betra ef farið væri út í gengisfellingu að hún væri það stór að hún skilaði útflutn- ingsatvinnugreinunum sem leiðrétti stöðu þeirra. Við hefðum viljað sjá einhveijar frekari ráðstafanir, svo sem að söluskattur yrði lækkaður á móti. Spumingin hvort þetta er ekki bara bytjunin, hvort það er ekki meiningin að taka gengisfellingar í áföngum og hvort það eigi að milda skellinn með því að fara hægt í þetta." Sigurður Markússon fram- kvæmdastjóri sjávaraf- urðadeildar SÍS: Brúar flórð- imgiim af því bili sem mynd- astheftir SIGURÐUR Markússon firam- J kvæmdastjóri sjávarafurðadeild- ar SÍS segir að brúttóálirif gengis- fellingarinnar hafi i för með sér hækkun sem ncraur um 4,70 kr. á hvert kíló freðfisks. Nægi sú hækkun til að brúa um fjórðung- inn á þvi bili sem brúa þarf til að vega upp á mótí þeirri hækkun, sem orðið hefiir á framleiðslu- kostnaði. „Samkvæmt opinberum tölum hækkaði meðalverð á útfluttum freð- fiski um 8,21 kr. á hvert kíló á fyrst átta mánuðum síðastliðins árs. Það er mat okkar að á sama tíma hafi framleiðslukostnaður hækkáð um 26,24 kr. á kíló, þannig að um er að ræða bil upp á um 18 kr. á hvert kíló sem þarf að brúa. Það má því segja að brúttóáhrif gengisfellingar- innar nægi til að brúa um það bil fjórðunginn af því bili,“ segir Sigurð- ur Markússon. Kristján Ragnarsson framkvæmdastjóri LÍÚ: Áhrifin óljós fyrir flotann í heild KRISTJÁN Ragnarsson fram- kvæmdastjóri LÍU segir að áhrif gengisfellingarinnar fyrir fiski- skipaflotann í heild verði ekki ljós fyrr en nýtt fiskverð liggi fyrir upp úr miðjum febrúar. „Gengisbreytingin eykur tekjur þeirra skipa sem selja aflann erlend- is, og einnig þeirra skipa sem full- vinna aflann um borð. Hins vegar verður hækkun á kostnaði varðandi veiðarfæri, viðhald og olíu, og það má ætla að þetta vegi upp hvað á móti öðru hjá þessum aðilum, en útkoman verði jákvæð við gengis- breytinguna. Hún er aftur á móti neikvæð að óbreyttu fískverði fyrir þá aðila sem leggja upp aflann hér heima. Fiskverð er laust 15. febrúar næstkomandi og því er ekki hægt að segja til um hver endanleg áhrif gengisfellingarinnar verða fyrir flo- tann í heild fyrr en að afstaðinni fískverðsákvörðun þá.“ Hvernig væri aö byrja nýtt ár meö heil sudvöl á Hótel Örk Aðeins kr. 11.100,-á mann í 3 dagaog kr. 14.600,- í 5 daga. Innifalió: Morgunverður, sund, sauna, sjúkraþjálfun, nudd, leirböð, Ijós, snyrtimeðferð. Gisting í eins eða tveggja manna herbergi á Hótel Örk erein besta aðstaða á landinu til hvíldar og hressingar. Veriö avallt velkomiiv a Hotel Örk hf. Simi 98-34700 HVERAGERÐI BoSfioIt Suðurver Hraunberg m*MM5 #83730 # 79988 PÍD

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.